Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 „Nú, ef þe£ta.er rcmgt núme.r, af runCfi Ú. cw £ hi/erju /Corebu þd á£> St/anx. i Sir/idfm., oiuiinn þinnl Nú missti ég t/kau-inn. Ást er... 11-21 uppbyggjandi TM Reg. U.S Pat Ofl.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndlcate Höfum ekki efni á að kaupa fugl i búrið ... Ég ætlaði að sleppa þér. Úr því verður ekki. Fóturinn er undir framhjólinu! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fáein orð til þingmanna að gefnu tilefni Frá Stefáni G. Sveinssyni: ÉG HLUSTAÐI á þingmálaþáttinn á laugardagsmorguninn eins og ég geri ávallt. Þar tóku til máls fjórir þingmenn og var umræðuefnið til- laga um búfjárhald og slysahættu sem af því skapast á þjóðvegum landsins. Fyrsti flutningsmaður, Steingrímur J. Sigfússon, talaði fyrstur en þrír aðrir þingmenn tóku til máls. Allir þekkja þeir til þessa máls þó að þá greini nokkuð á um það. Ég er búinn að aka bíl í hartnær fjörutíu ár og hef verið svo lánsam- ur að ég hef aldrei ekið á skepnu þar til í sumar að ég ók á kind og gat ekkert að því gert; var á hægri ferð því að ég keyri ávallt hægt, er sem sagt aldrei að flýta mér þó að það muni kannski 15 mínútum á leiðinni. Að vísu er ekki gott að fá gijóthríðina á sig við framúrakstur annarra. En ég var svo lánsamur í sumar að kind- in meiddist ekkert og bíllinn að sjálfsögðu ekki heldur. En þetta var nú útúrdúr. Ég er fæddur og uppalinn í Vopnafirði og dvaldi þar til fullorð- insára en flutti til Akureyrar haustið 1960. Faðir minn var bóndi þar lengi, bjó að sjálfsögðu með sauðfé en hestar voru auðvitað til og notaðir sem þarfasti þjónninn eins og í gegnum aldir. Nú er þetta breytt, vélarnar tóku við, hesturinn aðeins notaður í göngum og þó ekki alls staðar; menn fara á alls konar farartækjum og sumir gang- andi og ekki einu sinni skylda leng- ur að hafa hund til aðstoðar smala- mennskunni, en góðir fjárhundar smöluðu á við marga menn. Nú heitir þetta „hestasport“ og þó að ég hafi aldrei verið gefinn fyrir hesta (sá aldrei nema sauðfé sem ég hafði glöggt auga fyrir) er ég síður en svo á móti þeim. Ég á meira að segja þijá hesta sjálf- ur, eða ijölskyldan, og fer dálítið á bak þó að ég hafi ekkert gaman af því, en það er gaman að sitja góðan hest. Ég hef aftur á móti gaman af því að hirða þá vel og hugsa um þá; gæla við þá. Þá vík ég að efninu: Það vill svo til að ég þekki nokkuð vel til í Þistilfirði. Ég átti viðskipti við kyn- bótabúið í Holti og þótt faðir minn ætti gott fé langaði mig til að gera betur og með aðstoð þeirra í Holti, svo og Halldórs Pálssonar, sem var ráðunautur hjá okkur um langt árabil, þá tókst mér þetta. Mér líst nokkuð vel á tillöguflutn- ing Steingríms J., fyrrverandi ráð- herra, og er honum sammála í flestu, eins Valgerði Sverrisdóttur sem líka er þingmaður okkar. Nú, Páll Pétursson hafði mikið til síns máls, eins og hans var von og vísa, en ég var alveg í andstöðu við háttvirtan þingmann Ólaf Þórðar- son, og fer ekki meira út í það. Nú spyr ég háttvirta þingmenn: Er ekki kominn tími til að setja kvóta á hrossaeign bænda, eins og á aðrar búgreinar? Það er verið að útrýma sauðfé vegna ofbeitar. Sumir telja uppblásturinn á Hóls- fjöllum stafa af því, sem er tóm vitleysa að margra mati, en það þýðir ekki að deila við dómarann. Víða á landinu er auðvitað ofbeit í stórum stíl en ekki á Norðaustur- landi. En af hveiju stafar þá ofbeit- in; er hún eingöngu sauðfénu að kenna? Hvernig skyldi vera með hrossastóðin, bæði sunnanlands og norðan, gera þau engin spjöll? Mér er kunnugt um það að margir bændur eiga stóð svo hundruðum skiptir. Þetta gengur sjálfala oft árið um kring; ekki til hús fyrir þennan fjölda, fleygt í þetta úti þegar jarðbönn eru. Og ég hef séð svo horuð hross að vorinu á leið- inni frá Akureyri til Reykjavíkur að mér brá. Hvað gera dýravernd- unarfélög, ekki neitt? Það var kona tekin hér um árið fyrir að svelta hross við eða í húsi. Hvað var að lokum gert? Mig minnir að hún slyppi nokkuð vel, a.m.k. var hún ekki sett í steininn; oft fínnst mér þó að menn séu settir inn fyrir minna brot. Er aI- veg sama hvernig farið er með þessa blessaða málleysingja? Er ekki kominn tími til að taka á þess- um málum, hvort sem eru úti- gönguskepnur eða í húsi? Til hvers að vera með þessi stóð sem menn hafa ekkert með að gera og lítið sem ekkert upp úr? Björn á Löngu- mýri sagði eitt sinn við talningu á skepnum, sem fram átti að fara og var víst kák eitt, enda neitaði Björn að láta telja hjá sér, að hann ætti 200 kindur (og ég veit ekki hvort hann hefur átt hænu eða hund!) en hann sagðist aldrei hafa vitað hvað hann ætti mörg hross, og svo er sjálfsagt um fleiri. Svo mörg voru þau orð. Ég heyrði í Þjóðarsálinni um daginn (þessi mál hafa komið mik- ið við sögu þar síðustu daga) til- lögu frá manni sem spurði hvort ekki ætti að banna lausagöngu búfjár í skammdeginu. Hann tiltók nú að vísu hálft árið. Ég veit að þingmenn hljóta að vita þetta, sem og bílstjórar og raunar allir skyni- bornir menn, þ.e. að hættan er mest í svartamyrkri þegar hross hlaupa upp á vegkanta. Bílstjórar geta ekkert gert þótt þeir séu á hægri ferð, en þeir eru samt látnir borga brúsann. Góðir þingmenn! Hugsiði nú þessi mál. Ég treysti ykkur alveg til að leysa þau á viðunandi hátt. Vilji er allt sem þarf. STEFÁN G. SVEINSSON, fyrrverandi bóndi og fram- kvæmdastjóri. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Víkveiji er sannkallaður orða- bókaormur. Fáar bækur vekja honum meiri gleði en orðabækur. I nokkrum starfsgreinum á Is- landi hafa verið gefnar út orðabækur og sú nýjasta, sem Vík- veiji hefur undir höndum er Orða- bók prentiðnaðarins. í formála kemur fram, að þegar námsefnis- gerð hófst á vegum Prenttækni- stofnunar haustið 1991 var megnið af námsefninu þýtt úr erlendum tungumálum. Og þótt prent bygg- ist á orði, þá er orðanotkun í grein- inni mjög á reiki, erlendar slettur algengar og íslenzk orð skortir yfir fjölmörg hugtök. Hjá Prenttæknistofnun ákváðu menn að leysa vandann með því að hafa þá meginstefnu að nota íslenzk orð og þá búa til nýyrði eftir þörfum. Og eftir því sem námsgagnagerðinni miðaði áfram fjölgaði prentiðnaðarorðunum og þá fæddist sú hugmynd að safna þeim saman og gefa út. Tekið er fram, að Orðabókin komi nú út sem handrit og er lýst eftir athuga- semdum og ábendingum. Á næsta ári er svo ætlunin að bókin komi út í handhægri útgáfu. Nú er prentiðnaðurinn næsti bær við blaðamennskuna svo Vík- veiji gladdist eilítið aukalega við Orðabók prentiðnaðarins. Og svo tengd sem þessi störf eru, fer ekki hjá því, að bók prentiðnaðarins geymi orð, sem einnig eru blaða- manna. En blaðamennskan á líka sín sérstöku orð og finnst Víkveija löngu tímabært að safna þeim saman í einn stað og fara að for- dæmi prentara í þeim efnum. xxx Orðasmíð hefur alltaf verið list með íslendingum. Ungur hreifst Víkveiji af þeirri list sem býr í orði eins og Vaðlaheiðarvega- vinnuverkfærageymsluskúr. Færeyskur maður, Jógvan við Ánna, var listfengur orðasmiður og einlægur andskoti erlendra tökuorða í færeysku máli. Hann lagði allan sinn metnað í að fær- eyska orð með sínu lagi og minn- ist Víkveiji í fljótheitum tveggja,/ sem hér fljóta með að íslenzkum hætti. Barnavagn heitir í orðabók Jógvans ástarleikjaafleiðingarí- leggingartæki og skellinaðra er ekkert annað en steinolíuskvettitól. xxx Og sem Víkveiji hugleiðir örlög orða er sagt í fréttum út- varps, að margir menn hafi lagt hart að sér við að forða tjóni af völdum óveðurs. Hvert tjóninu var forðað fylgdi ekki. En auðvitað hafa mennirnir bjargað tjóninu fyrir horn og í skjól fyrir veðri og vindum. Mikið hlýtur tjónið af hafa verið mönnunum þakklátt! En hvað með fólkið, sem gat ekki forðað sér og varð erigu að síður fyrir tjóni, sem þó var búið að forða? Voru þá tvö tjón á ferð- inni? Eða fleiri?- Þetta var víst af- skaplega vont veður. Og vont mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.