Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Sameining sveitarfélaga und- ir svipu áróðurs og hótana Samþykkt fulltrúaráðsfundar um leið 2 eftír Jón Einarsson Hinn 23. nóvember 1991 varhald- inn aukafundur í fulltrúaráði Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fyrir fundinum lá eitt mál, tillaga um að fækka sveitarfélögum landsins utan höfuðborgarsvæðisins í 25. Hér var um að ræða svokallaða leið 2 sam- kvæmt tillögu sveitarfélaganefndar. Tillagan var samþykkt gegn tveimur mótatkvæðum, en einhveijir sátu hjá. Atkvæði voru ekki talin. í full- trúaráðinu eiga sæti 45. Við vorum tveir, sem. greiddum atkvæði gegn þessari byltingar- kenndu tillögu og mæltum gegn henni á fundinum. Auk mín. greiddi Þráinn Jónsson, oddviti í Fellabæ, atkvæði gegn tillögunni. Báðir höfð- um við reynt að vinna að framförum og uppbyggingu í þeim sveitarfélög- um, sem við höfum verið í forystu fyrir. Anægjulegt var að koma í Fellabæ á liðnu vori og sjá þá miklu og góðu uppbyggingu, sem þar hef- ur orðið. Mikið skil ég vel hinn aldna . og hyggna höfðingja, Jónas Péturs- son, fv. alþingismann í Fellabæ, sem lýst hefur andstöðu við tillögur um sameiningu sveitarfélaga og lét svo ummælt í Morgunblaðinu í haust, að ríkisvaldið væri „með öllum ráð- um að brjóta niður viðnám fólksins í hreppaskipan íslenskrar byggðar“ og hygðist nota fé ríkisins sem „mútufé" til að þvinga menn til sam- einingar. Ljóst er, að ríkisvaldið hef- ur í hótunum við sveitarstjórnir og virðist reiðubúið til misbeitingar á fjármunum Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga. Eftir hina frægu samþykkt um fækkun sveitarfélaga utan höfuð- borgarsvæðisins í 25 fóru menn að hugsa ráð sitt, sáu jafnvel sumir eftir því, að hafa greitt byltingunni atkvæði sitt og vildu lítið um tala. Niðurstaðan varð svo sú að koma á fót umdæmanefndum til að gera til- lögur um sameiningu sveitarfélaga og um þær verður kosið næstkom- andi laugardag. Tillögur umdæma- nefndanna eru víða svo ómarkvissar og misvísandi, að ekkert mark er á þeim takandi miðað við þær forsend- ur, sem menn gefa sér varðandi sameiningu sveitarfélaga. Tillögum- „Vonandi fá sveita- hrepparnir enn að lifa sem sjálfstæðar eining- ar o g vera í friði með sín mál og sína stjórn- un. Flestir eru til þess bærir að stjórna málum sínum vel annaðhvort einir eða í samstarfi við aðra.“ ar gera ráð fyrir, að sveitarfélög landsins verði af stærðargráðunni frá 320 til 110.000 manns. Öll eiga þau að valda sömu verkefnum. Allir hljóta að sjá hve óraunsæjar slíkar tillögur eru og ósamkvæmnin gífur- leg. Forsendur sameiningar Rökin fyrir sameiningu sveitar- félaga eru einkum þau, að sveitar- félögin eigi að taka við auknum verkefnum frá ríkinu og til þess að svo megi verða þurfi að leggja þau flest niður í núverandi mynd. Það er sagt, að þessi verkefni, sem ríkið vill endilega koma af sér yfir á sveit- arfélögin, séu einkum á sviði heil- brigðis- og fræðslumála, þar á með- al grunnskólinn allur, allur launa- kostnaður, eftirlaun, lífeyrissjóður og allt, sem undir .þennan mikla málaflokk heyri. Og með hvaða kjör- um áa ð flytja þessi verkefni frá rík- inu í hendur sveitarfélaganna? Það er jú sagt, að samsvarandi tekjur eigi að fylgja eins og nú er varið til þessa málaflokks. Treysta menn því, að svo verði á þeim sam- dráttartímum, sem nú eru í þjóðfé- laginu? Hvers vegna skyldi ríkisvald- ið sækja þessi sameiningarmál svo fast að reka áróðurinn svo hart ein- mitt nú, þegar svo mikill samdráttur er í þjóðartekjum? Er ekki augljóst, að það ætlar sveitarfélögunum að taka á sig meiri íjárskuldbindingar og bera meiri byrðar en nú er? Það er athyglisvert og segir sína sögu, að ríkisvaldið hefur uppi áform um, að það þurfi að spara allt að 800 milljónir á sviði skólamála og ein- hver hundruð milljóna á sviði heil- brigðismála. í sömu andránni er um það rætt og lagt á það ofurkapp, að sveitarfélögin taki þessi verkefni að sér. í neyslusamfélagi nútímans sætta menn sig ekki við svo mikla skerð- ingu á þjónustu, sem að er stefnt með svo miklum samdrætti í útgjöld- um ríkisinss. Þess vegna hljóta millj- ónahundruðin, sem ríkið ætlar að spara, að lenda á sveitarfélögunum að meira eða minna leyti, taki þau við þessum verkefnum, og þar með þrengja kost þeirra til verklegra framkvæmda og uppbyggingar og almennrar þjónustu við íbúana. Miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu og allt krepputal ráða- manna er því alls ekki að treysta, að ríkið flytji tekjustofna yfír til sveitarfélaganna, sem muni nægja til að standa undir þeim kostnaði við skólastarf og heilsugæslu, sem ríkið greiðir nú og þarf til þeirrar þjónustu, er nútímafólk gerir kröfu til. Ljóst er, að kostnaður við rekst- ur grunnskóla hlýtur að hækka á næstu árum, meðal annars verður að hækka laun kennara, sem eru allt of illa launaðir og vanmetið þeirra starf. Kennarar hafa áhyggjur af framvindu þessara mála og hafa skrifað sveitarstjórnum til að láta í ljósi skoðanir sínar. Af því tilefni flutti ég svofellda tillögu á síðasta fundi fulltrúaráðs Sambands ís- lenskra veitarfélaga í lok febrúar sl.: „Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir stuðningi við skoðanir Kennarasambands Islands í bréfum til sveitarstjóma, dags. 16. og 25. nóvember 1992, þar sem Iögð er áhersla á, „að ríkissjóður eigi að standa undir öllum kostnaði við grunnskóla og framhaldsskóla í landinu 'til þess að tryggja jafna aðstöðu til náms“. Fuiltrúaráðið tel- ur, að því sé ekki að treysta, að rík- ið flytji tekjustofna yfir til.sveitarfé- laganna, sem muni nægja til að standa undir þeim kostnaði við Jón Einarsson skólastarf, sem ríkið greiðir nú. Reynslan sýnir, að ríkið stendur ekki við gerða samninga gagnvart sveitarfélögunum og getur, hvenær sem því þóknast, lagt auknar fjár- skuldbindingar og skatta á sveitarfé- lögin." Þessi tillaga hlaut ekki stuðning á fundinum og lýstu sveitarstjórn- armenn því þar með yfir, 'að „skoð- anir“ kennara ættu ekki „stuðning" þeirra. Nú er ekki nema gott eitt um það að segja, að flytja aukin verkefni frá ríkinu yfír til sveitarfélaganna, svo framarlega sem íjármagn fylgir og stjórnunarlegt vald. í þeim efnum þarf að fara saman fjármálaleg- og stjórnunarleg ábyrgð. Þó að nú sé í öllum áróðrinum talað um flutning valds samfara flutningi verkefna, þá er það ljóst, að valdið verður áfram við Austurvöll og í ráðuneyt- inu. Þaðan verða sendar tilskipanir til sveitarfélaga og þeim gert að greiða allan þann kostnað, sem ríkis- valdið ákveður. Ríkið getur hvenær sem er sagt við sveitarfélögin: Þetta eru ykkar verkefni og ykkar að bera þann kostnað, sem við ákveðum. Grundvöllur og kostir hinna smáu eininga sveitarfélaga Eins og flestum er kunnugt er skipting landsins í hreppa ásamt skiptingu í sóknir elsta umdæma- skipting landsins. Þessi skipting á sér sögulega og menningarlega hefð, er samgróin þjóðarsál og sögu, er ein af hinum rótstæðustu og upp- runalegustu menningarþáttum þjóð- arinnar, sem í aðalatriðum hefur reynst vel og orðið fólki föðurlands- ins í flestum tilvikum til giftu og heilla. Að ætla að skera á þessar fornu, gamalgrónu og sterku rætur hlýtur að valda óvissu, margs konar erfiðleikum, togstreitu og deilum og hafa jafnvel í för með sér meiri vandamál en slíkar aðgerðir kynnu að leysa. Við vitum hvað við höfum í þessum efnum og hver reynsla kynslóðanna og einstakra byggðar- laga hefur verið, en við vitum ekki hvað við fáum, þegar byltingin hefur átt sér stað og rætur hinnar grónu samfélagsskipunar, er sveitarfélögin mynda, hafa verið skornar burt. Kostir hinna smáu eininga sveit- arfélaga eru ekki síst fólgnir í sam- félagskenndinni, hinni félagslegu samstöðu þegnanna, þar sem allir þekkja alla og þar sem menn veljast til forystu í sveitarfélaginu í per- sónubundnum kosningum vegna hæfíleika sinna og tiltrúar, framtaks og framsýni, en raðast ekki upp á lista vegna pólitískra skoðana eða framagirni. Nái sameiningin fram að ganga verður þessi þáttur, þessi mannlegi og félagslegi þáttur, sem ég vil orða svo, afskorinn með öllu. Persónuleg og félagsleg sam- kennd fólks í hinum fámennu sveit- arfélögum er mjög náin og sterk. Þetta kemur afar sterkt fram, þegar eitthvað bjátar á, þegar erfiðleikar steðja að, dauðsföll verða eða slys. Þá er samhjálpin og samúðin vís og sú samhjálp tekur til sveitarfélagsins alls, þegnanna allra. Þessa sam- kennd þekkja menn ekki í mjög fjöl- mennum sveitarfélögum, þar sem allt er ópersónulegra, einsemd fólks og erfiðleikar enn meiri og hin fé- lagslegu vandamál flóknari og stærri. Heimanmundur Kjal- nesinga við sameiningu íslenskur Hagfiskur býður þér í sannkaUaða sjávarréttaveislu um hátíðamar. PaJkki 1. 2 kg. úthafsrækja (stór) 1 kg. humar 1,5 kg. hörpudiskur Rétt verð 5.285,-- Hátíðarverð 4.125,-. Pakki 2. 4 kg. úthafsrækja (stór) 2 kg. humar 2 kg. hörpudiskur Rétt verð 9-250,-. Hátíðarverð 7.290,-. Ath. hægt er að breyta pökkunum að vild. Pökkum í ffostheldar umbúðir og komum í flug útum heim og hvert á land sem er. Ekki má gleyma Þorláksmessuskötunni og saltfisknum. 8 I Pantið tímanlega Sími 677040 (jvítt ^ ÍSLENSKUR HAGFISKUR W) - hagur heimilanna H eftír Pétur Friðriksson Mikið hefur verið rætt um illa stæð og vanmáttug sveitarfélög og því rétt að skoða hver heimanmund- ur Kjalnesinga yrði við sameiningu við Reykjavík. Augljóst er að Kjalarneshreppur nýtur góðs af að vera innan höfuð- borgarsvæðisins og hefur þar af leið- andi allmikla sérstöðu meðal minni sveitarfélaga. Eignir Kjalarnes- hrepps eru umtalsverðar, þar á með- al 300 hektarar af fyrsta flokks byggingarlandi auk annars lands. í sveitarfélaginu er nýr skóli auk ann- arra mannvirkja svo sem leikskóla, félagsheimilis og áhaldahúss. Nú er í byggingu íþróttahús og sundlaug sem lokið verður við næsta haust. Ef viðskiptasamningar Kjalarnes- hrepps eru teknir saman þá er nú- virði þeirra um 164 milljónir króna. Þessi upphæð samsvarar um 332 þúsund krónum á hvern íbúa. Ef Reykvíkingar ætluðu að leggja fram samsvarandi þá þyrftu að koma til 33,5 milljarðar. Innan lögsagnarumdæmis Kjalar- neshrepps er auk þessa annað bygg- ingarland í einkaeign sem samsvarar svæði sem nær yfír Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog samanlagt. Það má sjá af þessari upptalningu að eftir nokkru er að slægjast fyrir Reykjavíkurborg, sérstaklega ef til- tekið er að borgin þyrfti ekki að færa neinar fórnir í sameiningunni. „Heldur finnst mér borgarstjórinn selja niður við að seilast eftir Kjalarnesinu og Kjós- • • u mm. Fléttan um veginn í fréttaþætti miðvikudagskvöldið 10. nóvember síðastliðinn gerði borgarstjórinn í Reykjavík því skóna að ef Kjalnesingar og Kjósveijar samþykktu sameiningu, væri veg- tenging úr Sundagörðum og upp á Kjalarnes á næstu grösum. Mosfell- ingar þurfa ekkert lengur að vera með í sameiningunni. Heldur finnst mér borgarstjórinn setja niður við að seilast eftir Kjalarnesinu og Kjó- sinni með því að lofa vegi sem er ekki hans að borga. Markús hefur sennilega gleymt því að það er Vega- gerð ríkisins sem borgar veginn en ekki Reykjavíkurborg. Borgarstjór- inn kom á almennan borgarafund á Kjalarnesi fyrir skemmstu og stað- hæfði að borgin væri ekki að ásæl- ast Kjalarnesið en ef Kjalnesingar vildu sameinast þá væri það velkom- ið. Heldur virðist afstaða borgar- stjórans hafa breyst frá þeim fundi Brú yfír Kleppsvíkina er áætluð kosta um 2500 milljónir og vegteng- ing áfram um Geldinganes yfir Leir- vog upp á Kjalarnes um 1500 millj- ónir. Þessi vegtenging sem er eðli- legt framhald af Hvalfjarðargöngum yrði til mikilla bóta fyrir alla umferð á norðursvæði höfuðborgarsvæðisins og nauðsynlegt að henni verði flýtt sem kostur er. Er Reykjavíkurborg tilbúin að leggja fram 1000-1500 milljónir, ef þær fást ekki strax frá Vegagerð ríkisins, til að leggja veg fyrir 650 íbúa Kjalarness og Kjósar? Ef svo er, hveiju væru Reykvíkingar að fórna í staðinn í vegamálum inn- an borgarinnar með því að setja Leirvogs- og Kollafjarðarbrýr fram fyrir aðrar vegaframkvæmdir. Rétt er að rifja upp að Reykjavíkurborg hefur barist um árabil fyrir að fá byggð mislæg gatnamót í borginni en ekki hefur fengist til þess fjár- magn frá Vegagerðinni. Siðferðiðí sameiningarumræðunni Ekki er siðferði sumra borgar- stjórnarmanna í miklum metum hér á Kjalarnesi þegar kemur til samein- ingar. Sem dæmi þá dreifir einn borgarstjórnarfulltrúi á landsfundi Sj álfstæðisflokksins trúnaðarupp- lýsingum um niðurstöður í skoðana- könnun sem Umdæmanefnd höfuð- borgarsvæðisins lét gera. Þarna státaði borgarstjórnarfulltrúinn af bráðabirgðaniðurstöðum því þær þóttu hagstæðar fyrir hann, en reyndar kom annað á daginn þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir. Annar lofar að heitt vatn verði lagt á alla bæi í Kjós en gleymir að geta þess að Hitaveita Reykjavíkur legg- ur ekki heitt vatn nema í skipulögð- um hverfum, ekki einu sinni við Vatnsenda í Reykjavík. Mikið væri ég ánægður ef heitt A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.