Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 60
m HEWLETT PACKARD HP A I5LANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, slmi (91)671000 Frú möguleika iil veruleika MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SlMBRÉF 691191, FÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRl: llAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. SAS-þotan sem var nær lent í árekstri Flugstjórinn telur .500 metra hafa ver- ið á milli vélanna Fjölþætt sérfræðiþjón- FLUGSTJÓRI Boeing 767 þotu SAS-flugfélagsins sem flaug mjög nálægt Boeing 747 þotu Air Canada á íslensku flugsljórnar- svæði 11. ágúst sl. álítur samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá SAS í Stokkhólmi í gær, að ekki hafi verið meira en 500 metra fjarlægð á milli vélanna þegar flugferlar þeirra skárust. . Morgunblaðið/Björn Blöndal í stjórnklefa Hafdisar FLUGVIRKJAR unnu í gær við að koma árekstrarvara fyrir í Hafdísi, Boeing 757 þotu Flugleiða. Tækin hafa þegar verið sett í Svandísi og verða einnig sett í Fanndísi. Á myndinni bendir Björn V. Jónsson flugvirki á árekstrarvarann í stjórnklefa Hafdísar. Arekstrarvari settur í þijár þotur Flugleiða um að hækka tafarlaust flugið. Telur flugstjórinn að vélamar hafi verið í beinni flugstefnu hvor á aðra en Air Canada vélin hafi ver- ið um 500 metra fyrir neðan SAS- vélina þegar þær mættust. Rétt viðbrögð Samkvæmt skýrslu flugslysa- nefndar var röð mistaka hjá ís- lensku flugumferðarþjónustunni ástæða' þess að breiðþoturnar flugu of nálægt hvor annarri 11. ágúst. Skýrslan hefur verið send til SAS og Air Canada og að sögn talsmanns SAS staðfestir niður- staða hennar að SAS hafi á engan hátt átt sök á því atviki sem þarna átti sér stað. Viðvörunarbúnaður- inn í þotunni hafi virkað eins og til er ætlast og látið vita af yfirvof- andi hættu. Flugmennirnir hafi sýnt rétt viðbrögð og þannig kom- ið í veg fyrir að vélarnar færu of nálægt hvor annarri. Ekki tókst að fá viðbrögð við skýrslu flug- slysanefndar hjá talsmönnum Air Canada í gær. Að sögn Sigurðar Geirssonar, forstöðumanns húsbréfadeildar, ei áætlað að í þessum mánuði verð: afgreiddar um 300 umsóknir um húsbréf fyrir 900 millj. kr. húsbrél úr þessum flokki þar sem húsbréí voru gefin úr fyrir 2 milljarða króna. Sigurður sagði að ekki hefði orðið vart við fjölgun umsókna unn húsbréfalán eftir vaxtalækkunina. Ekki lágu fyrir í gær tölur uni UNNIÐ er að því að setja nýja sjálfvirka ratsjá, svokallaða árekstrarvara, í þrjár Boeing 757 þotur Flugleiða en frá og með næstu áramótum verður öllum þær fjárhæðir sem afgreiddar hefðu verið úr hinum nýja flokki eftir að afgreiðsla hófst en Sigurður sagði að ekki hefði verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða og aðeins nokkr- ar umsóknir. Sigurður Geirsson sagði að eftir mánaðamót yrði ljóst hvort framkomnar vaxtalækkanir hefðu í för með sér aukna ásókn í greiðslumat í bönkum og sparisjóð- um. farþegavélum sem koma inn á bandarískt flugsvæði skylt að hafa slíkan búnað vegna krafna um aukið flugöryggi. Árekstrar- vari segir flugmanni hvort aðrar flugvélar eru í nánd, hvaða hætta er á árekstri og varar flugmann við, ef þörf krefur. Kostnaður við að setja búnaðinn upp er um 14 milljónir króna á hverja vél. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, eru Boeing 757 þotumar nú í skoðun í flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli og var ákveðið að nota tækifærið og koma þessum búnaði fyrir í vélunum um leið. Einar sagði að þegar vélamar vom keyptar hafi við frágang verið gert ráð fyrir að árekstrarvarar yrðu settir í þær og því væri kostnaður við að koma búnaðinum fyrir minni en ella hefði orðið. Varar við hættu Árekstrarvarinn nemur og endurs- endir geisla ef aðrar flugvélar eru í nánd og varar flugmenn við árekstr- arhættu á sérstökum tölvuskjá, sem gefur einnig til kynna með hljóð- merki hversu mikil hætta er yfirvof- andi og til hvaða aðgerða flugmenn- irnir eigi að grípa. Hafa tækin þeg- ar verið sett í Svandísi en mikil vinna er við að koma þeim fyrir að sögn flugvirkja. Setja þarf innfelld loftnet bæði ofan á og undir bol hverrar flug- vélar og þurftu flugvirkjamir að losa stjómborðið út úr vélinni til að koma árekstrarvaranum og tölvuskjánum fyrir. Byijað að afgreiða hús- bréf með 5% vöxtum AFGREIÐSLA úr nýjum flokki húsbréfa, 3. flokki 93, sem bera 5% vexti hófst í gær hjá Húsnæðisstofnun ríkisins en húsbréf hafa ekki verið afgreidd frá því ríkisstjórn og Seðlabanki tilkynntu markaðsað- gerðir sínar til vaxtalækkunar. Ávöxtunarkrafa þessa nýja flokks var 5,65% á Verðbréfaþingi íslands í gær og kaupgengi 94,28 sem jafngildir rúmlega 7% afföllum. Árekstravari í SAS-þotunni var- aði flugstjórann við að flugvél Air Canada nálgaðist áður en hann gat séð hana með berum augum og gaf flugstjóranum fyrirmæli Símtöl til útlanda Allt að 52% dýrari í gegnum 09 Símtöl til útlanda eru allt að 52% dýrari í gegnum 09 en ef hringt er beint til út- landa í sjálfvirka kerfinu, samkvæmt verðkönnun Daglegs lífs. I ódýrasta verðflokknum, sem eru símtöl til Danmerkur, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands, kostar mínútan í sjálfvirka kerfinu 58 kr. á móti 88 kr. í handvirka kerfínu. í næsta verðflokki fyrir ofan, sem eru símtöl til Finnlands og Hollands, kostar mínútan 61 kr. ef hringt er beint og 91 kr. með aðstoð 09. Alls eru gjaldflokkar Pósts og síma til útlanda átta talsins og nemur gjald fyrir handvirka þjónustu 30 kr. á mínútu í öllum flokkum nema þeim áttunda, en í þeim flokki er afgreiðslugjaldið 60 kr. Að auki er aldrei afgreitt styttra en þriggja mínútna samtal til útlanda í gegnum 09 þó talað sé í mun skemmri tíma. „Með því er m.a. verið að hvetja fólk til þess að nota sjálfvirku þjónustuna meira enda er hún mun ódýrari,“ segir Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Pósti og síma. Sjá „Verðkönnun vikunn- ar“ á bls. 26. usta á 4 sjúkrahúsum Morgunblaðið/Júlíus Lenti í skrúfu VINNUHÓPUR um sjúkrahúsmál, sem starfað hefur á vegum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins frá því í apríl 1992, kynnti tillögur sínar í gær. Þær gera m.a. ráð fyrir að aðeins sjúkrahúsin í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi veiti fjölbreytta sérfræðiþjónustu. Tillögurnar eru byggðar á upp- lýsingum um notkun sjúkrarúma á öllum. almennum sjúkrahúsum á landinu á árunum 1989—91. í þeim kemur í ljós að sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu taka við mikl- um fjölda sjúklinga af landsbyggð- inni, jafnvel þótt þeir gætu notið þjónustu í heimabyggð. Rekstur minnstu sjúkrahúsanna er óhag- kvæmur og verður þeim mörgum breytt í hjúkrunarsjúkrahús sem þjónað verður af heilsugæslulækni. í tillögunum var tillit tekið til nálægðar við höfuðborgarsvæðið og samganga, þ.e. frá hvaða stöðum erfítt getur reýnst að koma sjúkl- ingum á sjúkrahús í Reykjavík. Á þeim stöðum á að efla sjúkrahús. Dæmi um þetta eru ísafjörður og Vestmannaeyjar. Lagt er til að sérfræðiþjónusta í dreifbýli verði aukin með því að skipuleggja þang- að ferðir sérfræðinga, sjúkrahúsum í Reykjavík verði fækkað, sérhæf- ing þeirra aukin og hjúkrunarrým- um fjölgað. Lagt er til að sérfræði- þjónusta verði byggð upp í náinni samvinnu á tveimur sjúkrahúsum, Landspítala og Borgarspítala. Sjá: „Sjúkrahús verði færri.. bls. 31. flugvélar og lést 25 ÁRA gamall starfsmaður íslandsflugs beið bana þegar hann lenti í skrúfu Domier-vélar félagsins sem verið var að búa til brottferðar á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Slysið ertil rannsóknar hjá Rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík og flugslysanefnd og var sú rannsókn skammt á veg komin í gærkvöldi. Tildrög þess eru ekki að fullu ljós en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins virtist sem maðurinn hefði verið að taka úr sambandi rafmagn- skapal sem gefíð hafði vélinni start þegar slysið varð. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.