Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Fiðlukonsert Tsjajkofskíjs á sinfóníutónleikum í kvöld Jennifer Koh fiðluleikari. Morgunbiaðið/Þorkell Osmo Vanska Einleikarinn ný- orðinn sautján ára HÚN er nýorðin sautján ára stúlkan sem spilar fiðlukonsert Tsjaj- kofskíjs með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum í Iláskólabíói í kvöld. Jennifer Koh kveðst hafa komið fram opinberlega frá þriggja ára aldri, alveg frá því hún byijaði að spila á fiðlu. Hún hefur á síðustu árum unnið til gull- og silfurverðlauna í fleiri en einni alþjóðlegri fiðlukeppni og ferðast víða til tónleikahalds. A efnisskrá kvöldsins eru auk fiðlukonsertsins verk Jórunnar Viðar, Eldur, og Sinfónía nr. 5 eftir Prokofíeff. Stjórnandi verð- ur Osmo Vanská. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 20, eru í rauðri tónleika- röð þar sem áhersla er lögð á ein- leikara er náð hafa alþjóða hylli. Koh hefur leikið einleik með sinfó- níuhljómsveitum í Bandaríkjunum og Evrópu og er þó rétt að byija. Henni er spáð glæstum ferli. Morgunblaðið spjallaði stuttlega við hana fyrir æfingu í gær. „Ég er frá Chicago,“ segir Koh, „af kóreskum uppruna. Fjölskylda mín er engin tónlistarfjölskylda þótt ég hafi byijað að spila þriggja ára. Þá strax fór ég að koma fram opinberlega, enda lærði ég í Suzuki-kerfínu sem hvetur til þess. Kannski voru ákveðin tíma- mót þegar ég var ellefu ára og lék Paganini-konsertinn með Chicago-sinfóníunni í sjónvarpi. Svo vann ég fyrstu Tsjajkofskíj- keppnina fyrir unga tónlistar- menn í Moskvu á síðasta ári og nokkrum vikum áður fékk ég silf- urverðlaun í alþjóðlegu Nielsen- keppninni. Og 1991 vann ég verð- laun í Menuhin-keppninni, sem er alþjóðleg líka.“ Koh talar hratt af því hún er að fara af hótelherberginu á æf- ingu, virðist ákveðin og blátt áfram eins og hver önnur sautján ára stelpa sem veit hvað hún vill. „Þau sögðu mér að ég ætti að spila Tsjajkofskíj-konsertinn," segir hún um tónleikana eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki orð meira um það enda miklu betra að heyra tónlistina. Koh segist hafa ferðast um Rússland og leikið á tónleikum og nú sé hún nýkomin frá Dan- mörku. „Ég ætla í tónleikaferð um Evrópu með sinfóníuhljóm- sveitinni í Oðinsvéum í vor,“ segir hún og ég spyr hvort hún hafi leikið mikið með sinfóníuhljóm- sveitum. „Ég hef tvisvar komið fram ásamt Chicago-sinfóníunni og svo fór ég í tónleikaferðalag með sinfóníunni frá Detroit. Ann- ars hef ég gaman af kammermús- ík og hef leikið á víólu í strengja- kvartett.“ Aður en Koh kemur fram leikur Sinfóníuhljómsveitin verk sem Jórunn Viðar samdi árið 1950 við ballett eftir Sigríði Ármann. Hann var á fjölum Þjóðleikhússins þetta fyrsta starfsár þess. Næst kemur að fiðlukonsert Tsjajkofskíjs, sem er afar vinsæll þótt hann hafi í fyrstu hlotið óblíðar móttökur og þótt næstum óspilandi. Tónleikun- um lýkur á fimmtu sinfóníu Pro- kofíeffs frá árinu 1944. Höfund- urinn stjórnaði sjálfur frumflutn- ingi verksins og það var í síðasta sinn sem hann kom fram opinber- lega með þeim hætti. Sinfóníunni var ákaflega vel tekið og talað um hinn göfuga þjóðlega tón. Kór Langholtskirkju æfir Sesseljumessuna í fyrrakvöld Messa heilagrar Sesselju flutt KÓR Langholtskirkju er þessa dagana að undirbúa flutning á messu heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn. Tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju laugardaginn 20. nóvember og sunnudaginn 21. nóvem- ber klukkan 16.30. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elsa Waage, Eiríkur Hreinn Helgason og Garðar Cortes, en að auki tekur kammersveit Langholtskirkju þátt í flutningi verksins. Stjórnandi er Jón Stefánsson og er forsala aðgöngum- iða í Langholtskirkju, Kirkjuhúsinu og Eymundsson. Jón Stefánsson organisti og stjóm- andi segir m.a. um Sesseljumessuna eftir Joseph Haydn: „Sesseljumessan var samin mun fyrr en áður var álitið. Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í Ijós að ártalið er 1766. Tvö handritabrot eru varð- veitt, annað í Þjóðarbókhlöðunni í Búdapest en hitt í Búkarest. Áður var álitið að messan hefði verið sam- in fyrir „Bræðralag heilagrar Sess- elju“ í Vínarborg fyrir hátíð hennar sem er 22. nóvember. Það mun þó ekki vera rétt. Á titilblað hinnar svo- nefndu „Sesseljumessu" ritaði Haydn „Missa Cellencis - in honorem Beat- issime Virginis Mariae“. Messan er samin til heiðurs hinni blessuðu Mar- íu mey. Sökum þess hve umfangs- mikil messan er, en hún er lengsta messa Haydns, var hún ekki heppileg sem „messumessa". Glorían ein sér er 821 taktur í 7 köflum. Haydn stytti því bæði Kyrie og Gloríukafl- ann. Fyrsta óstytta útgáfan kom út árið 1951 og þá með nafninu „Missa Sanctae Caeciliae". Það fer því vel á því að flytja hana um þetta leyti, en dagur Heilagrar Sesselju, verndara blindra og tónlistarinnar, er hinn 22. nóvember og sá dagur er jafnframt, henni tii heiðurs, alþjóðlegur tónlist- ardagur.“ Hala-leikhópurinn Frumsýnir Róm- eó og Ingibjörgu HALA-leikhópurinn, sem stofnaður var fyrir rúmu ári, er nú að hefja sitt annað starfsár. Á síðasta leikári setti hópurinn upp leikritið „ Aura- sálina" eftir Moliere og var það frumraun hópsins. Á morgun, föstudag- inn 19. nóvember, mun hópurinn frumsýna nýtt leikrit „Rómeó og Ingibjörgu" eftir Þorstein Guðmundsson. Leikritið var samið nú í sumar, sérstaklega fyrir Hala-leikhópinn, en inn í þaðð fléttast nokkur atriði úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sýningu og segir frá samskiptum og uppákomum innan hópsins í tengslum við verkefnið. Leikstjóri þessarar sýningar Hala- leikhópsins er Edda V. Guðmunds- dóttir og leikendur eru tólf. Tónlist er eftir Stefán Stephensen. Sýningar verða í húsnæði sem Hala-leikhópurinn hefur fengið til afnota í kjallara Sjálfsbjargarhúss- ins, Hátúni 12. Þar hefur hópurinn verið að innrétta lítið leikhús. Hús- næðið verður vígt með frumsýning- unni þann 19. nóvember kl. 20.30. Önnur sýning verður sunnudaginn 21. nóvember og þriðja sýning mið- vikudaginn 24. nóvember. Höfundur leikritsins, Þorsteinn Guðmundsson, lauk prófi frá Leik- listarskóla íslands 1991 og hefur síð- an unnið að ýmsum verkefnum. Hann hefur m.a. leikið í „Emil í Kattholti“ og um þessar mundir leik- ur hann í uppfærslu Borgarleikhúss- ins á „Spanskflugunni“. MENNING/LISTIR Myndlist Anna Þóra sýnir flókateppi Sveinbjömsdóttir og Halla Jónasdóttir. Píanóleikari er Sigurður Marteinsson og stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 18. nóvember og hefjast kl. 20.30. Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Nýlistasafninú, Vatnsstíg 3b, laug- ardaginn 20. nóv- ember kl. 16. Á sýningunni eru flókateppi úr íslenskri ull þar sem náttúralegir litir ullarinnar og eiginleikar njóta sín. Vinna við ís- lensku ullina var mikilvægur hluti af Anna þóra lífi fólks til sveita áður fyrr. Sérkenni ullarinnar eru þau að hún skiptist í tvær hárgerðir, tog og þel, og notar Anna Þóra það í verk- um sínum. Þetta er þriðja einkasýning Önnu en hún hefur tekið þátt f samsýningum hér á landi, í Evrópu og f Bandaríkjun- um. Anna Þóra stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1963-67 og 1969-70. Þá lagði hún stund á fram- haldsnám við Konstfackskolan í Stokk- hólmi 1970-71. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18. Henni lýkur 5. desember. Uppákomur og gjörn- ingar í Nýlistasafninu Hópurinn Saatana Perkele verður með uppákomur og gjöminga í efri sölum Nýlistasafnsins dagana 20. nóv- ember til 5. desember. Flokkurinn samanstendur af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðai Frakk- landi, Þýskalandi, Finnlandi, Liechten- stein og Svíþjóð. Dagskráin verður við- burðaríkust um helgar en ýmislegt óvænt mun þó eiga sér stað á virkum dögum. „Þátttaka“ í Galleríi 11 Þann 13. nóvember sl. opnaði Sólrún Guðbjömsdóttir sýninguna „Þátttaka“ í Galleríi 1 1. Sólrún nam í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1989-1992 og meðal verka hennar eru umhverfisverkið „Velkomin í Breiðholtið, Brancusi", og „Vagga lífsins" á Óháðri listahátíð. Sýningu Sólrúnar lýkur 25. nóvem- ber. Tónlist Skagfirska Söngsveit- in í Njarövík Í desember verður sett upp nýtt 15 radda orgel í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem smíðað var í Hollandi. Byggðir hafa verið pallar undir orgelið og kór- inn og er kostnaður við hvort tveggja áætlaður um 9 milljónir. Fjársöfnun hefur gengið ágætlega en enn vantar upp á. Nú hefur Skagfirska Söngsveitin í Reykjavík boðist til halda tónleika til fjáröflunar fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Á efnisskránni era kórar og dúettar úr óperum og óperettum, íslensk og erlend sönglög fyrir kór einsöngvara. Einsöngvarar með kómum eru: Guð- mundur Sigurðsson, Fríður Sigurðar- dóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Svanhildur Sýning á gömlum og nýjum hljóðfærum „Hrosshár í strengjum og holað inn- an tré ...“ er heiti á sýningu sem stend- ur nú yfír í Geysishúsinu, en Geysishús í samvinnu við Féiag íslenskra hljóm- listarmanna stendur fyrir þessari sýn- ingu. Heitið er fengið úr gamatli þjóð- vísu, þar segir frá fíðlungi, sem átti ekki meira fé en svo, að fiðlan hans var aðeins holað innan tré og hafði hrosshár fyrir strengi. Á sýningunni era 150 hljóðfæri, gömul og ný, af öllum stærðum og gerðum, frá munnhörpu til pípuorgels og frá gömlu langspili til nýjasta tölvu- búnaðar. Sýningin er opin virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 11-16. Sýningin stendur til 5. desember. Aðgangur er ókeypis og er lifandi tónlist leikin alla dagana.___ Leiklist Afturgöngur hverfa brátt af fjölunum Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á Aftur- göngum eftir Henrik Ibsen, undir leik- stjórn Sveins Einarssonar. Afturgöngur er það leikrit Ibsens sem er hvað víðast sýnt um þessar mundir. Umfjöllunarefni þess, hinn átakalegi ijölskylduharmleikur, þykir snerta nútímafólk sterkt, auk hinna sígildu umíjöllunarefna Ibsens, eins og stöðu konunnar. Sýning Leikfélags Akureyrar hefur hlotið góðar viðtökur áhorfenda sem gagnrýnenda og hefur þótt hæfa leik- húsi sem er nú að halda upp á tuttugu ára afmæli atvinnuleikhúss á Akur- eyri, segir í fréttatilkynningu. Sunna Borg er í hlutverki frú Al- ving, son hennar leikur Kristján Franklín Magnús. Séra Manders er leikinn af Sigurði Karlssyni, gestaleik- ari frá Leikfélagi Reykjavíkur. Eng- strand-feðginin leika Þráinn Karlsson og Rósa Guðný Þórsdóttir. Leikmynd og búninga gerði Eltn Edda Árnadóttir og Ingvar Bjömsson hannaði lýsingu. Næstsíðasta sýning verður nk. laug- ardag kl. 20.30 og síðasta sýning laug- ardaginn 27. nóvember. Kvikmyndir Kvikmynd frá Lett- landi í Norræna hús- inu Þjóðhátíðardagur Lettlands er 18. nóvember, af því tilefni mun Jens Zvirgzgrands sýna kvikmynd frá Lett- landi í fundarsal Norræna hússins og Ijalla um lettneska menningu, sögu landsins og framtíðarhorfur, þjóðernis- kennd, sönghátíðir o.fl. Jens Zvirgzgrands stundar íslensku- nám við Háskóla íslands. Hann er kunnugur málefnum Eystrasaltsland- anna og hefur skrifað greinar um þau, auk þess sem hann hefur haldið fyrir- lestra í Norræna húsinu og víðar. Dagskráin hefst kl. 17. Allir era velkomnir og aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.