Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 45 Pétur Þorsteins- son - Minning Andlátfregn berst frá erlendri borg. Látinn er eftir hjartaáfall góð- ur vinur og kollega Pétur Þorsteins- son sýslumaður Dalamanna um ára- bil, mannkostamaður og höfðingi. Pétur Þorsteinsson var fæddur á Óseyri í Stöðvarfirði 4. janúar 1921. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson Mýrmann, útvegsbóndi og kaupmaður, ættaður af Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Móðir hans var Guðríður Guttormsdóttir hús- freyja, dóttir séra Guttorms Vigfús- sonar prófasts á Svalbarði í Þistil- firði, síðar á Stöð í Stöðvarfirði. Pétur var Austfirðingur, af merk- um ættum, og bar þess einkenni. Hann var allt sitt líf bundinn Aust- urlandi tryggðar- og átthagabönd- um. Pétur var settur til mennta, svo sem það kallaðist á þeirri tíð, fór í Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent þaðan vorið 1943. Síðan lá leiðin í lagadeild Háskóla íslands þaðan sem hann lauk embættisprófí vorið 1950. Með námi sínu í Reykja- vík vann Pétur sem þingritari í Al- þingi við Austurvöll. Enginn varð þingritari, sem ekki var bæði glögg- ur á málflutning, hafði næmt minni og ritaði auk þess gott mál. Á árun- um 1950-1963 vann Pétur margvís- leg lögfræðistörf, svo sem að mál- flutningi o.fl. Jafnframt því sem þau Björg unnu að uppbyggingu nýbýlis í Mosfellssveit er þau nefndu Dal- land. Pétur var ávallt mikill bóndi í sér, hafði ánægju af skepnum, hey- skap og þeim verkum er til sveitar- starfa heyrðu. Hann átti gæðinga fram á síðustu ár og sótti gleði og heilsubót í samskipti við hestana. Kennarastörf lagði Pétur og fyrir sig með öðru, bæði í Kópavogi og Mosfellssveit árin 1963-1967. Hann var sumurin 1965 og 1966 fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði, einkum við sakadóm, en þessi árin var síld við Austfirði og marglitt mannlíf á höfn- unum, er leiddi af sér á stundum væringar og pústra. En frá 1967- 1974 vann Pétur sem fulltrúi sýslu- manns í Hafnarfirði einkum við þinglýsingar. Frá því í maí 1974 til jan. 1991 var Pétur sýslumaður í Dalasýslu, með aðsetur í Búðardal. Þá fluttust þau hjónin á ný í Mos- fellssveit, áttu þar hús og undu vel hag. Pétur var félagslega sinnaður, tók að sér ýmis trúnaðarstörf. Má nefna forustu í Ungmennafélaginu heima í Stöðvarfirði, einn af hvata- mönnum að stofnun Ungmenna- og íþróttasamb. Austurlands 1940. Hér syðra formennska í Austfírðingafé- lagi og ýmis önnur störf á þess veg- um. A námsárum, í stúdentaráði HÍ og vann þá að þeim stórmálum að koma á Lánasjóði stúdenta svo og félagsheimili stúdenta. Ég hef vísast gerst langorður hér að framan um störf og áhugamál ERFIDRYKKJUR ^ Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaíli- hlaðborð fidlcgir salirogmjiig gc>ð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HllTEL LtFTLKIBIR Péturs Þorsteinssonar en ég tel þau vera grundvöllinn að því ágæta starfi er hann síðar vann sem sýslumaður í Dölum og verður að vikið. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét S. Jónsdóttir, ætt- uð úr Fáskrúðsfírði. Þau gengu í hjúskap 1943, en Margrét lést 1947. Þau áttu saman eina dóttur, Jónu Láru skrifstofustjóra, f. 1944. Síðari kona Péturs, er lifír mann sinn, er Björg Ríkarðsdóttir, Jóns- sonar myndhöggvara, ættaður frá Strítu í Berufirði, en starfaði í Reykjavík, þjóðþekktur maður. Móð- ir María Olafsdóttir húsfreyja. Börn þeirra Péturs og Bjargar eru: Rikarður Már, f. 1952, rafiðn- fræðingur, vinnur við hjálparstörf í Júgóslavíu; Þorsteinn, f. 1953 lög- fræðingur og fulltrúi hjá sýslumanni í Keflavík; Þórhildur, f. 1960 MA, BA í frönsku og bókmenntum, starf- ar við kennslu. Áhugamál átti Pétur Þorsteinsson mörg, en þau hnigu flest í farveg tengdan menningu og sögu þjóðar, eflingu landsbyggðar með forgöngu um uppbyggingu stofnana og undirbúningi og könnun atvinnumöguleika í dreifbýlin. Pétur Þorsteinsson var vel lesinn. Hugþekkust voru honum án efa hin íslensku fornrit. Þar í fyrsta sæti var Laxdæla. Hann var glöggur á merkingu þess er birtist í bók- menntaperlum okkar og lagði út af lesmálinu á þann hátt að ekki gleym- ist. Innsæi hans var óvenjulegt. Ég er í engum vafa um það að Pétur Þorsteinsson var vel tii þess fallinn að taka að sér störf sýslumanns í landbúnaðar- og söguhéraði. Áhugi hans á héraðsmálum var mikill. Hann hafði góða þekkingu og reynslu til að veita sýslunefnd virka forystu, og gerði það af skör- ungskap. Hann var einnig laginn samstarfsmaður og fékk traust og stuðning sýslunefndarmanna. Virkar sýslunefndir voru héruð- unum afar mikilvægar. Þær voru gott stjórntæki, samvirk forusta í héraði með einfaldri og virkri yfir- stjórn, sem hafði allt í hendi sér, ef vel var á haldið. Á þessum vettvangi nutu hæfi- leikar Péturs Þorsteinssonar sín einkar vel og hann sparaði sig hvergi, þegar góð héraðsmál voru annars vegar. Vil ég geta helstu mála er Pétur kom að vestur í Döl- um. Hann sat í stjórn Dvalarheimilis aldraðra, Fellsbæ í Miðdölum 1974-91. Hann var formaður og helsti drifkraftur nefndar er endur- vakti sumarhátíðir í Dölum, Jörfa- gleði 1977 og um árabil. Hann gegndi formennsku í náttúruvernd- arnefnd Dalasýslu 1978-81. Sat skólanefnd Staðarfellsskóla 1981-91. Vann að undirbúningi leikverksmiðju í Búðardal og könnun á jarðhita í Reykjadal. Hafði einnig forgöngu um rannsóknir á sjávarbú- skap og lífríki Hvamnisfjarðar og samdi ritgerð í tengslum við það birt í Náttúrufræðingnum 1980 (ásamt öðrum höfundi). Pétur og Björg undu vel hag með Dalamönnum, og vildu veg héraðsins sem mestan svo og velferð íbúa. Það var Pétri ekki sársaukafullt síðustu árin í sýslumannsembætti að sjá traust fyrirtæki fara í þrot og verða vitni að þrengingum bænda. Honum fór líkt og fleirum að þykja þróun í héraðsmálum, ekki síst er sýslu- nefndir voru aflagðar 1989, horfa til tæpra heilla, svo ekki sé nú orðuð sú hin nýja stefna að leggja niður þjónustu og embætti sýslumanna, m.a. í Dalasýslu. Leiðir okkar Péturs lágu saman allt frá 1974, m.a. í stjórn Sýslu- mannafél. íslands, en þar sat hann í stjórn árin 1978-1986. Pétur var ekki málskrafsmaður á mannfundum, en hafði einarðar skoðanir, og setti þær þannig fram að eftir var tekið. Pétur var glað- sinna og húmorinn var ávallt á næsta leyti, ekki síst er hann brá sér í hlut- verk sögumannsins. Allmikil kyn- slóðaskipti urðu í röðum sýslumanna hér um miðjan áttunda áratuginn. Pétur Þorsteinsson var nýr í starfi sýslumanns á þessum tíma, en eldri en við flestir. Ég merkti aldrei þenn- an aldursmun, enda féll Pétur og einnig og hans ágæta kona Björg, afar vel inn í okkar hóp. Hann var svo sannarlega opinn fyrir því sem var að gerast í þjóðfélaginu, og í hópi kollega, alltaf glaðbeittur og lífgaði uppá andrúmsloftið, hvort heldur farið var í rútuferð að Nesja- völlum, en þá sagði Pétur sögu svæð- is og rakti örnefni, eða gengið til veislu og gleðskapar. Þar var sómi að þeim hjónum Pétri og Björgu, er þau komu fram í opinberum móttök- um. Pétur var ekki aðeins áhuga- maður um sögu og staðfræði, með lestri bóka og fræðirita. Hann var í eðli sínu athafnamaður sem vildi sjá og skoða landið og þá ekki síst öræf- in, hálendisferðir voru honum lífs- nautn. Hann var hugmaður og lagði ótrauður út í erfiðar fjallaferðir jafnt á sumri sem vetri. Hann kunni að taka áhættu, án þess að um glanna- skap yrði að ræða. Á þessum vett- vangi voru þau hjón afar samstiga, eins og raunar í lífshlaupinu öllu. Pétur Þorsteinsson var gæfumað- ur í einkalífi sínu, og Björgu konu sína virti hann að verðleikum. Heim- ili þeirra var í senn menningarlegt og vel búið, svo og var gestrisni og hlýja þeim báðum eðlislæg. Með þeim var gott að vera og er það allt þakkað. Með Pétri Þorsteinssyni er genginn góður drengur, sem gott er að minnast. Við Ingunn sendum þér, Björg, börnum þínum og venslamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðjón Guðröðarson. Þegar ég frétti skyndilegt fráfall föðurbróður míns, Péturs Þorsteins- sonar fyrrverandi sýslumanns, kom það mér á óvart, áð hann, sem ég hafði síðast hitt á heimili hans seinni partinn í ágúst síðastliðnum hressan og frískan, skyldi ekki vera lengur í lifenda tölu. Við andlát Péturs eru nú fallin frá fjögur af sjö systkinum, börnum hjónanna Guðríðar Guttormsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar Mýr- manns. Áður eru látnir Björn, Skúli og Halldór, en eftir lifa Pálína, Frið- geir og Anna. I þessum fátæklegu orðum mun ég ekki rekja æviferil Péturs eða ættir svo nokkru nemi þar sem ég veit, að það verður gert af öðrum. Pétur gekk hefðbundinn mennta- veg og lauk lögfræðiprófi um miðja öldina, sinnti síðan ýmsum lögfræði- og kennslustörfum uns hann var skipaður sýslumaður í Dalasýslu vorið 1974. Hann fetaði einnig í fót- spor margra ættmenna sinna, en hann var í móðurætt kominn af embættismönnum, prestum og sýslumönnum, langt aftur í aldir. Má þar meðal annarra nefna feðg- ana og sýslumennina Þorstein Sig- urðsson á Víðivöllum í Fljótsdal, son hans Pétur Þorsteinsson á Ketils- stöðum á Völlum og hans syni, Guð- mund Pétursson í Krossavík og Sig- urð Pétursson skáld, sýslumann á Kjósarsýslu. Þess má geta, að Sig- urður Þorsteinsson silfursmiður í Kaupmannahöfn var sonur fyrr- nefnds Þorsteins sýslumanns, en hann var frá Jörfa í Dalasýslu, sem Jörfagleðin er kennd við, en Pétur átti frumkvæði að því að endurvekja hana. Enn má nefna séra Stefán Árnason á Valþjófsstað, dótturson Péturs á Ketilsstöðum. Þá má og nefna Jón Sigurðsson sýslumann í Einarsnesi og afkomendur hans, séra Guttorm Pálsson í Vallanesi, áður rektor Latínuskólans, og séra Guttorm Vigfússon latínuklerk í Stöð í Stöðvarfirði, sem var afi Pét- urs. í föðurætt hans eru hins vegar fjölmargir kunnir rithöfundar og skáld, en hann var af hinni kunnu Skálafellsætt, út af Þórdísi systur Jóns Eiríkssonar konferensráðs, en Einar Benediktsson skáld var af- komandi Önnu systur þeirra. Þór- bergur Þórðarson og faðir Péturs voru þremenningar. Séra Gunnar Benediktsson og Pétur voru fjór- menningar. Einar Bragi og faðir Péturs eru fimmmenningar. Fyrstu kynni okkar Péturs urðu þegar á fyrsta degi ævi minnar vegna þess, að hann dvaldi á heim- ili foreldra minna á Eskifirði þegar ég fæddist. Þennan vetur, 1940-41, las hann utan skóla og fékk þá leið- sögn í þýsku hjá móður minni, Önnu Sigurðardóttur, og í latínu hjá Lúð- vík Ingvarssyni sýslumanni. Síðan bar fundum okkar saman alltaf öðru hvoru, en þó oftar eftir að ég fluttist til Reykjavíkur. Þegar ég var í lagadeild Háskólans leitaði ég til Péturs vegna danskrar kennslubókar í samningarétti, sem mig vanhagaði um, en var torfengin. Pétur átti ekki bók þessa, en hann fylgdi mér til séra Bjarna á Mos- felli, sem einnig var lögfræðingur, og léði hann mér bókina. Um ellefu ára skeið frá ársbyrjun 1978 vorum við samtíða í sýslu- mannafélaginu, og hitti ég hann oft á þessum árum, bæði á fundum sýslumannafélags og dómarafélags og einnig heimsótti ég hann í Dala- sýslu. Ætíð var tekið vel á móti mér og mér ekið um sveitir og ég frædd- ur um sögu lands og lýðs. Einkum voru íslendingasögur sagðar og tengdar umhverfinu, en Pétur var sérstaklega vel að sér í þeim og vel máli farinn. Ég leitaði stundum til Péturs með ýmis mál, og reyndust mér ráð hans vel, enda var hann rökvís og kunni vel að fara með hinn mannlega þátt. Að lokum þakka ég Pétri frænda mínum samfylgdina og votta fjöl- skyldu hans samúð mína. Þorsteinn Skúlason. + Ástkær faöir okkar, tengdafaðir og afi, + Móðir okkar, HALLDÓR BÁRÐARSON, UNNUR ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur þriðjudaginn 16. nóvember. Vatnsskarðshólum, Jarðarförin auglýst síðar. Mýrdal, Börn, tengdabörn og barnabörn. lést í Landspítalanum þriðjudaginn 16. nóvember. Börnin. t Elskulegur faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓNSSON, Faxaskjóli 12, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstu- daginn 19. nóvember kl. 13.30. Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Kristinn Bjarnason, Kristín Pálmadóttir, Bjarni G. Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar og vinkona mín, SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, Ölduslóð 7, Hafnarfirfti, lést í Borgarspítalanum 15. nóvember. Svanhvit Reynisdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Guðrún Högnadóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir og amma, GUÐRÚN ÁRNA SIGURÐARDÓTTIR frá Vestara-Landi, Öxarfirði, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 15. nóvember, verður jarðsungin frá Skinnastaðakirkju laugardag- inn 20. nóvember kl. 14.00. Freygerður A. Baldursdóttir, Lárus Hinriksson, Guðrún Elva Lárusdóttir, Baldur Lárusson, Valgerður K. Sigurðardóttir, Margrét F. Sigurðardóttir, Sigrfður G. Sigurðardóttir, Andrés E. Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Anton Sigurðsson. + Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐJÓN GUÐBJARTSSON frá Látrum, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, sem lést 12. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Kristinn J. Guðjónsson, Sigurlín Skaftadóttir, Sigurberg Guðjónsson, Bjarney Njálsdóttir, Guðmundur S. Guðjónsson, Sigrfður Bjarnadóttir, Ólafur G. Guðjónsson, Sigríður Sigurbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.