Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 VEITINGAHÚS Ragnar sýnir á sér nýja hlið Madonna kom íbúum Toronto í vont skap þar sem hún stöðvaði alla umferð. STJÖRNUR Madonna æsir Kanada- búa upp Madonna vekur alls staðar umtal hvar sem hún fer, stundum er það jákvætt en oftast veldur hún hneykslun og nú síðast reiði á tón- leikaferðalagi í Kanada. Þar sem hún sýnir allítarlega á sér kroppinn í atriðinu „Girlie Show“ verður hann að vera vel þjálfaður og greip því Madonna til þess ráðs, eins og svo oft áður, að fara út að hlaupa. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði það verið í lagi en í Toronto notaði hún götumar til þess — og það á versta umferðartíma — með þeim afleiðingum að umferðin stöðvaðist. Reiðir og óþolinmóðir bíl- stjórar æptu að henni hvers vegna í ósköpunum hún gæti ekki notað gagnstéttima til að hlaupa á eins og allir aðrir. Hún sýndi einnig yfirgang og frekju þar sem hún var að æfa kraft- ana í tækjasal Four Seasons hótels- ins. Virðulegur verðbréfasali var í salnum við æfingar og hafði kveikt á sjónvarpinu, þar sem hann var að fylgjast með viðskiptafréttum þegar Madonna æddi inn í salinn. Hún gerði sér lítið fyrir og slökkti á sjón- varpinu en kveikti í staðinn á tónlist sinni á fullum styrk. Þama þótti verðbréfasalanum of langt gengið og upphófst mikið rifrildi. Þegar hann var spurður hvort hann vissi að hann hefði verið að rífast við Madonnu, svaraði sá prúði: „Jú, ég vissi það, en mér var alveg sama. Hún er með þann ljótasta munn sem um getur.“ — Og hana nú! Söngvarinn góðkunni, Ragnar Bjamason, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir langan starfsaldur í dægurlagabransanum og sýnir nú á sér nýja hlið í veitingahúsinu Naustinu á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Hann leikur þar fyrir matargesti af fingrum fram á for- láta flygil og syngur að sjálfsögðu með, eins og honum einum er lagið. „Eg lærði að spila á píanó á yngri árum, en hef lítið haft mig í frammi á því sviði eftir að ég byijaði að syngja," sagði Ragnar er hann var inntur eftir tildrögum þess að hann fór að koma fram opinberlega sem píanisti. „Ég hef alltaf haft svo góða píanista með mér að mér fannst engin ástæða til að flíka kunnáttu minni, enda hafði ég nóg með sönginn. Ég hef hins vegar haldið píanóleiknum við heima í stofu og í sumar datt mér í hug að láta slag standa og nú er ég kominn í Naustið og spila þar fyrir matargesti. Á meðan gestirnir eru að borða raula ég róleg lög með og eftir matinn fæ ég fólk til að taka lagið með mér og jafnvel fá sér snúning á eftir. Þetta hefur gengið mjög vel og er skemmtileg tilbreyting frá ballspilamennsk- unni.“ Kann vel við nýja hlutverkið Aðspurður sagðist Ragnar kunna vel við sig í þessu nýja hlutverki, en það þýddi þó ekki að hann væri endanlega hættur í dansleikja- bransanum. „Á næstunni verður boðið upp á jólahlaðborð hér á Naustinu, sem hefur verið vinsælt í gegnum árin, og þá er hugsanlegt að ég fái spilara með mér til að skerpa á jólastemmningunni. Ég vona bara að fólk hafí gaman af þessu og vonast til að sjá sem flesta af þeim sem ég hef verið að skemmta undanfarna áratugi," sagði Raggi um leið og hann settist við flygilinn og renndi í gegnum lagið „All of me“, en það var ein- mitt fyrsta lagið sem hann söng opinberlega norður á Akureyri fyrir hartnær 40 árum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ragnar Bjarnason við flygilinn í Naustinu, þar sem hann leikur fyr- ir matargesti á föstudags- og laugardagskvöldum. PROFgSSIOHAl. 'etmau/ BORGARKRINGLUNNI SÍMI 677230 ESSI íiSip ’.'O'.i l.u TAGHeuer SWISS MADE SINCE 1860 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmunda Sigriður Davíðsdóttir sigurvegari í fyrirsætukeppni Suðurlands. FYRIRSÆTUR Guðmunda Sigríður vann fyrstu fyrirsætu- keppnina á Suðurlandi Guðmunda Sigríður Davíðs- dóttir, 19 ára nemandi á félagsfræðibraut í I’jölbrauta- skóla Suðurlands sigraði í fyrstu fyrirsætukeppni Suðurlands. „Það er mikií hvatning að kom- ast í þessa keppni og gefur manni sjálfstraust," sagði hún í samtali við fréttaritara Morg- unblðsins. Tíu stúlkur tóku þátt í lokakeppninni sem fram fór í Inghóli síðastliðið laugardags- kvöld. Stúlkumar tíu voru valdar úr hópi 50 stúlkna á Suðurlandi. Sigurvegarinn hlýtur að launum styrk til þátttöku í fyrirsætu- keppni í New York undir leið- sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdótt- ur hjá Módel mynd. Keppnin í New York fer fram í marsmán- uði á Valdorf Astoria hótelinu þar sem stúlkurnar spreyta sig á ýmsu því sem snýr að módel- störfum. „Mér líst vel á stúlkuna sem var valin, hún hefur heil- brigt útlit og er örugg með sig,“ sagði Kristín Aðalsteinsdóttir hjá Módel mynd. Auk Guðmundu Sigríðar stendur fjórum öðrum stúlkum, sem tóku þátt í úrslitakeppn- inni, til boða að fara til New York og taka þátt í keppninni þar. Stúlkurnar eru: Guðlaug Böðvarsdóttir, Svava Kristín Sigurðardóttir, Júlía Þorvalds- dóttir og Sigrún Björk Björns- dóttir. Áður en stúlkurnar fara til keppninnar í New York fá þær leiðsögn og leiðbeiningar hjá Módel mynd undir stjórn Krist- ínar Aðalsteinsdóttur. Fyrirsætukeppnin var haldin í samstarfi Inghóls, Módelmynd- ar og Sunnlenska fréttablaðsins. Styrktaraðilar keppninnar voru Búnaðarbankinn á Selfossi, Suð- urgarður hf. og verslunin Ösp. Argentína steikhús gaf sigur- vegaranum málsverð fyrir tvo, Rakarastofa Björns Gíslasonar Boucheron-ilmvatn og verslunin Sautján tíu þúsund króna vöru- úttekt. Þá fengu allar stúlkurnar í úrslitunum Oroblu-sokkabux- ur, ilmvatn, hársnyrtivörur, blóm og No name-snyrtivörur frá Snyrtistofu Ólafar á Selfossi. COSPER Þú þarft betra loft. Viltu ekki setjast nær glugganum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.