Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Thurn und Taxis Signrður Þórir Sigurður Þórir Sigurðsson; Heilög stund. 1991. Myndlist Eiríkur Þorláksson í Listasafni ASÍ við Grensásveg hefur verið opnuð sýning á verk- um Sigurðar Þóris Sigurðssonar myndlistarmanns, en hann nefnir sýningu sína „Úr handraðanum", sem er vel við hæfi; hér getur að líta bæði málverk, vatnslitamynd- ir og teikningar listamannsins. Sýningarhald Sigurðar Þóris hef- ur verið jafnt og þétt í gegnum tíðina, en hann hélt stóra einka- sýningu í Norræna húsinu í febr- úar 1992 og í vor sem leið sýndi hann verk sín í Tilraunasalnum á Akureyri. Á sýningunni eru alls sextíu listaverk, pennateikningar, olíu- málverk, myndir unnar með gou- ache-litum og síðast en ekki síst vatnslitamyndir, en þetta mun í fyrsta sinn sem myndir í þeim miðli fá viðlíka rými á sýningu listamannsins. Þetta eru einkum verk sem hann hefur unnið á síð- ustu þremur árum, m.a. á þeim tíma sem hann dvaldi í Englandi. Viðfangsefni Sigurðar er sem fyrr einkum manneskjan í sínum Edensranni, þeim rómantíska sælureit þar sem illska raun- heimsins nær ekki til og hún get- ur verið ein með sínar hugleiðing- ar; fígúrurnar eru oftast án mik- illa tengsla við umhverfi sitt eða nokkuð annað í myndfletinum, heldur fljóta þær um í eigin óræð- um hugarheimi. Heildarsvipur sýningarinnar er þannig ekki ósvipaður því sem Sigurður hefur sýnt áður. Bak- grunnur myndanna virðist þó smám saman vera á fá meira vægi og á stöku stað víkur fígúr- an alveg fyrir honum („Tónaflóð", nr. 37). Ávextir og blómauppstill- ingar koma hér fram sem virkir þættir myndmálsins í „Stúlkan hvíta“ (nr. 23) og „í mánaskini“ (nr. 53), en svipuð þróun hefur átt sér stað í verkum Helga Þorg- ils Friðjónssonar síðustu ár. Einn- ig verða geómetrísk form stöðugt meira áberandi, en þau njóta sín einna best í vatnslitamyndunum. ímynd fígúrunnar er orðin all stöðluð í myndum Sigurðar og þannig notar hann sömu teikning- una í nokkrum verkum, t.d. „Sjáv- arbörn" (nr. 9) og „Á sólskins- strönd" (nr. 13) og síðan „Lífsf- ar“ (nr. 41) og „Far straumsins“ (nr. 48) án þess að síðari myndin bæti nokkru því við, sem skiptir máli; í þeim tilvikum hefði annað verkið nægt á sýningunni. Einnig vitnar hann stundum í klassíska list í myndum sínum, t.d. í „Náttú- rubörn" (nr. 5), án þess að það virðist hafa nokkra sérstaka merkingu. Sigurði tekst einna best upp, þar sem persónurnar eru lifandi og virkar, eins og í „Eftirvænting" (nr. 47), þar sem ísmeygilegur svipurinn er einkar sterkur, enda litirnir notaðir til meiri mótunar en almennt í olíumálverkunum. Einnig verður ljóst hér, að vatnslitirnir eiga vel við lista- manninn, og hann kann vel að nýta sér þá möguleika sem þeir bjóða, hvort sem er til hreinleika litanna í „Hugarburður" (nr. 18) eða einfaldleika útfærslunnar, sem birtist í „Tímaleysi" (nr. 39). Þessi miðill hentar vel þeim mjúku og ávölu ímyndum, sem einkenna myndheim Sigurðar; svipað má segja um gouaehe-litina, eins og sést í „Heilög stund" (nr. 15). Yfirskrift sýningarinnar kann að benda til að nú sé Sigurður Þórir að ljúka ákveðnum þætti á sínum listferli, leiða fram það sem leynst hefur á vinnustofunni áður en lengra er haldið. Þessi sýning er þannig viðbót við það sem lista- maðurinn hefur verið að vinna við undanfarin ár, en upphaf nýs kafla, sem þá er væntanlega skammt undan, hefur ekki enn komið í ljós. Sýning Sigurðar Þóris Sigurðs- sonar í Listasafni ASÍ við Grens- ásveg stendur til sunnudagsins 28. nóvember. Metaðsókn og metsala á uppboði í Þýskalandi ÞAÐ voru milli 20.000 og 30.000 manns víðs vegar úr heiminum sem sóttu uppboðið sem haldið var á eigum fjöl- skyldunnar í Regensburg sl. mánuð. Sigríður Ingvarsdóttir, fulltrúi Sotheby’s, sagði: „Það var ekki bara mikill fjöldi sem kom víðs vegar að úr heiminum heldur seld- ust hlutirnir mjög vel og fóru langt fram úr áætluðu mati. Algengt var að hlutir seldust á þrefalt til átt- falt hærra verði en upphaflegt mat sagði til um. Áætlað mat á skrifborði, uppboðsnúmer nr. 40, var 3.000-5.000 þýsk mörk, en seldist á 21.000 þýsk mörk og svona mætti lengi telja.“ Uppboðið fór á allan hátt langt fram úr væntingum manna bæði fyrir Thum und Taxis fjölskylduna og Sotheby’s. Það sem meira er, sjálfsagt veit hvert mannsbarn í Suður-Þýskalandi um tilvist Sotheby’s eftir þennan ánægju- lega atburð. Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykja- víkur í Bústaðakirkju KAMMERSVEIT Reykjavík- ur heldur aðra tónleika sína á þessum vetri n.k. sunnudag 21. nóvember í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni er verkið Quatu- or pour la fín du temps eða Kvart- ett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messia- en. í tilefni 20 ára starfsafmæælis Kammersveitarinnar verða í vetur eingöngu flutt verk sem áður hafa verið á efnisskrá tónleika hennar. Kvartett um endalok tímans var áður fluttur af Kammersveitinni í febrúarmánuði 1977 og var það frumflutningur verksins á ísiandi. Þetta verk er talið eitt athyglis- verðasta kammertónverk aldar- innar og samdi Messiaen það árið 1940 þegar hann dvaldi í fanga- búðum nasista í Görlitz. Verkið er samið fyrir fjögur hljóðfæri: fíðlu, klarinett, selló og píanó, en ástæðan fyrir þessari óvanalegu hljóðfæraskipan er sú að meðal samfanga Messiaens voru fíðlu- leikari, klarinettuleikari og selló- leikari. Verkið var frumflutt í fangabúðunum þ. 15. janúar 1941 af föngunum fjórum og lék Mess- iaen sjálfur á píanóið. Eins og flest verka Messiaen byggist þetta verk á sterkri trú- hneigð og friðarþrá tónskáldsins, en efnið sækir hannf Opinberunar- bók Jóhannesar. Flytjendur á tónleikunum á sunnudag verða Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Einar Jóhannesson, klarinettleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, sem öll teljast með okkar bestu listamönn- um í dag og eru vel þekkt fyrir flutning á kammertónlist. Píanó- leikarinn verður Gintautas Kevis- has frá Litháen, en hann er fram- kvæmdastjóri Fílharmóníunnar í Litháen og sem sá um tónleika fjölda íslendinga í Litháen 1991 og 1992. Miðasala verður við innganginn. -----*—*—*----- Námskeið um röddina fyr- ir söngvara NÁMSKEIÐ um röddina fyrir söngvara verður haldið laug- ardaginn 20. nóvember kl. 13-19. Á námskeiðinu verður m.a. fjall- að um byggingu og hlutverk bark- ans, tal- og öndunarfæra, ýmsa þætti raddbeitingar, helstu radd- vandamál, raddvernd og aðra hag- nýta þætti fyrir söngvara, t.d. mataræði, slökun o.fl. Nánari upplýsingar veitir Söng- skólinn í Reykjavík. Skáld hversdagslífsins Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Ingi Kristjánsson: SÓLDAGAR. Ljóðasafn. Helgi Sæmundsson bjó til pr. Hörpuút- gáfan, 1993. Ljóðasafn Guðmundar Inga er orðið mikið að vöxtum. Hann byrj- aði ungur að yrkja og hefur haldið á til þessa dags. í Sóldögum er endurútgáfa fimm bóka auk við- auka. Guðmundur Ingi er skáld hvers- dagslífsins. Ekkert íslenskt skáld hefur ort meira né betur um dag- leg störf bóndans. Hann dásamar bústörfin og hefur þau í æðra veldi líkt og Eggert forðum. Hann lof- syngur heilbrigt líf r skauti frið- sællar náttúru. Þekktasta sveita- lífskvæði hans, og það sem oftast hefur verið vitnað til, mun líkast til vera Þér hrútar. Það er einstakt í sinni röð. Sú var tíð að mönnum þótti nóg um að hann skyldi þéra þessa vini sína, hrútana. Kvæðið orti Guðmundur Ingi rösklega tví- tugur. Frá þeim tíma eru fleiri ljóð. Sum eru með nokkrum viðvanings- brag eins og Skólaspjaldið. En skáldið náði brátt fastari tökum á formi og efni. Guðmundur Ingi getur ort svo um óskáldlega hluti að úr verði skáldskapur, jafnvel góður skáldskapur. Eða hver annar gæti ort um bensín í þjóðlegri al- vöru án þess að gera bæði sig og skáldfákinn hjákátlegan? Fyrsta bók Guðmundar Inga kom út 1938. Þá hafði skáldið einn um þrítugt. Þar kom Guðmundur Ingi fram fullmótaður og vakti bókin verðskuldaða athygli. Þetta voru kreppuáraljóð en samt enginn kreppuskáldskapur. Guðmundur Ingi orti ekki um góða verkamann- inn og vonda auðvaldið eins og skáldin í þéttbýlinu. Eigi að síður mátti á stöku stað greina enduróm frá kalli tímans. Róttækir hug- sjónamenn kunnu t.d. vel að meta þetta: »Ég er öreiginn Guðmundur Ingi. / Ég er önfírskur bóndason.« En Guðmundur Ingi - þótt hann nefndi öreiga - fetaði ekki í spor neins. Rödd hans var í einu og öllu persónuleg, eins þótt greina mætti skyldleika við önnur skáld, Guðmundur Ingi Kristjánsson t.d. Dalamennina Stefán frá Hvítadal og Stein Steinarr. Því ekki verður séð að Guðmundur Ingi hafí tekið neitt eftir þeim. Hitt mun sönnu nær að skáld, sem eru að yrkja á sama tíma, miða oft til hins sama, ósjálfrátt! Tóninn liggur loftinu. Með tilkomu modernismans á fimmta áratugnum varð sérstaða Guðmundar Inga meira áberandi. Stemmingin fjarlægðist sveitalífið. Þeir, sem áráttu höfðu til flokkun- ar, tóku jafnvel að kenna kveðskap vestfírska bóndans við sósíalreal- isma sem þá var opinber bók- menntastefna í Sovét. Ef til vill var það nú sagt til að afsaka Sov- ét fremur en til að lyfta undir Önfirðinginn. Víst gat kveðskapur hans með bjartsýni sinni og framf- aratrú minnt á lofsöngva sovéskra skáldbræðra. Sá var þó reginmun- urinn að skáldin austur þar dásöm- uðu ríkjandi ástand vegna hræðslu og undirlægjuháttar en önfirski bóndasonurinn var frjáls ogengum háður, þjóðhollur maður og trúr sínu hlutskipti. Við endurlestur þessara ljóða skyldi fátt koma á óvart. Söm er sveitasælan, vinnugleðin og trúin á landið. Hitt mun ekki fjarri sanni að horft hafí verið framhjá ásta- ljóðum Guðmundar Inga. En þau eru vissulega með því hugtækasta sem eftir hann liggur. Eins og hans var von og vísa tengir hann ástina jafnan við skapandi athöfn og náttúrlega gróandi. Þannig verður ástin hluti af gildismati skáldsins, óður til falslausrar feg- urðar og heilnæms lífs. Sem dæmi má nefna kvæðin / ijarhúsi, sem er sannarlega einstakt fyrir margra hluta sakir, Heyskaparást, Hún kom í morgun, Stúlka, Ljóð mitt til þín og Þú varst lilja.. Raun- ar má bæta við kvæðinu Eiginkon- an í orlofi sem er kannski ekki eins tilfinningaríkt en í staðinn yljað með ágætum húmor. Þegar sá tími rann upp að form- bylting og atómskáldskapur gripi hugi ungkynslóðarinnar sam- kvæmt forskrift frá stórmeisturum heimslistarinnar gat naumast hjá því farið að kveðskapur Guðmund- ar Inga væri litinn homauga. Skáld varð þó að sýna að það hefði að minnsta kosti lesið Pound og Eli- ot! En Guðmundur Ingi þurfti ekk- ert á Pound og EJiot að halda til að geta ort. Ekki verður heldur séð, þegar horft er til baka, að sjónhringur hans hafi í sjálfu sér verið þrengri en hinna sem fetuðu í spor heimsfrægu skáldanna. Bóndinn átti reyndar eftir að ferðast til fjarlægra landa og skoða fleiri hliðar á heiminum, þar með taldar fommenjar suðrænna menn- ingarþjóða. Einnig þær urðu hon- um að yrkisefni, samanber kvæðin Delfí, Parþenon og Konungsgrafír Egifta. Sú reynsla turnaði þó hvergi til- fínningu sveitamannsins íslenska fyrir upprona sínum og æskustöðv- um. Heim kominn í »Dimmt loft / og drungalegt« kvað skáldið fagn- andi sem fyrr: »Ég á heima hér.« Þau orð tjá ef til vill best grunntón- inn í þessu ljóðasafni. Kvæði Guðmundar Inga eru ort með reglubundinni og taktfastri, en þó alla jafna rrvjúkri hrynjandi. Bragarháttur fellur jafnan að efni. I Sóldögum gefur að líta kveðskap skálds sem hlýddi ekki alltaf kalli tímans en þorði að vera hann sjálf- ur. Ekki verður bent á annað skáld íslenskt frá þessari öld sem lifað hafi sáttara við umhverfi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.