Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Marinó Astvaldur Jónsson - Minning Fæddur 4. september 1917 Dáinn 21. október 1993 Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Marinó Jónsson, en hann lést 21. október sl. og var jarðaður í kyrrþey, að ósk hans. Marinó var uppeldisbróðir föður míns, en kynni mín af honum hóf- ust mest eftir að ég fluttist til Reykjavíkur. Hann fór þá að koma í heimsókn til okkar og hélt alla tíð síðan reglulegu sambandi við okkur Ijölskylduna. Malli, eins og við kölluðum hann alltaf, var ekki allra, eins og oft er sagt, en í vinahópi var hann glettinn og spaugsamur. Hann vildi vera sjálfum sér nógur, var hjálp- samur og greiðvikinn þegar til hans- var leitað. Eg minnist þess þegar ég var að fara norður í land, ein á bflnum með krakkana litla, að Malli kom og yfirfór allan bflinn til að tryggja að allt færi nú vel. Hann lagði mikla áherslu á að ég færi ekki yfír 80 km hraða, þá væri ég alltaf viðbúin að mæta óvæntum uppákomum í akstrinum. Ég hef alltaf minnst þessara orða Malla þegar ég hef síðan átt leið út á land. Við minnumst aðfangadags- kvöldanna sem Malli eyddi með okkur ijölskyldunni. Þá var hann í essinu sínu og átti þá jafnvel til að yrkja vísur og herma eftir hin- um ýmsu persónum. Hann var mjög vel lesinn og átti gott safn bóka, og hlustaði mikið á útvarp. Malli þoldi ekki yfírborðsmennsku og snobb, slíkt var honum ekki að skapi. Hann var frekar einrænn og kaus að leysa sjálfur öll sín vandamál. Síðustu árin bjó Malli á sambýli á Fálkagötu 28, þar sem honum leið vel. Það var ekki síst að þakka hinum ágætu ráðskonum, sem heita báðar Alda, sem önnuðust frábærlega um hann þar á heimil- inu. Ég var vön að hringja eða heimsækja Malla alltaf öðru hvoru. Ef leið óvanalega langur tími á milli heimsókna lét Malli ráðskon- una hringja til mín og athuga hvort ég færi nú ekki að láta sjá mig. Síðustu árin átti Malli við mikil veikindi að stríða og var orðinn blindur og þurfti þess vegna mikla umönnun. Hann þurfti af og til að leggjast inn á sjúkrahús, en það var það versta sem hann gat hugs- að sér og vildi helst af öllu vera heima á Fálkagötunni. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauáu friðinn, og allt er orðið rótt Nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er C-uðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. (Vald. Briem) Við fjölskyldan í Álftamýri 59 minnumst þín, og hafír þú þökk fýrir allt. Syni Marinós, Inga, send- um við okkar samúðarkveðjur. Erla Kristófersdóttir. Marinó var fæddur á Kollafossi í Miðfírði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjöm Þorláksson og Anna Sigrún Sigurðardóttir, af Stapaætt á Vatnsnesi, afkomandi Sesselju Hannesdóttur í fjórða lið; er sú ætt geysifjölmenn. Móðir Jóns Þorlákssonar, Rósa, var dótt- ir Níelsar sterka Þórðarsonar á Sigríðarstöðum og konu hans, Ingigerðar Bjamadóttur frá Bjargi í Miðfírði. Níels var orðlagður vinnuvíkingur. Jón Þorláksson líktist afa sínum að hreysti og vinnuþreki. Samt varð það hlutskipti hans að vera fátækur vinnumaður á annarra búum og draumur um sjálfábúð á eigin jarðnæði rættist ekki. Þau Jón og Anna eignuðust níu böm, tvær dætur og sjö syni. Nokkur þeirra vom tekin í fóstur um lengri eða skemmri tíma, þeirra á meðal Marinó, sem fór hálfs mánaðar gamall að Fremri-Fitjum í Miðfírði til sómahjónanna Þuríðar Jóhann- esdóttur og Jóhannesar Kristófers- sonar. Á Fremri-Fitjum ólst Marinó upp við mikla umhyggju fósturfor- eldra og bama þeirra. Árið 1933 fór hann frá Fremri-Fitjum að Syðra-Langholti í Hmnamanna- hreppi til fóstursystur sinnar, Önnu Jóhannesdóttur, og manns hennar, Sigmundar Sigurðssonar bónda þar. Þar dvaldist hann að mestu um þriggja ára skeið en fór þá norður í Miðfjörð og var þar næstu fjögur árin á ýmsum bæjum, lengst á Fremri-Fitjum og Áðal- bóli. Aftur lá leiðin suður og nú að Álafossi þar sem Marinó var í nokkur ár. Síðar vann hann mörg ár á bifreiðaverkstæðum, meðal annarra Jötni, og síðast hjá vélam- iðstöð Reykjavíkurborgar. Þess utan var hann eitt sumar með skurðgröfu í Kirkjuhvammshreppi ásamt Jónatan Daníelssyni frá Bjargshóli, eitt sumar í girðingar- vinnu á Amarvatnsheiði undir verkstjóm Guðmundar fósturbróð- ur síns og um 1960 fór hann einn túr sem smytjari á nýjum togara, Fylki frá Reykjavík, sem veiddi á Nýfundnalandsmiðum. Marinó taldi sig ekki nógu sjóhraustan til að stunda vinnu á sjó og hætti þess vegna. Af framangreindu má sjá að Marinó hefur víða tekið til höndum, enda bráðlaginn og vandvirkur og lét aldrei frá sér óvandaða vinnu, hvort sem um var að ræða skurð- gröft eða nákvæmnisvinnu eins vélaviðgerðir ýmiss konar; allt var þetta gert af þeirri snyrtimennsku og þrifnaði sem einkenndi störf hans á vinnustað og einnig á heim- ili hans, hvar sem það var. Marinó var hár maður í vexti, fremur grannur og holdskarþur hin síðari ár. Hann hafði geysiþykkt dökkrautt hár á æskuámm en missti það frekar ungur. Hann var dökkgráeygur og freknóttur, svip- urinn hreinn og glaðlegur og lýsti góðri greind. Hann var skapstór og lét ekki hlut sinn ef í brýnu sló og gat þá orðið nokkuð stórorður en hann var líka sáttfús og við- kvæmur í lund og fann til með lítil- magnanum. Mér virtist þessi hijúfí skrápur, sem hann brynjaði sig með allajafna, vera til vamar við- kvæmni hans innra manns. Marinó virtist vera einfari en hann var félagslyndur og kunni vel að meta heimsins lystisemdir í hópi kunningja og vina. Það gladdi hann mjög þegar fyrrum vinnufé- lagar hans á Álafossi sendu honum þakkarskjal fyrir vel unnin störf í þágu skemmtifélags þeirra Ála- fossmanna, en þar var Marinó rit- ari í stjóm félagsins og lét þá stundum fljóta með gamanvísur um félaga sína, sem undu því vel og þökkuðu fyrir áratugum síðar. Marinó minntist oft vina sinna frá bernskutíð og alla tíð síðan. Þar bar hæst þá Bjargshólsbræð- ur, Hreggvið og Þóri Daníelssyni, og Jónatan kennara og Benedikt ættfræðing, Jakobssyni. Þá minnt- ist hann fósturforeldra sinna og barna þeirra ávallt með þakklátum huga. Marinó kvæntist ekki en átti einn son, Inga Jóhann að nafni, með æskuunnustu sinni, Ólöfu Jó- hannsdóttur, og fylgja þau honum bæði ásamt vinum hans síðasta spölinn á jörðu hér. Blessuð sé minning hans. J.B. Krislján Þorvarðsson læknir - Minning Mánudaginn 8. nóvember síð- astliðinn lést í Reykjavík föður- bróðir minn, Kristján Þorvarðsson læknir, af völdum kransæðastíflu eftir u.þ.b. sólarhringsveikindi. Lát hans bar fremur óvænt að garði þar sem hann hafði verið við góða líkamlega heilsu. Með honum er genginn hinn mætasti maður og samviskusamur og vandvirkur læknir. Kristján fæddist að Víðihóli á Hólsfjöllum 19. ágúst 1904. For- eldrar hans voru Þorvarður Þor- varðsson, f. 1. nóv. 1863, d. 9. apríl 1948, prestur í Fjallaþingum, og kona hans Andrea Elísabet Þorvarðsdóttir, f. 7. mars 1874, d. 16. okt. 1929, frá Litlu-Sandvík í Flóa. Alls voru systkinin sjö en nú er aðeins eftir á lífí Jón, fyrrum sóknarprestur, faðir undirritaðs, f. 10. nóv. 1906. Hin systkinin voru: Þorvarður, f. 9. júní 1901, d. 8. mars 1984, aðalféhirðir Landsbankans og síðar Seðla- bankans, Hjörtur, f. 16. nóv. 1902, d. 31. mars 1984, verslunarmaður í Vík, Valgerður, f. 6. okt. 1908, d. 16. nóv. 1975, húsmóðir í Reykjavík, Þórður, f. 5. jan. 1910, d. 8. ágúst 1930, var við nám í húsgagnasmíði þegar hann lést, Svanhildur, f. 14. apríl 1912, d. 7. júlí 1988, húsmóðir í Reykjavík, og Sigurgeir, f. 5. ágúst 1913, d. 2. júní 1924. Arið 1907 fluttist Kristján með foreldrum sínum suður í Mýrdal þar sem séra Þorvarður hafði fengið veitingu fyrir Mýrdalsþin- gaprestakalli. Prestsetrið var fyrst að Norður-Hvammi en 1911 flytj- ast þau til Víkur. Þar ólst Kristján upp í stórum systkinahópi við nám og störf. Nokkur sumur var hann hjá sæmdarhjónunum Einari Þor- steinssyni og Halldóru Gunnars- dóttur á Skammadalshóli. Mjög vel fór á með þeim Kristjáni og Einari syni hjónanna. Höfðu báðir áhuga á náítúrufræði en Einar varð síðar mikils metinn vegna athugana á náttúrufræði Mýrdals og sögu Kötlugosa. Þrátt fyrir lítil efni tókst séra Þorvarði að koma nokkrum barna sinna til mennta en einnig var að þakka þeirra eigin dugnaði við að afla sér tekna. Kristján var nokkur sumur á togara sem kyndari og síðar síldarmatsmaður á Siglufírði meðan á námi stóð. Eftir stúdentspróf hóf hann læknanám og lauk embættisprófi 1935. Eftir störf sem kandídat og héraðslæknir hélt hann til Dan- merkur vorið 1937 til framhalds- náms en hann hafði valið sér tauga- og geðlækningar sem sér- grein. Hann starfaði síðan á geð- og taugadeildum sjúkrahúsa allt til loka heimsstyijaldarinnar síðari og aflaði sér staðgóðrar þekkingar í sérgrein sinni. Hann fékk al- mennt lækningaleyfí 25. janúar 1939 og var viðurkenndur sér- fræðingur í tauga- og geðsjúk- dómum 6. desember 1945. Talsvert mun hafa verið hart í ári hjá mörgum í Danmörku með- an á styijöldinni stóð, en allt bjargaðist þó vel hjá Kristjáni og fjölskyldu hans. Stríðið seinkaði því að hann kæmist heim, en í nóvember 1945 fluttist hann með fjölskyldunni til íslands og settist að í Reykjavík. Eftir heimkomuna hófst hann þegar handa við lækn- ingar, bæði geð- og taugalækning- ar auk þess sem hann stundaði heimilislækningar. Var praxís hans stór 0g hann mun hafa verið vel liðinn og eftirsóttur. Hann var einn þeirra sem lögðu inn á nýjar brautir í meðferð geðsjúkdóma meðal annars með notkun ra- flækninga. Auk þessara starfa voru honum falin ýmis önnur störf að lækningum: Hann var trún- aðarlæknir Reykjavíkurborgar um geðsjúkdóma og jafnframt læknir við Amarholtshæli í mörg ár. Læknir við áfengisvamastöð Reykjavíkur 1953-1963. Læknir við Skálatúnsheimilið um nokk- urra ára skeið. Yfirlæknir tauga- og geðsjúkdómadeildar farsótta- hússins í Reykjavík 1956-68. Trúnaðarlæknir í tauga- og geð- lækningum hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkur. Meðferð áfengis- sjúklinga var honum áhugamál. Hann átti afar gott með að umgangast fólk, var glaður í bragði og sló oft á léttari strengi og var aufúsugestur þar sem hann kom. Hann var reglusamur og góður heimilisfaðir, hafði yndi af tónlist og sótti tónleika talsvert. Einnig stundaði hann nokkuð veiðiskap á yngri árum sér til ánægju. Hann var félagslyndur og átti sæti í stjórnum ýmissa félaga- samtaka svo sem Geðlæknafélags- ins, Barnavemdar Reykjavíkur, Vetrarhjálparinnar og Samtökum lækna og presta. Árið 1935 kvæntist hann Jó- hönnu Elíasdóttur, f. 7. desember 1910, frá Bolungarvík, hinni mæt- ustu konu, sem lifir mann sinn. Börn þeirra eru: Andrea Elísabet, f. 1. júní 1936, meinatæknir í Reykjavík; Margrét, fædd 9. júní 1941, húsmóðir og umboðsmaður Flugleiða í Bolungarvík. Hennar maður er Jón Friðgeir Einarsson framkvæmdastjóri og er sonur þeirra Kristján; Bragi, fæddur 8. janúar 1945, lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins í Reykjavík. Eiginkona hans er Bjamfríður Árnadóttir fulltrúi í Landsbankanum. Dætur þeirra em Jóhanna Margrét og Berglind Björk; Sjöfn, fædd 4. júlí 1951, læknir í Reykjavík. Nú er tími Kristjáns í þessu lífi útmnninn. Hann hefur lokið störf- um sínum og lagt upp í sína hinstu för. Vafalítið munu ýmsir fyrrum sjúklingar hans hugsa til hans með hlýju og þakklæti. Hans verður saknað af fjölskyldu og skyld- mennum, en eftir lifír björt minn- ingin sem mun veita okkur gleði þegar okkur verður hugsað til hans. Ólafur Jónsson. Kristján Þorvarðsson læknir lést 8. nóvember sl. á nítugasta aldurs- ári. Þar lauk löngum og farsælum ævidegi góðs og merks manns. Að kveðja er alltaf sárt, jafnvel þó að sá sem kvaddur er hafi lifað lengi og skilað dijúgu dagsverki. Árið 1974 kynntumst við Krist- ján, en 6. apríl það ár giftust Margrét dóttir hans 0g Jón Frið- geir faðir okkar. Það var okkur öllum mikill hamingjudagur, og upp frá því reyndust Kristján og Jóhanna kona hans okkur alltaf einstaklega vel, reyndar sem besti afí og amma. Minning Heimili þeirra á Grenimel 30 er einstakt, þangað er alltaf gott að koma, og okkur tekið fagnandi af mikilli gestrisni en ekki síður með mikilli hlýju og alúð. Her- bergi Kristjáns er hlaðið bókum um alla veggi og það eru lesnar bækur. Kristján las mjög mikið og varla sást hann öðruvísi en með bók sér við hönd. Alltaf var gaman að spjalla við hann um alla heima. og geima, en Kristján vissi 'ótrúlegustu hluti, hafði áhuga á öllu sem viðkom lífínu og tilver- unni, og kunni ótrúlegan fjölda af vísum. Einnig var hann mikill málamaður og talaði og kunni skil á mörgum tungumálum. Krist- ján var einstaklega ljúfur, hógvær og réttsýnn maður. Hann hafði góða kímnigáfu og sagði skemmti- lega frá. Margs er að minnast þegar að kveðjustund er komið, en efst í huga okkar er þakklætið fyrir alla þá hjartahlýju og áhuga sem Krist- ján sýndi okkur alla tíð. Blessuð sé minning góðs drengs, Kristjáns Þorvarðssonar læknis. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænastund. Ég legg sem bamið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs- og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðm. Geirdal.) Margrét, Einar Þór og Ásgeir Þór. Jakobína Bjamadóttir Ég fékk upphringingu sunnu- daginn 7. nóvember, var það dótt- ir Jakobínu Bjamadóttur, hún Inga Valdís, að tilkynna mér lát móður sinnar Bínu eins og hún var alltaf kölluð. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa gefið henni hvíldina. Það var alltaf gaman að koma á Vesturvallagötuna til Bínu og Palla. Hún átti alltaf nóg að borða handa öllum. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð uppi með minn bamahóp og átti hvergi heima, þá áttu Bína og Palli stórt hjarta og þau buðu mér að vera á meðan ég fengi húsnæði. Það var ekki stærsta plássið sem þau áttu, en hjartað var stórt og viljinn mikill. Ég og bömin mín sendum okkar innilegustu kveðju til ykkar, Palli minn, Baddi og Lilla. Ég vona, elsku Lilla mín, að Guð verði með þér í veikindunum þínum. Guð verði með ykkur öllum. Kær kveðja, Anna Þóra Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.