Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 SJONARHORN Börn þurfa stuðning for- eldra við að ná þroska Mikilvægi þess að segja „nei“ í uppeldi barna o g unglinga Uppeldi barna er mikilvægasta starf foreldra og því fylgir mikil ábyrgð. Flestir leggja þeir sig fram en finna oft til óörygg- is, ekki síst vegna margra misvisandi kenninga um uppeldi og aga sem settar hafa verið fram í gegnum árin. Nú þegar margir telja að sumar hinna fjölmörgu uppeldiskenninga hafi ekki skilað þeim árangri sem búist hafði verið við, eru „gömlu gildin“ hafin til vegs og virðingar á ný, eins og komið hefur fram í mörgum ritum um uppeldismál að undanförnu. Ein slík grein, í formi frétta- með eyðni, fíkniefnum og kynlífí bréfs, hefur verið gefín út af Brown University. Höfundurinn, Brian C. Hayden aðstoðarprófess- or í sálfræði við sama skóla, tekur á mörgum mikilvægum þáttum og gefur foreldrum hagnýt ráð. Hann útskýrir mikilvægi orðsins „nei“ í uppeldinu, hvernig það skuli notað og hvers vegna. Agi hjálpar börnum til þroska Hayden segir m.a að það sé fullkomlega eðlilegt og beinlínis skylda foreldra að segja „nei“ við börn sín a.m.k. af og til, - sérstak- lega við unglinga. Því fyrr sem foreldrar byija á því, þeim mun betra. Yfirveguð notkun á orðinu „nei“ hjálpar bömum til að þroska tilfinningu fýrir sjálfsaga og ábyrgð, sjálfstrausti og hæfni. í orðinu „nei“ er ijölmargt já- kvætt. Á meðan „nei“ fékk á sig slæmt orð á tíma stjórnleysis, eft- irlátssemi og sjálfsdýrkunar á sjö- unda og áttunda áratugnum, nýt- ur það nú virðingar á ný hjá for- eldrum og sérfræðingum í uppeld- isfræðum sem takast á við uppeld- ið og grípa það sem akkeri á þess- um óvissutímum. * Hið óhefta viðhorf til úppeldis sem einkenndi síðustu 20 árin eru ekki lengur verjandi, segir höfund- ur, og sennilega hafi hið lausbeisl- aða uppeldi aldrei verið heppileg leið. Heimurinn í dag er brotinn upp í flókin félagsleg umhverfí og of mörgum freistingum sem ungmenni hafi engan þroska til að takast á við. Til viðbótar við þetta menningarlega öngþveiti eigi þau samhliða í baráttu við breytingar sem eiga sér stað í þeirra eigin líkama. Börn þurfa skipulag og festu Afleiðing þessara erfiðu að- stæðna er sú, að böm leita eftir skipulagi og festu í umhverfi sínu. „Nei“ frá foreldrum getur hjálpað til að setja nauðsynleg mörk og jafnvel þó að takmörkunum sé oft mætt með hávaða og mótmælum eru þau samt vel þegin. „Nei“ er akkeri og nauðsynleg fyrirstaða sem börn láta reyna á þegar þau læra að verða sjálfstæðir einstakl- ingar. Frá þeirri reynslu kemur hæfileikinn til að hugsa vandamál- in til enda og komast að skynsam- legri niðurstöðu. Þörfin fyrir „nei“ er alltaf til staðar, en er sennilega mikilvæg- ust fram á táningaárin. Á 11-13 ára aldrinum eru börn að fara í gegnum mjög afdrifaríkt þroska- skeið, þau eru að snúa frá mjög eigingjörnu viðhorfi til umheims- ins og byrja að takast á við hug- mynd að eigin sjálfsímynd og sjálf- stæði. Innri friður hefur raskast og sterk þörf verður fyrir nálægð, en jafnframt er óvissa um hve náið sambandið eigi að vera. Þetta er oft mjög erfitt tímabil, barnið leitar tengsla við foreldra sína en hafnar þeim síðan kröftug- lega sem skerðingu á sjálfstæði sínu. Tjáskipti foreldra og barna auðveldar lausn vandamála Þessi breyting frá eigingjörnum viðhorfum til um- heimsins er upp- hafíð að því að böm fara að hugsa rökrétt og velta fyrir sér eigin hugmyndum. Umheimurinn er nú skoðaður frá mörgum sjón- arhornum. Þegar verið er að vega og meta afleiðingar og valkosti frá hinum ýmsum hliðum geta sam- ræður á milli foreldra og ung- menna verið mjög átakamikil reynsla fyrir báða aðila. En slík tjáskipti bjóða upp á nauðsynlegt mótvægi gegn raunverulegum vandamálum ungmenna á þessu þroskaskeiði og vonbrigða sem verða þegar þau hafa ekki réttu svörin. Þetta tekur mið af því að þau vilji ræða málin yfirleitt. Þegar þau svo komast á táningaskeiðið verða þessi - sjálfstætt hugsandi - ungmenni oft tryggir fylginautar þeim siðum og venjum sem ríkja í hópnum. Þau hafna því að vera háð foreldrum sínum og heimili fyrir það sem þau kalla „frelsi" en er í raun eins konar ánauð sem stjórnað er af kunningjahópnum. Ungmenni leita eftir leiðsögn Jafnvel þó að ungmenni geti séð hin ýmsu sjónarhorn, sjá þeir að- eins eitt - þeirra eigin og kunningj- anna - sem hið eina rétta. Hvað sem foreldrar segja er hafnað, formlega, á meðan ungmennin, sem eru að reyna að móta tilfinn- ingu fyrir eigin hæfileikum og sjálfsöryggi, lýsa yfir að sjálf geti þau tekið sínar eigin ákvarðanir og sett sín eigin mörk. Það er oft á þessu stigi sem „Nei“ er ná- kvæmlega það sem þau eru að biðja um og þurfa að heyra. Þrýst- ingurinn sem þau geta þurft að laga sig að getur verið mjög óþægilegur og því getur „nei“ frá foreldrunum gefíð ungmennum tækifæri til að halda andlitinu með því að kenna foreldrunum um. Það hjálpar þeim einnig til að íhuga vel ástæðuna fyrir því að þau fengu þetta neikvæða svar. „Nei“ hjálpar þeim að aðgreina sig bæði frá foreldrum og kunningjum. „Nei“ hjálpar til að styrkja sjálf- stæðið. Til er bæði rétt aðferð og röng við að segja nei Til er bæði rétt leið og röng leið við að nota hið sterka orð „nei“. Ungmenni geta virt settar takmarkanir, hvort sem þeir við- urkenna það eða ekki, en þeir virða ekki „nei“ þegar það er sagt í bræði eða er notað sem handa- hófskennd refsing. Það fer ekki hjá því að ung- menni geta ögrað foreldrum sínum meira en svo að rökfastar samræð- ur dugi. Á slíkum stundum er mun mikilvægara fyrir foreldra að ganga í burtu um tíma, á meðan reiðikastið er að hjaðna, en að fara út í skammir. Það er auðvelt fyrir ungmenni að hafna reiðinni sem markleysu. En að hafna „nei-i“ sem sett er fram á rólegan yfirvegaðan hátt er raunverulega ekki mögulegt, jafnvel þó að það valdi óþægindum. Einnig er mjög mikilvægt að foreldrar séu tilbúnir að viður- kenna að stundum hafi „nei“ þeirra verið ranglátt. Það á þó ekki að gefa til kynna óákveðni. Skýr fyrirmæli, skynsamlega framsett eru mjög 'mikilvæg. Það á einnig við tækifæri og vilja til málamiðlunar. Með því að gera það veita foreldrar börnum sínum mikinn stuðning. Þegar ungmenni verða yfirgangssöm í afstöðu sinni, og foreldrar bjóða upp á möguleika á endurskoðun fyrri ákvarðana, gera þeir ungmennum mögulegt að láta af kreddum og taka þess í stað lýðræðislegri og ábyrgðarmeiri afstöðu. Festa og sanngirni stuðlar að sjálfstæði einstaklingsins Góð gagnkvæm tjáskipti stuðla að góðri sjálfsímynd, unglingar þarfnast þess að hlustað sé á þá, hversu kenjóttir og erfiðir sem þeir eru í samskiptum. Ákveðin mörk verða að vera skýr. Foreldr- um sem setja engin mörk verður hafnað af börnum sínum sem áldr- ei lærðu að móta sínar eigin tak- markanir. Höfnun getur einnig orðið örlög foreldra sem leita eftir því að verða bestu vinir ungling- anna. Að vera of skilningsríkur er ógnvekjandi, það raskar barátt- ur unglinganna við að greina á milli þess að vera öðrum háður og sjálfstæðis. Foreldrar sem nota „nei“ sem hluta af vel ígrunduðu siðferðislegu gildismati eru fyrir- myndin í uppeldisstarfínu. M. Þorv. J>. S Lattu fagmaiuiíim vmna verkið SAMTÖK IÐNAÐARINS y#*f4Ái'éÉÍi-h'ifm AÍÉ m ■ Athugasemdir vegna fréttar um LÍN ÞORSTEINN Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs Háskóla Islands og vara- maður í stjórn LÍN, hefur óskað eftir birtingn á eftirfarandi at- hugasemd: Haft er eftir Gunnari Birgis- syni, stjórnarformanni LÍN, að hlutfall þeirra sem skila fullri námsframvindu hafi hækkað úr 30%, þegar eldri reglur giltu, og farið í 64% í ár. Þessi fullyrðing er ekki rétt þar sem árið fyrir breytingar voru flestir nemar sem eru í meistara- og doktorsnámi skráðir með 75% námsframvindu en eru nú skráðir með fulla náms- framvindu þrátt fyrir að náms- framvinda þeirra hafi ekki breyst. Námsframvinda laga- og lækna- nema við Háskóla íslands er nú skráð hjá LÍN sem fullnægjandi en var áður aldrei skráð sem slík. Samanburður á námsframvindu skólaársins 1991-92 og síðasta skólaárs er því með öllu ómark- tækurg þetta veit Gunnar Birgis- son mætavel enda hafa starfs- menn sjóðsins staðfest að svo sé. Gunnar segir í fréttinni að með- gjöf ríkisins með námslánum, sem felst í lægri vöxtum (3% vextir umfram vísitölutryggingu) en al- mennt fáist í bankakerfinu, sé nú um 1.700 milljónir. Hið rétta er að hún er nær 800 milljónum. Og þá er ekki tekið tillit til þess að á'iifey áá wwtáwwM mwsMmm mwmmrm námsmenn þurfa að greiða tæp- lega 20% vexti i bankakerfinu meðan á námi stendur vegna eft- irágreiðsluákvæðis laga um LÍN. Gunnar segir einnig að náms- mönnum hafi ijölgað í haust en lánþegum fækkað. Pjölgun náms- manna á íslandi skýrist af því að í fyrsta skipti nú í haust fá náms- menn ekki lán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanám (under- gratuated) erlendis og fara þeir því í annað háskólanám hér heima. Þetta kemur mjög vel fram í tölum LIN um fjölda námsmanna erlend- is en þeim hefur fækkað verulega. Eins hefur áhrif á fjöldann að ár- gangamir sem nú eru í námi eru stærri en áður, þ.e. ungu fólki hefur fjölgað. Einnig hefur það áhrif að atvinnuleysi er meira nú en verið hefur um Iangan tíma. Það sem aftur á móti skiptir mestu máli í þessu sambandi er að einstæðum mæðrum og barna- ■ SKÁKÞING ÍSLANDS 1993 - Drengja- og telpnaflokkur. Keppni í drengja- og telpnaflokki (fædd 1978 og síðar) verður dag- ana 19.-21. nóvember nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfí og er umhugsunartími 40 mín. á skák fyrir keppanda. Ef næg þátttaka fæst verður sérstak- ur telpnaflokkur, annars verður hafður sami háttur og undanfarin fólki sem lánþegum hefur fækkað um u.þ.b. 35% og má ætla að stærstur hluti þeirra hafí hætt námi enda erfítt sjá aðrar leiðir fyrir þetta fólk til að fjármagna sitt nám. Miðað við þann fjölda námsmanna sem leitað hefur til Stúdentaráðs er ljóst að mikill fjöldi námsmanna hefur hrökklast frá námi vegna breyttra laga og reglna um námslán. Mjög athyglisvert er að sjá að Gunnar Birgisson tekur í raun undir það sem fulltrúar náms- manna hafa haldið fram, að endur- greiðsluhlutfall námslána sé allt of hátt. En hann segir í þessari frétt að námsmenn séu hættir að taka námslán vegna þess að það minnki verulega möguleika þeirra á að eignast húsnæði í framtíð- inni. Stjórnvöld ættu því nú þegar að endurskoða lögin um LÍN áður en framtíð ungs fólks er stefnt í frekari hættu. ár. Umferðataflan er þannig: Föstudagur 19. nóvember kl. 19-23 1., 2. og 3. umferð, laugar- dagur 20. nóvember kl. 13-18 4., 5. og 6. umferð og sunnudagur 21. nóvember kl. 13-18 7., 8. og 9. umferð. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald er 800 kr. Innritun fer fram á skák- stað föstudaginn 19. nóvember kl. 18.30-18.55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.