Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Þróunarstarf skílar árangri TWTiðurskurður þorskaflans undanfarin ár hefur verið jmikið áfall fyrir þjóðarbúið, þótt hann brenni heitast á útgerð og fiskvinnslu. Síminnkandi hráefni ; hefur opnað augu margra fyrir ; nauðsyn þess að fá meira fyrir 'fiskinn sem kemur til vinnslu, auka vinnsluvirðið. Þar blasir fyrst og fremst við vinnsla í neyt- endapakkningar í stað þess að selja fiskinn sem hráefni á erlend- um mörkuðum. Frekari vinnsla eykur ekki aðeins verðmæti af- urðanna heldur skapar hún aukna vinnu, ný störf, og er ekki vanþörf á í atvinnuleysinu. Fram til þessa hafa háir tollar á full- unnum fiskafurðum á erlendum mörkuðum verið mikill dragbítur á þróun fiskiðnaðarins en með samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði, sem væntanlega tek- ur gildi um næstu áramót, verður mikil breyting á. Hann felur í sér niðurfellingu eða stórlækkun á tollum. Framtíðarhorfur eru því bjartar, ef fiskiðnaðurinn færir sér möguleikana í nyt. í sjávarútvegsblaði Morgun- blaðsins, Úr verinu, er sagt frá litlu fjölskyldufyrirtæki á Hauga- nesi við Eyjafjörð, Trausta sf., sem hefur sett á markað saltfisk í neytendaumbúðum. En saltfísk- urinn frá. Trausta er öðruvísi en sá sem íslendingar hafa átt að venjast um aldir. Hann er útvatn- aður, beinhreinsaður og frystur í lofttæmdum umbúðum og fer i þannig beint í suðu á borð neyt- andans. Fyrirtækið býður einnig upp á saltaðar kinnar, kinnfisk og siginn fisk í neytendaumbúð- um. Unnið er að þróun á saltfisks- flökum í neytendaumbúðum sem henta sérstaklega til steikingar eða í pottrétti, en þar þarf ann- ars konar útvötnun en’á saltfíski til suðu. Þróunin á saltfískinum tók tvö og hálft ár og átti fyrirtækið samvinnu við Iðnþróunarfélag I Eyjafjarðar, auk þess sem um- . búðahönnuður og umbúðafyrir- tæki tóku þátt í verkefninu. Framleiðslunni hefur verið vel tekið_ á innanlandsmarkaði og nú er SÍF að kynna hana í Frakk- landi, Portúgal og á Spáni. Einn eigenda fyrirtækisins, Elvar Reykjalín, segir, að um töluverð- an virðisauka sé að ræða með þessari vinnslu á saltfiskinum. Hann sagði ennfremur í viðtali við blaðið: „Með stöðugt minnkandi kvóta hafa tekjumar og umsvifín minnkað og fyrir tveimur og hálfu ári fórum við að leita leiða til að auka verðmæti framleiðsl- unnar. Þá lá beinast við að vinna frekar að því sem við gerum best, saltfiskinum. Það hefur lítið verið hugsað um að koma honum á neytendamarkað þannig að hann væri aðlaðandi vara, heldur hafa menn mest flutt fiskinn út í gámavís til frekari úrvinnslu á öðrum mörkuðum. Við ákváðum því að reyna að gera fískinn þannig úr garði að auðvelt væri fyrir fólk að matreiða hann.“ Það kom einnig fram hjá Elv- ari að vandlega er fylgst með gæðum vörunnar og hann sagði m.a. að soðin sé prufa úr hverri útvötnun og þess gætt að fiskur- inn fari alltaf eins frá fyrirtæk- inu, þ.e. að gæðin séu ávallt þau sömu. Gæðaeftirlit er lykilatriði, ef selja á beint á neytendamarkað og sem betur fer hafa íslenzkir framleiðendur verið að gera sér meiri grein fyrir því síðustu árih. Þessi saga af litlu fjölskyldufyrir- tæki á Hauganesi er lýsandi dæmi um það, hversu miklu er hægt að áorka með þróun góðrar hugmyndar. Við Eyjafjörð er annað fyrir- tæki sem náð hefur miklum árangri með framleiðslu á neyt- endamarkað, en það er Fisk- vinnslustöð KEA í Hrísey. Fyrir- tækið hefur um árabil selt laus- frysta flakabita í neytendapakkn- ingum til Marks & Spencer verzl- unarkeðjunnar í Bretlandi. Þessi framleiðsla er nú um 200 tonn á ári. Nýlokið er þróun á nýrri pakkningu fýrir Bretana. Framkvæmdastjórinn, Ari Þor- steinsson, segir að stöðugt sé unnið að því að auka verðmæti framleiðslunnar, enda sé það eina leiðin í stöðugum hráefnisskorti og niðurskurði á þorskkvótanum. Hann segir að framleiðslan fyrir Marks & Spencer skili mestum tekjum og þróunin sé sú að færa sig stöðugt meira og meira yfír í slíka vinnslu. Ari segir m.a.: „Gott hráefni og góð meðferð á því er undirstaða þess að hægt sé að vinna góðar afurðir úr fisk- inum og ná sem bestri nýtingu í verðmætustu pakkningarnar. Lé- legan físk er ekki hægt að bæta í vinnslunni ... Við erum með svokallað inntökueftirlit sem all- ur fískur sem við kaupum fer í gegn um. Standist hann ekki kröfur okkar er honum hafnað.“ Loks má nefna Fiskeldi Eyja- fjarðar hf. sem hefur varið 200 milljónum króna til rannsókna á lúðueldi á Hjalteyri og borið hafa mikinn árangur. Rannsóknirnar hafa að öllu leyti verið kostaðar af hlutafé og styrkjum en ekki fyrir lánsfé. Fjármagnskostnaður mun því ekki keyra lúðueldið í gjaldþrot í upphafí ferðar eins og gerzt hefur í laxeldinu. Það er sammerkt með öllum þessum eyfirzku fyrirtækjum að þau leggja höfuðáherzlu á rann- sóknar- og þróunarstarf til að byggja framleiðslu sína á, auk gæðastjórnunar og gæðaeftirlits. Sú leið vísar veginn til aukins hagvaxtar. : igj 4 «Pl||! Æú/ m Vinnuhópurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSHÓPURINN sem samdi tillögnrnar um skipan sjúkrahúsmála. Frá vinstri: Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir skrifstofustjóri, Guðjón Magnússon skrifstofusljóri og Símon Steingrímsson verkfræðingur. Auk þess sátu í hópnum Þorkell Helgason, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, formaður, og Skúli Johnsen héraðslæknir. Tillögur starfshóps heilbrigðis- og tryggingaráðherra um skipan sjúkrahúsmála Sjúkrahús verði færri og fái breytt hlutverk TILLÖGUR um skipan sjúkrahúsmála, unnar af starfshóp skijtuðum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, voru kynntar í gær. I tillög- unum, sem settar eru fram í skýrslu sem lögð verður fyrir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, er gert ráð fyrir að fjölbreytt sérfræði- þjónusta verði aðeins veitt á sjúkrahúsunum í Reykjavik, á Akureyri og Akranesi, að sjúkrahúsin á Akranesi, Akureyri, Isafirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Keflavík verði svæðissjúkrahús og að önnur sjúkrahús starfi í tengslum við heilsugæsluna á viðkomandi stöðum og þeim verði þjónað af heilsugæslulæknum. Nefndin telur að með breyttu fyrirkomulagi megi spara um 700 milijónir króna á ári. Tillögurnar eru byggðar á upplýs- ingum um notkun íbúa einstakra héraða á þjónustu sjúkrahúsa árin 1988-1991. Útreikningar sem einn- ig eru lagðir til grundvallar tillögun- um benda til að nógu mörg hjúkrun- arrúm séu í landinu í heild en þau séu of mörg úti á landi og of fá í Reykjavík og nágrenni. Jafnframt séu sjúkrarúm of mörg á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Landsbyggðarfólk leitar til Reykjavíkur í skýrslunni eru dregnar saman í fyrsta sinn upplýsingar um notkun sjúkrarúma frá öllum almennum sjúkrahúsum í landinu. Þar kemur fram að flest rúm á litlum sjúkrahús- um á landsbyggðinni eru hjúkrunar- rúm en fá rúm eru notuð fyrir al- menna sjúklinga. Mikill hluti sér- fræðiþjónustunnar er sóttur til Reykjavíkur. Í Vestfjarða-, Austur- lands- og Suðurlandskjördæmum eru innlagnir sjúklinga úr kjördæmunum á sjúkrahús innan þeirra einungis milli 35 og 40%. Nefndin leggur til að sjúkrahúsa- þjónusta í Reykjavík verði einfölduð. Sjúkrahúsum þar verði fækkað, sér- hæfing þeirra aukin og hjúkrun- arrýmum fjölgað. Lagt er til að sér- fræðiþjónusta verði byggð upp í ná- inni samvinnu á tveimur sjúkrahús- um, Landspítala og Borgarspítala. Sjúkrahúsinu í Hafnarfirði og Landakotsspítala mætti finna af- mörkuð verkefni við skammtímaleg- ur án bráðaþjónustu og nýta þau jafnframt fyrir öldrunarþjónustu og hjúkrunarheimili. Nú sinna sjúkra- húsin á Reykjavíkursvæðinu um 76% allra almennra sjúkralega á landinu. Svæðissjúkrahús og hjúkrunarsjúkrahús Sjúkrahúsið á Akranesi á sam- kvæmt tillögunum að þjóna Vestur- landi og Hvammstangaumdæmi. Sjúkrahúsið á Akureyri þjóni svæð- inu frá Skagafirði til Vopnafjarðar. A Isafírði og í Vestmannaeyjum verði lyflæknir, kvensjúkdómalækn- ir, skurðlæknir og svæfingalæknir. Sjúkrahúsið á ísafirði þjóni ísa- fjarðarumdæmi og Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þjóni Vestmanna- eyjum. Á Selfossi og í Keflavík verði kvensjúkdómalæknar og veitt fæð- ingarhjálp en að öðru leyti verði lögð áhersla á ferliþjónustu sérfræðinga. Sjúkrahúsið á Selfossi þjóni Suður- landi og Sjúkrahúsið í Keflavík þjóni Suðurnesjum. Sjúkrahús á eftirtöldum stöðum verði hjúkrunarsjúkrahús og starfi í tengslum við heilsugæsluna á við- komandi stöðum: í Stykkishólmi, Bolungarvík, Neskaupstað, á Pat- reksfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Þessi sjúkrahús sinni einkum mót- töku og fyrstu meðferð bráðveikra, meðferð á einföldum sjúkdómstilvik- um og legu eftir sjúkrahúsdvöl. Að öðru leyti verði þar hjúkrunarrými. Miðstjórn BHMR krefst þess að atvinnuleysistryggingasjóður virði bæði rétt félagsmanna til atvinnu- leysisbóta og rétt þeirra til að vera í aðildarfélögum BHMR. í ályktun- inni segir að réttur til atvinnuleysis- bóta og jákvætt félagafrelsi séu mannréttindi sem staðfest hafi verið í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamþykktum sem ís- landi eigi aðild að. Ekki í samræmi við lögin Páll Halldórsson, formaður BHMR, segir að þessi afgreiðsla sé í hróplegu ósamræmi við nýendur- skoðuð lög um atvinnuleysistrygg- ingasjóð en í þeim hafí átt að tryggja öllum rétt til atvinnuleysisbóta og Þessum sjúkrahúsum verði framveg- is þjónað af heilsugæslulæknum. Sérfræðingar fari út í dreifbýlið Lagt er til að sérfræðiþjónusta í dreifbýli verði aukin með því að skipuleggja þangað ferðir sérfræð- inga. Nauðsynlegt sé að skapa þeim starfsaðstöðu á heilsugæslustöðvum og hjúkrunarsjúkrahúsum. Sérfræð- ingar á litlu sjúkrahúsunum sinna nú ferliverkum á viðkomandi stað. Nefndin leggur til að þessi þjónusta breytist í farþjónustu. í tillögunum er gert ráð fyrir að nokkur sjúkrahús utan höfuðborg- arsvæðisins verði efld en ekki er reiknað með að auka sjúkrahúsþjón- ustu á Reykjavíkursvæðinu í heild. Tillagan gerir ekki ráð fyrir svæðis- sjúkrahúsi með sérfræðiþjónustu á Áusturlandi heldur yrði sjúklingum vísað á sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri. Ástæður þess að ekki er lagt til að efla Sjúkrahúsið í Nes- kaupstað eru að vegna samgangna er ólíklegt að takist að beina Hér- aðsbúum í einhveijum mæli til Nes- kaupstaðar og þá er íbúafjöldi á við endurskoðun hafi einkum verið horft til þeirra sem voru sjálfstætt starfandi og því utan stéttarfélaga. „Nú virðist sem staðan sé þannig að þeir sem eru utan félaga fái bætur, sjálfstæðir atvinnurekendur og allir sem eru í stéttarfélögum öðrum en ákveðnum félögum. Við teljum að þetta sé óviðunandi rang- læti og gert til að grafa undan þess- um félögum. Réttur mannsins til atvinnuleysisbóta er ekki dreginn í efa en honum er tjáð að hann verði að segja sig úr sínu stéttarfélagi og fá úrsögnina staðfesta af félaginu til að fá bæturnar greiddar. Ég tel að þetta gangi þvert gegn öllum samþykktum um félagafrelsi og að sjóðurinn verði að afnema þessi upptökusvæði sjúkrahússins einfald- lega of lítill fyrir sjúkrahússrekstur. 700 milljónir eiga að sparast Nefndin telur að með endurskipu- lagningu sjúkrahúsaþjónustu megi spara um 700 milljónir króna á ári þegar tillögurnar eru að fullu komn- ar til framkvæmda. Nú kosti rekstur þeirra um 800 milljónum meira á ári en samsvarar meðalkostnaði við rekstur sjúkrahúsa með sömu þjón- ustu. Með breyttu hlutverki þeirra ætti að mega eyða þessum kostnað- armun með tímanum. Kostnaður gæti hins vegar aukist vegna aukinn- ar þarfar á dvalarrými og vegna aukins vaktaálags heilsugæslulækna við hjúkrunarheimili. Auk þessa kunni ferðakostnaður að aukast nokkuð. Jafnframt þyrfti að leggja fé í að byggja upp farþjónustu sér- fræðinga. Þessi kostnaðarauki yrði um 100 milljónir króna. Tillögurnar verða kynntar út um allt land á næstu tveimur vikum og tekur heilbrigðisráðherra, Guðmund- ur Árni Stefánsson, ekki afstöðu til þeirra fyrr að þeirri kynningu lok- inni. vinnubrögð hið snarasta," sagði Páll. Að sögn Páls hefur Félag ís- lenskra náttúrufræðinga sótt um aðild að atvinnuleysistryggingasjóði en verið synjað vegna þess að það hafi ekki samning við Vinnuveit- endasamband íslands. Félagið hefur gert samninga við íjölda atvinnurek- enda en þeir eru ekki allir í VSÍ. VSÍ hefur ekki viljað semja við félag- ið þannig að það hefur ekki fengið aðild að atvinnuleysistryggingasjóði. „Það skiptir þó ekki máli í þessu samhengi heldur það að samkvæmt lögum eiga allir sem unnið hafa í tiltekinn tíma rétt á atvinnuleysis- bótum verði þeir atvinnulausir,“ sagði Páll. Hvorki náðist í formann né fram- kvæmdastjóra atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna málsins í gær- kvöldi. Sjóðurinn heyrir undir heil- brigðisráðuneytið en að sögn Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra hafði málið ekki verið rætt innan ráðu- neytisins. Reglum Atvinnuleysistryggingasjóðs mótmælt Gert að segja sig úr verka- lýðsfélagi til að fá bætur FÉLAGSMANNI í Félagi íslenskra náttúrufræðinga, sem er eitt aðild- arfélaga BHMR, hefur verið neitað um bætur úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði á þeim forsendum að Félag íslenskra náttúrufræðinga sé ekki beinn aðili að sjóðnum. Manninum var tjáð að hann yrði að segja sig úr félaginu til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Miðsljórn BHMR hefur mótmælt vinnuaðferðum atvinnuleysistryggingasjóðs. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 31 Tónlistarverðlaun N orðurlandaráðs Finnskt tónskáld verðlaunað TILKYNNT var í gær að finnska tónskáldið Erik Bergman hefði hlotið tónlistarverðlaun Norður- landaráðs fyrir óperu sína Syngjandi tréð, en texti hennar eftir rithöfundinn Bo Carpelan. Verðlaunaféð nemur um tveim- ur milljónum ísl. króna og verð- ur afhent við hátíðlega athöfn 8. mars á næsta ári. Erik Bergman er fæddur árið 1911 í smábænum Nykarleby í Austurbotni. Hann lærði tónsmíðar í Helsinki en hélt til Vínarborgar, Berlínar og tónlistarakademíu Vat- ikansins til frekari náms. Hann er meðal virtustu tónskálda á Norður- Erik Bergman löndum. Syngjandi tréð er fyrsta ópera Bergmans, samin á árunum 1986 til 1988, og er efnisþráður hennar sóttur til sænskrar þjóð- sögu sem á aftur á móti rætur í fornum alþjóðlegum goðsögnum um Amor og Psyche. Af hálfu Islands sat í dómnefnd- inni Einar Jóhannesson klarinettu- leikari. Þjórsárbrú lokað- ist vegiia áreksturs Hellu. MJOLKURBILL og fólksbifreið skullu saman á Þjórsárbrú síðdegis í gær. Ekki var talið að alvarleg slys hefðu orðið á mönnum en brú- in lokaðist af þessum sökum í eina klukkustund. Að sögn lögreglunnar á Selfossi komu báðir bílarnir að brúnni á svipuðum tíma en hvorugur bílstjór- inn mun hafa ætlað að víkja fyrir hinum með þeim afleiðingiim að bílarnir skullu saman rétt austan við miðja brúna. Farþegi í fólksbíln- um kvartaði um eymsli í baki og var fluttur í Sjúkrahúsið á Selfossi. Fólksbifreiðiin skemmdist mjög mikið og var óökufær og þónokkurt tjón varð á mjólkurbílnum. 40—50 bílar voru tepptir beggja vegna brúarinnar, að sögn lögregl- unnar á Selfossi, og tók um eina klukkustund að opna hana aftur. Lögreglan segir nokkra árekstra verða árlega af þessum sökum á Þjórsárbrúnni, menn fari ekki nógu varlega að brúnni og séu ekki til- búnir að víkja nógu tímanlega. A.H. Kosningar um sameiningn sveitarfélaga Ungnr Króati óskar eftir dvalarleyfi hér Kveðst í lífshættu í heimalandi sínu GORAN Nlkolic, 23 ára gamall Króati, hefur óskað eftir dvalarleyfi á Islandi tímabundið eða til langframa á þeim forsendum að líf hans sé í hættu í heimalandinu. Nikolic kom hingað til lands á sunnudag í almennu farþegaflugi frá Svíþjóð þar sem hann hefur dvalist undanfar- ið hálft annað ár meðan fjallað var um ósk hans um landvist, en stað- fest var í gær af flóttamannaskrifstofu Sænsku kirkjunnar að honum hafi verið vísað brott frá Svíþjóð með úrskurði frá 19. október sl. Skýrsla var tekin af Nikolic hjá Útlendingaeftirlitinu á mánudag og send til dómsmálaráðuneytisins þar sem mál hans er nú í athugun. Nicholic er frá Vojvodina í fyrrum Júgóslavíu og sótti hann um hæli í Svíþjóð fyrir nokkru. Þar var honum veitt aðstoð hjá presti í sænsku kirkj- unni sem hefur ásamt öðrum kirkju- deildum á Norðurlöndum veitt flótta- mönnum aðhlynningu. Við komuna til landsins leitaði hann strax ásjár Biskupsstofu og útvegaði Sr. Þor- bjöm Hlynur Árnason, biskupsritari, honum húsaskjól og hefur aðstoðað hann við að kynna mál sitt í íslenska stjórnkerfinu. Villti á sér heimildir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis.- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að Nikolic hafi villt á sér heimildir við komuna til landsins með því að Segjast vera Svíi, en samkvæmt samningi milli Norðurlanda er íbúum þeirra ekki skylt að bera vegabréf í ferðum milli landanna. Þorsteinn segir óvíst hvenær niðurstöðu sé að vænta frá ráðuneytinu. Hann segir að ef eitthvað sé að marka reynsluna af frændum okkar á hinum Norður- löndum telji hann ekki mjög trúverð- ugt að þeir séu farnir að senda fólk til átakasvæða þar sem það er í raun- verulegri hættu. „Ég tek öllum slík- um fregnum með mikilli varúð þang- að til ég hef eitthvað haldbetra til að meta,“ segir Þorsteinn. Eftir úrskurð sænskra yfirvalda um brottvísun Nikolic stóð til að flytja hann aftur til Vojvodina en sænsk stjórnvöld líta ekki svo á að það sé stríðsátakasvæði. Vojvodina var sjálfstjórnarhérað sem Serbar innlimuðu fyrir tæpum tveimur árum, og er það mestmegnis byggt Serbum og fjölmennum ungverskum minnihluta sem neyddur hefur verið til að gegna herskyldu. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorbjörn Hlynur að Nikolic líti svo á að líf sitt sé í hættu í Vojvodina, einkum þar sem hann hefur neitað að gegna her- skyldu, auk þess að tilheyra króatísk- um minnihluta. „Ég hef fengið upplýsingar frá mannréttindaskrifstofu Kirknasam- bands Evrópu sem telur að það sé óheimilt að flytja menn nauðuga til þessara svæða, og vísar hún í álykt- anir frá Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna og Amnesty Internat- ional þar að lútandi," segir Þorbjörr, Hlynur. Félagsmálaráðherra um sameiningu Ottast tvenns kon- ar sveitarfélög Kynningin kostar 25-30 milljónir kr. SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagðist á þingi í gær telja óeðlilegt að fé væri veitt úr ríkissjóði til þess að hafa áhrif á skoðanamyndun fólks, en komið hefði fram að 25-30 milljónir króna væru veittar úr ríkissjóði með einum eða öðrum hætti í áróð- ur fyrir sameiningu sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra sagðist ekki telja þessa upphæð háa með tilliti til þess mikilvæga máls sem væri sameining sveitarfélaga. Þetta væri ekki nema brot af því sem kynn- ing spariskírteina hefði kostað I fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnar Grímssonar, en sig minnti að sá kostnaður hefði verið á bilinu 500-600 milljónir króna. Kosningar um sameiningu sveitarfélaga fara fram á laugardag. Svavar sagðist telja eðlilegt að stjómvöld notuðu fjármuni til þess að kynna staðreyndir og fram- kvæmdaatriði í stjórnkerfinu, en óeðlilegt að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks. „Ég tel að uppsetn- ing mála af hálfu félagsmálaráðu- neytisins í þessu efni sé hættuleg og óeðlileg og geti orðið þeim mikil- væga málstað sem menn bera upp í þessu máli til verulegs ógagns.“ Hann sagðist einnig telja þá yfírlýs- ingu félagsmálaráðherra á fundi í Keflavík á þriðjudagskvöld að ef menn samþykki ekki sameiningu sveitarfélaga verði lögþvingun næsta skrefíð ósmekklega. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að kynning á sameiningu sveitarfélaga væru í höndum umdæmanefndar og sam- ráðsnefndar þannig að félagsmála- ráðuneytið hefði ekki afskipti af því. Jóhanna sagðist ítrekað hafa sagt að hún myndi ekki hafa frum- kvæði að því að leggja til lögþvingun varðandi sameiningu sveitarfélaga. Hins vegar hefði hún vakið athygli á því að sameining sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum hefði ekki gengið eftir nema með lögþvingun. JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að krafan um lög- þvingun muni fá aukinn byr náist lítill árangur í kosningum um samein- ingu sveitarfélaga á laugardag. Ætti það ekki síst við ef þátttaka yrði lítil. Jafnframt óttast ráðherra að hér á landi geti þróast tvenns konar sveitarfélög, annars vegar þau sem taka að sér stóra og viðamikla mála- flokka og hins vegar þau sem verða háð miðstjórnarvaldi ríkisins í fjár- mögnun og þjónustu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi að engar fyrirætlanir væru uppi um Iögþvingun, en ef þessi sam- einingartilraun mistakist sé ljóst að ekki verði af áformum um að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga að svo komnu. Fyrrnefnd ummæli félagsmálaráð- herra komu meðal annars fram í máli ráðherrans á fundi um sameiningu sveitarfélaga sem haldinn var í Kefla- vík í fyrrakvöld. Jóhanna sagðist treysta fólkinu í landinu til að nýta af framsýni það lýðræðislega fyrir- komulag sem kosningarnar á laugar- dag bjóða upp á. Staðreyndin væri sú að íslendingar væru langt á eftir öðr- um Norðurlandaþjóðum í sameiningu sveitarfélaga. „Verulegur árangur í stækkun sveitarfélaga hefur ekki náðst á Norðurlöndum nema í kjölfar lagasetningar og það ákveðið ofan frá hvaða sveitarfélög skuli sameinast en þó hafa þau yfirleitt haft umsagnar- rétt,“ sagði ráðherra. Taldi Jóhanna að flestir gerðu sér Ijóst að sameining sveitarfélaga yrði ekki stöðvuð. Spurningin væri sú hvernig hún færi fram og hversu hratt. Fjárhús í Miðdal rústir einar eftir óveðrið í fyrrinótt Þakið fauk í einu lagi 100-150 metra yfír veg FJÁRHÚS á bænum Miðdal í Kjós fauk í óveðrinu í fyrrinótt og eru rústir einar eftir af þessu 200 kinda húsi. 80 kindur sem komnar voru á hús voru í fjárhúsinu og 14 kvígur og varð þeim ekki meint af en hefur þeim nú verið komið fyrir á nálægum bæjum. Guðmundur H. Davíðsson, bóndi I Miðdal, segir að þak húsins virðist hafa fokið í heilu lagi yfir hlöðu, án þess að rekast í risið, og um 100-150 metra yfir veg og upp í brekku þar sem það splundraðist. Guðmundur telur sig hafa orðið fyrir a.m.k. 1-lA milljónar króna Ijóni. „Eg uppgötvaði þetta ekki fyrr en um morguninn. Ég hafði þá lokið morgungegningum í fjósinu og fór að gá til veðurs og sá þarna í ljósa- skiptunum að eitthvað einkennilbgt hafði gerst. Þegar ég hafði jafnað mig eftir sjokkið sá ég að það voru rústir einar eftir af fjárhúsinu,“ sagði Guðmundur. Kindurnar rólegar í rústunum Hann sagði að kvígurnar sem voru í húsinu hefðu sjálfar komið sér út en kindurnar hefðu verið rólegar inni í rústunum. Svo virtist sem þak- ið og efri hluti hússins hefði fokið í heilu lagi því varla hefði nokkur laus spýta fallið yfir kindurnar. Guðmundur sagðist hafa fengið aðstoð frá sveitungum sínum í gær- dag til að bjarga því sem bjargað varð. Sagði hann að mjög hvasst hefði verið um nóttina en fjárhúsin hefðu sennilegast fokið í miklum hvelli sem gerði þegar vindáttin snér- ist í vestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.