Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Tæknival enn með ólög- legan hugbúnað í gangi eftir Hauk Nikulásson Hver kannast ekki við litla strák- inn sem kemur inn til mömmu sinnar skítugur upp fyrir haus og þvemeitar því að hann sé drullugur. „Þetta er bara mold og vatn!“ í þessum stíl er svar Rúnars Sig- urðssonar í Tæknivali í þriðjudags- blaði Mbl. við grein minni frá 9. nóvember sl. þar sem ég ásaka Tæknival um ólöglega dreifingu á Novell hugbúnaði. Þrátt fyrir kok- hraust svar Rúnars Sigurðssonar standa fullyrðingar mínar óhaggað- ar. Það vinnur enginn meiðyrðamál með hótunum í blöðum og Tæknivai verður því að höfða meiðyrðamál gegn mér til að hnekkja fullyrðingum mínum. Mér væri sönn ánægja að leggja fram fyrir dómstól skrifleg gögn máli mínu til sönnunar. Fullyrðingar mínar um ólöglega fjölföldun standa og staðfesta þrír viðskiptavina Tæknivals að þeir hafi nú fengið löglega pakka afgreidda. Þessir þrír neita því ekki að hafa verið með ólöglegt afrit í notkun í rúmt ár. Hinir tveir, Verkmennta- skólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð, staðfesta það augljós- lega, þeir eiga að fá fullgildan hug- búnað. Þeir staðfesta ekki að þeir eru enn að nota þetta sama ólöglega afrit og eru neyddir til vegna ótrú- legs seinagangs í afgreiðslu Tækniv- als. Hvað svo sem má segja um af- greiðslu frá Novell þá stendur það óhaggáð að það tekur ekki tvö ár að fá skólaútgáfur afgreiddar, í hæsta lagi 6 til 8 vikur. Það má því spyija sig að því hvort Tæknival hefði nokkuð haft fyrir því að ljúka málinu við kaupendur sína nema af því að undirritaður vakti athygli á því. í ljósi þess að Tæknival hefur vitað af þessu máli frá því í byijun október undrar mig mjög hvað þeim gengur illa að hreinsa til eftir sig. Mig undrar og sámar mjög að „Tillaga Rúnars að end- ingu um að umræðunni í blöðum verði hætt er mjög skiljanleg, hann er í virkilega vondum málum. Raunar eru þau svo vond að ég tel það kraftaverk ef Novell myndi nota Tæknival áfram sem umboðs- menn sína eftir þetta.“ þrír viðskiptavina Tæknivals skuli saka mig um rógburð, þeir vita nefni- lega allir að þeir voru með ólögleg afrit í notkun, allt þar til greinin mín bjrtist! Hefðu þeir lesið grein mína betur máttu þeir vita að þeir lágu ekki undir neinni ásökun um ólöglega dreifingu heldur Tæknival. Vitað er að Tæknival beitti miklum þrýstingi við að fá undirskrift þeirra til að klóra í bakkann. Þeir þurfa að fá áfram þjónustu frá Tæknival og því hentar það þeim að segja ekki allan sannleikann í þessu máli. Þrátt fyrir að ég hafi nú tilefni til meið- yrðamálshótunar nenni ég ekki að standa í því, enda á ég í raun ekk- ert sökótt við þá, sem varð þarna óvart fótaskortur á tungunni. Undirritaður hefur komist að því að löglegur eigandi umrædds 250 notenda netkerfis er sagður vera Tryggingastofnun ríkisins. Þegar þessi grein er skrifuð kl. 10.30 16. nóvember er ekki staðfest við undir- ritaðan að þessi pakki hafi enn verið afhentur Tiyggingastofnun ásamt öðrum hugbúnaði frá Novell, svo sem gáttum. Þar sem umræddur pakki hefur verið í fijálslegri notkun á ís- landi í bráðum tvö ár hlýtur að vera einkennilegt að hann skuli ekki enn vera hjá löglegum eiganda sínum nærri 7 mánuðum eftir að hann var keyptur þangað! SIEMENS Bjóðum nú takmarkað magn af þessari gæða-þvottavél frá Siemens á sérstöku afsláttarverði • Áfangaþeytivinding • ÍOOO sn./mín. • Fjölmörg þvottakerfi • Sjálfvirk magnskynjun • Nýtir vel vatn og þvottaefni LanJsins bestu pvottavéiakaup! Verð aðeins kr. 85.600,- (afb.verð) kr. 79.608, - (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Búðardalur. Rafþjónusta Sígurdórs Ásubúð Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður. Rafstofan Hvítárskála Helltssandur Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Isafjörður Póllinn Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Rafalda Sauðárkrókur Rafsjá Siglufíörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður: ður Reyðarfjörði Rarnet Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Homafiröi: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur. Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • S í M I 628300 Tillaga Rúnars að endingu um að umræðunni í blöðum verði hætt er mjög skiljanleg, hann er í virkilega vondum málum. Raunar eru þau svo vond að ég tel það kraftaverk ef Novell myndi nota Tæknival áfram sem umboðsmeiln sína eftir þetta. Hvað staðfestir notendaieyfi á Novell NetWare hugbúnaði? í framhaldi af grein minni hafa mér borist fjölmargar fyrirspurnir um það hvemig hægt sé að ganga úr skugga um að kaupendur á No- vell nethugbúnaði hafi löglega fengin eintök frá framleiðanda. Reikningur seljanda, Novell- handbækur og Novell-disklingar eru ekki trygging fyrir því að kaupandi sé með fuilgilt eintak. Hjá Novell fylgir notkunarréttur einum til- teknum disklingi sem oftast er nefnd- ur System-1. Aftan á þessum diskl- ingi er lítill ílangur hvítur miði með raðnúmeri t.d. S/N=03388875 og undir númerinu er mjótt strika- merki. Þessi diskiingur á að fylgja öðrum handbókum og disklingum. Þessi disklingur er notaður ef eig- andi hugbúnaðarins vill uppfæra í nýjustu útgáfu og hefur þá verðgildi sem svarar til u.þ.b. 60% af upphaf- legu kaupverði og getur því verið mjög verðmætur. Ekkert annað er í raun tekið gilt af Novell nema um óhapp sé að ræða í þá veru að diskl- ingurinn hafi sannanlega glatast og er þá Novell í sjálfsvald sett hvort þeir uppfæra hugbúnaðinn með af- slætti eða ekki. Með tilliti til stærðar og umfangs Novell nethugbúnaðar er tiltölulega auðvelt að blekkja kaupendur. Hægt Haukur Nikulásson er að deila einum pakka niður á milli 4 til 5 notenda þaiinig að allir fái nokkrar bækur og disklinga og innheimta fullt gjald hjá öllum. Þann- ig getur seljandi margfaldað tekjur sínar af einum pakka. Verknaður af þessu tagi flokkast væntanlega sem skilasvik og/eða ólögleg fjölföldun. Hafi Novell notendur grun um að afgreiðsla á þeirra netkerfi sé ekki öll með felldu skal athuga hvort rétt- ur disklingur finnist á meðal þess sem afgreitt var frá seljanda. Sé svo ekki má ætla að ekki hafi verið stað- ið rétt að afgreiðslu kerfisins. Það er þó ekki þar með sagt að kaup- andi sé í vondum málum. Hægt er að skrifa Novell, láta fylgja með af- rit af reikningi seljanda, útgáfu- og raðnúmer hugbúnaðarins og má þá búast við að Novell sendi kaupanda nýjan fullgildan pakka. Innkaupsverð hans er síðan einfaldlega innheimt hjá þeim seljanda sem í hlut á og málið þannig leyst. Heimilisfang höf- uðstöðva Novell er: Novell Inc., 122 East, 1700 South, Provo, Utah 84606-6194, USA. Undirrituðum þætti ekki ónýtt að fá samrit af þess- um gögnum send til: HKH, Skipholti 50c, 105 Reykjavík, í bréfi eða á faxnúmer 622654. Hvers vegna er þetta mál gert opinbert? Fram kom hjá Rúnari Sigurðssyni að undirritaður var umboðsmaður fyrir Novell. Það kemur hins vegar ekki fram hjá Rúnari í Tæknivali að hann hefur markvisst sóst eftir þeim umboðum sem ég hef haft og beitt í þeim tilgangi ýmsum meðulum til að ná þeim til sín. Flestir aðrir á þessum markaði hafa ekki viðhaft sömu vinnubrögð. Tæknival hefur innleitt nýja vídd í samkeppni á ís- landi sem flestum kollega minna í tölvugreininni þykir ógeðfelld, en fá ekki að gert. Rúnar getur því ekki undrast að honum sé haldið innan girðingar í löglegu tilliti, hann á ekki slíka velvild meðal keppinauta sinna að hann komist upp með annað. Undirritaður hefur misst samn- inga til Tæknivals vegna ólöglegrar fjölföldunar þeirra. í ljósi gjaldþrots Microtölvunnar hafa forráðamenn HKH ákveðið að gera ekki aftur þau mistök að horfa framhjá stórfelldum lögbrotum samkeppnisaðila. Það er til lítils að keppa á tölvumarkaði ef það á að vera einkarétttur eins af stærstu aðilunum á markaðnum að meðhöndla höfundarrétt ólöglega í ábataskyni. Standi Tæknival skil á sínum málum eftir þetta er tilgangi undirritaðs með þessum greinaskrif- um náð. Að endingu vil ég þakka þeim sem veitt hafa mér upplýsingar og stuðning í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri HKH í Reykjavík. Var hægt að breyta kjarasamningnum? eftir Magnús L. Sveinsson Villandi umræða Mikil og hörð gagnrýni hefur komið fram á launanefnd ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild fyrir að hafa ekki fallist á breytingar á kjarasamningnum, sem undiritaður var 21. maí sl. og gildir til ársloka 1994 með uppsagnarákvæði 10. nóv. sl. Þessi umræða hefur öll verið mjög villandi, þar sem það er hvorki á valdi launanefndarinnar né ann- arra í verkalýðshreyfingunni, að breyta ákvæðum í kjarasamningi á samningstímanum nema samningn- um sé fyrst sagt- upp. Launanefndin hafði ekki vald til að breyta samningnum Launanefndin er skipuð sex full- trúum, þremur frá hvorum samn- ingsaðila, ASÍ og VSÍ. Samkvæmt ákvæðum kjarasamningsins var valdsvið hennar bundið við það eitt, að endurmeta samningsforsendur og hugsanleg tilefni til uppsagnar samningsins fyrir 10. nóvember sl. í 7. gr. samningsins segir orðrétt: „Heimilt er hvorum hluta launa- nefndar að segja samningnum laus- um ef marktæk frávik hafa orðið á samningsforsendum skv. 6. gr. að mati hlutaðeigandi fulltrúa í nefnd- inni.“ Eins og hér kemur skýrt fram hafði launanefndin vald til að segja samningnum lausum ef forsendur hefðu breyst. Hún hafði hins vegar ekki vald til að breyta samningnum. Það vald er hjá hveiju stéttarfélagi fyrir sig en ekki launanefndinni og einungis mögulegt þegar samningar eru lausir. Það er kjami málsins. Átti að segja samningnum upp? Málið snerist einfaldlega um það „Þessi málatilbúnaður hefur sáð tortryggni í garð verkalýðshreyf- ingarinnar og vakið falskar vonir hjá laun- þegum um að þeim hafi staðið til boða meiri kjarabætur en samið var um í vor, en að launanefndin hafi stað- ið gegn því!“ hvort segja ætti upp gildandi samn- ingi eða framlengja hann út næsta ár og þá óbreyttan. Þegar menn tala um það nú, að breyta hefði átt samningnum, þá er nauðsynlegt að þeir hinir sömu geri sér grein fyrir því, að þá hefði fyrst þurft að segja samningnum upp. Ekki er vitað ann- að en að þeir sem mest hafa gagn- rýnt verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa ekki fallist á að breyta samn- ingnum hafi verið andvígir því að honum yrði sagt upp! Umræður um val á leiðum til kjarabóta fóru fram í vor Einstakir ráðherrar, aðstoðar- menn þeirra og hluti fjölmiðla hafa haft í frammi fullyrðingar og sumir hveijir stóryrði í garð verkalýðs- hreyfingarinnar, þar sem staðhæft hefur verið að verkalýðshreyfíngin hafi haft val um það að breyta samn- ingnum og velja aðra kjaraleið en samningurinn kveður á um. Þetta er ekki rétt og ættu þessir aðilar að vita betur. Umræðan um vrl á leiðum til kjarabóta fór fram fyrir samningagerðina 21. maí sl., þegar samningsaðilar með aðild ríkisvalds- Magnús L. Sveinsson ins gengu frá kjarasamningi, sem gildir til ársloka 1994. Umræðan er tímaskekkja Samningurinn ér óbreytanlegur til þess tíma nema því aðeins að launanefndin segi honum lausum á samningstímanum samkvæmt ákvæðum hans. Umræðan um breytingar á gildandi samningi án þess að segja honum upp er því tímaskekkja og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þessi málatilbúnaður hefur sáð tortryggni í garð verkalýðshreyf- ingarinnar og vakið falskar vonir hjá launþegum um að þeim hafi staðið til boða meiri kjarabætur en samið var um í vor, en að launa- nefndin hafí staðið gegn því! Höfundur er formaður Verkamannafélags Rcykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.