Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 18. NÓVEMBER 1993 Sterkustu bridssveitirnar eru lítið breyttar frá síðasta ári Morgunblaðið/Amór Meistarar keppa BRÆÐRASVEITIN frá Siglufirði ætlar að freista _þess að veija Islandsmeistaratitil sinn í vor. Myndin var tekin á Islandsmótinu í sveitakeppni í fyrra og þar sjást Jón Sigurbjörnsson og Steinar Brids Guðm. Sv. Hermannsson MYNDIN af helstu bridssveit- um vetrarins er heldur að ský- rast og Ijóst að litlar breyting- ar verða á þeim sveitum sem helst höfðu sig í frammi á síð- asta keppnistímabili. íslandsmeistaramir í sveita- keppni, bræðurnir Ásgrímur, Jón, Bogi og Anton Sigurbjörns- synir og Ólafur og Steinar Jóns- synir, spila áfram saman í vetur undir nafni Sparisjóðs Siglu- fjarðar. Hins vegar er óljóst með silfursveitina frá íslandsmótinu, sveit Landsbréfa, því ekki er vit- að hvort Matthías Þorvaldsson spilar með sveitinni í vetur. Þeir Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldurs- son, Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson spila áfram undir nafni Landsbréfa. Á síð- asta keppnistímabili var búist við miklu af Landsbréfasveitinni, en henni tókst þq ekki að vinna neitt mót á Islandi; eina mótið sem hún vann var Lederer-boðs- mótið í Bretlandi! Því má búast við að sveitin reyni nú að reka af sér slyðruorðið og hefur raun- ar þegar unnið hraðsveitamót hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Landsliðsmennirnir Aðal- steinn Jörgensen og Bjöm Ey- steinsson mynda sveit með Helga Jóhannssyni, Guðmundi Sv. Her- mannssyni, Ragnari Magnússyni og Páli Valdimarssyni. Þeir fímm fyrstnefndu unnu Flugleiðamótið í vetur undir nafni Glitnis og sveitin vann Bikarkeppnina í haust undir merkjum Samvinnu- ferða-Landsýnar eftir að Páll bættist í hópinn. Ekki liggur fyr- ir undir hvaða nafni sveitin spilar í vetur. Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson og Karl Sigur- hjartarson, sem spiluðu í fyrra undir nafni Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, hafa fengið til liðs við sig Ásmund Pálsson og Hjör- dísi Eyþórsdóttur, sem spiluðu í fyrra í sveit S. Ármanns Magn- ússonar og unnu þá Reykjavíkur- mótið í sveitakeppni. Ekki liggur fyrir hveijir verða sveitarfélagar Ólafs og Hermanns Lárassona sem vora í sveit S. Ármanns í fyrra. Sveit Tryggingamiðstöðvar- innar er óbreytt frá í fyrra. Þar spila áfram Bragi Hauksson, Sigtryggur Sigurðsson, Hrólfur Hjaltason, Sigurður Vilhjálms- son, Sigurður Sverrisson og Val- ur Sigurðsson. Þeir Ragnar Hermannsson og Eiríkur Hjaltason, sem í fyrra spiluðu í sveit Hjólbarðahallar- innar, hafa myndað sveit með Sveini R. Eiríkssyni og Hrannari Erlingssyni. Undir nafni Metro spila Gylfí Baldursson, Jón Stein- ar Gunnlaugsson, Sigurður B. Þorsteinsson, ísak Sigurðsson og Haukur Ingason. Sveit til Sikileyjar íslensk bridssveit tekur í vik- unni þátt í boðsmóti 10 evr- ópskra úrvalsliða í Palermo á Sikiley. Þetta er í sjötta skipti sem mótið er haldið en þangað er boðið fulltrúum þeirra Evr- ópulanda sem hafa unnið heims- eða Evrópumót í sveitakeppni. Islenska sveitin verður skipuð Aðalsteini Jörgensen, Bimi Ey- steinssyni, Jóni Baldurssyni og Sverri Hermannssyni. Þarna keppa einnig sveitir frá Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Svíþjóð, Póllandi, Grikklandi, Austurríki og Þýskalandi. Þá mun íslenska sveitin taka þátt í opnu móti á Cefalu á Sikil- ey. Þar munu einnig keppa Helgi Jóhannsson, Guðmundur Her- mannsson, Matthías Þorvaldsson og Jakob Kristinsson. Líður að landstvímenningi Bridgesamband Evrópu stend- ur fyrir tvímenningskeppni um alla Evrópu á föstudagskvöld, sem kennd er við Philip Morris. Keppnin fer þannig fram að bridssambönd landanna fá for- gefín spil sem þau dreifa til aðild- arfélaga sinna og síðan eru spil- in spiluð á sama tíma um alla Evrópu. Bridgesamband íslands mun sameina þetta mót landství- menningnum þannig að þeir sem mæta á föstudagskvöld keppa bæði í landstvímenningnum og Philip Morris-mótinu. Þátttak- endur fá að spilamennsku lokinni sérstaka bók um spilin, sem skýrð era af Omari Sharif og bresku spiluranum Andy Robson og Tony Forrester. Evrópumeistarar í heimsókn Undirbúningur undir Bridshá- tíð 1994 er í fullum gangi. Þegar hefur verið gengið frá því, að Evrópumeistarar Svía í kvenna- flokki verða gestir á hátíðinni og unnið er að því að fá silfurlið Norðmanna á heimsmeistara- mótinu í Chile í haust á mótið. Einnig er búist við að Zia Ma- hmood komi með sveit. ________________57." Ráðstefna í Prag fyr- ir kennara í Norður- landamálum Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis gengst dagana 17. til 20. nóv- ember nk. fyrir ráðstefnu í Prag fyrir háskólakennara í Norðurlandamálum og bók- menntum í Búlgaríu, Króatíu, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ung- verjalandi. Ráðstefnan er haldin í sam- starfi við Stofnun Sigurðar Nor- dals, Svenska Instituet, kennslu- málaráðuneytin í Danmörku og Finnlandi og utanríkisráðuneytið í Noregi sem eiga fulltrúa í sam- starfsnefndinni. Formaður hennar er Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Anna Helga Hannesdóttir, málfræðing- ur hjá Norrænu málstöðinni í Osló, er ritari nefndarinnar. ----»-♦ ♦-- FORNBÍL STOLIÐ Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir fólksbíl af gerðinni Ford Consul árg 72 sem stolið var frá Háaleitisbraut 119 eftir klukkan 21 að kvöldi sunnu- dagsins 14. þessa mánaðar. Að sögn lögreglu lítur bfllinn mjög vel út, er dökkblár að lit með mjóar hvítar línur á hliðum og krómstuðuram að framan og aftan. NAMSKEIÐ FYRIR ÞJALFARA ÍÞRÓTTAKVENNA - Sérstaða kvenna í íþróttum - Umbótonéfnd ísí verður haldið laugardaginn 20. nóvember f kvennoíþróttum f húsnæði ÍSÍ í Laugardal. DAGSKRÁ: 09.00 NÆRING ÍÞRÓTTAKVENNA: Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona. 10.45 KONUR í KEPPNISÍÞRÓTTUM - ÞÁTTUR ÞJÁLFARANS: Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari. 12.30 HÁDEGISVERÐUR. 13.30 MEIÐSL í ÍÞRÓTTUM Á ÍSLANDI: Kristín Briem, sjúkraþjálfari. 15.00 UMRÆÐUR OG NÁMSKEIÐSSLIT. Stjórnandi námskeiðsins: Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari. Þátttökugjald kr. 1.800 (hádegisverður og kaffi innifalið). Skráning á skrifstofu íþróttasambands íslands í síma 91-813377. Ath.: Takmarkaður fjöldi þátttakenda. ,, , Logt Olafsson Þi ir FÖNDURBOX Allt á sínum stað boxin Föndurboxin eru ómissandi fyrir alla sem vilja hafa hlutina í röð og reglu. Með föndurboxinu getum við varðveitt hlutina vel og vitum ávallt hvar þeir eru. Hentugtfyrir föndur, saumadót, prjónadót, hekludót, blómaföndur, myndlistaeifni, brúðuefni, keramikdót, liti o.fl. ÖRKIN 2096-19-14 VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 Skíðagallar kr. 4.990,- Barnaskíðagallar kr. 3.990,- Ungbarnagallar kr. 1.895,- Barnajogginggallar kr. 995,- Barnanáttföt kr. 495,- Köflóttar vinnuskyrtur kr. 995.- Herrasokkar kr. 95,- — Barnajólaskór frá kr. 500,- Kuldaskór st. 36-46 kr. 2.795,- Barnakuldaskór st. 22-28 kr. 1.795,- Barnasokkabuxur st. 2-12 kr. 375,- Sængurverasett 100% bómull kr. 1.250,- Rúllukragabolir st. 109-169 kr. 595,- Rúllukragabolir st. S-XL kr. 750,- Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-17 vtsa JÍUISiARUUj'J Suðurlandsbraut 16, Rvík, sími 811290 (áður Gunnar Ásgeirsson h/f.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.