Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Bændur kynna korn í Kringlunni ÍSLENSKIR kornbændur frá Austur-Landeyjum ætla að kynna gestum og gangandi í Kringlunni íslenskt og trefja- ríkt korn í neytendaumbúðum í dag frá hádegi og fram eftir degi. Kynningin er á vegum Akrafóðurs hf. í Landeyjum og verður á boðstólum íslenskt bigg og hafrar. Islenskt korn er ekki á almennum neytenda- markaði eins og er, en fæst stöku sinnum í Kolaportinu. Að sögn Magnúsar Finnboga- sonar bónda að Lágafelli verður íslenska komið boðið í hálfs og eins kílóa pokum á 100 kr. og 180 kr. og verður gestum auðvitað boðið að smakka. Magnús hóf kornrækt fyrir 12 árum, og segir að nýmalað ferskt íslenskt korn sé mjög gott í gróf brauð og sem morgunkorn út á súrmjólk eða vel ristað á pönnu eða í ofni. Liður í endurræktun Um 60 bændur stunda kornrækt á Suðurlandi sem hliðargrein með öðrum búskap. „Kornræktin verður að vera liður í endurræktun á túnum og ökrum. Athuganir sýna að hreinleiki kornsins er mikill enda notum við engin eiturefni við ræktunina. Við sáum síðla apríl eða byijun maí og uppskerum frá miðjum september fram í miðjan október. Ef illa fer þurfum við að geta nýtt kornið sem skepnufóður í lé- legu árferði og hálmurinn nýtist sem rotmassi í svepparækt og í skreytingar. Sl. sumar var að sumu leyti gott til kornræktar og að sumu leyti ekki. Það korn, sem náði þroska, var vel þroskað í ár, en hluti skemmdist í frosti í byijun ágúst og var nýtt í skepnufóður," segir Magnús. ■ T VERÐKÖNNUN v •m VIKUNNAR • Það borgar sig að hringja beint til útlanda Ef hringt er beint til Danmerkur, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar eða Þýskalands kostar hver mínúta 58 kr., en ef númerið er pantað í gegnum 09, talsamband við útlönd, kostar hver mínúta 30 kr. meira, eða 88 kr. samtals. Skv. upplýsingum frá Pósti og síma er það afgreiðslugjald fyrir handvirka þjónustu. Gjaldflokkar Pósts og síma eru alls átta og kostar hver mínúta frá 58 kr. og upp í 225 kr. í sjálfvirku vali til útlanda og frá 88 kr. og upp í 328 kr. í gegnum 09 skv. dagtaxta. Með öðrum orðum nem- ur gjald fyrir handvirka þjónustu 30 kr. á mínútu í öllum gjaldflokk- um nema í 8. flokki, en í þeim flokki er afgreiðslugjald helmingi hærra, 60 kr. mínútan. Sem dæmi um lönd í þeim verðflokki má nefna Alaska, Angóla, Barbados, Egyptaland, Mexíkó, Saudi-Arab- íu, Kenýa og Indland. Allar tölur eru með virðisaukaskatti og einnig skal tekið fram að minnsta gjald í handvirka kerfinu eru 3 mín. Með öðrum orðum er aldrei af- greitt minna en 3ja mínútna sam- tal til útlanda þó aðeins sé talað í eina mínótu. Daglegt líf gerði könnun á 10 mín. símtölum til og frá íslandi og náði hún til átta landa, sem öll eru í sitt hveijum verðflokkin- um héðan. Sigríður Jónsdóttir, deildar- stjóri, segir að Póstur og sími semji sérstaklega við símastjórnir ann- arra landa um gjöld og leiðir sím- talanna. Sigríður segir að fjarlægð landanna skípti ekki öllu, heldur kerfí og stefna viðkomandi síma- stjórna. „Hin svokölluðu þriðja heims lönd eru gjarnan með mjög dýr kerfí og þurfa þau því að fá meira fyrir sína þjónustu heldur en önnur lönd. Hagstæðast er að hringja til þeirra landa, sem við höfum beint gervihnattasamband við, t.d. til Norðurlandanna, Bret- lands, Þýskalands og Bandaríkj- anna.“ Að sögn Sigríðar hafa símtöl héðan til útlanda farið stiglækk- andi á undanförnum árum og því má segja að Póstur og sími sé að verða samkeppnisfær við önnur Evrópulönd og Ameríku. í nóvem- ber 1990 lækkaði gjaldskráin til útlanda um 15% auk þess sem þá kom inn sérstakur næturtaxti, sem ekki hafði verið áður. í febrúar 1991 hækkaði gjaldskráin um 3,5%. 10% lækkun varð í júlí 1992 og þann 1. maí sl. lækkaði taxtinn Hvað kostar lOmínútna samtalið innanlands? Dagtaxti, mán- fsstud. w. aoo-moo" Lflokkur 8,30 2. flokkur 41,50 3. flokkur 62,30 KvÖldtaxti, mán-föstud. kl. 18,00-23.00 Lflokkur 4,20 2. flokkur 27,60 3. flokkur 41,50 Nætur- og helgartaxti Lflokkur 4,20 2. flokkur 20,80 3. flokkur 31,20 um 5% til flestra landa. „Yfirleitt er alls staðar tekið gjald fyrir handvirka þjónustu, en þó mismikið eftir löndum. Einnig eru flest lönd með þriggja mínútna lágmark á símtölum milli landa í handvirka kerfinu. Með því er m.a. verið að hvetja fólk til þess að nota sjálfvirku þjónustuna meira enda er hún mun ódýrari,“ segir Sig- ríður. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Hvað kostar 10 mínútna samtal? Dagtaxti frá íslandi gildirkl. 8.00-23.00 sjálfvirkt handvirkt (09) Næturtaxti frá íslandi gildir kl. 23.00-8.00 sjálfvirkt handvirkt (09) Dagtaxti til íslands sjálfvirkt handvirkt (09) '§F w‘ m Næturtaxti til íslands sjálfvirkt handvirkt (09) Danmörk 580 880 435 735 640 1.005 640 1.005 Holland 610 910 455 755 678 810 452 584 Bretland 680 980 510 810 742 1.095 636 1.095 Bandaríkin 860 1.160 645 945 719-957* 932-1.383’ 574 787-1.000* Kanada 980 1.280 735 1.035 989 1.384 519 914 Ástralía 1.500 1.800 1.125 1.425 1.333 1.716 1.333 1.716 Namibía 2.010 2.310 1.505 1.805 2.040 2.040 2.040 2.040 Kenýa 2.250 2.850 1.685 2.285 3.281 3.281 3.281 3.281 * í Bandaríkjunum er gjaldskráin eilítið lægri fyrir heimili en fyrir stofnair og fyrirtæki. Tölurnar eiga við heimilisgjaldskrá símafyrirtækisins AT&T, sem skiptir deginum upp í þrjá verðflokka. Frá 7.00-13.00 kostar 10 mín. símatal til íslands 719 kr„ frá 13.00-20.00 kosta 10 mín. 957 kr og frá 20.00-7.00 574 kr. símstöð og númerið pantað, leggjast 213 kr. ofan á, en 426 ákveðnum viðmælenda á hinn endann. Sé farið í gegnum kr. óski maður eftir <uölcL INORRÆNA HUSINU í tilefni af útkomu síðara bindis Ódysseifs eftir James Joyce í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar Föstudaginn 19. nóvember kl. 20.30 Gestur kvöldsins: Ken Monaghan frá James Joyce Cultural Centre í Dyflinni. Ken flytur spjall sem hann nefnir James Joyce og rætur hans í Dyflinni. Lesið verður úr þýðingunni og sýndar skyggnur frá sögusviði Ódysseifs. Erindið verður flutt á ensku. Veitingar Aðgangur ókeypis - allir velkomnir ______rihhiHih________ HEIMSBÓKMENNTAKLÚBBUR Máls & menningar Verslunin Bónus býður ódýrara Mackintosh en F & A FYRIR nokkru olli miklu fjaðra- foki þegar verslunin F&A bauð viðskiptavinum upp á ódýrara Machkintosh en fæst í fríhöfn- inni. Nú hefur Bónus náð samn- ingum við innflytjendurna Danól og selur konfektið í tveggja kílóa dósum 56 krónum ódýrara en F&A selur það núna eða á 1.587 krónur. Tveggja kílóa dós kost- aði í gær 1770 kr. í Fríhöfninni. Jóhannes Jónsson í Bónus segist nú hafa gert hagstæðan samning við innflytjanda og hafa keypt kon- fektið í mjög miklu magni. „Það skýrir hvemig ég get boðið við- skiptavinum konfektið á þessu verði.“ Breskt konfekt Að sögn innflytjandans sem er heildverslun Daníels Ólafssonar flytja þeir sælgætið inn frá Haiifax í Bretlandi en starfsemin flutti þangað frá Frakklandi. Innihald er svipað og það franska sem hingað til hefur verið til hér. Hinsvegar vantar 1-2 karamellur sem eftir áralangar rannsóknir var ákveðið að taka út og í staðinn eru tvær nýjar tegundir og sumir konfekt- molar hafa fengið nýtt útlit. Þetta er nákvæmlega sama kon- fekt og Friðrik G. Friðriksson hjá F&A er að flytja inn. Ætlar hann að lækka Mackinstoshið hjá sér? „Mér finnst móðgun við neytend- ur að geta á einni viku lækkað konfektdós um heilar 1000 krónur. Þeir hefðu getað selt á lægra verði fyrr en við erum ánægðir með að stuðla að lægra vöruverði. Ég tek ekki þátt í verðstríði sem er von- laust fyrirfram samanber litlu versl- anirnar á Akureyri. Að svo komnu lækka ég Mackintoshið ekki meira og sel það ekki undir kostnaðar- verði. Konfektið hefur lækkað um þúsund krónur Daglegt líf fékk konfektdósir frá F&A og Bónus og dagsetningin á konfektinu frá Bónus er 28.02.95 en hjá F&A var dagsetningin 01.05.94. Stimplarnir voru ekki eins að útliti. Dósirnar voru ekki alveg eins, dósin frá F&A var átthyrnd en sú frá Bónus kringlótt. Molarnir voru eins nema einungis var einn blár moli í allri Bónusdollunni. Verðið hefur lækkað mikið í öðr- um verslunum, hjá Nóatúni kostar núna 2ja kílóa dós 1.699 kr. Hjá Hagkaup var verðið í gær enn 2.595 kr. en hjá Fjarðarkaupum var verð- ið komið niður í 1.630 krónur. Tveggja kílóa dósir af Mackint- osh hafa semsagt lækkað um þús- und krónur á nokkrum vikum. a grg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.