Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 A Nýtt myndlyklakerfi Islenska útvarpsfélagsins Aðeins hægt að taka á móti einni ruglaðrí dagskrá í einu MYNDLYKLAR þeir sem íslenska útvarpsfélagið hefur fest kaup á geta aðeins afruglað eina rás í einu, en að sögn Páls Magnússonar forstjóra félagsins eru ekki til á markaðnum myndlyklar sem geta afruglað fleiri en eina rás í einu. Þetta þýðir að á þeim heimilum þar sem eru fleiri en eitt sjónvarpstæki verður aðeins hægt að horfa á eina ruglaða útsendingu í einu nema því aðeins að myndlyklum sé fjölg- að, en þá þarf að borga áskriftargjald fyrir hvern lykil. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert skilagjald eða tryggingu áskrifendur Stöðvar 2 þurfa að greiða vegna nýju myndlyklanna, og ekki hefur ve'rið ákveðið hvemig áskrifendum verða bættir gömlu myndlyklamir sé þeim skilað, en þeir lyklar verða ónothæfir þegar nýtt myndlyklakerfi hefur verið tekið í notkun væntanlega fyrir iok næsta árs. Páll Magnússon sagði það áætlað að um nokkur þúsund ólöglegir myndlyklar væru nú í umferð, og þvi gæti nýtt og nánast þjófhelt myndlyklakerfí hugsanlega skilað félaginu allt að fjögur þúsund nýjum áskrifendum sem greiddu um 130 milljónir samtals á ári í áskrift- argjald. „Þetta er auðvitað risavaxin fjárfesting en með þessu teljum við að við séum að tryggja hagsmuni félagsins og þar með áskrifenda þess inn í næstu öld. Ef þetta væri ekki gert og þessi þjófnaður yrði að ein- hverskonar faraldri myndi einfald- lega flæða undan þessari starfsemi," sagði hann. Mögulegt að leigja afnot af kerfinu Eins og fram hefur komið hefur útvarpsréttarnefnd úthlutað Fijálsri fjölmiðlun örbylgjurás til afnota, og þegar Páll Magnússon var spurður að því hvort til greina kæmi að leigja því fyrirtæki afnot af myndlykiakerf- inu sagði hann alla möguleika vera á því að leigja annarri sjónvarpsstöð sem sendi út ruglaða dagskrá afnot af kerfínu þar sem nánast ótakmark- aður fjöldi rása væri á myndlyklinum sjálfum. „Við höfum aldrei útilokað það ef aðrir færu af stað, og meðal annars höfum við boðið Háskólanum að veita honum aðgang að okkar innheimtukerfí í gegnum lyklana. Við myndum alveg vera fúsir til við- ræðna um það að hleypa öðrum inn á kerfíð," sagði hann. Hörður Einarsson stjórnarformað- ur Fijálsrar fjölmiðlunar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri ekki á döfinni að félagið hæfi sjón- varpsútsendingar á næstunni. Hann sagði að ef af því yrði þyrftu væntan- legir áskrifendur mjög trúlega að kaupa nýjan myndlykil. Það gæti þó vel verið að hægt yrði að hafa sam- vinnu við Stöð 2, en hins vegar hefði ekkert reynt á það. VEÐUR VÉÐURHÖRFUR 1DÁG, 18. NÖVEMBER YFIRLJT: Á vestanverðu Grænlandshafi er 960 mb nærri kyrrstæð lægð, en um 800 km suður af Vestmannaeyjum er 970 mb heldur vaxandi lægð. Hreyfist hún hratt norðnorðaustur og verður komin norður fyrir land seint í nótt. SPÁ: Hvöss norvestanátt um landið norðanvert með éljum í fyrramálið, en síðan lægir heldur og léttir til norðaustan- og austanlands. Sunnan- lands og vestan má reikna með allhvassri suðvestanátt og éljagangi. Hiti 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A FOSTUDAG: Allhvass eða hvass sunnan, fremur hlýtt og skúrir eða rigning víða um land, síst norðaustanlands HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestangola eða kaldi. Smá skúrir eða slydduél um vestanvert landið, en dáiítil rigning suðaustan- og austaniands. Sæmilega hlýtt í veðri víöast hvar. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum, en víðast þurrt. Vægt frost víðast hvar. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o ▼ a 'áfk i Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. F F F * / * * * * • JL * 10° Hitastig F F F F F * / F * / * * * * * v v V v súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka — n FÆRÐA VEGUM: ÍKI. I7.30ígær) Góð færð er viðast hvar á þjóðvegum landsins, en þó er hálka á heiðum suðvestanlands. Á Vestfjörðum eru vegir almennt færir, en þó er ófært um Þorskafjarðarheiði og hætt er við að Hrafnseyrarheiði lokist með kvöldinu vegna skafrennings. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 iéttekýjað Reykjavík 3 haglél Bjðrgvin 8 skýjað Helsinkl *3 þokumóða Kaupmannahöfn 3 skýjað Narssarssuaq +17 heiðskírt Nuuk vantar Ósló 3 þokumóða Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 10 þokumóða Algarve 17 skýjað Amsterdam 4 léttskýjað Barcelona 13 mistur Berlín 2 alskýjað Chicago vantar Feneyjer 10 léttskýjað Frankfurt 4 skýjað Glasgow 6 mistur Hamborg 4 skýjað London 6 léttskýjað LosAngeles 12 léttskýjað Lúxemborg 2 skýjað Madrid 9 léttskýjað Malaga 16 skýjað Maliorca 16 léttskýjað Montreal 5 alskýjað NewYork 9 alskýjað Orlando 21 skýjað Paría 5 léttskýjað Madeira 20 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Vín 0 snjókoma Washlngton 12 aiskýjaö Winnipeg +8 heiðskfrt IDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt é veðurspá kl. 16.15 í gær) Morgunblaðið/Ámi Sæberg Beðið eftir frosti TIL STÓÐ að opna skautasvellið í Laugardal 23. október eins og undanfarin tvö ár en veður hefur sett strik í reikninginn. Litlu mun- aði að svellið hefði náð æskilegri þykkt þegar brastjá með bijáluðu veðri, roki og rigningu og tíu stiga hita. Að sögn Bergþórs Einarsson- ar umsjónarmanns með svellinu höfðu 17.900 manns sótt svellið á tímabilinu 23. október til 1. nóvember á síðasta ári en nú hefur enginn látið sjá sig. Starfsmenn bíða og vona þrátt fyrir að útlit næstu dagana sé ekki gott. Á meðan sópar Ottar Hrafnkelsson starfsmaður neðsta lag svellsins. Lítið atvinnuleysi í Bolungarvík Bolfiskvinnsla byijuð hjá Ósvör _ ísafirði. ÓSVÖR, almenningshlutafélag Bolvíkinga, hóf bolfiskvinnslu í gærmorgun. Fyrirtækið Þuríður hf. sem keypti frystihús íshúsfé- lagsins er komið í fullan gang í rækju- og bolfiskvinnslu. íslenskt marfang í Reykjavík hefur keypt þriðjung í fyrirtækinu. Nokkuð ljóst er orðið að þessi tvö fyrirtæki muni starfa sjálfstætt. Þuríð- ur ræður ekki yfir veiðiskipum, en hefur yfir að ráða stóru frystihúsi. Ósvör hins vegar hefur tekið við útgerð línubátsins Flosa auk togaranna tveggja. Ósvör hf. hefur tekið á leigu hús- næði hjá Magnúsi Snorrasyni til frystingar á fiski og er ætlunin að Ósvör vinni þar á daginn næstu sex mánuðina, en Magnús á nóttunni. Ósvör hefur keypt meirihlutann í Græði hf. af bæjarsjóði og með því eignast 206 tonna línu- og rækjubátinn Flosa og 100 fermetra fiskvinnsluhús á hafnarkantinum í Bolungarvík. Hyggst Ósvör gera bátinn út á línu til að byija með og ætlar jafnframt að innrétta frystihús í fískvinnsluhúsinu áður en sex mánáða leigusamhíngurinn rennur út við Magnús Snorrason. Sautján manns vinna við fiskvinnsl- una hjá Ósvör og um 50 á skipunum þrem. Meiri rækja unnin en áður Að sögn Jóns Guðbjartssonar hjá Þuríði hf. hefur reksturinn gengið vel. Meiri rækjuafli var unninn hjá fyrirtækinu í sumar en nokkru sinni áður í Bolungarvík. Þeir hafa unnið í átta vikur bolfisk í frystingu ýmist úr ferskum fiski eða frosnum rússa- físki. íslenskt marfang í Reykjavík hefur nú keypt þriðjung í fyrirtæk- inu og mun sjá um hluta af afurða- sölu þess. Jón sagði að vel hefði tekist til með að markaðssetja tví- frystan fisk í neytendaumbúðum í Bandaríkjunum. Bræðumir Einar og Elías Jónat- anssynir tóku fiskimjölsverksmiðju EG á leigu fjótlega ertir gjaldþrotið í febrúar. Þeir hafa nú keypt verk- smiðjuna og sagði Einar að rekstur- inn hefði gengið eftir bestu vonum enda hefðu þeir fengið meiri loðnu á árinu en oftast áður. Þeir hafa tekið á móti 19.000 tonnum það sem af er og hjá þeim vinna 7-20 manns. Atvinnuleysi að mestu horfið Atvinnuleysi er að mestu horfið en þó eru um tíu manns á skrá hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu. Mönnum í Bolungarvík ber nokkuð saman um að staða sjávarútvegsins sé afar viðkvæm, þótt varfærinnar bjartsýni gæti hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Úlfar. 18 útköll vegna óveðurs LÖGREGLAN í Reykjavík var 18 sinnum kölluð út vegna óveð- urs aðfaranótt miðvikudags. Flest útköllin yoru vegna foks á þakplötum. Þá slógust saman batar við höfniná. Hvergi varð teljandi tjón. Hjá Friðrik Hermannssyni, lög- regluvarðstjóra, fengust þær upp- lýsingar að leitað hefði verið aðstoð- arvegna foks á þakplötum við eftir- taldar götur: Þverholt, Hverfisgötu, Barmahlíð, Fellsmúla, Bústaðaveg, Heiðarás, Grensásveg og við Öldu- selsskóla. Verktakar og björgunarsveit Þá slógust bátar saman við höfn- ina og vinnupallar fóru á ferð í Aðalstræti og við Hraunbæ 102. Á síðarnefnda staðnum komu verk- takar til hjálpar. Björgunarsveitar- menn aðstoðuðu vegna foks á þak- plötum í Þverholti. Vinnupallar brutu rúður við Seljabraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.