Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 18. NÓVEMBER 1993 Sterkustu bridssveitirnar eru lítið breyttar frá síðasta ári Morgunblaðið/Amór Meistarar keppa BRÆÐRASVEITIN frá Siglufirði ætlar að freista _þess að veija Islandsmeistaratitil sinn í vor. Myndin var tekin á Islandsmótinu í sveitakeppni í fyrra og þar sjást Jón Sigurbjörnsson og Steinar Brids Guðm. Sv. Hermannsson MYNDIN af helstu bridssveit- um vetrarins er heldur að ský- rast og Ijóst að litlar breyting- ar verða á þeim sveitum sem helst höfðu sig í frammi á síð- asta keppnistímabili. íslandsmeistaramir í sveita- keppni, bræðurnir Ásgrímur, Jón, Bogi og Anton Sigurbjörns- synir og Ólafur og Steinar Jóns- synir, spila áfram saman í vetur undir nafni Sparisjóðs Siglu- fjarðar. Hins vegar er óljóst með silfursveitina frá íslandsmótinu, sveit Landsbréfa, því ekki er vit- að hvort Matthías Þorvaldsson spilar með sveitinni í vetur. Þeir Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldurs- son, Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson spila áfram undir nafni Landsbréfa. Á síð- asta keppnistímabili var búist við miklu af Landsbréfasveitinni, en henni tókst þq ekki að vinna neitt mót á Islandi; eina mótið sem hún vann var Lederer-boðs- mótið í Bretlandi! Því má búast við að sveitin reyni nú að reka af sér slyðruorðið og hefur raun- ar þegar unnið hraðsveitamót hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Landsliðsmennirnir Aðal- steinn Jörgensen og Bjöm Ey- steinsson mynda sveit með Helga Jóhannssyni, Guðmundi Sv. Her- mannssyni, Ragnari Magnússyni og Páli Valdimarssyni. Þeir fímm fyrstnefndu unnu Flugleiðamótið í vetur undir nafni Glitnis og sveitin vann Bikarkeppnina í haust undir merkjum Samvinnu- ferða-Landsýnar eftir að Páll bættist í hópinn. Ekki liggur fyr- ir undir hvaða nafni sveitin spilar í vetur. Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson og Karl Sigur- hjartarson, sem spiluðu í fyrra undir nafni Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, hafa fengið til liðs við sig Ásmund Pálsson og Hjör- dísi Eyþórsdóttur, sem spiluðu í fyrra í sveit S. Ármanns Magn- ússonar og unnu þá Reykjavíkur- mótið í sveitakeppni. Ekki liggur fyrir hveijir verða sveitarfélagar Ólafs og Hermanns Lárassona sem vora í sveit S. Ármanns í fyrra. Sveit Tryggingamiðstöðvar- innar er óbreytt frá í fyrra. Þar spila áfram Bragi Hauksson, Sigtryggur Sigurðsson, Hrólfur Hjaltason, Sigurður Vilhjálms- son, Sigurður Sverrisson og Val- ur Sigurðsson. Þeir Ragnar Hermannsson og Eiríkur Hjaltason, sem í fyrra spiluðu í sveit Hjólbarðahallar- innar, hafa myndað sveit með Sveini R. Eiríkssyni og Hrannari Erlingssyni. Undir nafni Metro spila Gylfí Baldursson, Jón Stein- ar Gunnlaugsson, Sigurður B. Þorsteinsson, ísak Sigurðsson og Haukur Ingason. Sveit til Sikileyjar íslensk bridssveit tekur í vik- unni þátt í boðsmóti 10 evr- ópskra úrvalsliða í Palermo á Sikiley. Þetta er í sjötta skipti sem mótið er haldið en þangað er boðið fulltrúum þeirra Evr- ópulanda sem hafa unnið heims- eða Evrópumót í sveitakeppni. Islenska sveitin verður skipuð Aðalsteini Jörgensen, Bimi Ey- steinssyni, Jóni Baldurssyni og Sverri Hermannssyni. Þarna keppa einnig sveitir frá Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Svíþjóð, Póllandi, Grikklandi, Austurríki og Þýskalandi. Þá mun íslenska sveitin taka þátt í opnu móti á Cefalu á Sikil- ey. Þar munu einnig keppa Helgi Jóhannsson, Guðmundur Her- mannsson, Matthías Þorvaldsson og Jakob Kristinsson. Líður að landstvímenningi Bridgesamband Evrópu stend- ur fyrir tvímenningskeppni um alla Evrópu á föstudagskvöld, sem kennd er við Philip Morris. Keppnin fer þannig fram að bridssambönd landanna fá for- gefín spil sem þau dreifa til aðild- arfélaga sinna og síðan eru spil- in spiluð á sama tíma um alla Evrópu. Bridgesamband íslands mun sameina þetta mót landství- menningnum þannig að þeir sem mæta á föstudagskvöld keppa bæði í landstvímenningnum og Philip Morris-mótinu. Þátttak- endur fá að spilamennsku lokinni sérstaka bók um spilin, sem skýrð era af Omari Sharif og bresku spiluranum Andy Robson og Tony Forrester. Evrópumeistarar í heimsókn Undirbúningur undir Bridshá- tíð 1994 er í fullum gangi. Þegar hefur verið gengið frá því, að Evrópumeistarar Svía í kvenna- flokki verða gestir á hátíðinni og unnið er að því að fá silfurlið Norðmanna á heimsmeistara- mótinu í Chile í haust á mótið. Einnig er búist við að Zia Ma- hmood komi með sveit. ________________57." Ráðstefna í Prag fyr- ir kennara í Norður- landamálum Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis gengst dagana 17. til 20. nóv- ember nk. fyrir ráðstefnu í Prag fyrir háskólakennara í Norðurlandamálum og bók- menntum í Búlgaríu, Króatíu, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ung- verjalandi. Ráðstefnan er haldin í sam- starfi við Stofnun Sigurðar Nor- dals, Svenska Instituet, kennslu- málaráðuneytin í Danmörku og Finnlandi og utanríkisráðuneytið í Noregi sem eiga fulltrúa í sam- starfsnefndinni. Formaður hennar er Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Anna Helga Hannesdóttir, málfræðing- ur hjá Norrænu málstöðinni í Osló, er ritari nefndarinnar. ----»-♦ ♦-- FORNBÍL STOLIÐ Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir fólksbíl af gerðinni Ford Consul árg 72 sem stolið var frá Háaleitisbraut 119 eftir klukkan 21 að kvöldi sunnu- dagsins 14. þessa mánaðar. Að sögn lögreglu lítur bfllinn mjög vel út, er dökkblár að lit með mjóar hvítar línur á hliðum og krómstuðuram að framan og aftan. NAMSKEIÐ FYRIR ÞJALFARA ÍÞRÓTTAKVENNA - Sérstaða kvenna í íþróttum - Umbótonéfnd ísí verður haldið laugardaginn 20. nóvember f kvennoíþróttum f húsnæði ÍSÍ í Laugardal. DAGSKRÁ: 09.00 NÆRING ÍÞRÓTTAKVENNA: Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona. 10.45 KONUR í KEPPNISÍÞRÓTTUM - ÞÁTTUR ÞJÁLFARANS: Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari. 12.30 HÁDEGISVERÐUR. 13.30 MEIÐSL í ÍÞRÓTTUM Á ÍSLANDI: Kristín Briem, sjúkraþjálfari. 15.00 UMRÆÐUR OG NÁMSKEIÐSSLIT. Stjórnandi námskeiðsins: Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari. Þátttökugjald kr. 1.800 (hádegisverður og kaffi innifalið). Skráning á skrifstofu íþróttasambands íslands í síma 91-813377. Ath.: Takmarkaður fjöldi þátttakenda. ,, , Logt Olafsson Þi ir FÖNDURBOX Allt á sínum stað boxin Föndurboxin eru ómissandi fyrir alla sem vilja hafa hlutina í röð og reglu. Með föndurboxinu getum við varðveitt hlutina vel og vitum ávallt hvar þeir eru. Hentugtfyrir föndur, saumadót, prjónadót, hekludót, blómaföndur, myndlistaeifni, brúðuefni, keramikdót, liti o.fl. ÖRKIN 2096-19-14 VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 Skíðagallar kr. 4.990,- Barnaskíðagallar kr. 3.990,- Ungbarnagallar kr. 1.895,- Barnajogginggallar kr. 995,- Barnanáttföt kr. 495,- Köflóttar vinnuskyrtur kr. 995.- Herrasokkar kr. 95,- — Barnajólaskór frá kr. 500,- Kuldaskór st. 36-46 kr. 2.795,- Barnakuldaskór st. 22-28 kr. 1.795,- Barnasokkabuxur st. 2-12 kr. 375,- Sængurverasett 100% bómull kr. 1.250,- Rúllukragabolir st. 109-169 kr. 595,- Rúllukragabolir st. S-XL kr. 750,- Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-17 vtsa JÍUISiARUUj'J Suðurlandsbraut 16, Rvík, sími 811290 (áður Gunnar Ásgeirsson h/f.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.