Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 21 Kraftakarlar kljást í dag ÞAÐ verða engir smá jaxlar sem heyja munu harða keppni á alþjóð- legu kraftamóti hérlendis næstu daga. Nokkrir fræknustu kraftakarlar heims munu bítast um sigur í sex manna keppni, þar sem tekist verður á við ýmsar þrautir. Sterkasti maður Evrópu, Manfred Höberl, mætir með sína 65 sentimetra breiðu upphandleggsvöðva, sterkasti maður Englands, Jamie Reeves, og Finninn Riku Kiri, sem er þriðji sterkasti maður heims. Þessir erlendu kappar mæta úrvali íslenskra kraftajötna. Magnús Ver Magnússon, Andrés Guðmundsson og skipuleggjandi mótsins, Hjalti „Úrsus“ Árnason, munu verja heiður landans. Mótið hefst á fimmtudegi, þar sem Húsa- fellshellan í Húsafelli verður borin, en Andrés á metið í burði hennar. Á föstudag kl. 13 verður hleðsla við Höfðahúsið við Sætún, en kl. 20 sama dag beijast kappamir í ann- arri hleðslugrein við Olís í Graf- arvogi. á bakinu. Á sama stað ætlar Njáll Torfason að draga bíl með hugarork- unni einni saman. Keppnin í Kapla- krika hefst kl. 17.30. Islendingar erfiðir „Eg held að íslendingar verði erf- iðir og það er gaman að koma hing- að til keppni," sagði Manfred Höb- erl. Ummál upphandleggsvöðva hans er 65 sentimetrar, sem er heimsmet. „Ég byggði líkamann upp fyrir vaxt- arræktarmót, en þar sem ég er há- vaxinn þurfti ég svo mikinn massa til að eiga möguleika á sigri í stórum mótum. Ég hefði þurft að vera um 160 kíló og skera mig svo niður í 140. í dag keppi ég því aðeins í kraftamótum og er 134 kíló í góðu formi,“ sagði Manfred, sem tryggði sér fyrr á árinu titilinn Sterkasti maður Evrópu. Hinir útlendingarnir, Riku Kiri, sem er nefndur Tortímand- inn, og Jamie Reeves, hafa áður mætt Islendingum, m.a. Jóni Páli Sigmarssyni á sínum tima. Magnús Ver hefur síðan mætt köppunum með góðum árangri, en hann varð Sterkasti maður heims fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Heimsins sverustu handleggir Manfred Höberl sýnir Hjalta „Ursusi“ og Sigmari, syni Jóns Páls heitins Sigmarssonar, sverasta upphandlegg heims, sem er 65 senti- metrar að ummáli. Laugardagurinn verður síðan að- aldagurinn, þá draga kapparnir flug- vél á Reykjavíkurflugvelli kl. 13. Síð- an liggur leiðin í Kaplakrika, þar sem barist verður innandyra. Þá fara fram fjórar keppnisgreinar, steina- tök, krossfestulyfta, drumbalyfta og bílaganga þar sem keppendur eiga að ganga með 500 kílóa þungan bíl Forystu- menn í af- greiðslu FORYSTUMENN atvinnulífsins, ráðherrar og alþingismenn bregða sér hinu megin af- greiðsluborðsins fimmtudaginn 18. nóvember og sinna almennum afgreiðslustörfum frá kl. 11 til 13 í matvöruverslunum Hag- kaups, Kringlunni. Segja má að þarna sé mætt Iandslið átaksins Islenskt, já takk, til að minna á mikilvægi innlendrar atvinnu- sköpunar, segir í fréttatilkynn- ingu. Fatahönnuðir, klæðskerar, kjóla- meistarar og hattasaumarar setja upp verkstæði í Borgarkringlunni á fimmtudag, föstudag og laugardag. Gestum og gangandi gefst kostur á að kynna sér handbragð meistar- anna og íslenska fatahönnun í sinni víðtækustu mynd. íslenskar vörukynningar verða í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag, bæði á göngum og í matvöruverslun Hagkaups sem stendur fyrir íslenskum dögum út vikuna. -----♦ ♦ ♦---- Deilt um veiðikort STJ ÓRN ARFRUM V ARP um vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum gerir ráð fyrir að þeir sem stunda veiðar þurfi að kaupa veiðikort og er tekjum af veiðikortasölu ætlað að standa undir rannsóknum á stofnum veiðidýra. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið sem var til um- ræðu á Alþingi á þriðjudag. Ingi Björn Albertsson, Sjálfstæðis- flokki, mótmælti því að veiðimenn yrðu skattlagðir með þessum hætti og benti á að hvergi væri tilgreint í frumvarpinu hversu mikið veiðikortin ættu að kosta. Hann sagði frumvarp- ið Iaust í reipunum og gagnrýndi ýmis efnisatriði, svo sem að ekki mætti nota hunda til veiða. Markaður tekjustofn Össur Skarphéðinsson, umhverfis- ráðherra, lagði áherslu á að veiði- kortagjaldið væri markaður tekju- stofn og sagðist hugsa sér að veiði- kórt til eins árs myndi kosta 1.000 krónur. Hann sagði að samkvæmt frumvarpinu væri ekki bannað að hafa hunda til aðstoðar við veiðar heldur væri bannað að láta þá um veiðamar. Jólasería Dagatalakerti Greitilengjur 20 ljósa innisería 299,- Minni 79,- stærri 99,- ásvalirog handrið (270 cm), 599,- ILBOÐ fimmtudag til sunnudags Jólastjömur Úrvalsflokkur 799,- Sérvaldar 499,- Toppar 399,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.