Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 18. NOVEMBER 1993 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Evrópu- meistarar Dana úr leik LÁNIÐ lék við Ira í gærkvöldi. Þeir náðu jafntefli gegn Norð- ur-írum í Belfast og komust áfram þar sem þeir gerðu fleiri mörk en Danir, sem máttu sætta sig við 1:0 tap gegn Spánverjum í Sevilla, þrátt fyrir að vera einum fleiri nær allan leikinn. Evrópumeistararnir sitja því eftir með sárt ennið, en írar mæta í aðra lokakeppn- ina í röð. Þegar átta mínútur voru liðnar af leik Spánveija og Dana fékk Andoni Zubizarreta, markvörður Spánar, að sjá rauða spjaldið fyrir að bijóta á Michael Laudrup rétt utan vítateigs. Zubizarreta gaf á samheija sinn hjá Barcelona og Laudrup, einn gegn einum, ætlaði að leika á félaga sinn með fyír- greindum afleiðingum. Töluverð harka færðist í leikinn, en fátt var um fína drætti. Danir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Femando Hierro sendi þá útí kuldann um miðj- an seinni hálfleik, þegar hann skall- aði í netið eftir horn frá Juan Goiko- etxea. Peter Schmeichel virtist eiga greiða leið að boltanum á undan Hierro við fjærstöng, en danska markverðinum brást bogalistin. Danir sóttu stíft í byijun seinni hálfleiks, en dæmið gekk ekki upp. Spánveijar náðu tökum á miðjunni Kosta- dinov sökkti Frökkum EMIL Kostadinov gerði út um vonir Frakka um að komast upp úr 6. riðli er hann skoraði sigurmark Búlgara, 2:1, á síðustu mín- útunni í París, en Frökkum hefði dugað jafntefli. Kostadinov, sem gerði einnig jöfnunarmarkið eftir að Eric Cantona hafði komið Frökk- um yfir, skoraði sigurmarkið með þrumuskoti frá vítateigshomi — efst í vinkilinn. Þessi úrslit voru mikið reiðarslag fyrir Frakka á Parc des Princes-leikvanginum því þeir töpuðu einnig gegn ísra- el á síðustu mínútu leiksins fyrir mánuði síðan. „Þetta kvöld er það slysaleg- asta sem hægt er að ímynda sér í knattspyrnunni," sagði Houllier, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Búlgarar áttu ekki eitt færi milii þess sem þeir gerðu þessi tvö mörk. Eg mjög vonsvikinn fyrir hönd leikmannanna, þeir hafa unnið mjög vel í fimmtán mánuði. Ég held að þessi ótrúlegi endir gegn ísrael hafí grafíð undan sjálfstraustinu í liðinu. Þetta er svolítið óréttlátt. Heppn- in brosti svo sannarlega ekki við okkur,“ sagði Houllier. „Ég lék sjálfur þrívegis í úr- slitakeppni HM sem leikmaður en þetta verður sú fyrsta sem þjálfari," sagði Dimitar Penev, þjálfari Búlgaríu. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Ég vissi að Frakkar yrðu hræddir og það kom berlega í ljós á vellinum. Við lékum eins og við vomm búnir að ákveða fyrirfram," sagði þjálfarinn. og sendu Evrópumeistarana sneypta heim með jafn mörg stig og írar en lakari markatölu. Kiko Narvaez fékk tækifæri til að bæta öðru marki við fyrir Spán- veija þremur mínútum fyrir leikslok, en Schmeichel sá við honum. Skömmu áður bjargaði Jose Caniz- ares, sem lék mjög vel í þessum fyrsta landsleik sínum, varði meist- aralega eftir bakfallsspymu frá Bent Christensen. Javier Clemente, þjálfari Spánar, var að vonum ánægður. „Þrátt fyrir slæma byijun stóðum við okkur vel. Við skomðum o gDanir áttu ekki svar. Frábært." Spánn: Andoni Zubizarreta, Albert Ferrer, Francisco Camarasa ( Jose Canizares 10.), Rafael Alkorta, Miguel Nadal, Femando Giner, Femando Hierro, Juan Goikoetxea, Julio Salinas ( Francisco Narvaez „Kiko“ 52.), Jose Bakero, Luis Enrique. Danmörk: Peter Schmeichel, Jacob Friis Hansen, Mark Rieper, Lars Olsen, Henrik Larsen, Brian Steen Nielsen (Jes Hoegh 46.), John Jensen, Kim Vilfort, Flemming Povlsen (Bent Christensen 70.), Michael Laudrup, Brian Laudmp. írum dugði jafntefli Norður-írar höfðu undirtökin í Belfast, en tókst ekki að skora fyrr en stundarfjórðungi fyrir leikslok. Glæsilegu marki Jimmy Quinn var vel fagnað, en mínútu síðar sló þögn á áhorfendur, þegar varamaðurinn Alan McLoughlin jafnaði. írar aftur í úrslitakeppnina Reuter IRAR verða eina liðið frá Bretlandseyjum á HM í Bandaríkjunum. Þeir fagna hér eftir jafntefli í Belfast í gærkvöldi; Denis Irwin, bakvörður frá Manchester United, faðmar samheija sinn Roy Keane (6) og til hægri er Pat Bonner, mark- vörður. Grikkir urðu efstir Grikkir urðu í fyrsta sæti í 5. riðli, sem íslendingar léku í. Þeir unnu Rússa í Aþenu í gærkvöldi að viðstöddum 55 þúsund áhorfendum, með marki Nikos Mahlas á 68. mínútu. Þetta er í fyrsta sinn sem Grikk- ir komast í lokakeppni HM. „Þessi sigur sýnir að við eigum fyllilega heima í úrslitakeppninni og getum sigrað hvaða Evrópuþjóð sem er,“ sagði Alket- as Oanagoulias þjálfari Grikkja eftir leikinn. „Þetta var frábært kvöld og ég lofa grískum knattspyrnuáhugamönnum fleiri slíkum í úrslitakeppninni. Komnip áfpam á HM í Bandaníkjunum KAMERUN NÍGERÍA MAROKKÓ ASÍA SUÐUR-KÓREA SAUDI ARABÍA Arg'éntínunnenn og Astralir kepptu í nótt um siðasta sætið í lokakeppninni Rutherford/ Piscataway, N.J. . Orlando/ ,ÉK" Kissimmee- St. Cloud RUSSLAND GRIKKLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ HOLLAND ÍTALÍA SVISS BELGÍA RÚMENÍA BÚLGARÍA SPÁNN ÍRLAND BRASILÍA KÓLUMBÍA BÓLIVÍA MEXÍKÓ FOLK ■ ÍTALIR unnu Portúgali í 1. riðli og héldu fyrsta sætinu en þjóðimar voru jafnar að stigum fyrir leikinn. Dino Baggio gerði eina mark leiks- ins á 86. mínútu við mikinn fögnuð 86.000 áhorfenda. M ÍTALIR hafa ekki tapað lands- leik í knattspymu í Mílanó í 68 ár. Leikið var á San Siro vellinum þar í borg í gærkvöldi. ■ AHORFANDI á leik Wales og Rúmeníu, aldraður Wales-búi, lést er hann varð fyrir flugeldi undir lok leiksins. Flugeldinum var skotið frá því svæði þar sem rúmensku áhorf- endumir voru, fór yfir völlinn og í manninn, með þessum afleiðingum. ■ DICK Advocaat mun mun lík- legast ekki stjórna Hollendingum í úrslitakeppninni. „Það var um það rætt fyrir tveimur árum að Johan Cruyff myndi taka við liðinu fyrir úrslitakeppnina þannig að ég er alls ekki vonsvikinn. Hollendingar eiga möguleika í úrslitakeppninni en við erum með mjög ungt lið og framtíð- in er því björt,“ sagði Advocaat eft- ir. sigurinn á Póllandi. ■ RÆTT hefur verið um að Gra- ham Taylor yrði látinn hætta sem landsliðsþjálfari kæmist England ekki í lokakeppnina. Hann neitaði að tjá sig um það mál í gær. Englendingar sHja heima Englendingar verða ekki með í úrslitakeppninni í Bandaríkj- unum næsta sumar þrátt fyrir 7:1 sigur á San Marinó í síðasta leikn- um. Þeir urðu að vinna með sjö marka mun að því tilskildu að Pól- veijar færu með sigur gegn Hollend- ingum. Það varð ekki því Holland vann 3:1 og möguleikar Englend- inga því engir. Það byijaði ekki gæfulega í Bo- logna á Italíu þar sem leikurinn fór fram því eftir aðeins tíu sekúndur skoruðu heimamenn. Fyrirliði Eng- lendinga, Stuart Pearce ætlaði að gefa aftur til Davids Seamans en sendingin var allt of stutt og Gualti- eri náði knettinum og skoraði. Englendingar léku ekki vel þrátt fyrir sigurinn og voru heppnir að fá ekki á sig annað mark þegar heima- menn skutu í stöng. Á sama tíma og enskir rembdust við að sigra með átta marka mun og vonast eftir sigri Pólveija skoraði Dennis Bergkamp tvívegis í Póllandi og kom Hollendingum í 2:0. „Hann sýndi í kvöld hvers hann er megnug- ur. Frábær leikmaður," sagði Dick Advocaat þjálfari Hollendinga um Bergkamp. Ronald de Boer gerði þriðja markið undir lok leiksins og því fylgja Hollendingar Norðmönn- um til Bandaríkjanna úr 2. riðli. Rúmenar fóru áfram Belgía og Rúmenía komust áfram úr 4. riðli, en Wales missti enn einu sinni af lestinni. Belgar og Tékkar gerðu markalaust jafntefli í Briissel, en Rúmenar unnu 2:1 í Cardiff. Gheorghe Hagi skoraði fyrir gestina eftir hálftíma leik, en Dean Saund- ers jafnaði um miðjan seinni hálf- leik. Heimamenn fengu gullið tæki- færi til að snúa leiknum sér í hag tveimur mínútum síðar, sem hefði nægt í lokakeppnina, en Paul Bodin skaut í slá úr vítaspyrnu og Florin Raducioiu, sem leikur með AC Milan, gerði draum Wales að engu sjö mín- útum fyrir leikslok. Þetta var níunda mark hans í keppninni og Rúmenía leikur í sjötta sinn í úrslitum. Mikil spenna var í Cardiff, jafnt innan sem utan vallar. Neville Sout- hall, sem lék 71. landsleik sinn, hef- ur oft verið traustasti hlekkurinn, en hann átti fyrsta markið, missti boltann undir sig. Ian Rush var ná- lægt því að jafna í byijun seinni hálfleiks, en skallaði rétt yfír. Þetta hleypti samt lífi í heimamenn og Saunders jafnaði eftir aukaspyrnu frá Ryan Giggs, en lið Wales var heillum horfið. Síðasti leikur Tékkoslóvakíu Varnarmaðurinn Philippe Albert fékk að sjá rauða spjaldið eftir 50 mínútur, en Belgar héldu hreinu og tryggðu sér sæti í úrslitum í fjórða sinn í röð. Sigur hefði komið Tékk- óslóvakíu áfram, en tapið þýðir jafn- framt endalok liðsins — héðan í frá koma Tékkland og Slóvakía í stað- inn. „Bandaríkin, Bandaríkin," sungu belgískir áhorfendur í Ieikslok og allt ljómaði í flugeldum. „Ég er svo ánægður," sagði Paul Van Himst, þjálfari Belga. „Þegar Albert fékk rauða spjaldið var mér öllum lokið — þetta var búið, hugsaði ég. Við áttum ágæta spretti inná milli í fyrri hálfleik, en Tékkarnir voru ákveðn- ari.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.