Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Færeyingar um síldarstofninn Noregur ekki vilj- að semja JÁKUP Sólstein, formaður sam- taka útgerðarmanna í Færeyj- um, Föroya Reiðarafelag, segir í fréttatilkynningu frá samtök- unum að þau telji að ekki verði hjá því vikist að íslendingar, Rússar, Norðmenn og Færeying- ar hefji hið snarasta samninga- viðræður um nýtingu á norsk- íslenska síldarstofninum. Hann vísar ábyrgðinni á hendur norsk- um stjórnvöldum að slíkur samn- ingur hafi ekki þegar verið gerð- ur því þau hafí verið ófáanleg að samningsborðinu. Jákup gagnrýnir norsk stjómvöld fyrir samnings- tregðu. Nú þegar norsk-íslenski síldarstofninn leiti út úr norsku lögsögunni og inn í lögsögu annarra strandríkja hafí Norð- menn áhyggjur af veiðum ann- arra þjóða og telji nú nauðsyn- legt að gengið verði að samn- ingaborðinu. Jákup segir að allir þeir sem málið snertir ættu að hafa hag af því að semja þannig að þeir fengju réttmætan skerf af afl- anum og tækju höndum saman um að koma í veg fyrir að stofn- inn yrði ofnýttur af erlendum þjóðum á alþjóðlegu hafsvæði. Uppselt á tónleika Bjarkar UPPSELT er á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardals- höll sunnudaginn 19. júní nk. og fengu færri miða en vildu. Að sögn Ásmundar Jónssonar hjá Smekkleysu gekk sala miða mjög vel og var eftirspum geysi- mikil. Hann telur að ekki hafi verið uppselt fyrirfram á tón- leika í Laugardalshöll í áraraðir. Gert er ráð fyrir liðlega fímm þúsund gestum með boðsgestum á tónleikana. Að sögn Ásmundar hafa fjölmargir blaðamenn, einkum frá Norðurlöndum og Bretlandi, sýnt tónleikunum áhuga. Tónleikar Bjarkar, sem Morgunblaðið stendur fyrir í samstarfi við Smekkleysu, hefj- ast stundvíslega klukkan 20.45 en húsið opnar kl. 20. Sjómenn með lausa samninga BRÁÐABIRGÐALÖGIN sem sett voru á verkfall sjómanna í janúar féllu úr gildi í fyrradag, 15. júní. Samningar sjómanna eru þar með lausir. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna hafa ræðst við undanfarnar vikur og munu halda viðræðum áfram. Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Islands, sagði að mikil vinna væri eftir áður en samningar tækjust. Hann sagðist ekki reikna með að mál skýrðust fyrr en í haust. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Mest til Ólafsvíkur Hins vegar jókst afli smábátanna verulega, úr 3.623 tonnum í 7.809 tonn, eða úr 23% í 50% þorsk- aflans. Svo hátt hlutfall smábáta er ekki þekkt frá síðari árum. Reyndar hefur afli smábáta oft ver- ið góður í maí, en ekki í þessum mæli. Af einstökum verstöðvum er lagt mest á land af þorski í Ólafs- vík eða 1.667 tonn. I hlut fjögurra verstöðva á utanverðu Snæfellsnesi kemur liðlega fímmtungur þorsk- aflans. Norðmenn á Seyðisfirði Seyðisfirði. Morgunblaðið. Norska rannsóknaskipið G.O. Sars kom til Seyðisfjarðar á mið- vikudag til að taka vatn og vist- ir. Skipið fékk sams konar af- greiðslu og venja er þegar erlend skip koma þangað. Skipveijar urðu ekki fyrir neinu ónæði, þrátt fyrir atburði við Svalbarða og voru öll samskipti hin vinsamleg- ustu. Þó þótti mörgum kaldhæðn- islegt að sjá norska skipið liggja við sömu bryggju og Breki VE, enda er hann á Seyðisfirði vegna þess að honum var neitað um við- gerð í Noregi. Aflahlutfall smábáta ekki verið jafn hátt hin síðari ár Smábátar með helm- ing þorskaflans Veiddu tæp 8 þúsund tonn í maímánuði SMÁBÁTAR báru helming alls þorskaflans að landi í maí. Veiddu þeir 7.809 tonn af 15.456 tonna heildarafla í maímán- uði. Þorskafli þeirra var því jafn mikill og afli alls togara- og bátaflotans í þessum mánuði. Þorskaflinn í maí var svipaður og í maí á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags ís- lands. Aflinn minnkaði mikið hjá togurum og bátum. Togararnir komu með fímmtung þorskaflans að landi á móti liðlega fjórðungi á síðasta ári. Hlutur bátanna minnk- aði úr 50% niður í 30%. KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hélt glæsilega tón- leika fyrir fullu húsi í Laugar- dalshöllinni á Listahátíð í gær- kvöldi að viðstöddum forseta íslands og öðrum þjóðhöfðingj- um Norðurlandanna, að und- anskildum Svíakonungi, sem kom til landsins eftir að tón leikarnir hófust. Kristján söng ítalskar og franskar óperuar- Söng ítalskar og franskar aríur íur og Sinfóníuhyómsveit ís- lands lék auk þess nokkra for- leiki og millispil úr óperum undir sljórn Rico Saccani. Kristján var ákaft hylltur af áheyrendum og söng nokkur aukalög, þar á meðal Hamra- borgina, við mikinn fögnuð. Á myndinni sést hvar Kristjáni er fagnað en honum á vinstri hönd er Rico Saccani stjórn- andi. ■ Að syngja/29 & |nar£ioiW»b«r V!írn,-a*SC Morgunblaðinu I dag fylgir Lýð- veldisblað í tilefni 50 ára afmæl- is Lýðveldisins íslands. Forsíð- una prýðir mynd af olíumálverki eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur en Morgunblaðið efndi til sam- keppni um forsíðumynd Lýð- veldisblaðsins. Borgarstjórn samþykkir tillögu borgarráðsfulltrúa R-lista Heimíld fynr aðstoðarmanni TILLAGA borgarráðsfulltrúa R- listans um að heimila borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að ráða sér aðstoðarmann var sam- þykkt á fundi borgarstjórnar í gær. Ingibjörg Sólrún hefur lýst yfír að hún hafí hug á að fá Kristínu A. Árnadóttur til starfans. Var tillagan lögð fram á fundi borgarráðs 14. júní síðastliðinn en ákveðið að vísa henni til borgarstjómar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað en sú tillaga var felld. Var tillaga R- listans samþykkt með átta atkvæð- um. Einnig var gengið frá skipan nefnda á vegum borgarinnar. Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks las bókun þar sem átalin voru þau vinnubrögð R-list- ans að hafna beiðni um frestun til- lögunnar. Það væri álitamál hvort staðan samrýmdist lögum um stjórnskipan borgarinnar. Einnig var spurt hvers vegna þessi hug- mynd hefði ekki verið kynnt fyrir Reykvíkingum fyrir kosningar og ljóst væri að launakostnaður vegna ráðningarinnar yrði um 13 Vi milljón á kjörtímabilinu, auk annars stofn- kostnaðar vegna stöðunnar. Einnig væri verksvið aðstoðarmanns óskil- greint og hann eini starfsmaður borgarinnar sem ekki heyrði undir borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að leitað hefði verið munnlegs álits borgarlögmanns og einnig áíits Gests Jónssonar hæstaréttarlög- manns vegna ráðningarinnar. Sagði Ingibjörg Sólrún að ekki væri víst að ástæða væri til að festa stöðu aðstoðarmanns í sessi með ákvæði þar að lútandi í lögum um borgar- stjóm þótt hún kysi að ráða sér aðstoðarmann. Teldi hún mikilvægt að fá aðstoðarmann til liðs við sig sem fyrst og næsti fundur borgar- stjórnar væri ekki fyrr en í júlí. Einnig var gengið frá skipan ráða og nefnda á kjörtímabilinu. Formaður hafnarstjómar er Árni Þór Sigurðsson, formaður skóla- málaráðs er Sigrún Magnúsdóttir, formaður félagsmálaráðs ér Guðrún Ögmundsdóttir og formaður um- hverfismáíaráðs er Bryndís Krist- jánsdóttir. Guðrún Jónsdóttir var kjörin formaður menningarmála- nefndar, formaður stjómar Inn- kaupastofnunar var kjörinn Alfreð Þorsteinsson, Pétur Jónsson er for- maður atvinnumálanefndar, Alfreð Þorsteinsson var kjörinn formaður stjómar veitustofnana, Arthúr Morthens var kjörinn formaður stjórnamefndar um almennings- samgöngur, Guðrún Ágústsdóttir er formaður skipulagsnefndar, Mar- grét Sæmundsdóttir er formaður umferðarnefndar, Steinunn V. Ósk- arsdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Árni Þór Sigurðs- son er formaður stjórnar Dagvistar barna og Helgi Pétursson er for- maður ferðamálanefndar. f -í l » I i I I I » F . I I I I I i I : I I I í ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.