Morgunblaðið - 01.12.1993, Side 1

Morgunblaðið - 01.12.1993, Side 1
136 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 274. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins l #1— Reuter Rabin harmar ólgu á Gaza YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, harmaði í gær þá öldu ofbeldis sem riðið hefur yfir Gaza- svæðið að undanförnu. ísraelskir hermenn særðu í gær um fimmtíu Palestínumenn en þúsundir araba höfðu komið saman til að mótmæla handtöku eins af leiðtogum hers Fatah, samtaka Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínuaraba, og kastaði hópurinn gijóti og öðru lauslegu að hermönnunum. Ísraelskt dagblað birti í gær fréttir þess efnis að Rabin hygðist bjóða Palestínumönnum að ísraelski herinn hyrfi á brott frá stærra svæði en fyrirhugað er, auk þess sem ísraelar myndu leyfa að palest- ínskir eftirlitsmenn væru við hlið ísraelskra varðsveita á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Þá sagði blaðið að Rabin byðist til að viðurkenna fána Palestínu, þjóðsöng og einkennisbúninga hersins. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu „Kjamavopnm ver- aldarauður okkar“ Kíev, Róm. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, sagði í gær að Úkrainumenn litu á kjarnavopn Sovétríkjanna fyrrverandi á úkraínsku land- svæði sem „veraldarauð". Hann taldi Úkraínumenn jjví hafa fullan rétt á að krefjast fébóta fyrir að láta þau af hendi. „Við lítum ekki á kjarnavopn sem vopn heldur veraldarauð okkar og við krefjumst fébóta fyrir þau,“ sagði Kravtsjúk á fundi með þing- mönnum Svartahafsþjóða. „Við teljum þetta eðlilega kröfu. Hvaða þjóð sem er sem væri í okkar stöðu myndi gera það sama.“ Kravtsjúk lét þessi orð falla degi eftir að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hafði látið í ljós „óánægju" með skilyrta staðfestingu úkra- ínska þingsins á START-1 samn- ingnum um fækkun kjarnavopna. Þingið sagði að samningurinn næði aðeins til 42% af 1.600 kjarnaodd- um í Úkraínu. Það krafðist öryggis- trygginga og mikilla fjárhæða í bætur. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, fór hörðum orðum um afstöðu Úkraínumanna í málinu á fundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í gær. Hann sagði að ákvörðun þeirra gæti valdið „keðjuverkun" og stuðlað að nýju „köldu stríði“ í álfunni. Tuttugn milljarðar í bankana Kaupmannahðfn. Frá Sijfrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKU bankarnir tveir, Sjó- vinnubanki og Færeyjabanki, hafa nú fengið um tuttugu milljarða ís- lenskra króna úr fjárfestingar- sjóðnum, sem á að stuðla að endur- uppbyggingu færeysks atvinnulífs. Framlagið er nauðsynlegt, þar sem bankamir stóðust ekki lengur kröfur danska bankaeftirlitsins um eigið fé. Það er hluti af því samkomulagi, sem færeyska landsstjórnin hefur gert við dönsku stjórnina um aðstoð við eyjarnar og efnahagslífíð þar. Með því er bönkunum gert kleyft að starfa fram á vor, en þá verða þeir sameinaðir, samkvæmt áætlunum um endurskipulagningu þeirra. Fjármálaráðherra Bretlands kynnir verulegan niðurskurð Boðar hallalaus fjárlög árið 2000 London. Reuter, The Daily Telegraph. KENNETH Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, lýsti því yfir, er hann kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í breska þinginu í gær, að hann hygðist draga gífurlega úr lánsfjárþörf ríkisins á næstu árum og væri stefnt að hallalausum fjárlögum árið 2000. Til að ná þessu markmiði boðaði ráðherrann mun róttækari niðurskurð ríkisútgjalda en búist hafði verið við. Clarke sagði hið félagslega velferðarkerfi Bretlands vera orðið allt of dýrt og nauðsynlegt að draga úr kostn- aði við það fyrir næstu kynslóðir. Það vakti athygli að ráðherrann boðaði ekki virðisaukaskatt á dagblöð, barnaföt og samgöngur, líkt og búist hafði verið við, né heldur tekjuskattshækkanir. Samflokksmenn Clarkes fögnuðu ræðunni ákaft enda höfðu þeir marg- ir óttast að reynt yrði að brúa hall- ann með skattahækkunum frekar en niðurskurði. Reuter. Fjárlögnnum hampað KENNETH Clarke veifar fjárlagaræðunni fyrir utan embættisbústað sinn. CIA varar við hættu Hann hélt hins vegar fast við áform um virðisaukaskatt á húshitun en sagði að gripið yrði til sérstakra ráðstafana til að milda áhrif skatts- ins, sem boðaður var fyrr á árinu, með sérstökum styrkjum til þeirra sem hann bitnar harðast á, s.s. ellilíf- eyrisþegum. Halli á rekstri ríkissjóðs á yfir- standandi ári mun nema um 50 millj- örðum punda og sagði Clarke þennan mikla halla standa í vegi fyrir efna- hagsbata. Því yrði lögð mikil áhersla á að draga úr hallarekstrinum og stefnt að því að hann yrði 38 milljarð- ar á næsta ári. Mesti niðurskurðurinn verður í vamarmálum en lítill sem enginn niðurskurður í mennta- og heilbrigðismálum. Einnig er dregið verulega úr framlögum til sveitarfé- laga og samgöngumála. Clarke boð- aði breytingar á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og uppstokkun á lífey- riskerfinu. Á að samræma líf- eyrisaldur karla og kvenna þannig að lífeyrisaldur kvenna verði 65 ár, líkt og karla, árið 2010. Nú er lífeyr- isaldur kvenna sextíu ár. Þrátt fyrir hinn mikla niðurskurð verða skattar einnig hækkaðir um 1,75 milljarð punda til viðbótar þeim 6,7 milljörðum sem boðaðir vom í mars. Skattar á bensín og tóbak verða hækkaðir og sérstakur fimm og tíu punda flugvallaskattur lagður á. Þá boðaði Clarke að teknir yrðu upp vegatollar á hraðbrautum Bretlands um leið og tæknilega yrði unnt að innheimta slíka tolla á rafrænan hátt. Clarke var mjög bjartsýnn á að með þessum fjárlögum væri lagður grunnurinn að hagvexti og spáði hann því að hagvöxtur á þessu ári yrði 1,75% en til þessa hefur verið miðað við 1,25%. Á næsta ári spáði hann 2,5% hagvexti. á blóðbaði á Kúbu New York. Thc Daily Telcgraph. KÚBVERSKAR útvarpsstöðvar í Miami hlakka nú yfir möguleikan- um á því að dagar Fidels Kastrós sem einræðisherra Kúbu séu senn taldir. Skýrt hefur verið frá því að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi varað Bandaríkjaforseta við „alvarlegum óstöðugleika" og „hættu á blóðsúthellingum" á Kúbu. „Spennan og óvissan er svo mik- Kastró sé úr tengslum við raun- il að alvarlegur afleikur af hálfu Kastrós, versnandi heilsufar hans eða samsæri innan hersins gæti hvenær sem er valdið óstöðugleika sem stefndi stjórninni í hættu," seg- ir í leyniskýrslu CIA til Bills Clint- ons forseta frá því í ágúst. Unga fólkið á Kúbu hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að veruleikann. Popphljómsveit samdi jafnvel Iag um hann, „Este hombre esta loco“ (þessi maður er bijálað- ur), og þóttist vera að syngja um Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Lagið var leikið í útvarpi i viku, eða þar til yfirvöld- in áttuðu sig á að hljómsveitin var að beina spjótum sínum að bylting- arleiðtoganum sjálfum. Þá hefur ungur framleiðandi heimildar- mynda verið handtekinn vegna þess að hann notaði Bítlalagið „The Fool on the Hill“ við myndir af Kastró á fjallgöngu. Alvarlegur skortur er á því sem næst öllum varningi á Kúbu. I ný- legri skýrslu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins segir að líkur séu á að kommúníska stjórnkerfið hrynji og hætta á borgarastyijöld sem kalla á íhlutun Bandaríkjamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.