Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 5 Viðgerðar er þörf á Sigöldulínu 2 vegna skemmda af völdum lóða Tjón er áætlað um 8 milljónir STARFSMENN Landsvirkjunar hafa uppgötvað skemmdir á Sigöld- ulínu 2, sem liggur á milli Sigölduvirkjunar og Hrauneyjafoss- virkjunar. Að sögn Þorgeirs Andréssonar, yfirmanns stofnlínudeild- ar Landsvirkjunar, hefur verið gert við línuna til bráðabirgða, en skipta þarf um víra á samtals um þriggja kílómetra kafla, þegar næsta vor. Áætlar Þorgeir að Ijón Landsvirkjunar vegna þessa muni nema um 8 milljónum króna. „Þetta er auðvitað óþægilegt mál, en það er ekki stærra en það að við ráðum við að leysa það,“ * Akærtfyr- ir stera- imiflutmiig’ RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn 25 ára göml- um manni sem reyndist hafa 8.178 töflur af vöðvaaukandi steralyfjum við komu til Kefla- víkurflugvallar frá Amsterdam 17. ágúst síðastliðinn. Tollverðir fundu lyfin í farangri mannsins, sem var keppnismaður í vaxtarrækt og kvaðst hafa ætlað þau til eigin nota. í ákærunni er manninum m.a. gefið að sök að hafa brotið lyfsölu- lög og reglugerð um tollfijálsan farangur farmanna og ferða- manna. Þingað verður í málinu í Héraðs- dómi Reykjaness 2. desember. sagði Þorgeir í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði skýringar þessara línuskemmda, sem væru á sitt hvorum enda línunnar, á um 1,5 kílómetra kafla á hvorum stað, vera þær að svokölluð valhoppslóð, sem eru lóð sem sett eru á línuna, til þess að draga úr, eða koma í veg fyrir að mikið kast komi á hana, þegar vindhæð er mikil, hafi ekki haft tilætluð áhrif á þessu svæði. „Þessir demparar voru settir á línuna í sumar, en nú nýlega upp- götvuðum við að þessir valhopps- demparar hafa ekki haft tilætluð áhrif, heldur hafa þeir þvert á móti eyðilagt vírana. Við gripum því til þess ráðs að taka dempar- ana niður og gera við vírinn til bráðabirgða, en næsta vor munum við skipta um vír, þar sem hann er skemmdur, sem er svona tvisvar sinnum 1,5 kílómetri á hvorum enda,“ sagði Þorgeir. Aðspurður hvort svona dempar- ar væru víða á stofnlínum Lands- virkjunar, sagði Þorgeir að hlið- stæðir demparar væru mjög víða, svo sem á Vesturlínu vestur við Mjólkárvirkjun, að Fjallabaki og á Gnúpveijaafrétti í Hrauneyjafossl- ínu, en þeir hjá Landsvirkjun hefðu hvergi annars staðar orðið varir við skemmdir af þeirra völdum. Kanadískur sérfræðingur misreiknaði sig Að sögn Þorgeirs var það kanad- ískur sérfræðingur sem reiknaði út staðsetninguna á dempurunum fyrir Landsvirkjun, þyngd þeirra og þess háttar. Þorgeir var spurður hvort hugsanlegt væri að sérfræð- ingurinn hefði misreiknað sig: „Já, það er eitthvað bogið við þessa útreikninga. Við gáfum honum upp allar upplýsingar, lengd á milli staura, sverleika á vírnum, streng- ingu hans og þess háttar. Miðað við það hvernig vírinn er útleikinn eftir ekki lengri tíma, virðist sem eitthvað hafi farið á milli mála,“ sagði Þorgeir. Þorgeir sagði að ef ekkert annað kæmi á daginn, varðandi dempar- ana, þá yrði hér um tjón fyrir Landsvirkjun að ræða sem næmi um 8 milljónum króna. Hann taldi ólíklegt að Landsvirkjun krefðist bóta af kanadíska sérfræðingnum, nema upp kæmi að þessar skemmdir væru víðar. „En ég á nú ekki von á því, þar sem við erum búnir að hafa þessa dempara uppi í nokkur ár annars staðar,“ sagði Þorgeir, „en í þessu tilviki er skýringin líklega sú, að þarna er mjög áveðurssamt, og línan væntanlega meira strengd en gengur og gerist annars staðar og mér þykir líklegt að við komumst fyrir þetta, þegar við skiptum um vír, með því að strengja línuna heldur minna. Auk þess má ætla að orsakanna sé einnig að leita í því að ísing hefur sligað línuna, sérstaklega við Sigöldu og því lík- legt að þreyta hafi komist í vírana á þeim 11 árum sem línan hefur verið í rekstri.“ Vín og kalkúni 1 Laxfossi ÞRÍR skipverjar á ms. Lax- fossi, skipi Eimskipafélags Islands, hafa gengist við að eiga smyglvarning sem toll- verðir fundu í skipinu í Reykjavíkurhöfn við ítarlega leit í gær og fyrrakvöld. Alls fundu tollverðir 171,5 lítra af vodka, 12 lengjur af sígarettum og þná kalkúna um borð í skipinu. Skipveijarnir þrír gáfu sig fram og kváðust eigendur varn- ingsins, sem fannst að hluta til í lofti lestar og að hluta til á bílaþilfari. Skipið siglir milli Reykjavíkur, Hamborgar, Rott- erdam, Antwerpen og Imming- ham og var að koma frá síðast- nefndu höfninni þegar leit fór fram. mánaða voru 21 að upphæð 3.853 milljónir. Tekið var tíu tilboðum að upphæð 1.423 milljónir. Lægsta ávöxtun var 6,15% og sú 'hæsta 6,30%, en meðaíávöxtun var 6,26%. Seðlabankinn keypti 300 milljónir króna á meðalverði samþykktra til- boða. Meðalávöxtun í síðasta útboði sem fram fór 3. nóvember var 6,92%. Ríkisbréf til tveggja ára seld fyrir 1,5 milljarða króna í gær 8,25% ársávöxtun aö meðaltali RÍKISSJÓÐUR seldi rúmlega 1,5 milljarða króna á fyrsta uppboði á ríkisbréfum til tveggja ára í gær. Meðalársávöxtun ríkisbréfanna var 8,25%. Þá voru einnig seldir í gær ríkisvíxlar að upphæð 1.423 milljónir og iækkaði meðalávöxtun víxlanna um 0,66 prósentustig frá síðasta útboði sem var í byijun nóvember. Alls bárust 68 gild tilboð í ríkis- 8,30%, en meðalávöxtunin var bréf að upphæð 2.857 milljónir króna. Heildarfjárhæð tekinna til- boða var 1.540 milljónir. Lægsta ávöxtun var 8,15% og sú hæsta 8,25% eins og fyrr sagði. Seðla- bankinn keypti 60 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. Tilboð í ríkisvíxla til þriggja Sumir halda... En rétt er... ...að bændur framleiði án nokkurra tengsla við markaðinn. Ríkið borgar! 9 ...að íslenskir bændur eru jafn háðir markaðnum og önnur íslensk fyrirtæki. Bændur bera alla ábyrgð á sölu framleiðslu sinnar ásamt afurðastöðvunum. Þessir aðilar bera sjálfir kostnað af því sem ekki selst á innanlandsmarkaði, án þess að ríkið komi þar nærri. ÍSLENSKUR LANDBUNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.