Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 29 Lettar hafna til- boði Rússa VALDIS Birkavs forsætisráð- herra Lettlands sagði í gær að tilboð Rússa um að hverfa burt með 22.000 hermenn sem enn eru þar í landi fyrir 31. ágúst gegn því að fá að reka loftvarna- stöð í Skrunde til aldamóta væri óaðgengilegt. Stöðin væri eins og músagildra og Lettar hefðu slæma reynslu af nærveru rúss- neskra hersveita. Kæmi ekki til greina að þeir rækju stöðina til aldamóta. Grunaðir um líkstuld ALLIR grafarar í kirkjugarði Tórínóborgar á Ítalíu, 13 karlar og átta konur, hafa verið teknir fastir og gefið að sök að hafa stundað líkþjófnað. Þeir eru sagðir hafa stolið skartgripum og gullfyllingum úr tönnum lát- inna og selt tannlæknum. Höfðu þeir samtök um verknaðinn og eiga yfir höfði sér þriggja til 10 ára fangelsi. Leitað að Jackson BRESKA blaðið Daily Mirror hét í gær verðlaunum, fjölskylduferð til Flórída, fyrir vísbendingar um hvar poppstjaman Michael Jack- son sé niðurkomin. Jackson fer nú huldu höfði meðan hann jafn- ar sig af álagi sem hann segist þjakaður af vegna ásakana um að hann hafi misnotað ungan dreng kynferðislega. Leyfa innflutn- ing hrísgrjóna JAPANIR hafa fallist á að af- létta banni við hrísgijónainn- flutningi í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn. Hins vegar verður innflutningurinn tak- markaður fyrstu árin við 4-8% af hrísgijónaneyslunni. Talið er að þessi ákvörðun greiði fyrir GATT-samningum um afnám tolla og viðskiptahafta. Irakar enn jafn kokhraustir ÍRAKAR ítrekuðu í gær tilkall sitt til Kúveit í stjórnarmálgagn- inu al-Jumhouriyah. Krafðist rit- stjóri blaðsins „refsinga“ fyrir „ögrandi hegðun yfirvalda í Kú- veit.“ Spenna hefur vaxið á landamærum ríkjanna. Kúveitar hafa sakað Iraka um skotárásir á kúveiska landamæraverði og í fyrradag fóru 250 írakar inn yfir landamærin og köstuðu gijóti á verkamenn sem grafa skurð meðfram landamærunum. Rannsókn í stað leitar að Aideed ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna batt í fyrrakvöld formlega enda á leitina að sómalska stríðsherranum Mohammed Farah Aideed. Öll aðildarríkin 15 samþykktu ályktun -um að stofnuð yrði ný nefnd til að rann- saka dráp Sómala á 24 pakis- tönskum friðargæsluliðum, en í kjölfar þeirra hafði SÞ heimilað handtöku Aideeds. Rússar óánægð- irmeðCFE VLADÍMÍR Zhúrbenko hers- höfðingi og fyrsti varaforseti rússneska herráðsins sagði á miðvikudag að neituðu vestræn ríki að breyta CFE-samningnum um takmörkun hefðbundins her- afla í Evrópu gæti það valdið kurr innan rússneska hersins og tafíð fyrir brottflutningi rússn- esks herliðs frá fyrrverandi sov- étlýðveldum og aðildarríkjum Varsjárbandalagsins. Anna Rosmus reyndi að fletta ofan af nasistafortíð heimabæjar síns Gefst upp á löndum sínum og sest að í Bandaríkjunum ANNA Rosmus, 33 ára gömul kona frá þýsku borginni Passau í Bæjaralandi, hefur árum saman reynt að komast til botns í því hver þáttur borgarbúa hafi verið í grimmdarverkum nasista. Hún hefur nú að sögn blaðsins The European ákveðið að setjast að í Bandaríkjunum ásamt tveim börnum sínum vegna ofsókna sem hún hefur orðið fyrir á heimaslóðunum. Árið 1980 hóf Rosmus að vinna að ritgerð um daglegt líf í Þriðja ríkinu, veldi Adólfs Hitlers. Hún hafði verið góður nemandi í skóla, var hvers manns hugljúfi og segist alls ekki hafa viljað gerast upp- reisnarmaður af neinu tagi. Hitler ólst að nokkru leyti upp í Passau og þekktir nasistaforkólfar á borð við Heinrich Himmler, Adolf Eichmann og Julius Streicher bjuggu þar einnig um hríð. Sagt er að prestur bæjarins hafí á sínum tíma bjargað hinum unga Hitler frá því að drukkna í Dóná. Þagnarsamsæri Gert hafði verið upp við nasista- tímabilið í Passau með því að segja að allt illt sem þá gerðist hefði ver- ið héraðsleiðtoga Hitlers að kenna. Rosmus komst hins vegar að því að bæjarbúar höfðu áratugum sam- an verið samtaka um að þegja um fortíð ýmissa mektarmanna á staðnum og leyfa þeim að sigla undir fölsku flaggi, sumir þeirra þóttust hafa unnið gegn Hitler. Reynt var að hindra Rosmus í að komast í gömul skjöl, hrækt var á hana á almannafæri, hún var barin og njósnað var um hana, hún fékk nafnlausar upphringingar þar sem hótað var öllu illu. „Sumir vildu að mér yrði stungið í gasklefa eða brotið í mér hvert bein til að þagga endanlega niður í „illa þefjandi gyðingakjaftinum“ á mér“, segir Rosmus. Fylgst var með hveiju fót- máli hennar. Vandamenn hennar sættu einnig ofsóknum, eiginmað- urinn gafst upp og yfirgaf konu og böm. Rosmus segir að dagblöð í hérað- inu hafí neitað að skýra frá niður- stöðum hennar,' hins vegar hafí Anna Rosmus bandarísk blöð stutt sig og nú hyggst hún ijúka doktorsritgerð sinni í Bandaríkjunum. Hún segir flesta Ijóðveija svo holla yfirvöld- um, hvaða nafni sem þau nefnist, að þeir kinoki sér við að ögra þeim. „Ég þrái að lifa meðal fólks sem þolir gagnrýni, fólks sem þorir að horfast í augu við mistök sín og reynir að leiðrétta þau“. CROSS lOHiSEiD Leifthiði Stíll i* Lioion lini Falleg skriffæri hönnuó í anda „Art Deco"- tímans. CROSS* FOÁ 1 B4B Hlll SyiFflllH PEKNH8 UMBOÐSAÐILI:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.