Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 15 í tiltölulega fámennum sveitar- félögum upplifir fólk sig sem félags- lega einingu innan sveitarmarkanna, deilir kjörum og unir ævidögum í fullri vitund um velferð hvers ann- ars, hag og hamingju. I sveitahreppum hafa menn mjög sterka vitund um sveit sína, sem þeir eru hluti af og rótfastir á. Þess vegna er það mörgum mikið tilfinn- ingamál ef leggja á hreppinn þeirra niður, kannski með valdboði að ofan eða vegna áróðurs og hótana þeirra, sem aldrei hafa nærri því komið að stjórna málefnum sveitahreppa og þekkja lítt eða ekki til þeirra mála. Stórfelld sameining sveitarfélaga hefur í för með sér miðstýringu og fámennisvald, íjarlægir valdið frá fólkinu og flytur það á miklu færri hendur en það er nú. Hótanir gegn sveitunum Félagsmálaráðuneytið hefur uppi hótanir í ræðu og riti gegn sveitun- um, að ef menn ekki samþykki að leggja hreppana niður og sameina öðrum, helst þéttbýli, þá skuli þeir hafa verra af og þá verði hrepparnir annars flokks sveitarfélög. Trúlega eru þessar hótanirí ætt við þann áróður, sem hafður hefur verið í frammi á þessu ári gegn íslenskum bændum, meðal annars í Ríkissjón- varpinu. Þar hafa verið lagðir harðir dómar á fortíð íslenskra bænda og þá, sem unað hafa ævidaga í hinum dreifðu byggðum landsins á liðnum öldum við sjó og í sveit. Það hefur verið gerð hörð hríð og afar óbilgjöm að íslenskri bændamenningu, sem þó hefur varðveitt íslenska tungu, móðurmálið góða, og skilað menn- ingararfi fortíðar í hendur nútíðar. Vonandi láta íslenskir sveitamenn ekki undan áróðri og hótunum þeirra, sem reiða til höggs gegn landbúnað- inum og sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarrétti sveitanna. Vonandi fá sveitahrepparnir enn að lifa sem sjálfstæðar einingar og vera í friði með sín mál og sína stjórnun. Flest- ir éru til þess bærir að stjórna málum sínum vel annaðhvort einir eða í sam- starfi við aðra. Öll sveitarfélög, bæði smá og stór, fjölmenn og fámenn, vilja vinna að hagsmunum, hamingju og velferð þegna sinna og eiga að fá frið og vald til þess. Höfundur er oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps. Kjósum með eftir Svem Þor Elinbergsson Laugardaginn 20. nóvember nk. skulu íbúar Olafsvíkur, Hellissands, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar kjósa um tillögu umdæmanefndar Vesturlands þess efnis að þessi sveitarfélög sameinist í eitt. Mjög brýnt er að við íbúarnir gerum okkur grein fyrir því hversu þýðingarmikil jákvæð niðurstaða þessarar kosningar verður fyrir alla mögulega framþróun þessara byggða. Að sama skapi yrði neikvæð niðurstaða kosningarinnar mikið skref aftur á bak og í raun heftir hún flesta möguleika þessa svæðis til bættrar stöðu í framtíðarskipu- lagi stjórnsýslu heima og heiman. Með sameiningu þessara byggða er fyrsta skrefið tekið í átt til mik- illa breytinga á opinberri stjóm- sýslu. Það em að mínu mati breyt- ingar til góða fyrir íbúana því í þeim felst m.a. að sveitarfélögunum er ætlað að taka við nýjum og fleiri verkefnum frá ríkinu; sjá um þau sjálf án valdboða annars staðar frá. Að sama skapi færast völd, ákvarð- anataka og fjárhagur til verkefna til okkar sjálfra og ógleymdri þeirri ábyrgð sem þeim fylgja. Þess eram við löngu umkomin að fá að ráða meiru sjálf um okkar hagi og ráð- stöfun fjármuna í okkar umhverfi. Það verður því styttra fyrir hinn almenna borgara að hafa áhrif og taka um leið nærtækari ábyrgð gagnvart öðram. Þessi verkefni sem sveitarfé- lögunum sjálfum er ætlað að taka við í bráð era rekstur grannskóla, öldranarþjónusta, heilsugæsla og málefni fatlaðra. Þannig færðust í raun völd frá ríki til sveitarfélaga. Um leið verða sveitarfélögunum færðir nýir og auknir tekjustofnar, m.a. með aukinni hlutdeild í stað- greiðslu skatta, framlögum úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga, auknum framlögum til þjónustuverkefna ásamt nýjum tekjustofnum. Samt sem áður má sjá af þessu að fleira þarf að koma til. Eftir því sem sveit- arfélög verða stærri og fjölmennari eru þau því betur í stakk búinn að taka við nýjum og fjölbreyttari verk- efnum á sviðum þjónustu við íbú- ana. Spyrji nú hver sjálafan sig hvort ekki sé rétt að vera innan slíks sveitarfélags meðan slíkar breyting- ar skipa sér fastan sess. Við viljum búa þar sem þjónusta er best á hveijum tíma því rekstur sveitarfé- laga er fyrir íbúana sem þar búa en ekki öfugt. Nú er því lag að hafa eitthvað um það að segja hvernig sveitarfélag okkar mun líta út í framtíðinni; hvar og í hvers konar sveitarfélagi við viljum lifa og starfa í. En sameining er eitt og tíminn eftir samþ'ykkta sameiningu annað. Við sjálf og þeir sveitarstjórnar- menn og konur sem við kjósum yfir okkur í komandi sveitarstjórnar- kosningum á næsta vori höfum öll vald til hversu vel muni til takast; hvemig málum verður við komið; hvar og hvemig þessari þjónustu eða hinni verður viðkomið svo best verði á kosið. Við hljótum að trúa því að sameinuð getum við gert betri hluti en sundrað hvert í sínu horni; leggjum kosti fólks og hverr- ar byggðar saman í eitt, þá verður útkoman góð. Sjálfsagt er hægt að finna sameiningunni margt til for- áttu. Til era mörg ágreiningsefnin sem gætu blindað fólki rétta sýn. En ég fullyrði að slík mál era öll yfirstígan- leg, þau eru til í dag og voru til í gær. Þau skipta hins vegar engu máli um framtíðina og möguleikana sem eru handan hornsins, möguleik- ar okkar allra í þessum sveitarfélög- um þegar horft er til lengri tíma. Það er það sem skiptir máli en ekki einhver dægurmál líðandi stundar sem skipta framtíðarbúsetu engu máli. í þessu sambandi minni ég á tilkomu nýja vegarins undir Ólafs- víkurenni, sem gjörbreytti öllum við- horfum í samstarfi og samneyti íbúa staðana. í mínum huga eru Olafsvík og Neshreppur ein heild í atvinnu- málum, verslun og þjórrustu. Til staðar eru farsæl samstarfsverk- efni, t.d. í heilsugæslu, rekstri fram- samemingu eftir sameiningu ef af henni verður. Sveinn Þór Elinbergsson „Nú er því lag að hafa eitthvað um það að segja hvemig sveitarfé- lag okkar mun líta út í framtíðinni; hvar og í hvers konar sveitarfé- lagi við viljum lifa og starfa.“ haldsdeildar Fjölbrautaskóla Vest- urlands o.s.frv. og önnur möguleg, t.d. við sorpeyðingu. Svo einhvað sé nefnt. Sameining sveitarfélag- anna er fyrst og fremst stjórnunar- legs eðlis, hver staður, hver sveit verður áfram á sínum stað. Samein- ing er fyrst og fremst um stjórn- sýslulega hluti, til hagræðingar, ein- földunar og sparnaðar auk þess sem hún styrkir nýtt stærra sveitarfélag inn á við jafnt sem út á við, það verður megnugra til stærri verka og betri í þágu íbúana. Gerum samt ekki lítið úr tilfinningalegum þætti sameiningar. Hann ber að virða, bæði fyrir og eftir kjördag. Hann er margur vandinn í næsta skrefí á En hann er í senn ögrandi og kræf- ur fyrir þá sem munu stýra nýju stærra sveitarfélagi en síðast en ekki síst skemmtilegur við mótun nýs samfélags. Það verk verður far- sælt ef hugur fylgir máli. Þessi sveitarfélög öll hafa sam- eiginlega sótt um að þetta mögulega nýja sveitarfélag verði svokallað „tilraunasveitarfélag". Það þýðir að á granni jákvæðrar niðurstöðu þann 20. nóvember aukast líkur til þess að svo geti orðið enda þótt mörg sveitarfélög hafí sótt um það sama en fá munu komast þar að. Eg met möguleika okkar þar góða. Það myndi auðvelda sameiningarfram- kvæmdina sjálfa því tilraunasveitar- félagi, sem sameinað hefur verið, verður gert til góða úr sameiginleg- um sjóðum, s.s. til samgöngubóta, sem í okkar tilviki er alger forsenda að sameining takist vel til. Ennfrem- ur auðveldar það sveitarfélögum að fá fjárframlög til þróunar og upp- byggingar þjónustu í heimahéraði, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á dögunum. Það er mikilvægt, ekki síst á hinum erfiðu samdráttartím- um sem nú ganga yfir. Gott sam- ferðarfólk! í sameiningu felst aukið lýðræði, hún færir okkur tækifæri til sóknar til eflingar og styrkingar okkar heimahéraða. Það hefur alltaf verið klárt í mínum huga að búseta okkar út á landsbyggðinni hefur alltaf byggst á trú okkar sjálfra á byggðarlögum okkar. Hitt er víst að þessi trú okkar eflist ef við verð- um samferða inn í framtíðina. Þar munum við sjálf ráða meiru en áður hvernig við viljum að búseta hér styrkist undir Jökli. Því verðum við sjalf að stíga fyrsta skrefið og sam- eina þessa kosti í einn öflugan til að takast á við þetta verkefni saman en ekki sundruð. Mætum öll á kjör- staði og segjum já við sameining- unni, - og framkvæmum hana með gagnkvæmu tilliti og virðingu til hvers annars eins og við viljum sjálf gera og höfum trú og getu til. Höfundur er bæjarfulltrúi og aðstoðarskólastjóri í Óiafsvík. Sameinaðir stöndum vér Pétur Friðriksson vatn kæmi heim á bæi hjá vinum mínum í Kjós og vegur kæmi úr Sundum og upp á Kjalarnes en ég er raunsær og bendi kjósendum á að láta ekki kaupa sig með loforðum sem harla lítið er á að treysta. Það er nöturleg tilhugsun að í höfuðborg- inni skuli sumir sveitarstjórnarmenn vera svo ákafir í að yfirtaka litlu nágrannasveitarfélögin að þeir beiti hvaða aðferðum sem er til að ná settu marki. Eða er það ef til vill nauðsynlegur þáttur í sameiningar- ferlinu að fóma Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi til að þagga niður raddir á landsbyggðinni sem krefjast þess að höfuðborgarbúar líti sér nær þegar talað er um sameiningu sveit- arfélaga í landinu? Höfuudur erfulltrúi í hreppsnefnd Kjalarneshrepps og situr í Umdæmanefnd höfuðborgarsvæðins. eftir Magnús Halldórsson Nú nálgast 20. nóvember óðfluga. Þá þarf að kjósa, setja í það minnsta kross við já eða nei. Ekki skila auðu, ekki sitja heima. Það ætti flestir að geta sameinast um nauðsyn þess að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Hvort það verður svo já eða nei er jafn misjafnt og mennirnir eru marg- ir í hinum 196 hreppum landsins. Öllum hreppum landsins er það í sjálfsvald sett hvort þeir vilja sam- einast öðrum hreppum eða ekki. Til að ítreka Iýðræðið er sveitarstjórn- um meinað að reka áróður í málinu og samstarfsnefndum sveitarfélaga falin kynningin og umfjöllun. Nefnd- irnar eru þverpólitískar og lýðræðis- lega til orðnar og lýsa vilja meiri- hluta Alþingis. Þær tillögur um sam- einingu sem fram eru komnar fá misjafnar undirtektir. í mjög fáum ef nokkrum sveitarfélögum eru við- ræður á milli þeirra um hvað raun- verulega eigi að sameinast. í rúmt ár og jafnvel Iengur hefur verið beð- ið eftir því að sveitarfélögin sem ætlað er að sameinast tækju upp viðræður og settu niður á blað um hvað ætti að sameinast. Nú hefur komið í ljós að fyrir þessar kosningar á ekkert að ræða það á milli sveitarfélaga um hvað á að sameinast. Það á að kjósa fyrst og spyija svo. Um hvað snúast þá þessar kosn- ingar raunverulega? Þær snúast meðal annars um tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga. Hlutur sveitarfélaga á íslandi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er að- eins 4,29%. A hinum Norðurlöndun- „Fyrir þessi smáu sveit- arfélög er það mjög al- varleg spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að segja já strax til að geta tekið við auknum verk- efnum frá ríkinu. Næsta spurning er enn alvarlegri, á fjármagn- ið að fylgja með verk- efnunum. Lítum á stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í þessu samhengi.“ um er þetta hlutfall 18,22% að með- altali. Þetta hlutfall er óeðlilega lágt og hárrétt hjá félagsmálaráðherra að þessu verður að breyta. Af 196 sveitarfélögum í landinu era 142 með innan við 500 íbúa og einhveijir tugir með innan við 100. Fyrir þessi smáu sveitarfélög er það mjög alvarleg spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að segja já strax til að geta tekið við auknum verkefn- um frá ríkinu. Næsta spurning er enn alvarlegri, á fjármagnið að fylgja með verkefnunum. Lítum á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þessu samhengi. í bæklingi útgefnum af samráðs- nefnd um sameiningu sveitarfélaga kemur fram: • Stórefla jöfnunarsjóð sveitarfé- laga á árunum 1995-98. •Auka tekjur og verkefni sveitar- félaga um 12-15 milljarða á ári. • Sameinuð sveitarfélög njóti for- gangs um fé til samgöngubóta. Kosningarnar 20. nóvember era fyrstu almennu kosningarnar um sameiningu sveitarfélaga. Verði til- laga um sameiningu felld en um- dæmanefnd telur að vilji íbúanna standi til annars konar sameiningar er henni heimilt að leggja fram nýj- ar tillögur fyrir 15. janúar 1994 og verður um þær kosið með sama hætti og áður.“ Að fækka sveitarfélögum úr 196 í 43 eins og tillögurnar gera ráð fyrir er gott markmið en tekur án efa einhver ár. Að stórefla jöfnunar- sjóð frá árinu 1995 er ávísun á fram- tíðina og sýnir að ekki liggur lífið á. Fögur orð og viljayfirlýsingar eru góðar svo langt sem þær ná. Sveitar- félög verða að setjast við samninga- borðið og ákveða um hvað á að sam- einast. Megin markmiðin með sameining- unni hafa líka verið kynnt í bækl- ingi samráðsnefndar: •Treysta byggð í landinu og efla stjórn heimamanna. •Auðvelda flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga. •Auka þjónustu við íbúana og gera sveitarfélögum betur kleift að takast á við núverandi og ný viðfangsefni. Tilvitnun lýkur. Akaflega háleit markmið sem íbú- ar utan stór-Reykjavíkur ættu að taka eftir og einnig þeir sem vilja búa á landsbyggðinni en hafa neyðst suður á mölina. Það er líka gott fyrir okkar yndis- legu þjóð að fólksstraumurinn haldi ekki áfram suður á mölina. íbúar hreppa þessa lands hafa sýnt að það er hægt að sameinast Magnús Halldórsson um margt eins og skólamál, málefni aldraðra, sorphirðu og veitumál án þess að hafi þurft að kjósa um það í landskosningum. Það er líka ljóst að í þessum kosningum er það alger- lega í hendi hvers og eins hver niður- staðan verður. Lýðræðislegra getur það ekki verið. Samstaðan er víða fyrir hendi en sveitarfélögin eiga eftir að setjast niður og semja um hvað eigi að sameinast. Heimildir: Bæklingar samráðs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga: 1) Sameining sveitarfélaga, 2) Sækjum styrk í sameiningu. Höfundur er iðnfræðingur og nemi í stjórnfræði við Háskólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.