Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Ágreiningur um málefni leikskóla Ríkisspítalanna óleystur Foreldrar gefa enn ekki svör um endurráðningu ÁGREININGUR hefur komið upp á ný vegna leikskóla Ríkisspítal- anna. Starfsfólk og foreldrar á leikskó'um Borgarspítalans telja sig ekki geta gefið spítalanum svör um endurráðningu fyrr en einhver botn fáist í málið. Inga J. Amardóttir, sem var í vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðu- neytisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að heilbrigðisráðherra hefði staðfest með bréfi 5. nóvem- ber að 14.000 krónur yrðu greiddar á mánuði með hverju bami á leik- skólunum. Á þriðjudag hefði verið samþykkt á fundi hjá Ríkisspítölun- um að sama gjald yrði fyrir böm sem tekin yrðu inn á leikskólana og er fyrir þau sem þar væm fyrir. I gær hefði borist bréf frá ráðu- neytinu þar sem breytt er fyrri ákvörðun, því þar segði að ríkið muni greiða 14.000 kr. á mánuði miðað við hvert einstakt rými. Inga sagði að á leikskólum Borg- arspítalans væra 165 börn en 134 rými og hefðu sinnaskipti ráðherr- ans því veraleg áhrif. Hún sagði að starfsfólk leikskólanna og for- eldrar litu svo á að enginn botn hefði fengist í málið. Miðað við hvert rými Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðu- neytisstjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu, var í bréfínu frá 5. nóvember gerð grein fyrir því að framlagið miðaðist við hvert rými en ekki hvert barn. Það hefði verið skýrt og ekki átt að fara á milli mála. Ekki væri því um nein sinnaskipti að ræða en til að eyða þeim mis- skilningi sem nú virtist kominn upp hefði annað bréf verið skrifað í gær þar sem áréttað hefði verið að fram- lagið miðaðist við hvert rými á leik- skólum en ekki hvert bam. _ Helga Björnsdóttir og Helgi Jónsson sem misstu aleiguna í húsbruna. Giftusamleg björgun konu og tveggja barna úr eldsvoða „Ég og börnín náð- um varla andanum“ Vann verðlaun fyrir auglýsingu í tímariti London. Frá Ólafi Þ. Stcphensen, fréttaritara Morgunblaðsins. BÖRKUR Arnarson ljósmyndari í London, hlaut nýlega fyrstu verðlaun í flokki tímaritsauglýsinga í auglýsingasamkeppni hins virta, brezka hönnunartímarits XYZ. Um er að ræða aug- lýsingu fyrir Caterpillar-skó, sem tók yfir tvær opnur í október- hefti tímaritsins Face. Börkur starfar hjá fyrirtækinu Blue Source í London og vann auglýs- inguna ásamt Leigh Marl- ing, eiganda fyrirtækisins. Þeir skutu aft- ur fyrir sig auglýsingum frá þekktum auglýsingastofum, en í næstu sætum á eftir auglýs- Börkur Arnarson ingum Caterpillars urðu auglýs- ingar þekktra vörumerkja á borð við Michelob, Marlboro og Cinz- ano. 300 tímaritsauglýsingar XYZ heldur árlega hönnunar- samkeppni. Tímaritsauglýsingar vora stærsti keppnisflokkurinn að þessu sinni og kepptu hönnuð- ir 300 auglýsinga til verðlauna. Einnig eru dagblaðaauglýsingar, plötuumslög plaköt og fleiri gerðir myndrænna auglýsinga dæmdar og verðlaunaðar. íslensk bridssveit í öðru sæti á Sikiley Palermo. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni. ÍSLENSK bridssveit varð í 2. sæti í keppni tíu úrvalsliða frá jafn- mörgum Evrópulöndum sem lauk í Palermo á Sikiley í gær- kvöldi. íslenska sveitin var skipuð Aðalsteini Jörgensen, Bimi Eysteinssyni, Jóni Baldurssyni og Erni Arnþórssyni. íslenska liðið tapaði fyrir Pól- veijum með eins stigs mun í úr- slitaleik mótsins, 60-50. Áður vann íslenska sveitin Austurríkis- menn öragglega í undanúrslitum og sinn riðil í undankeppni á leið í úrslitakeppnina. Bridsmótið í Palermo var á veg- um sikileyskra ferðamálayfirvalda og þangað er boðið liðum frá Evr- ópuþjóðum sem hafa unnið alþjóð- leg mót. í dag tekur íslenska liðið þátt í öðru bridsmóti á Sikiley en því lýkur á sunnudag. í dag Suutján ára einleikari_________ Sautján ára stúlka leikur fiðlukon- sert Tsjajkovskís með Sinfóníu - hljómsveitinni í kvöld 10 Lygalaupar ____________________ Heimsins mesti lygari krýndur á Norður-Englandi í minningu kráar- eiganda sem frægur var fyrir stór- kostlegar ýkjusögur 28 Óskar dvalarleyfis_____________ Króati kveðst í hættu í heimalandi sínu 31 Leiðari_________________________ Þróunarstarf skilar árangri 30 Viðskipti ► Betri afkoma Flugleiða — Nýtt fyrirtæki í sérsteypu — Hlutafjárútboð KÁ — Cargolux endumýjar flugflotann - Skipu- lagsbreytingar ESSO. „ELDURINN var kominn upp á aðra hæð og hafði læst sig í vegg- fóðrið og i rúmið. Það var kominn svo mikill reykur að ég og börnin náðum varla andanum. Þegar ég sá eldinn koma tók ég lítinn koll sem var í herberginu og braut rúðuna í glugganum og ákvað að reyna að láta börnin detta niður í garðinn,“ sagði Helga Bjöms- dóttir í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Með snarræði sínu og aðstoð tengdaföður og eigin- manns tókst henni að koma sjálfri sér og ungum bömum undan eld- tungunum er eldri bærinn á Haukagili í Hvítársíðu brann til kaldra kola i fyrrakvöld. „Ég var að bræða tólg i litlu eld- húsi sem við vorum með inn af inn- ganginum að húsinu, þegar kviknaði í pottinum. Ég þreif pottinn, fór með hann fram í forstofu, því ég ætlaði að reyna að bera hann út úr húsinu, en missti hann í ganginum því eldur- inn fór í andlitið á mér. Þá kviknaði í mottu sem ég var með í ganginum og eldurinn læsti sig í föt sem ég var með hangandi í forstofunni. Hún varð fljótt alelda svo ég komst ekki út um dyrnar. Ég fór upp á efri hæðina með krakkana, ellefu mán- aða strák og sex ára stelpu, þau höfðu verið með mér í eldhúsinu. Ég fór með þau upp út af reyknum sem hafði myndast. Ég fann herbergi á efri hæðinni sem var reyklaust, setti teppi við hurðina svo reykurinn kæm- ist ekki inn og lokaði þau þar inni og fór svo niður. Ég tók niður slökkvitækið til þess að slökkva eld- inn en þá virkaði það ekki. Forstofan logaði öll og eldurinn var kominn inn í eldhúsið líka. Þegar ég gat ekki slökkt eldinn fór ég niður í kjallara þar sem síminn er og hringdi í tengdaföður minn og bað hann um að koma strax því það var kominn svo mikill reykur.“ Jón Ingimundarson, tengdafaðir Helgu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði stokkið upp í traktorinn og keyrt í dauðans of- Dagskmrblað ► Tvífarakeppni í Noregi - Nýja útvarpsstöðin X-ið - Strandverð- ir slá í gegn um heim allan - íþróttir tekjulind fyrir gervi- hnattasjónvarp Eldri bærinn á Haukagili í Hvítársíðu sem brann til kaldra kola. boði, liggjandi á flautunni, út að fjósi þar sem sonur hans, Helgi Jónsson, var að vinna. Teppið logaði Þegar Helga var búin að hringja segist henni svo frá: „Ég varð að fara upp á aðra hæð til krakkanna út af reyknum. Þegar ég var komin inn tók ég teppið af rúminu setti fyrir rifuna undir hurðinni svo reyk- urinn kæmist ekki inn. Húsið var allt í tréstigum og gömlum íjölum svo eldurinn læsti sig fljótt í timbrið. Ég var nýkomin inn þegar teppið sem ég hafði sett fyrir hurðina fór að loga. Eldurinn var kominn upp á aðra hæð og hafði læst sig í vegg- fóðrið og í rúmið. Það var kominn svo mikill reykur að ég og bömin náðum varla andanum. Þegar ég sá eldinn koma tók ég lítinn koll sem var í herberginu, og braut rúðuna í glugganum og ákvað að reyna að lata krakkana detta niður í garðinn. Ég skar mig í lófunum því ég tók brotin úr köntunum áður en ég lét krakkana fara til þess að stækka gatið. Það var svolítið hátt niður í garðinn en áður en ég lét litla strák- inn detta niður öskraði ég á manninn minn. Hann heyrði til mín því tengda- faðir minn hafði sótt hann í fjósið. Glugginn sem ég braut sneri að garð- inum og maðurinn minn rann á hljóð- ið. Hann gat því gripið strákinn þeg- ar ég lét hann detta. Síðan rétti ég stelpuna út. Svo lét ég sjálfa mig detta. Ég er svolítið marin því það greip mig enginn. Hárið á mér er líka örlítið sviðið." Eigum ekkert Aðspurð hvernig henni líði nú seg- ir hún eftir stutta þögn: „Ég veit ekki hvemig mér líður, ég er voða- lega ringluð. Ég er fegnust því að við skyldum hafa bjargast en við eig- um ekkert. Við stöndum eftir í fötun- um sem við voram í. Við eram ekki einu sinni í skónum okkar. Það er voðalega skrýtin tilfínning að per- sónulegir munir okkar skuli ekki vera til lengur. Persónulegir munir sem hafa orðið hluti af manni eru óbætanlegir, myndir af litlu bömun- um og þess háttar. Ég sé mest eftir því,“ segir Helga. Þess má geta að Kiwanisklúbbur- inn Jöklar og björgunarsveitin Ok hafa opnað söfnunarreikning til hjálpar fjölskyldunni að Haukagili. Um er að ræða trompreikning nr. 404703 i Sparisjóði Mýrasýslu. Margir spurðust fyr- ir um viðförlu kisu Selfossi. MARGIR hringdu í gær til Guðbjargar Guðmundsdóttur í Vorsa- bæjarhjáleigu í Flóa til að spyijast fyrir um köttinn víðförla sem fór frá Selfossi til Isafjarðar og til baka með skipi. Flestir sem hringdu voru úr Reykjavík og tveir hringdu frá Akureyri. „En það hefur enginn gert sig afgerandi um að eiga köttinn," sagði Guðbjörg. „Það hefur verið heilmikið að gera í þessu. Þetta er allt fólk sem hefur tapað kettinum sínum á árinu frá vori og fram í ágúst,“ sagði Guð- björg. Hún hefur gefið fólki ná- kvæma lýsingu á kettinum og borið lýsingu þess saman við köttinn en enginn hefur tekið af skarið um að hann eigi köttinn eftir þennan sam- anburð. Guðbjörg hefur einnig fengið ábendingu um sinn eigin kött sem hvarf í september og hugsanlegar ferðir hans. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.