Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Nýtt framboð vegna sveitarstjórnarkosninga í Eyjafirði undirbúið Telja doða o g seinagang ríkja í málum sveitarinnar Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. NÝTT framboð til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar í komandi kosn- ing’um næsta vor hefur litið dagsins yós. Að því stendur hópur fólks, sem ekki er sáttur við núverandi sveitarstjórn og telur seinagang og doða hafa ríkt í málefnum sveitarfélagsins. Að núverandi sveitar- stjórn standa tveir listar, N-listi, sem hefur tvo menn, og E-listi, sem fékk fimm menn kjörna, en hann var myndaður með efstu mönnum úr fyrrverandi hreppunum þremur sem sameinaðir voru í Eyjafjarð- arsveit á sínum tíma. ----------------------------------- „Okkur þykir nauðsynlegt að stjórnunarháttum sveitarfélagsins verði breytt frá því sem nú er, þann- ig að upplýsingaflæði milli yfír- stjómar sveitarfélagsins og íbúa þess verði öflugt enda slíkt eðlilegt og að réttur íbúanna til að hafa áhrif hveiju sinni verði virtur. Einn- ig er nauðsylegt að okkar mati að fyrir liggi í byijun hvers kjörtíma- bils stefnumarkandi áætlun um æskilega þróun næstu árin í helstu málefnum sveitarinnar eins og kveðið er á um í lögum. Jafnframt viljum við að íbúum gefíst kostur á að kynna sér þessa áætlun ítar- lega og að sveitarstjóm haldi fund vegna þessarar áætlunar og loks að íbúum verði tryggður sjálfsagður réttur til að hafa áhrif á endanlega starfsáætlun sveitarstjómar. Við hörmum þann seinagang sem nú virðist ríkja hjá núverandi sveitar- stjóm í afgreiðslu sumra mála sem Spilastofa í Hofsbót SPILASTOFA Happdrættis Há- skóla íslands á Akureyri verður í Hofsbót 4 og þar er nú unnið af krafti við undirbúning fyrir opnun hennar. Alls koma rúmlega 30 spilavélar norður, þijár verða settar upp í Sælu- húsinu á Dalvík en aðrar verða á Akureyri. í spilastofunni í Hofsbót verða 15 vélar en hinar verða í Sjal- lanum og á Hótel KEA. Gísli Jóns- son umboðsmaður Happdrættis Há- skólans á Akureyri sagði að mikið væri spurt um hvenær yrði opnað og greinilegt að margir sýndu þessu máli áhuga. Mikael M. Karlsson flytur fyrirlestur MIKAEL M. Karlsson dósent í heimspeki við Háskóla íslands flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi laugar- dag, 20. nóvember. Hann nefnist: Um alhæfar forskriftir og sérhæf- ingar. Fýrirlesturinn fjallar um tvær teg- undir af forskriftum (normum), al- hæfar og sérhæfar og sambandið milli þeirra. í daglegu lífí lætur mað- ur í ljósi alhæfar forskriftir með al- gildum reglum eins og reglunni um að aldrei megi svipta menn lífinu. Sambandið á milli slíkra reglna eða forskrifta og einstakra ákvarðana eða sérhæfðra forskrifta er ekki eins einfalt og virðast kann í fyrstu. í þessum lestri ætlar Mikael að skýra hvemig best er að skilja það sam- band. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 24 í aðalbyggingu Háskólans á Akureyri og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning.) m.a. snúa að samskiptum sveitar og ríkis. Teljum við brýnt að vakn- að sé af þessum framkvæmdadoða og tekið á málum af meiri festu en verið hefur,“ sögðu Egill Öm Amarson og Kristján H. Theodors- son í samtali við fréttaritara. Undirbúningsvinna að hefjast Að framboðinu stendur hópur áhugamanna um málefni sveitarfé- lagsins, sá sami og í byijun mánað- arins stóð fyrir borgarafundi um þessi mál. A fundinum var sam- þykkt mótatkvæðalaust áskorun til sveitarstjómar um að halda opinn fund fyrir íbúana innan tveggja vikna, en að sögn Egils og Krist- jáns hefur sveitarstjórn ekki séð ástæðu til að virða þá ósk. Undirbúningsvinna við stefnu- mótun framboðsins í einstökum málaflokkum hefst í lok þessa mán- aðar og verður að sögn Egils og Kristjáns leitast við að fá til starfa alla þá íbúa sveitarinnar sem telja að breytinga sé þörf á núverandi yfírstjóm sveitarfélagsins og þá ekki síst starfsháttum hennar. Þeir Kristján og Egill vildu hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til að taka höndum saman um þetta nýja fram- boð og verða þeim samferða inn í nýja tíma, tíma þar sem ötullega verður unnið að því að tryggja breytingu til batnaðar. „Að okkar mati er enginn íbúi í þessari ágætu sveit svo lítils virði að það taki því ekki að heyra hvað hann hafí til málanna að leggja, því þegar upp er staðið eigum við öll sameiginlegra hagsmuna að gæta,“ sögðu Kristján og Egill, og vildu í lokin taka fram að þrátt fyrir að margt hafi aflaga farið í störfum sveitarstjórnar beri að þakka henni það sem vel hafí verið gert. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjör á skautasvellinu SKAUTASVELLIÐ á Akureyri var opnað í síðustu viku og hafa fjöl- margir nýtt sér tækifærið og rennt sér þar á skautum. Svellið er opið fyrir almenning frá kl. 13 til 16 daglega og eins á kvöldin auk þess sem félagar í Skautafélagi Akureyrar æfa þar stíft. Nokkrar endurbæt- ur hafa verið gerðar umhverfls svellið og þær standa enn yfír. Vörður styður sam- einingu sveitarfélaga STJÓRN Varðar FUS samþykkti á stjórnarfundi á þriðjudag ályktun um sameiningu sveitar- félaga. „Stjóm Varðar FUS skorar á ungt fólk að mæta á lqorstað næst- komandi laugardag og greiða at- kvæði með tillögu umdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Óflug sveitarfélög á landsbyggð- inni em nauðsynlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Með L sterkri sveitarfélögum skapast grundvöllur fýrir aukinni valddreifingu og auknu sjálfstæði þeirra. Næstkomandi laugardag gefst kjósendum kostur á að styrkja stöðu heimabyggðar sinnar með því að segja já við sameiningu. Vörður skorar sérstaklega á ungt fólk að nýta atkvæðisrétt sinn og stuðla þannig að tryggri framtíð," segir í ályktun Varðar. S9 ENGIN HUS ÁN HITA Pexrör með súrefniskápu til vatnslagna, í geislahitun, og miðstöðvarlagna. mm Verslið viö fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 SKEMMTANIR MSPILABORGIN er ný hljóm- sveit sem hafið hefur störf í Reykjavík. Á efnisskrá hljóm- sveitarinnar eru gömul og góð djasslög og blús í bland við þau. Einnig er á dag- skránni frumsamið efni en það er gítarleikari hljómsveit- arinnar sem hefur veg og vanda af þeim tónsmíðum. Hljómsveitina skipa: Ásdís Guðmundsdóttir, söngur, George Grossman, gítar og söngur, Pétur Kolbeinsson, bassi og Guðjón B. Hilmars- son, trommur. Ásdís, George og Pétur störfuðu saman í hljómsveitinni Kandís sl. vet- ur. Spilaborgin leikur á Café Torgi við Lækjartorg á föstu- dags- og laugardagskvöld frá kl. 10-1. MHLJÓMSVEITIN BLACKO- l/Tleikur á fimmtudagskvöld- ið á Hressó, föstudagskvöld- ið á Kútter Haraldi, Akra- nesi, og laugardagskvöldið á Cancun. MHÓTEL ÍSLAND Á föstu- dagskvöld verður haldin í Ásbyrgi, Stór-harmoniku- dansleikur. Hljómsveitin Neistar ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur og fé- lagar úr Harmoniukufélagi Reykjavíkur halda uppi fjöri frá kl. 22-3. Á laugardags- . kvöld verður Rokk '93 og eru aðeins 3 sýningar eftir. Á laugardagskvöldum flytur hljómsveitin Freisting, dinn- értónlist fyrir matargesti frá klf" 19-22. Freistingu skipa þau Erla Gfgja Garðarsdótt- ir, Stefán E. Petersen og Arinbjörn Sigurgeirsson. MBLAEYGT SAKLEYSI leikur fyrir gesti í kvöld, fimmtudag, á Cancun. Meðlimir sveitar- innar eru Rúnar ívarsson söngvari, Baldvin Hrafnsson gítar, Bjarki Rafn trommur og Rúnar Ingi bassa. MBLÚSBARINN í kvöld, fimmtudag, skemmtir blús- dúettinn Daníel Cassiday og Kristján Guðmundsson. Að- gangur ókeypis. Föstudags- og laugardagskvöld skemmt- ir hljómsveitin Bláeygt sak- leysi. MGAUKUR Á STÖNG Af- mælisviku Gauksins lýkur á sunnudagskvöld en-veitinga- staðurinn hefur verið að halda upp á 10 ára afmæli sitt. f kvöld, fim., leika hljóm- sveitirnar SS sól, Sköilótt mús og Loðin rotta. Föstu- dagskvöld leika Eyjólfur Kristjánsson og Stjörnur hans og hljómsveitin Stjórn- in. Laugardagskvöld leika Centaur og Sniglabandið Af- mælisvikunni lýkur sunnu- dagskvöld með hátíðardans- leik í Hlégarði, Mosfells- sveit þar sem Páll Óskar og Milljónamæringarnir leika fyrir dansi. Sætaferðir eru frá Gauknum kl. 20.30-21.30 og til baka kl. 2.30-3. Á Gaukn- um sunudags- og mánudags- kvöld leikur hljómsveitin Vin- Hljómsveitin Spilaborgin. ir vors og blóma. Þriðjudag leika Synir Raspútfns og mið. og fim. leikur Svartur Pipar. MDANSBARINN Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Gammel Dansk frá Borgarnesi til kl. 3. Mat- argestir frá Mongólían Barbeque fá frían aðgang. Á fimmtudögum og sunnudög- um er Opinn mfkrafónn milli kl. 21-23. Trúbadorinn Einar Jónsson ieikur til kl. 1. MHÓTEL SAGA Föstudags- og laugardagskvöld á Mímis- bar leika félagarnir Þorvaid- ur Haildórsson og Gunnar Tryggvason. Á laugardags- kvöld verður framhaldið sýn- ingunni Er það satt sem þeir segja um landann? með Ladda og félögum. MÖRKIN HANS NÓA spilar á Cafó Amsterdam í kvöld, fimmtudag, og föstudags- og laugardagskvöld. MPAPAR leikur á veitinga- staðnum Cancun föstudags- kvöld og á Bíóbarnum á sunnudag. MROKKABILLYBAND REYKJA VIKUR leikur fyrir vestan um helgina en þetta er í síðasta skiptið sem hljómsveitin kemur vestur því hún hættir störfum um ára- mótin. Á föstudagskvöld verður hljómsveitin í Sjallan- um og í Krúsinni laugardags- kvöld. MSTJÓRNIN leikur föstu- dagskvöld á Gauk á Stöng og á laugardagskvöld í Inghóli, Selfossi. MBUBBI MORTHENS og hljómsveit halda tónleika á Tveimur vinum á sunnudags- kvöld. Leikin verða lög af nýju plötunni, Lífið er Ijúft, en hún er söluhæsta platan í dag. ■ TVEIR VINIR Rabbi og Co. er ný hljómsveit sem leikur á föstudagskvöld og á laug- ardagskvöld leikur Dr. Sáli frá Vestmannaeyjum. Bubbi Morthens og hljómsveit leika svo á sunnudagskvöld. ■ GLEÐIGJAFARNIR leika f Þotunni í Keflavík um helgina að þessu sinni með Rósu Ing- ólfs, Módelsamtökin og helstu söngperlur landsins í farteskinu. Gleðigjafarnir eru þeir Þórir Baldursson, Vil- hjálmur Guðjónsson, Finn- bogi Kjartansson og André Bachmann en hann syngur einnig með hljómsveitinni ásamt Ellý Vilhjálms og Mó- eiði Júníusdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.