Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Hálf þreytt frum- kvæði, Björn minn! eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Mikil slagsíða er á þjóðfélaginu um þessar mundir og ekki síst á kjörseðlinum til þingkosninga. At- kvæðaseðill okkar Reykvíkinga mar- ar í hálfu kafi á meðan seðlar Vest- firðinga rísa eins og Hornbjarg úr djúpinu. Umræðan um skertan kosn- ingarétt borgarbúa er svo sem eng- inn nýr sannleikur hér á landi en aldrei er góða vísa of oft kveðin. Bjöm Bjamason þingmaður Sjálf- stæðisflokksins er á sama máli og undirritaður og kveður við raust í miðopnu Morgunblaðsins fyrir skömmu. Bjöm vill auka hlut allra kjósenda og tryggja jöfnuð í atkvæð- isrétti. Orð Bjöms em í tíma töluð þangað til þingmaðurinn dregur seinheppna ályktun: „Svo virðist sem fmmkvæði Sjálf- stæðisflokksins í þessu mikilvæga réttindamáli sé að verða kveikja að nýjum umræðum um kjördæma- málið." Þarna á Bjöm Bjarnason við starf réttarfars- og stjómskipunamefndar innan Sjallans um kjördæmamálið sem virðist hafa lokið fyrir ári með fullmótaðri hugmynd. Nú hélt undir- ritaður að búið væri að finna upp hjólið fyrir nokkm og nefnd þessi væri því að kveða oftar góða vísu með hugmynd sinni eins og Bjöm sjálfur í Morgunblaðinu. Reyndar hafa ýmsir aðrir dánu- menn kveðið dýrt um kosningarétt í flokknum á undan bæði nefndinni og Bimi Bjamasyni en ekki átt er- indi sem erfíði. Jón Magnússon lög- maður talaði oft um jafnan atkvæð- isrétt á fundum Sjallans forðum og fýrir daufum eyrum. Kannski er þar fundin skýring á nýju loforði Jóns Magnússonar um að kjósa aldrei aftur íhaldið. Nú síðast hafnaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins að breyta kosn- ingalögum með þvi að draga víg- tennumar úr ályktun þar að lút- andi. Ekki er því á vísan að róa í „þessu mikilvæga réttindamáli" í þeim flokki í bráð. Sjálfstæðismenn sjónvörpuðu hins vegar frá lands- fundinum og sögðu það í fyrsta skipti sem stjórnmálaflokkur opn- aðist á þann hátt. Þar skreytti íhald- ið sig með dritfjöðrum Framsóknar- fokksins því Maddaman sjálf og Helgi Pétursson sjónvörpuð frá landsþingi sínu í fýrra. „Þar var lögð til persónu- kosning og að landið skiptist í 22 álíka fjöl- menn einmenningskjör- dæmi. 21 þingmaður yrði svo kosinn af landslista með hlutfallskosningu. Þingmönnum fækkaði þannig úr 63 í 43.“ Kalda stríðið var eflaust þungt í skauti fyrir Björn Bjarnason alþirig- ismann og þá hefur sjálfsagt verið naumur tími til starfa í stjórnskip- unamefndum. En austrið er að koma undan vetri og því sakar ekki að eftir Sverri Garðarsson Á nýafstöðnum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt álykt- un um menningarmál, þar sem m.a. er mörkuð stefna í málefnum ljós- vakamiðla og kveðið á um höf- uðmarkmið Ríkisútvarpsins. Þessi ályktun hefur verið túlkuð svo, að í henni sé gengið út frá því að önnur rás Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Það er rangt. Hefði sú stefna verið mörkuð á landsfundinum -að leggja niður aðra hljóðvarpsrás Ríkisút- varpsins, hefði það verið sagt skýr- um orðum. Það stendur hins vegar hvergi í samþykkt fundarins. Það sem kemur hér til álita í álykt- un flokksins er eftirfarandi kafli: „Starfsemi ríkisútvarpsins verði end- urskoðuð með það að markmiði að það gegni fyrst og fremst menning- arhlutverki, komi fram sem sam- nefnari þjóðarinnar og efli innlenda dagskrárgerð. Það verður best gert með markvissri og vel skipulagðri sjónvarpsdagskrá og hljóðvarpsdag- skrá á einni rás, sem höfðar til breiðs hlustendahóps.“ Landsfundurinn ætlar ríkisútvarpinu að gegna því mikilvæga hlutverki að móta dag- geta þess að veturinn 1990 lagði undirritaður fram frumvarp á Alþingi um breytingar á kosningum til Alþing- is og fleira. Bjöm Bjamason var þá blaðamaður á Mogganum og er hon- um góðfúslega bent á góða frétt um málið í blaðinu 29. janúar 1991. Héma verður stiklað á stóm úr frumvarpinu til gagns og gamans fyrir aðra lesendur Morgunblaðsins: Þar var lögð til persónukosning og að landið skiptist í 22 álíka fjölmenn einmenningskjördæmi. 21 þingmað- ur yrði svo kosinn af landslista með hlutfallskosningu. Þingmönnum fækkaði þannig úr 63 í 43. í fmm- varpinu var líka reiknað með að Alþingi starfi í einni málstofu eins og nú hefur verið hrint í fram- kvæmd. „Sú ályktun, sem lands- fundurinn samþykkti í menningarmálum, ber með sér að Ríkisútvarp- ið nýtur mikils trausts meðal sjálfstæðisfólks, sem ætlast einnig til mikils af stofnuninni.“ skrá, sem höfðar til sem flestra landsmanna, færir þjóðina saman í stað þess að sundra henni í skil- greinda markhópa. Menningarhlut- verk ríkisútvarpsins á ekki að bera keim af þröngum hagsmunum, held- ur almennum. Þessu hlutvérki telur landsfundur Sjálfstæðisflokksins að hljóðvarp ríkisútvarpsins þjóni best á einni rás. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins kallar því á end- urskoðun dagskrárstefnu ríkis- útvarpsins með það fyrir augum að menningardagskrá Ríkisútvarpsins höfði til breiðari hóps hlustenda. Til þess að svo megi verða kann að vera nauðsynlegt að auka svigrúm Ríkisútvarpsins til að stýra sínum málum, bæði hvað varðar dagskrá og hlutverk þeirra rása sem það Ásgeir Hannes Eiríksson Að auki var lagt til að þingið sam- þykki allar reglugerðir áður en þær taka gildi. Oft afsalar Alþingi sér mikilvægum hluta lagasetninga til ráðherra með því að fela þeim að hefur til umráða. Verði sú leið farin að senda út menningardagskrá sem höfðar til breiðari hóps hlustenda en rás 1 gerir nú, má hugsa sér að hlutverk rásar 2 yrði endurskoðað. Á svæðisstöðvum Ríkisútvarpsins fer fram fréttaöflun og dagskrár- gerð, sem hefur styrkt ríkisfjölmiðil- inn í því hlutverki sínu að vera mið- ill allra landsmanna. Landsfundará- lyktun Sjálfstæðisflokksins, sem leggur áherslu á eflingu dagskrár- gerðar og hlutverk Ríkisútvarpsins sem samnefnara þjóðarinnar, er stuðningur við þessa starfsemi en jafnframt áminning um að efni þess- ara stöðva eigi erindi til allrar þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er breið fylking fólks, sem hefur skiptar skoðanir á flestum hlutum, en sam- einast um grundvallaratriði. Afstað- an til ríkisútvarpsins er þar ekki undantekning. I menningarmála- nefnd landsfundarins var tekist á um mjög andstæð sjónarmið í mörg- um málefnum. Ljóst er að sumir sjálfstæðismenn líta svo á að ríkis- ijölmiðillinn standi ekki undir nafni og sé tímaskekkja. Fram kom á landsfundinum tillaga um að selja Ríkisútvarpið. Þeirri tillögu var hafnað af yfírgnæfandi meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn o g „samnefnari þjóðarinnar“ semja reglugerðir um útfærslu lag- anna. Eins fylgdi sögunni að forseti Alþingis taki mál á dagskrá í þeirri röð sem þau berast honum og stjórn- arfrumvörp hafi ekki lengur forgang á frumvörp þingmanna. Að lokum var lagt til að leyfa kosningar í fang- elsum, á sjúkrahúsum, dvalarheimil- um aldraðra og öðrum stofnunum til að auðvelda öllum kjósendum að nota kosningaréttinn sinn. Vel má vera að réttarfars- og stjómlaganefnd Sjálfstæðisflokksins hafí þrátt fyrir allt fundið upp hjólið á sínum tíma eins og flokksmenn fundu nú upp beint sjónvarp frá landsfundinum. Það kæmi engum á óvart með hliðsjón af verklagi flokksins á þessari öld. Hitt er svo annað mál: Stjómlaga- nefndin fann ekki upp breytt kosn- ingalög frekar en Björn Bjamason. Þá Lilju hafa aðrir kveðið fyrir lögnu. Hafi Sjallin einhvem tíma átt fmm- kvæði í kjördæmamálum er það framkvæði orðið hálf þreytulegt í dag. Landsfundurinn staðfestir þau þreytumerki. Höfundur er varaborgarfuUtrúi og fyrrum þingmaður Reyk víkinga. Sverrir Garðarsson fundarmanna. Endurspeglar sú af- staða flokksins þá staðreynd að í augum landsmanna, ekki síst þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, er Ríkisútvarpið þeirra stofnun, þjónar raunveralegum hagsmunum fólks um allt land og eflir samkennd þess. Sú ályktun, sem landsfundur- inn samþykkti í menningarmálum, ber með sér að Ríkisútvarpið nýtur mikils trausts meðal sjálfstæðis- fólks, sem ætlast einnig til mikils af stofnuninni. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Opið bréf til fréttastjóra Stöðvar 2 Sverrir Hreiðarson, útvarpssljóri FM 957, hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi opnu bréfi f.h. Ut- varpsmiðlunar hf. til fréttastjóra Stöðvar 2: yÁgæti fréttastjóri. I kvöldfréttum Stöðvar 2 hinn 10. nóvember sl. íjallaði Hallur Hallsson um gjaldþrotabeiðni vegna útvarps- stöðvarinnar FM 957. Strax í inn- gangi fréttarinnar kom í ljós að fréttamaðurinn hafði ekki kynnt sér málið sem skyldi. Viðkomandi frétta- maður kom ekki á framfæri leiðrétt- ingum þeim er undirritaður óskaði eftir í samtali við hann um kl. 19.50 sama kvöld. Þar af leiðandi sé ég mér ekki annað fært en að skýra frá þeijn með nokkram línum. í inngangi fréttarinnar sagði: „ ... samtökin gerðu árangurslaust fjámám í útvarpsstöðinni fyrir helgi en þá kom i ljós að nýtt félag hafði tekið yfir reksturinn.“ Útvarpsmiðlun hf. er rekstraraðili FM 957 og hefur verið frá 1. nóvem- ber 1992. Nýtt félag hefur ekki verið og verður ekki stofnað um reksturinn. Og strax í upphafi „fréttarinnar" segir Hallur Hallsson „ ... og sendir út þrátt fyrir að innheimtumenn hafí bankað uppá oftar en einu sinni og krafist gjaldþrots, ný félög hafa jafnan verið stofnuð.“ Hvaða félög era það? Síðastliðin fjögur ár hafa tveir aðilar annast rekstur stöðvarinnar. Fyrst Ferskur miðill hf. í rúm þrjú ár (1. október 1989 - 1. nóvember 1992) og nú Útvarpsmiðlun hf. (frá 1. nóvember 1992). Fyrst fréttamaðurinn sá ekki sóma sinn í að tala við forsvarsmann Útvarpsmiðlunar vegna þessa máls gat hann að minnsta kosti haft rétt eftir heimildarmanni sínum, Hró- bjarti Jónatanssyni hrl., sem segir í samtali við Hall: „ ... það var upp- lýst síðasta föstudag við fjárnáms- aðgerð hjá þessu félagi (Útvarps- miðlun) að enn einu sinni hefðu allar eigur stöðvarinnar skipt um eigend- ur og nú til félags sem að mun heita Höndull hf.“ Þetta er það rétta í málinu. Að- eins einu sinni áður hafa allar eigur stöðvarinnar skipt um eigendur. Og það er líka hið rétta í málinu að eig- andi þeirra nú er Höndull hf., sem er algjörlega óviðkomandi Útvarp- smiðlun hf. eða fyrrverandi eigend- um stöðvarinnar. Höndull hf. keypti tæki og búnað félagsins 29. septem- ber á þessu ári. Höndull hf. er ekki rekstraraðili stöðvarinnar heldur eingöngu eigandi tækja þeirra er Útvarpsmiðlun hf. hefur haft á leigu. Eins og ykkur á Stöð 2 ætti að vera fullkunnugt er ekki hægt að framselja leyfi til útvarpsreksturs og slíkt leyfi er ekki gefið út fyrr en umsækjandi hefur samið við sam- tök rétthafa þ.e. STEF og SFH. Það er því einstök fáviska að halda þvi fram fyrir alþjóð að Höndull hf. hafi tekið við rekstri FM 957 í skjóli myrkurs og að Útvarpsmiðlun hf. hafi verið að koma undan eignum. Að ofangreindu má ljóst vera að viðkomandi fréttamaður hefur brotið í bága við 3. gr. siðareglna blaða- manna. Þá hefur hann vanvirt þann fjölmiðil sem hann starfar við með óvönduðum vinnubrögðum sem rýra álit almennings á annars ágætri fréttastofu íslenska útvarpsfélags- ins. Af hveiju voru eignir stöðvarinnar seldar ef ekki var verið að komaþeim undan? Útvarpsmiðlun-tókst ekki að afla fyrirgreiðslu í bönkum þar sem fé- lagið á ekki og hefur ekki aðgang að fasteignatryggingu. Þar af leiðandi þurfti Útvarps- miðlun hf. að selja allt lausafé sitt þ.e. tæki og búnað svo koma mætti skuldum í skil. Að lokum er rétt að taka fram að þegar Útvarpsmiðlun keypti FM 957 af Ferskum miðli hf. tók félagið m.a. við skuldum Fersks miðils hf. við SFH. Samkomulag var gert um frágang þeirra skulda hinn 9. júní 1993. I því samkomulagi var einnig gert ráð fyrir SFH gjöldum næstu tveggja ára. Vanskil Útvarpsmiðlun- ar hf. skv. samkomulagi þessu era í dag um kr. 850.000. Formaður SFH, Jón Ólafsson, skipaði lögmanni félagsins hinsveg- ar svo fyrir fimmtudaginn 4. nóv- ember að Útvarpsmiðlun hf. stæði ekki lengur til boða að koma sam- komulaginu í skil og að félaginu skyldi gert að greiða allar gjaldfalln- ar skuldir sínar sem og skuldir Fersks miðils. Daginn eftir fór því fjárnámsað- gerðin fram og er þar einnig krafist fjárnáms fyrir gjöldum næstu átján mánaða! Og nú spyr ég fréttastjórann: Er það ekki fréttnæmt að gera eigi Útvarpsmiðlun gjaldþrota fyrir gjöld sem ekki hefur verið stofnað til og falla á næstu átján mánuðum? og er það ekki fréttnæmt að kröfuhaf- inn hafni því að samkomulaginu verði komið í skil? POAM PIPU- EINANCRUN kk í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.