Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 37 KOSIÐ UM SAMEININGU SVEITARFELAGA Kynningarfundur um sameiningu í Kelduhverfi Ilraunbrún, Kelduhverfi. Frá fundinum í Skúlagarði í Kelduhverfi. Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir HALDINN var kynningarfundur í Skúlagarði í Kelduhverfi mið- vikudaginn 3. nóvember sl. um tillögu umdæmisnefndar um sam- einingu Kelduneshrepps og Oxar- fjarðarhrepps í eitt sveitarfélag. Um það bil 70 manns sóttu fund- inn og hlustuðu á framsöguerindi fulltrúa umdæmisnefndar. Að því loknu var orðið gefið laust tU umræðna um framkomna tillögu. Á fundinn voru mættir fyrir hönd umdæmisnefndar þeir Sigurður Rúnar Ragnarsson oddviti og sveit- arstjóri í Mývatnssveit og Guðmund- ur Guðmundsson sveitarstjóri Rauf- arhafnarhrepps. í upphafi fundar fluttu þeir stutt framsöguerindi, þar sem þeir kynntu bæði forsögu máls- ins og framkomna tillögu. Tillagan er á þá leið að Kelduneshreppur, með 110 íbúa, Fjallahreppur, með 7 íbúa, og hluti Öxarfjarðarhrepps, frá mörkum Kelduneshrepps og Fjalla- hrepps að jörðinni Sigurðarstöðum á Sléttu, með 365 íbúa, verði að einu sveitarfélagi. Þetta sveitarfélag mundi verða með 482 íbúa eftir sam- einingu. í tillögunum er svo gert ráð fyrir að 21 íbúi Öxarfjaðarhrepps flytjist austur til Raufarhafnarhrepps. Þegar þeir Sigurður Rúnar og Guðmundur höfðu lokið máli sínu var opnað fyrir almennar umræður um málið. Alls tóku 14 manns til máls og héldu 23 ræður, fyrir utan ræður framsögumanna. Ræðumar vom mislangar eins og gefur að skilja, en flestir vora sammála um að tillögumar væra algerlega óvið- unandi. Var þar ýmisleg tekið til, svo sem það hver staða Öxaríjarð- arhrepps yrði ef íbúar þar sam- þykktu tillöguna, en Kelduneshrepp- ur felldi hana. Þar með hefðu þeir raunar vísað 21 íbúa burt úr hreppn- um í stað þess að stækka hann. Þar að auki væri þetta allt of lítil samein- ing til að þjóna sínum tilgangi, það er að gera sveitafélögin færari um að taka við auknum verkefnum frá ríkinu. Á máli flestra mátti heyra að þeir hefðu frekar viljað sjá sam- einingu við hreppana hér vestan við, en í tillögunum er gert ráð fyrir að svo til öll Suður-Þingeyjarsýsla verði eitt sveitafélag, með 4.223 íbúa. Rök ræðumanna fyrir því vora helst þau að þangað sæktu nær allir Keld- hverfingar og stór hluti Öxfirðinga þjónustu nú þegar, þannig að það væri ekki svo mikil röskun. Flestir sem tóku til máls vora sammála um að samgöngur og samgöngutæki væra alltaf að batna og settu menn ekki vegalengdir fyrir sig. Þar að auki töldu menn nær óhæft að gera tillögu um Eyjafjörð sem eitt sveitar- félag með nærri 21.000 íbúa, Suður- Þingeyjarsýslu með rúmlega 4.000 íbúa, en skipta svo Norður-Þingeyj- arsýslu 'í þtjú sveitarfélög með á bilinu 400 til 600 íbúa hvert. Einn ræðumaður lýsti því yfir að hann hefði getað sætt sig við fram- komna tillögu, ef ekki hefði verið þessi flutningur hluta íbúanna yfir til Raufarhafnar. Taldi hann að með þessari tillögu setti nefndin íbúa Óxarfjarðarhrepps í hina verstu klípu. Margt fleira var nefnt í ræðum manna sem rök gegn sameiningu þeirri sem tillögurnar snúast um og vora menn almennt sammála um að stærri sameining væri æskilegri, ef hreppar þyrftu á annað borð að sam- einast. Höfðu sumir fundarmenn orð á því að áður en hægt væri að ræða um sameiningu af einhveiju viti, þryfti að fella þessa tillögu. - Inga. Hvolsvöllur Almennur borgarafundur um sameininofu sveitarfélaga Ilvolsvelli. ^ ^ Morgunblaðið/Steinunn ósk Kolbeinsdóttir Frummælendur og hreppsnefnd Hvolshrepps. Helga Þorsteinsdóttir, oddviti Hvolhrepps, er í ræðustól. HREPPSNEFND Hvolhrepps boðaði nýverið til kynningarfund- ar um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Frummælend- ur á fundinum voru Ólafur Öm Haraldsson, en hann er fram- kvæmdastjóri umdæmisnefndar um samciningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Helga Þorsteinsdótt- ir, oddviti Hvolhrepps, og Matthí- as Pétursson, sem flutti hugleið- ingu um sameiningarmálin. Ólafur Örn sagði frá vinnu um- dæmisnefndarinnar og kynnti tillög- ur hennar. Þá sagði hann frá mark- miðum með sameiningu og kynnti ýmis rök manna með og á móti sam- einingu. Helga Þorsteinsdóttir sagði hreppsnefnd Hvolhrepps hlutlausa í málinu en sagði að af þeim tillögum sem komið hafa fram um samein- ingu þá hefði hreppsnefnd stutt þá tillögu sem umdæmisnefndin kom með. Matthías Pétursson er hlynntur sameiningu sveitarfélaga og sagði þetta vera stærsta tækifæri sem okkur hefur verið boðið upp á í byggðamálum. Hann rakti nokkuð sögu hreppa á íslandi og talaði um breytt hlutverk þeirra. Hann sagði að litlir sveitahreppar gætu ekki í dag boðið upp á þá þjónustu sem gerðar eru kröfur til í nútímasamfé- lagi. Þeir stæðu ekki undir slíkum byrðum og því ættu þeir að vera fegnir því að fá tækifæri til að sam- einast öflugri sveitarfélögum. Þá taldi hann mjög mikilvægt að 'stjórn- un í hinum nýju hreppum yrði að vera mjög vönduð og að gera þyrfti t.d. mjög góðar fjáhagsáætlanir. Þá taldi hann að í dag væri nauðsynlegt fyrir hreppana að standa saman að eflingu atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum og að það yrði betur gert í sameinuðum hreppum. All nokkrar spurningar um sam- einingu voru bornar fram í lok fund- arins og voru menn nokkuð sam- mála um að allt of mörg atriði í sambandi við sameiningu og verka- skiptingu sveitarfélaga og ríkisins væru enn of óljós. Maharishi Mahesh Yoga Kynningarfyrirlestur Innhverf íhugun - Transcendental Meditation í kvöld, fimmtudag, verður kynning á hugleiðsluaðferð Maharishi Mahesh Yoga. Komið og fræðist um áhrif og til- gang þessarar mest rannsökuðu hugleiðsluaðferðar. Fundurinn hefst kl. 20.30 á Suðurlandsbraut við Faxafen, 2. hæð (niðri er versl. Tékkkristall). Nánari upplýsingar í síma 678178. Skósokkar, st. 16-26 Barnapeysur, st. 128-152 Barnapeysur, st. 128-182 Peysa með broderingu 0-1 St. S-M-L-XL Yestispeysa með rennilós St. S-M-L-XL Dömubolur með V-hólsmóli Rib Ein stærð passar ollum. Dömubuxur víðar Rib Ein stærð - passa öllum HAGKAUP m1193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.