Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 „Kossheldir" varalitir á markað NIJ geta konur áhyggjulaust borðað, reykt, drukkið og síðast en ekki síst kysst án þess að skilja varalitinn eftir á viðkomandi snertiflötum. Þetta fullyrða a.m.k. talsmenn snyrtivörufyrir- tækja og segja að varalitur á skyrtukrögum karlmanna þurfi ekki lengur að vera vandamál. Varaliturinn endist í allt að 12 tíma samfleytt eftir að hann hef- ur verið settur á og sérstakan heinsi þarf til að ná honum af. Sumir telja þetta góðar fréttir fyrir konur og jafnvel enn betri fyrir karlmenn en feministar benda á að enginn hagnist af „kossheld- um“ varalitum nema e.t.v karl- menn, sem hyggja á framhjáhald. „Karlmönnum er fremur illa við að vera merktir varalit í bak og fyrir og þeim er heldur illa við varalit á glösum og sígarettum yfir róman- tísku borðhaldi. Nýja varan er því gott mál og mun leiða af sér minni kostnað við fatahreinsun," segir einn framleiðandinn, en þess má geta að aðalnýjungin við nýju vör- una er að hlutfall litarefna hefur verið aukið verulega. Fyrir utan ýmis litabrigði af „kossheldum" varalitum fæst nú varalitafestir í glæru formi sem heldur venjulegum varalit föstum á sínum stað. ■ Súkkulaðikaka frá Danmörku og nægan tíma þarf til að búa hana til SUKKULAÐIKAKAN sem við gefum uppskrift að í dag, fékk verðlaun í danskri uppskrifta- keppni nýlega. Félagsskapur sem nefnir sig Súkkulaðiklúbb- inn var meðal þeirra sem stóðu að keppninni og greint var frá úrslitum hennar í danska blað- inu Politiken. £Jj{ Kakan er allsérstök, meðal annars fyrir þær sakir að í henni er ekki gramm af p hveiti. Súkkulaði er vita- skuld áberandi og einnig ^ möndlur. Nýbökuð er kakan _ beinlínis vond en tveimur dögum eftir bakstur er hún lostæti. Hún er ólík „gömlu góðu“ súkkulaðikökunum og SSI er tilvalinn eftirréttur. Of stór skammtur gæti farið illa með magann og 1 kaka ætti að duga fyrir 12 manns. CL í upprunalegu uppskrift- inni er ekki tekið fram hvaða 3 appelsínulíkjör er notaður, en eftir að hafa farið í gegnum fremur fátæklegt vöruúrval ÁTVR, þótti mér besti kosturinn sá að notast við danskan bragðm- ikinn appelsínulíkjör. Cointreau er t.d. of sætur og bragðlítill í þessa köku. Kakan er í eðli sínu blaut og til að losa hana úr bökunarmóti og snúa á disk, þarf að fara var- lega og notast t.d. við pönnuköku- spaða. Uppgefínn bökunartími hentar ekki endilega öllum, og ég lengdi hann í 50 mínútur þegar kakan var bökuð án blásturs. Ef fólk vill skerpa appelsínu- Morgunblaðið/Emilía Sannkölluð súkkulaðikaka sem reynir á þolinmæði þess sem bakar. bragðið, er tilvalið að bæta svolitl- um appelsínuberki við uppskrift- ina. 1-2 tsk. af rifnum berki kryddar hana svolítið án þess að bragðið verði óþægilegt. Áður en appelsínubörkur er rifínn þarf að láta hann liggja í sjóðandi vatni um stund til að ramma bragðið hverfí. Hráefni í kökuna er dýrt og því meiri synd en ella að kasta til höndum við gerð hennar. Þetta er ekki kaka sem hægt er að gera á síðustu stundu en tilvalið að gera 1-2 dögum áður en ætlunin er að borða hana. Þeyttur rjómi fer ágætlega með henni, en þó er það smekksatriði. Munið að egg og smjör er best að geyma í stofu- hita í '/2-1 klst. fyrir bakstur. Súkkulaðikaka 5 dl möndluflögur 3 appelsínur 150 g suðusúkkulaói 1 Vi msk. kanil 6 egg (oðskilin) 1 'Ádl sykur 3 msk. nýkreistur appelsínusofi 3 msk. oppelsínulíkjör 1. Smyijið springmót 2. Ristið möndlur á þurri pönnu eða bökunarplötu 3. Afhýðið appelsínur og maukið í rafmagnsblandara 4. Myljið súkkulaði og ristaðar möndlur í rafmagnsblandara 5. Blandið appelsínumauki og kan- il saman við 6. Hrærið eggjarauður og sykur þar til blandan er ljós og létt (u.þ.b. 10 mín.) 7. Stífþeytið eggjahvítur 8. Hrærið eggjarauðum varlega saman við súkkulaðiblönduna ásamt helmingnum af eggjahvít- um. 9. Hrærið afgangi af eggjahvítum varlega saman við og síðan ný- kreistum appelsínusafa 10. Bakið í miðjum ofni í smurðu móti í 35-40 mín. við 175 gráðu hita 11. Látið kökuna kólna á kökudiski í 10-15 mínútur og hellið þá líkjör yfír hana Krem 165 g suðusúkkulaði 1 'h msk. kakó 1 msk. Ijóstsíróp 175 g ósaltað smjör 1. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði 2. Hrærið smjör, súkkulaði, síróp og kakó saman þar til blandan er jöfn 3. Um klukkutíma eftir að kakan er bökuð er óhætt að byija að setja kremið á. Setjið þriðjung-helming kremsins á miðja köku og jafnið út yfír köku og barma 4. Látið líða aðra klukkustund áður en afgangi af kremi er smurt á kökuna. 5. Berið hana ekki fram strax, því kakan þarf nokkum tíma til að ,jafna sig“. * 30 súluaðilar undir sama * Nýjar vörur daglega * Stórkostlegt vöruúrval * Besta verðið - Bestu jólalnnkaupln Tilboð fflstudag og laugardag 20 stk. leðurjakkar á kostnaðarverðí Hippamussur kr. 990,- 15 stk. hippaskyrtur kr. 990,- stk. 15 stk. vandaðar kvenúlpur (Flash) kr. 6.990,- stk. Kynningarverð á Lífsmyndir með Magnúsi og Jóhanni Ódýrasta verkfærabúð iní Faxafeni 10: 30 stk. topplyklasett kr. 290,- stk. 10 stk. stórar hjólbörur kr. 2.990,- stk. 100 stk. 2 metra tommustokkar kr. 90,- stk. 10 stk. Bosh Ijósahundar kr. 890,- stk. 40 stk. verkfærakassar (járn) kr. 300,- stk. MagnÍ flytja lög af 5 °0 Jóhann "Wmunni frá kl. se/cfá Lífsmyi 14-U I ntíir 1 sinni OrvarKt kl. harmó, 13.30■ ristjánsso 'Hikuleika VIDEO■ 14.00 skemmti n. °9 14.30 ir horn fyi 15.00. KaffiVl rir mtingar börnin i Opið: Mánudag - fimmtudag kl. 13-18, föstudag kl. 13-18.30, laugardag kl. 11-17 f Við hvaða aðstæður þrífst nóvemberkaktusinn? Á mörgum heimilum stendur nú í blóma nóvemberkaktus. En við hvaða aðstæður þrífst þessi planta best? Hafsteinn Hafliðason neytenda- fulltrúi og garðyrkjufræðingur hjá Blómavali segir að nóvemberkakt- usinn þoli hvorki mikinn hita né ofstopa þurrk. Samt eru þeir harð- gerðir og hafa mikið þanþol. Nóv- emberkaktusinn dafnar best í loft- ríkri og fijórri pottamold á björtum stað en samt á sól ekki að skína mikið á hann. Hann þarfnast hvíldar eftir blómgun. Þá fer hann á „10 vikna kúr“ frá janúar og fram í mars. Hafsteinn segir að þá sé dregið úr vökvun og hiti lækkaður í 12-15 gráður. Þegar dag fer að lengja hefst nýtt vaxtarskeið sem varir fram í september og þá þarf kakt- usinn venjulegan stofuhita, góða vökvun og áburð vikulega. Seinnipart septembermánaðar sýna plönturnar blómhnappa. Þá er dregið úr vökvun og hiti lækkaður í 12-15 gráður. Sé þetta ekki gert segir Haf- steinn að hætta sé á að blómgun verði léleg og stijál. Þegar greina má blómalit er hiti hækkaður á ný í eðlilegan stofuhita og vökvun aukin. I þessu horfí er haldið á meðan blómgun varir. Hringnum má halda áfram ár frá ári. Það er ekki ráðlegt að skipta um mold á haustkaktusum en gott að stækka pottana í upp- hafi vaxtarskeiðs. Verði plöntum- ar óviðráðanlega stórar er auðvelt að endurnýja þær með græðling- um á yorin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.