Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ENDURNÝJAÐUR áhug-i er á kajakróðri hér á landi. Áhuga- menn ferðast með ströndum og um straumvötn á kajökum. Kajakmynda- sýning KAJAKKLÚBBURINN efnir til myndakvölds í samkomusal ÍSÍ í Laugardal, að kvöldi fimmtudagsins 18. nóvember, kl. 20.00. Sýndar verða litskyggnur og sagt frá leiðangri á kajökum og slöngubáti um Jökulfirði og Horn- strandir sl. sumar. Einnig verða sýndar myndir frá róðrarferðum í íslenskum straumvötnum. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. MMC Pajero stuttur, V-6, '90, blásans, ek. 51 þ. km., upphækk., 31" dekk, króm- felgur, brettakantar. Verð 1650 þús. Peugeot 450 GR station, '89, brúnsans, ek. 56 þ. km. Verð 890 þús., sk. á ód. Subaru 1800 st. 4x4 ’90, grásans, ek. 66 þ. km. Verð 920 þús. Hyundai Pony GLSi '94, 4ra dyra, sjálfsk., rauður, ek. 1 þ. km., upphækk. Verð 1100 þús. stgr. Daihatsu Applause 4x4 '91, grásans, ek. 41 þ. km. Verð 1050 þús., sk. á 4-500 þús kr. bíl. Nissan Micra GL ’87, blár, ek. 55 þ. km. Verð 300 þús. VANTAR, VANTAR Höfum kaupendur að jeppum og öðrum fjór- hjóladrifnum bílum. ■ Ah. i KOSIÐ UM SAMEININGU SVEITARFELAGA 20. NOVEMBER Landfræðilegar aðstæður ráða skiptingunm á Austurlandi SAMKVÆMT tillögum umdæmanefndar Austurlands er gert ráð fyrir að sveitarfélögum í Austfirðingafjórðungi fækki úr 30 í átta. I 28 af þessum sveitarfélögum verður kosið um sameiningu 20. nóvember, en í einu þeirra, Seyðisfirði, verður skoðanakönnun. í Djúpavogshreppi verður hvorki kosið né höfð skoðanakönnun, en þar sameinuðust þijú sveitarfélög í eitt á síðastliðnu ári. Samtals eru um 13 þúsund ibúar í sveitarfélögunum 30 á Austurlandi, og samþykki íbúar fjórðungsins tillögur umdæmanefndar um sameiningu verða sex af átta sveitarfélög- um í fjórðungnum með yfir eitt þúsund íbúa. í tillögum umdæmanefndarinnar er gert ráð fyrir að Skeggjastaða- hreppur með 132 íbúa og Vopna- fjarðarhreppur með 888 íbúa samein- ist í eitt sveitarfélag á Norðursvæði með samtals 1.020 íbúa. Á Héraðs- svæði .er gert ráð fyrir sameiningu 11 sveitarfélaga með samtals 3.093 íbúa, en sveitarfélögin sem um ræðir eru Hlíðarhreppur með 88 íbúa, Jök- uldalshreppur með 152 íbúa, Fljóts- dalshreppur með 113 íbúa, Fella- hreppur með 431 íbúa, Tunguhrepp- ur með 92 íbúa, Hjaltastaðahreppur með 81 íbúa, Borgarfjarðarhreppur með 201 íbúa, Skriðdalshreppur með 103 íbúa, Vallahreppur með 163 íbúa, Egilsstaðabær með 1.508 íbúa og Eiðahreppur með 161 íbúa. Þriðja sveitarfélagið yrði Seyðis- fjarðarsvæði með 898 íbúa, en ekki er gert ráð fyrir að Seyðisfjörður sameinist öðru eða öðrum sveitarfé- lögum. í stað þess var samþykkt að höfð yrði skoðanakönnun á Seyðis- fírði samhliða kosningum annars- staðar um vilja íbúa byggðarlagsins til að sameinast sveitarfélögum á Héraðssvæði. Þijú sveitarfélög á Norðfjarðarsvæði Á Norðfjarðarsvæði gerir um- dæmanefnd tillögu um að þijú sveit- arfélög sameinist í eitt með samtals 1.761 íbúa, en það eru Mjóafjarðar- hreppur með 36 íbúa, Neskaupstaður með 1.635 íbúa og Norðfjarðar- hreppur með 90 íbúa. Á Reyðarfjarð- arsvæði er lagt til að Eskifjörður með 1.060 íbúa og Reyðarfjarðar- hreppur með 742 íbúa sameinist t eitt sveitarfélag með 1.802 íbúa. Á Suðurfjarðasvæði er lagt til að fjögur sveitarfélög sameinist í eitt með 1.463 íbúa, en það eru Fáskrúðs- fjarðarhreppur með 95 íbúa, Búða- hreppur með 720 íbúa, Stöðvar- hreppur með 313 íbúa og Breiðdals- hreppur með 335 íbúa. Sjöunda sveitarfélagið á Aust- flörðum yrði Djúpavogssvæði með 590 íbúa, en á grundvelli þess að nýafstaðin er sameining Berunes- hrepps, Búlandshrepps og Geit- hellnahrepps var umdæmanefndin sammál um að ekki yrði gerð tillaga um frekari sameiningu hjá íbúum Djúpavogshrepps. Á svokölluðu Suðursvæði er gert ráð fyrir að sex sveitarfélög samein- ist í eitt með samtals 2.431 íbúa. Þar er um að ræða bæjarhrepp með 51 íbúa, Nesjahrepp með 321 íbúa, Höfn með 1.744 íbúa, Mýrahrepp með 85 íbúa, Borgarhafnarhrepp með 109 íbúa og Hofshrepp með 121 íbúa. Einhæfni í atvinnu og skortur á þjónustu í greinargerð umdæmanefndar Austurlands kemur fram að þótt eðlileg fjölgun íbúa og jafnvel fjölgun langt yfir landsmeðaltal hafi orðið í örfáum sveitarfélögum á Austur- landi, þá liggi fyrir að íbúum fjórð- ungsins hefur ýmist fækkað á und- anförnum árum eða fjölgun ekki verið í samræmi við landsmeðaltal. Mestan hluta þessa tímabils hafi atvinna víðast hvar ekki verið minni en í öðrum landshlutum, en einhæfn- in, skortur á þjónustu ýmisskonar og fleiri þættir hafi valdið því að þróunin hafí orðið sú sem raun ber vitni. Telur umdæmisnefndin að sameining sveitarfélaga geti verið vænleg leið til að styrkja byggð, gera atvinnulífið fjölbreyttara, auka þjónustu við íbúana og draga þar með úr búferlaflutningum úr fjórð- ungnum. Ótti við samþjöppun valds Að sögn Alberts Eymundssonar, formanns umdæmanefndar Austur- lands, hefur borið nokkuð á ótta íbúanna í kjördæminu við það sem þeir hafa kallað samþjöppun valds samfara fækkun á sveitarstjómar- mqnnum nái tillögur nefndarinnar um sameiningu fram að ganga. Þá hefur orðið vart ótta við það að skól- ar verði lagðir niður í hagræðingar- skyni, og einnig væri algengt að menn teldu sig ekki hafa nægilega vitneskju til dæmis um hvaða verk- efni ætti að flytja til sveitarfélag- anna, jafnvel þó að upplýsingum þar að lútandi hefði ítrekað verið komið á framfæri. „Á þeim stöðum þar sem okkur er sagt að andstaðan við sameiningu sé hvað mest hafa jafnframt komið fram hörðustu talsmenn sameining- ar. Þetta á til dæmis við í Fellabæ þar sem menn töldu að ekki einn einasti væri meðmæltur sameiningu, en þar komu mjög harðir sameining- armenn fram á kynningarfundi sem haldinn var,“ sagði Albert. Lítil gagnrýni á skiptinguna Albert sagði að ekki hefði komið fram nein hörð gagnrýni á tillögur umdæmanefndanna um skiptingu sveitarfélaganna, en þó hefði komið fram áherslumunur í því sambandi bæði í nefndinni sjálfri og í umræð- um. „Þetta eru fyrst og fremst land- fræðilegar aðstæður sem stjórna þessu, þannig að ekki þurftu að vera nein sérstök átök um þessar tillögur. Það eina sem skiptar skoðanir voru um var hvort gera ætti tillögur um þessa stærð sveitarfélaga eða skipta þeim meira niður heldur en við ger- um. Þá var það ofan á að byija á stærsta möguleikanum sem ekki þótti óraunsær, en byrja ekki á litlum möguleika og loka þar með hugsan- lega fyrir stærri möguleikann, því sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að vinna sig niður á við,“ sagði hann. Albert sagði að í ljós hefði komið að andstæða við sameiningu væri Eitt öflugt sveitarfélag verði á Arborgarsvæðinu í framtíðinm UMDÆMANEFND Sambands sunnlenskra sveitarfélaga leggur til að sveitarfélögum í Suðurlandskjördæmi verði fækkað úr 30 í sjö. Nefnd- in leggur til að greidd verði atkvæði um að tvö sveitarfélög verði í hvorri sýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu, en ekki er gerð tillaga um breytingar í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem eru tvö sveitarfélög. Samtals yrðu þá sex sveitarfélög á félagssvæði Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, en að auki eru Vestmannaeyjar í Suðurlandskjördæmi þannig að samtals yrðu sveitarfélögin í kjördæminu sjö talsins. Umdæmanefndin leggur til að Skaftárhreppur sem hafði 627 íbúa 1. desember 1992 haldist óbreyttur, en hreppurinn varð til við sameiningu fímm hreppa milli Sanda í Vestur- Skaftafellssýslu 10. júní 1990. Þá er ekki gerð tillaga um að Mýrdalshrepp- ur með 596 íbúa sameinist öðrum sveitarfélögum, en hreppurinn varð til við sameiningu Dyrhólahrepps og Hvammshrepps 1. janúar 1984. Lagt er til að hreppar í austan- verðri Rangárvallasýslu, það er aust- an Eystri-Rangár, sameinist í eitt sveitarfélag, en á svæðinu eru sex hreppar með samanlagt 1.750 íbúa. Hreppamir sem um ræðir eru Aust- ur-Eyjafjallahreppur með 191 íbúa, Vestur-Eyjafjallahreppur með 206 íbúa, Austur-Landeyj ahreppur með 201 íbúa, Vestur-Landeyjahreppur með 170 íbúa, Fljótshlíðarhreppur með 221 íbúa og Hvolhreppur með 761 íbúa. í Rangárvallasýslu vestan Eystri-Rangár leggur umdæ- manefndin til að fjórir hreppar myndi eitt sveitarfélag. Hrepparnir sem um ræðir eru Rangárvallahreppur með 784 íbúa, Holtahreppur og Landsveit með 375 íbúa, Ásahreppur með 140 íbúa og Djúpárhreppur með 241 íbúa, eða samtals með 1.540 íbúa. Einn nefndarmanna í umdæmanefndinni, Guðjón Ólafsson, oddviti Vestur- Eyjafjallahrepps, lagði til í séráliti sínu að Rangárvallasýslu yrði skipt í fjögur sveitarféiög en ekki tvö eins og nefndin lagði til. Hann sat hjá við afgreiðslu á tillögu nefndarinnar um Árnessýslu. Eitt sveitarfélag á Árborgarsvæðinu í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að í neðri hluta Árnessýslu, á Árborgarsvæðinu svokallaða, sam- einist níu sveitarfélög í Flóa og Ölf- usi í eitt sveitarfélag með samtals 8.679 íbúa. Þau sveitarfélög sem gert er ráð fyrir að sameinist á þessu svæði eru Selfoss með 3.977 íbúa, Gaulverjabæjarhreppur með 139 íbúa, Stokkseyrarhreppur með 546 íbúa, Eyrarbakkahreppur með 544 íbúa, Sandvíkurhreppur með 111 íbúa, Hraungerðishreppur með 199 íbúa, Villingaholtshreppur með 201 íbúa, Hveragerði með 1.669 íbúa og Ölfushreppur með 1.600 íbúa. í efri hluta Árnessýslu er lagt til að átta hreppar með samtals 2.302 íbúa sameinist. Þeir eru Skeiðahreppur með 243 íbúa, Gnúpveijahreppur með 310 íbúa, Hrunamannahreppur með 638 íbúa, Biskupstungnahrepp- ur með 506 íbúa, Laugardalshreppur með 245 íbúa, Grímsneshreppur með 264 íbúa, Þingvallahreppur með 49 íbúa og Grafningshreppur með 47 íbúa. Sjöunda sveitarfélagið í Suður- landskjördæmi yrði síðan Vest- mannaeyjar með 4.870 íbúa. Áhyggjur af skólamálum Það sem mestum áhyggjum hefur valdið varðandi sameininguna á Suð- urlandi er, að sögn Steingrims Ing- varssonar, formanns umdæma- nefndar á Suðurlandi, það sem lýtur að framtíðarskipan skólamála. Þá hefur borið á ákveðnum ótta íbúa í Þingvallasveit til dæmis að þar verði afskekkt jaðarbyggð eftir samein- inguna og vart hefði orðið óvissu með það hvernig málefnum félags- heimila og alls kyns félagastarfsemi yrði háttað ef af sameiningu yrði. „Fólk virðist oft ekki átta sig á því að sameiningin nær eingöngu til stjórnsýslunnar og þess vegna geta til dæmis verið eins mörg búnaðarfé- lög í hinu nýja sveitarfélagi eins og vera vill,“ sagði hann. Vilji fyrir að Árnessýsla verði eitt sveitarfélag Steingrímur sagðist telja að mönnum þætti tillögur um samein- ingu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu vera að stærstum hluta eðlilegar burtséð frá því hvort menn væru sammála sameiningunni eða ekki. Hann sagði að í Arnessýslu hefðu rökin fyrir sameiningartillögunum verið þau að Árborgarsvæðið væri þegar atvinnuleg og að sumu leyti félagsleg heild og því hefði þótt eðli- legt að sameina sveitarfélögin þar. „Rökin í uppsveitunum voru þau að sveitarfélögin þar hafa staðið saman bæði austan og vestan Hvítár um atvinnuuppbyggingu og þar er einnig sameiginlegur byggingarfull- trúi og samstarf um heilsugæslu og fleira. Það þótti því eðlilegt að hafa þetta saman, en hins vegar höfum við bent á að til þess að samtenging væri góð vanti brú á Hvítá við Flúð- ir. Eftir að tillögurnar voru lagðar fram hefur það sjónarmið hins vegar heyrst á öllum kynningarfundum að það hefði átt að sameina Árnessýslu í eina heild og þá hefur réttilega verið bent á að það er enginn einn þjónustukjarni í uppsveitunum, held- ur er Selfoss þjónustukjarni allrar sýslunnar. Þetta sjónarmið fór hins vegar ekki hátt upp meðan við vorum að gera tillögurnar og kannski má segja að áræðið hafi ekki verið nógu mikið,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að á Árborgarsvæðinu hefði það verið talinn mikill styrkur að hafa fjölbreytni í atvinnulífi, þ.e. sjávarútveg, þjónustu, iðnað og land- búnað, og það ætti að geta orðið til þess að öflugt sveitarfélag þar gæti staðið af sér ýmis áföll. „Þetta á auðvitað ekki víð hin sveitarfélögin þijú sem tillaga er gerð um, en þar er fyrst og fremst um að ræða land- búnað og þjónustu við landbúnað. Á Flúðum og í Reykholtshverfinu hefur reyndar verið reynt að byggja upp iðnað með þátttöku sveitarfélaga i kring og fyrir vikið hefur það orðið til þess að þau hafa haldið miklu betur sínum hlut en aðrar sveita- byggðir.“ Otal spurningum ósvarað íbúar á Suðurlandi hafa, að sögn Steingríms, sett sig inn í málin varð- andi sameininguna að svo miklu leyti sem það væri hægt, en hins vegar væri ótal spurningum ósvarað sem viðkomandi sveitarstjórnir yrðu að semja um í tímans rás ef af samein- ingu verður. Hann sagði að menn hefðu almennt ekki treyst sér til þess að gera tillögur varðandi til dæmis ijármál sveitarfélaganna eftir hugsanlega sameiningu, en það hefðu þó einstaka sveitarfélög gert. „Héraðsnefndirnar höfðu áður látið taka saman fjárhagsdæmi og kostn- að við að taka upp þjónustu, en þar var að vísu miðað við allt önnur skipti og miklu minni sveitarfélög heldur en gert er ráð fyrir. Þetta er engu að síður hægt að hafa til hliðsjónar ef til kemur þó ekki sé hægt að nota það alveg hrátt,“ sagði Steingrímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.