Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 47 Minning Inger Marie Stiholt Fædd 1. janúar 1930 Dáin 28. september 1993 Esther S. Þorsteins dóttir — Minning Hún Inga er horfin yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. And- lát hennar kom engum á óvart sem til þekkti, því síðastliðin tvö og hálft ár háði hún af einstöku æðru- leysi glímu við þann sjúkdóm sem fáu eirir og nú hefir farið með sig- ur af hólmi. Inga gekk undir margar aðgerð- ir og ótal spítalalegur og það var aðdáunarvert hversu dugleg hún var, alltaf reis hún upp aftur og hvað eftir annað fór hún að vinna, þangað til síðastliðið ár. Inga fæddist á nýársdag árið 1930 í Volstrup á Norður-Jótlandi, næst yngsti sex barna hjónanna Nielsar og Madsine Stiholt. Faðir- inn var járnsmiður en móðirin gætti bús og barna. Hemám Þjóð- veija setti að sjálfsögðu sín mörk á æsku- og unglingsár Ingu. Ung réðst hún í vist á bóndabæ sem þótti sjálfsagt á þeim tímum. Er unglingaskólagöngu lauk voru hvorki efni né aðstæður til frekara náms enda þótti þá sjálfsagt að drengir færu í framhaldsnám, en stúlkur lærðu eitthvað til heimilis- halds, svo sem matreiðslu, hann- yrðir og þess háttar. Inga fór í læri á sjúkrahús og lærði sjúkra- þvott. Síðan vann hún við bæjar- sjúkrahúsið í Árósum fram undir þrítugt og var þá orðin aðstoðar- forstöðukona þar. Georg Lúðvíksson, sem var for- stjóri ríkisspítalanna hér um þetta leyti, var þá að leita að forstöðu- konu fyrir þvottahús Landspítal- ans, því að í þá daga voru engar íslenskar konur með þau réttindi sem krafist var. Ingu var boðið þetta starf og þáði hún það. Inga hafði ánægju af ferðalög- um og notaði gjarnan fríin sín í þau. Sumarið 1963 var hún í hring- ferð með Esjunni um landið og það varð örlagarík ferð, því að þar um borð kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, loftskeytamanninum Aðalsteini Guðnasyni. Um næstu jól gengu þau í hjón- band. Næsta vor hætti Inga að vinna úti og helgaði sig heimilis- störfum og barnauppeldi af þeirri alúð og dugnaði sem henni var áskapaður að hveiju sem hún gekk. Börnin hennar þurftu ekki að koma að mannlausu heimili meðan þau voru á unga aldri. Inga og Aðalsteinn bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttust í Kópavoginn 1970. Þau áttu léngst af heima í Fögrubrekku 22 og bar heimili þeirra gott vitni húsmóðurinni sem þar réð ríkjum. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru: Sig- ríður, fædd 1964, tölvufræðingur, sambýlismaður hennar er Sigþór Hilmisson rafeindavirki, þau eiga eina dóttur, Erlu Maríu; Guðni Níels, fæddur 1967, hagfræðingur, sambýliskona hans er Asta Þórar- insdóttir; Björn Óskar, fæddur 1969, háskólanemi. Er börnin voru komin vel á legg LEGSTEINAR Dæmi 35.000 51.000 um afsláttarverð_________- 3.SQ0 - 5.100 31.500 45.900 Flutnlngskostnaður Innllallnn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fálð myndalistann okkar. aTFa STKIIVN 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977. fór Inga að vinna úti, síðustu árin við þrif í Kópavogsskóla. Þar unn- um við saman. Hún var góð í við- kynningu, þrifin, verklagin og sér- lega samviskusöm, ákaflega hrein og bein og hikaði ekki við að segja meiningu sína, þegar henni þótti það við eiga. Inga var bæði fróð og minnug og vel heima í flestu. Við ræddum ekki trúmál, en ég er samt viss um að hún hafði sína trú fyrir sig og svo framarlega að líf er að loknu þessu, sem sem við vonum öll, þá er ég viss um að Inga er farin að taka til hendinni einhvers staðar einhveijum til góðs. Það gefur augaleið að sjómanns- konan sem átti mann sinn á frakt- skipum úti á sjó langtímum sam- an, þurfti að sjá um börn og heim- ili í fjarveru hans, v’arð að vera dugleg og útsjónarsöm á flestan hátt. Þessar skyldur rækti Inga með prýði og var ekki með neitt víl eða vol. Það skein einn bjartur sólar- geisli á þessum erfiða veikindatíma Ingu, það var litla ömmustelpan hennar og sorglegt var að þær fengu ekki lengri tíma saman. Þótt Inga aðlagaðist vel búsetu á íslandi, hélt hún alltaf góðu sam- bandi við systkini sín í Danmörku og nú síðast, þá orðin helsjúk, þáði hún boð bróður síns um að fara til Mallorka til hvíldar og hressingar. Þaðan kom hún til Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Ég sit með kertaljós fyrir framan mig og horfi í logann. Minningarnar líða um huga minn, minningar um hana Gunnu mína. Mig langar til þess að festa fáeinar þeirra á blað. Hún hét fullu nafni Guðrún Ág- ústsdóttir og var fædd í Norðfirði 25. september 1926. Hún lést snögg- lega 20. október á leið heim, eftir góða samveru með vinnufélögum að afloknum sláturhússtörfum. En í sláturhúsi hafði hún unnið þetta haust sem og mörg önnur. Hún var jarðsungin 29. október síðastliðinn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ að viðstöddu miklu fjöl- menni. Það eru nú rúm 30 ár síðan ég kynntist Gunnu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún fluttist þá með fjölskyldu sinni að Másstöðum í Innri-Akraneshreppi. Fjölskyidan var eiginmaðurinn Gunnar Nikulás- son, ungur sonur þeirra, Guðmundur Ágúst, og dætur hennar, tvíbura- systurnar Helga og Margrét Gísla- dætur sem eru jafnöldrur mínar, rétt innan við fermingu. Síðar bætt- ust tvö önnur börn í hópinn, þau Guðbjörg og Gísli Rúnar Már. Á Másstöðum var mér tekið opnum örmum og varð ég þar nánast hei- magangur öll mín unglingsár. Við Helgu og Möggu tengdist ég vináttu- böndum sem haldið hafa óslitið síð- an, en ekki bara við þær heldur líka við mömmu þeirra og Gunna. Þau Gunna og Gunni voru einstaklega samhent hjón og hamingjusöm alla tíð. Gunna var mjög frændrækin og lét sér ákaflega annt um frændfólk sitt og fjölskyldur þess. Mér er það í minni að svo oft hafði hún sagt mér frá og lýst fyrir mér móðursyst- ur sínum í Hafnarfirði, að þær stóðu mér ljóslifandi fyrir sjónum löngu áður en ég sá þær og mér fannst ég hafa þekkt þær lengi. Já, oft var setið og spjallað og helgið við eldhúsborðið á Másstöðum Danmerkur og andaðist í faðmi eftirlifandi systkina hinn 28. sept- ember síðastliðinn. Inga hafði alltaf sterkar taugar til síns föðurlands og óskaði að fá að hvíla í danskri mold. Hún hvílir nú í grafreit ættar sinnar í kirkju- garðinum í Volstrup hjá foreldrum sínum, afa og ömmu og systur, sem lést úr sama sjúkdómi fyrir ári. Bráðlega mun blágrýtissteinn frá Islandi bætast í þann garð, hinsta kveðja og þökk frá eiginmanni og börnum hér heima sem hún helg- aði líf sitt. Ég kveð Ingu með þökk og virð- ingu og ósk um velfarnað á ókunn- um slóðum. Guð blessi minningu hennar. Börnum hennar og eigin- manni votta ég samúð mína. Ragna S. Gunnarsdóttir. og málin rædd í gamansömum tón. Þau Gunna og Gunni voru afskap- lega gestrisin og góð heim að sækja. Gunna hafði þennan dillandi hlátur sem maður smitaðist af. Hún hafði ákaflega gaman af léttri tónlist og kunni ógrynnin öll af gömlum dæg- urlögum. Oft kenndi hún okkur vin- konunum lög og texta, sem við sung- um síðan saman og Helga spilaði undir á gítarinn. Ég minnist líka sunnudagsbíltúr- anna sem mér var boðið í með fjöl- skyldunni, á rússajeppanum hans Gunna. Var þá gjarnan skroppið inn að Brekku, á heimaslóðir Gunnu. Hún var mikil móðir barnanna sinna, síhugsandi um velferð þeirra, ekki allt of eftirlát, en ól þau upp við aga sem öllum börnum er nauðsynlegur. Mikið og gott samband var með Gunnu og þeim eftir að þau fluttust að heiman og barnabörnin sóttu' Margir þeirra sem nú eru komnir á efri ár eiga bernskuminningar sín- ar úr dreifbýlinu. Var þá öðruvísi umhorfs í sveitum landsins en nú og voru heimili víða mannmörg. Einn þeirra manna er ólst upp á slíku heimili snemma á öldinni var Sigurður J. Sigurðsson á Skamm- beinsstöðum. Hann fæddist 1. ágúst 1911, sjöunda barn þeirra hjóna, Guðríðar Þorsteinsdóttur og Sigurð- ar Jakobssonar, sem lést um það leyti er Sigurður fæddist. Stóð þá Guðríður ein uppi með barnahópinn. Nokkru síðar kom á heimilið góður maður, Árni Guðmundsson, ættaður af Rangárvöllum, sem stjórnaði bú- inu um næstum Uittugu ára skeið. Þau Guðríður og Árni eignuðust einn son, Guðmund. Einnig ólu þau upp fósturson, Benedikt. Það var ekki lítið verk að koma börnunum öllu, níu talsins, vel til manns á þessum krepputímum. Fædd 15. apríl 1926 Dáin 26. október 1993 Nú í byijun vetrar var maðurinn með ljáinn á ferðinni, fyrir valinu varð að þessu sinni hún Esther vin- kona mín. Esther Svanlaug hét hún fullu nafni, fædd í Reykjavík hinn 15. apríl 1926. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Guðjónsson og María Hró- mundsdóttir. Kynni mín af Esther urðu fyrst, þegar sonardóttir hennar og nafna, hún Esther mágkona mín, bað mig að fara með pakka til ömmu sinnar. Mér var tekið með alúð á Lauga- veginum, boðið inn í kaffi og pönnu- kökur. Síðan var setið og spjallað eins og við.hefðum lengi þekkst. Mér er víst alveg óhætt að segja það að Esther vát einhver sú besta manneskja sem ég hef kynnst, án þess að ég hafi mikið umgengist vont fólk um dagana. Glaðlyndi hennar og hjartahlýja var svo ein- stök. Aldrei kom ég til hennar öðru vísi en að hún væri með einhveijar hann- yrðir, því að hún var snillingur í höndunum, hvort heldur sem var saumaskapur hvers konar eða listi- lega pijónaðar lopapeysur sem hún seldi til að drýgja lífeyrinn sinn. Tvisvar á ævinni fór Esther til útlanda, í fyrrasumar til Kanada að heimsækja Maríu dóttur sína sem er þar í framhaldsnámi. Sú ferð var henni ógleymanleg ekki síður en mikið til ömmu sinnar. Langömmu- börnin eru enn svo ung að þau fá ekki að kynnast langömmu sinni, því miður. Trúlega hefur Gunna ekki alltaf verið ánægð með öll uppátæki okkar stelpnanna, en aldrei man ég eftir að við yrðum ósáttar. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var kjarkgóð, föst fyrir og stóð á rétti sínum, ef henni fannst á sig eða sína hallað. Eflaust hefur hún átt sínar erfiðu stundir eins og við eigum öll ein- hvern tímann. Hún var ákaflega trygg og trú vinum sínum. Þegar ég átti börnin mín færði hún mér sængurgjafir og þá gjarnan eitthvað sem hún sjálf hafði unnið, því að hún var mjög lagin í höndunum. Hún bauð mér og fjölskyldu minni í ferm- ingarveislur yngri barna sinna og þegar kom að fermingu hjá mér voru Gunna og Gunni sjálfsagðir gestir í veisluna. Á öllum stærri af- mælum mínum kom gjöf frá Más- stöðum. Þannig var Gunna. Hún hafði afskaplega gaman af því að ferðast um landið sitt, og fóru þau hjónin með tjald og viðlegu- búnað í margar ferðir hér inn- anlands. Sjálfsögð ferð, ég held á hveiju sumri, var að fara og tjalda á Þingvöllum. Þar hittum við hjónin Um 1940 tók Sigurður við búinu á Skammbeinsstöðum ásamt systur sinni, Margréti. Hann byggði upp öll hús á jörðinni, þar á meðal stórt íbúðarhús. Hann ræktaði mikið og var jafnan vel birgur með fóður fyr- ir bústofninn. Félagsmálamaður var hann mikill og jafnan hrókur alls fagnaðar, er menn komu saman til skemmtanahalds. Hann var formað- ur skólanefndar í Holtahreppi í mörg ár og áhugamaður um velferð skól- ans. Hann gaf t.d. umtalsverða fjár- upphæð til töluvkaupa fyrir skólann á Laugalandi. Frá því um 1950 var starfræktur barnaskóli á Skamm- beinsstöðum um nokkurra ára skeið og eiga áreiðanlega margir góðar minningar frá þeim dögum, því þar ríkti ávallt gleði, ásamt öruggri stjórn og traustri umsjón með börn- unum. Sigurður hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist hann töluvert utanlands Englandsferðin fyrir nokkrum árum. Ljóminn í augum hennar, þegar hún var að rifja upp ferðirnar og frásagn- argleði hennar var slík að ferðasög- urnar urðu ljóslifandi fyrir mér. I janúar síðastliðnum fótbrotnaði Esther, en þau veikindi eins og önn- ur bar hún með stakri þolinmæði og jafnaðargeði. Undir vorið sagði hún mér með svo mikilli gleði að nú yrði Mæja hennar heima hjá henni hluta úr sumrinu. Tilhlökkunin var mikil og •* þess beðið með eftirvæntingu að dóttirin kæmi heim, enda miklir kærleikar þeirra á milli. Esther bar mikla umhyggju fyrir ijölskyldu sinni og spurði mig alltaf frétta af okkar sameiginlegu fjöl- skyldu fyrir norðan. Hún var líka ánægð þegar nafna hennar kom í heimsókn í sumar með börnin. Þá var María nýkomin heim og glatt á hjalla í-átofunni á Lauga- veginum. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki oftar að hitta Esther hérna megin og njóta glaðlyndis hennar og hjartahlýju og spjalla um allt mögulegt yfir kaffibolla. Börnum hennar, barnabörnum, barnabarnabörnum, systkinum og öðrum sem um sárt eiga að binda, vil ég senda mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Estherar Svanlaugar Þorsteinsdóttur. Sveinn V. Jónasson. og krakkarnir okkar þau oftar en einu sinni. Þá fannst krökkunum sport í því að heimsækja þau í tjald- ið og fá góðgæti, því að slíkar mót- ** tökur þekktu þau frá komum sínum að Másstöðum. Á seinni árum hefur veraldarvaf- strið komið í veg fyrir að ég kæmi eins oft að Másstöðum og ég hefði viljað. Það er stutt síðan ég ók þar framhjá og hugsaði með mér: „Ég þarf að fara að heimsækja Gunnu.“ En nú er það of seint. Mennirnir álykta en Guð ræður. Það er svo ótrúlegt að ég skuli aldrei aftur eiga eftir að mæta henni veifandi og bros- andi í bílnum með Gunna á Innesveg- inum. Ég trúi því að allt hafi sinn tilgang og ég veit að Gunnu minni hafa verið ætluð önnur störf á öðrum stað. Þangað til við hittumst þar ætla ég að geyma allar góðu minn- ingarnar um hana. Elsku Gunni, Helga, Magga, Gústi, Guðbjörg, Gísli og fjölskyldur ykkar. Ég og fjölskylda mín biðjum algóðan Guð að vera hjá ykkur og biðjum þess einnig að þið geymið minningar um góða konu. Við send- um líka einlægar samúðarkveðjur heim að Brekku. Guð geymi ykkur öll. Ragnheiður. og innan. Á seinni árum tók heilsan að láta undan síga. Lét hann þá jörð- ina í hendur bróðursyni sínum og fluttist sjálfur að Hellu í hús sem hann kom sér upp þar. Síðar fluttist hann í dvalarheimilið Lund á Hellu. Hann lést í sjúkrahúsi Suðurlands 4. október sl. Það var jafnan gaman að koma til Möggu og Sigga meðan þau bjuggu á Skammbeinsstöðum. Á sumrin voru systurbörnin þar og var þá oft glatt á hjalla. Systkinin voru samhent um að taka vel á moti öllum sem að garði bar. Mér eru efst í huga einlægar þakkir til Sigurðar nú er leiðir skilja og vil ég þakka honum öll samskipti sem aldrei bar neinn skugga á. Heilsu minni er þannig farið að ég treysti mér ekki til að fylgja hon- um síðasta spölinn. Því set ég þessi fáu orð á blað. Norska stórskáldið Björnsterne Björnsson sagði einhveiju sinni: „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs veg- ir.“ Sigurður á Skammbeinsstöðum gekk slíkan veg. Með þessum orðum vil ég kveðja vin minn með hjartans þökk frá fyrstu tíð. M.G. Guðrún Agústs- dóttir - Minning Fædd 25. september 1926 Dáin 20. október 1993 Sigurður J. Sigurðs son - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.