Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 29 Lettar hafna til- boði Rússa VALDIS Birkavs forsætisráð- herra Lettlands sagði í gær að tilboð Rússa um að hverfa burt með 22.000 hermenn sem enn eru þar í landi fyrir 31. ágúst gegn því að fá að reka loftvarna- stöð í Skrunde til aldamóta væri óaðgengilegt. Stöðin væri eins og músagildra og Lettar hefðu slæma reynslu af nærveru rúss- neskra hersveita. Kæmi ekki til greina að þeir rækju stöðina til aldamóta. Grunaðir um líkstuld ALLIR grafarar í kirkjugarði Tórínóborgar á Ítalíu, 13 karlar og átta konur, hafa verið teknir fastir og gefið að sök að hafa stundað líkþjófnað. Þeir eru sagðir hafa stolið skartgripum og gullfyllingum úr tönnum lát- inna og selt tannlæknum. Höfðu þeir samtök um verknaðinn og eiga yfir höfði sér þriggja til 10 ára fangelsi. Leitað að Jackson BRESKA blaðið Daily Mirror hét í gær verðlaunum, fjölskylduferð til Flórída, fyrir vísbendingar um hvar poppstjaman Michael Jack- son sé niðurkomin. Jackson fer nú huldu höfði meðan hann jafn- ar sig af álagi sem hann segist þjakaður af vegna ásakana um að hann hafi misnotað ungan dreng kynferðislega. Leyfa innflutn- ing hrísgrjóna JAPANIR hafa fallist á að af- létta banni við hrísgijónainn- flutningi í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn. Hins vegar verður innflutningurinn tak- markaður fyrstu árin við 4-8% af hrísgijónaneyslunni. Talið er að þessi ákvörðun greiði fyrir GATT-samningum um afnám tolla og viðskiptahafta. Irakar enn jafn kokhraustir ÍRAKAR ítrekuðu í gær tilkall sitt til Kúveit í stjórnarmálgagn- inu al-Jumhouriyah. Krafðist rit- stjóri blaðsins „refsinga“ fyrir „ögrandi hegðun yfirvalda í Kú- veit.“ Spenna hefur vaxið á landamærum ríkjanna. Kúveitar hafa sakað Iraka um skotárásir á kúveiska landamæraverði og í fyrradag fóru 250 írakar inn yfir landamærin og köstuðu gijóti á verkamenn sem grafa skurð meðfram landamærunum. Rannsókn í stað leitar að Aideed ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna batt í fyrrakvöld formlega enda á leitina að sómalska stríðsherranum Mohammed Farah Aideed. Öll aðildarríkin 15 samþykktu ályktun -um að stofnuð yrði ný nefnd til að rann- saka dráp Sómala á 24 pakis- tönskum friðargæsluliðum, en í kjölfar þeirra hafði SÞ heimilað handtöku Aideeds. Rússar óánægð- irmeðCFE VLADÍMÍR Zhúrbenko hers- höfðingi og fyrsti varaforseti rússneska herráðsins sagði á miðvikudag að neituðu vestræn ríki að breyta CFE-samningnum um takmörkun hefðbundins her- afla í Evrópu gæti það valdið kurr innan rússneska hersins og tafíð fyrir brottflutningi rússn- esks herliðs frá fyrrverandi sov- étlýðveldum og aðildarríkjum Varsjárbandalagsins. Anna Rosmus reyndi að fletta ofan af nasistafortíð heimabæjar síns Gefst upp á löndum sínum og sest að í Bandaríkjunum ANNA Rosmus, 33 ára gömul kona frá þýsku borginni Passau í Bæjaralandi, hefur árum saman reynt að komast til botns í því hver þáttur borgarbúa hafi verið í grimmdarverkum nasista. Hún hefur nú að sögn blaðsins The European ákveðið að setjast að í Bandaríkjunum ásamt tveim börnum sínum vegna ofsókna sem hún hefur orðið fyrir á heimaslóðunum. Árið 1980 hóf Rosmus að vinna að ritgerð um daglegt líf í Þriðja ríkinu, veldi Adólfs Hitlers. Hún hafði verið góður nemandi í skóla, var hvers manns hugljúfi og segist alls ekki hafa viljað gerast upp- reisnarmaður af neinu tagi. Hitler ólst að nokkru leyti upp í Passau og þekktir nasistaforkólfar á borð við Heinrich Himmler, Adolf Eichmann og Julius Streicher bjuggu þar einnig um hríð. Sagt er að prestur bæjarins hafí á sínum tíma bjargað hinum unga Hitler frá því að drukkna í Dóná. Þagnarsamsæri Gert hafði verið upp við nasista- tímabilið í Passau með því að segja að allt illt sem þá gerðist hefði ver- ið héraðsleiðtoga Hitlers að kenna. Rosmus komst hins vegar að því að bæjarbúar höfðu áratugum sam- an verið samtaka um að þegja um fortíð ýmissa mektarmanna á staðnum og leyfa þeim að sigla undir fölsku flaggi, sumir þeirra þóttust hafa unnið gegn Hitler. Reynt var að hindra Rosmus í að komast í gömul skjöl, hrækt var á hana á almannafæri, hún var barin og njósnað var um hana, hún fékk nafnlausar upphringingar þar sem hótað var öllu illu. „Sumir vildu að mér yrði stungið í gasklefa eða brotið í mér hvert bein til að þagga endanlega niður í „illa þefjandi gyðingakjaftinum“ á mér“, segir Rosmus. Fylgst var með hveiju fót- máli hennar. Vandamenn hennar sættu einnig ofsóknum, eiginmað- urinn gafst upp og yfirgaf konu og böm. Rosmus segir að dagblöð í hérað- inu hafí neitað að skýra frá niður- stöðum hennar,' hins vegar hafí Anna Rosmus bandarísk blöð stutt sig og nú hyggst hún ijúka doktorsritgerð sinni í Bandaríkjunum. Hún segir flesta Ijóðveija svo holla yfirvöld- um, hvaða nafni sem þau nefnist, að þeir kinoki sér við að ögra þeim. „Ég þrái að lifa meðal fólks sem þolir gagnrýni, fólks sem þorir að horfast í augu við mistök sín og reynir að leiðrétta þau“. CROSS lOHiSEiD Leifthiði Stíll i* Lioion lini Falleg skriffæri hönnuó í anda „Art Deco"- tímans. CROSS* FOÁ 1 B4B Hlll SyiFflllH PEKNH8 UMBOÐSAÐILI:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.