Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Myndir fyrir börn MYNPI.IST L i s ( h ú s i ð It« r g MÁLVERK/GRAFÍK TRYGGVIÓLAFSSON Opið virka daga 12-18 um helgar 14-18, til 21. júní. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Tryggvi Óiafsson er stórtækur í sýningahaldi á þess- ari listahátíð, því nýlokið er sýn- ingu í Listaskála aiþýðu og svo mun hann einnig skreppa til Húsa- víkur með nokkur myndverk í far- teskinu. Þetta ber vott um athafnasemi frekar en stöðnun, og það vill fara svo um margan myndlistarmann- inn, að honum eykst sköpunargleði og ásmegin með aldrinum, bæði hvað athafnasemi í listinni og á sýningarvettvangi snertir. Annars er sýningin á í Listhúsinu Borg með alveg sérstöku sniði, því að hún er tileinkuð börnum og skara myndefnið öðru 'fremur hug- arheim yngri kynslóðar, eins og leikföng hvers konar og trúða í fjöl- leikahúsum. Jafnframt er þetta framlag listhússins til listhátíðar á ári fjölskyldunnar. Málarinn hefur lengi haft mikinn áhuga á þessu viðfangsefni og tengist það mikið til að hann eign- aðist son, er önnur börn hans voru að verða uppkomin, sem hafði drjúg áhrif á dagiegt líf hans og viðfangsefnin um leið. Þetta er ekki einsdæmi í listasögunni, en alltaf jafn áhugavert er það kemur fyrir, því á ferðinni er nokkurs konar uppstokkun og endurnýjun daglegra gilda. Annað mál er svo, að sjónmennt- ir/myndsköpun, eins og við nefnum athöfnina að lesa í mannlífið, er fyrir böm á öllum aldri, því enginn er móttækilegur fyrir myndrænan boðskap sem hefur með öllu glatað barninu í sjálfum sér. Myndmál höfðar þó á annan hátt til bama en þeirra sem eru komnir til nokk- urs þroska og hér hafa einföld tákn mikið vægi, því þetta er meðfædd- ur og eðlislægur lestur yngstu kyn- slóðarinnar á lífið allt um kring. Förlast svo fyrir eftir því sem staðl- aðar námsgreinar verða stærri þáttur í lífi þeirra og lestrarkunn- áttan opnar ný svið. Þetta er litrík sýning, sem bygg- ist að meginhluta til á leik ein- faldra forma og hreinna frumlita, með svart og hvítt í bland. Öll blæ- brigði og fínheit litræns stígandi hafa minna gildi hjá fólki sem enn hefur ekki fullan sjónrænan þroska, en það skeður víst ekki fyrr en á níunda árinu. Sýningin samanstendur af 32 akrylverkum á striga og 8 grafíkmyndum, sem em offsetfilmuþrykkt. Listamaður- inn hefur oftar en ekki þann hátt- inn á að fjölfalda málverk sín í grafík, og fer þá stundum svo nærri frummyndinni að sýnilegi munurinn er einungis hin tæknileg úrvinnsla. Elstu myndverkin eru frá 1975- ’79 og skera sig úr fyrir tjölþætta litræna uppbyggingu og safaríka litameðferð sem heldur áfram fram eftir níunda áratuginum. En svo taka við einfaldir þekjandi fletir og það er helsta breytingin á list Tryggva hin síðari ár. Þannig eru nýjustu verkin um leið einföldust og væri nærri lagi að álykta að hin afmarkaða athafnasemi í grafík hafi hér einhver áhrif, en þar er hver formeining þekjandi litur. Þannig er grafíkin farin að hafa áhrif á litameðferð listamannsins í málverkinu, eins og málverkið var áður áhrifavaldur um vinnubrögðin í grafíkinni, en með öðrum for- merkjum þó. Sjálf formin verða þá afdráttarlausari og einfaldari og virka sem bein og óbein tákn um leið og skreytigildið verður altæk- ara. Þetta er lífmikil og falleg sýning ásamt því sem henni er vel komið fyrir í húsakynnunum og er jafnt listamanninum sem listhúsinu til sóma. Bragi Ásgeirsson Bók með myndum og ljóðum fjallkonunnar í fimmtíu ár komin út Aðeins hæfi- leikakonur urðu fjallkonur „FJALLKONUR í fimmtiu ar“ nefn- ist nýútkomin bók sem Guðrún Þóra Magnúsdóttir hefur tekið saman með myndum af öllum fjallkonum frá 1944, Ijóðum þeim sem þær lásu í ávarpi sínu, ásamt skáldatali og margvislegu efni öðru. Guðrún þekk- ir hlutverk fjallkonunnar af eigin raun, en hún hefur tvívegis komið fram sem slík 17. júní, fyrst 15 ára gömul í Hveragerði og síðan árið 1980 á Húsavík. „Þegar ég var stelpa var oft lítið um að vera 17. júní á mínum æsku- stöðvum og því þótti mér spennandi að sitja við útvarpið og hlusta á fjall- konurnar flytja ávarp sitt frá Réykja- vík,“ segir Guðrún Þóra. „Það var skemmtilegt að velta fyrir sér hver læsi og hvaða ljóð hefðu orðið fyrir valinu, og ég dáðist mikið að þessari tign og hátíðleika sem fjallkonunni fylgdi. Svo voru aðeins hæfíleikakon- ur beðnar um að skrýðast búningi fjallkonunnar, þannig að upplestur- inn var að jafnaði afar vandaður. Ég hef sjálf lesið upp við ýmis tæki- færi frá því að ég man fyrst eftir mér, og fannst ljóðin sem flutt eru 17. júní ákaflega falleg og þess virði að safna þeim saman á einn stað.“ Fjallkonur í Morgunblaðinu Guðrún Þóra bjó á -Akranesi þar til fyrir tveimur árum, þar sem eig- inmaður hennar gegnir stöðu sýslu- manns. Hún starfaði áður sem dóm- ritari en var hætt störfum þegar fjöl- skyldan flutti búferlum til Reykjavík- ur og langaði að „hafa eitthvað skemmtilegt að gera, en uppgötvaði að valkostir á vinnumarkaðinum voru fáir,“ segir Guðrún Þóra. „Ég hafði umar og ljóð þeirra nokkrum árum áður og ákvað loks að hrinda henni í_ framkvæmd þegar svona stóð á. Ég settist inn á Landsbókasafn með litla blokk og grúskaði í Morgunblað- inu allt frá lýðveldisárinu í leit að nöfnum fjallkvennanna. Þegar því var lokið, skrifaði ég öllum þeim sem enn lifðu bréf og einnig aðstandend- um þeirra sem nú eru látnar. Flestar höfðu þær samband og í kjölfarið fékk ég fyrstu myndimar og ljóðin. Ég hringdi síðan í íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur, þar sem mér var bent á að Jóhannes Long Ijós- myndari hafði tekið myndir af sein- ustu þrettán fjallkonum, þannig að auðvelt var að nálgast þær. Jóhannes vísaði mér á konu sem heitir Berg- þóra Jóelsdóttir, en hún hefur varð- veitt flestar myndir sem til eru af fjallkonum og gert sér m.a. ferð á dagblöðin í gegnum árin til að fá eintak af Ijósmyndum af fjallkonum. Hjá henni fékk ég sex myndir sem enginn annar átti. Þá voru flestar myndirnar komnar í leitirnar og hin- ar bættust fljótlega við.“ Sum ljóðin voru hins vegar vand- fundin, að sögn Guðrúnar, sérstak- lega þau sem heimildir segja ekki frá. Til dæmis var ekki vitað hvaða ljóð Helga Valtýsdóttir hafði lesið árið 1957. „Ég var að undirbúa bekkjamót með gömlum skólafélög- um úr Hveragerði og sat á fundi þar sem farið var yfir dagskránna, þegar sú uppástunga kom að láta gamla skólasystur okkar, sem hafði troðið upp sem fjallkona í Hveragerði og lesið Ijóð eftir séra Helga Sveinsson, lesa á bekkjamótinu. Ég hringdi í hana og hún sagði mér hvaða ljóð Jhún hefðLlesið.-. HelgLer. JátinD ...en. Morgunblaðið/Golli GUÐRUN Þóra Magnúsdóttir segir ekki sæta furðu að ungar og fagrar konur gegni hlutverki fjallkonunnar, þar sem yfirleitt sjái karlmenn um að velja í hlutverkið. ég talaði við son hans, sem sagði mér að þetta Ijóð hefði einnig verið lesið á 17. júní í Reykjavík fyrir mörgum árum, og þá leystist ráðgát- an um ljóðið sem Helga hafði lesið," segir Guðrún Fjallkonurnar yngjast Hún kveðst líta á bókina sem ljóða- bók fyrst og síðast, en myndirnar af skáldunum og leikkonunum sem lásu ljóð þeirra skreyti verkið, ásamt því að vera nokkurs konar söguleg úttekt í myndum á fjallkonunum frá upphafi. „Mér finnst fjallkonan lítið hafa breyst frá 1944, hún ber enn þennan gamla búning sem Sigurður málari hannaði og oft á tíðum eru sömu ljóðin lesin tví- eða þrívegis. Fyrstu fjallkonurnar voru sumar eldri að árum en tíðkast í dag og vissu- lega geta eldri konur staðið sig afar vel í þessu hlutverki, en það verður að viðurkennast að ungar stúlkur eru fallegri í hlutverki fjallkonunnar, svona eins og hilling. I raun fínnst mér það líka ofur eðlilegt að ungar stúlkur veljist til starfans, því það eru karlmenn sem velja þessar konur og þeir vilja greinilega hafa þær ungar og sætar. Mér skilst þó að hér í Reykjavík sé yfirleitt. valin sú leik- kona sem hefur slegið í gegn í leik- húsunum það ár sem um ræðir. Og allar þær leikkonur sem ég ræddi við, mátu það mikils að vera beðnar og báru virðingu fyrir þessu hlut- verki. Sjálf hugsa ég meira um ljóð- in en fjallkonumar, táknin og lof- gjörðina til fegurðar landsins og fólksins. Fjallkonan sem fulltrúi ís- lands er meira sem talsmaður þess boðskapar sem ljóðin geyma, ástaróð skáldanna til íslands," segir Guðrún Þóra. Skáldin eru fjallkarlar Hún kveðst telja litla þörf á að gera miklar breytingar í framtíðinni á hlutverki fjallkonunnar. Þó mætti lesa Ijóð eftir fleiri höfunda en til þessa hefur verið gert. „Hugmyndir þær sem fram hafa komið um „fjall- karl“ finnst mér ekkert sérstakar, því að þótt þeir séu margir hverjir öndvegis ljóðaflytjendur og ekkert sem mælir á móti því að þeir komi einnig fram, er fjallkonan fulltrúi sérstakrar hátíðar- og bókmennta- hefðar sem á að halda við lýði. Auk þess finnst mér ljóðskáldin í raun og veru fulltrúar karlkynsins á þess- ari hátíðarstundu, þeir em fjallkarl- amir.“ jifriáöd j;ii’i>la 6e lií nn MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Norræna húsið Sýn. á verkum Jóns Engilberts til 3. júii. FIM-salurinn Sýn. á verkum Jóns Engilberts til 3. júlí. Kjarvalsstaðir Skúlptúr - Isl. samtímalist til 24. júlí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinssonar og Kristins E. Hrafns- sonar. Gerðarsafn Sýningin „Frá Kjarval til Erró“ fram í miðjan ágúst. Listasafn íslands Sumarsýn. á myndum Ásgríms Jónssonar yfír sumarmánuðina. Nýlistasafnið Sýn. á verkum Dieter Roth til 10. júlí. Önnur hæð Verk Ilya Kabakov til 31. ágúst. Gallerí Hjá þeim Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 2. júlí. Gallcrí Sævars Karls Kristján Guðmundsson sýnir til 23. júlí. Ráðhús Reykjavíkur Finnsk gierlist til 3. júlí. Snegla listhús Sýning á slæðum til 20. júní. Stöðlakot Sýning Leifs Kaldal til 3. júlt. Listmunahús Ófeigs Gunnar Kristinsson sýnir til 19. júní. Gallerí Greip Eva. G. Sigurðardóttir sýnir til 6. júlí. Gallerí Úmbra Rudy Autio sýnir til 22. júní. Kaffi 17 Harpa Karlsdóttir sýnir til 4. júlí. Gallerí 11 John Greer sýnir til 26. júní. Gallerí Borg Myndir fyrir börn eftir Tryggva Ólafsson til 21. júní. Gallcrí Regnbogans Tolli sýnir fram yfir miðjan júlí. Portið, Hafnarfirði Bergur Thorberg sýnir til 3. júlí. Sólon íslandus Sigurður Guðmundsson sýnir fram yfir miðjan júní. Kaffi Mílanó Björg ísaksdóttir sýnir til 1. ágúst. Joel-Peter Witkins í Mokka til 15. júlí. SPRON, Álfabakka Þorbjörg Þórðard. sýnir til 26. ág- úst. Eden, Hveragerði Ingunn Jensdóttir sýnir til 26. júní. Geysishús Sýningin „Konur við stýrið" til 26. júní. Þjóðminjasafn íslands Sýn. Þjóðminjasafns ísl. og Þjóðskjala- safns ísl. Leiðin til lýðveldis, Áðal- stræti 6. Alla daga nema mán. kl. 11-17. TONLIST Föstudagur 17. júní „Þrælakór vegamálastjórans" í Nor- ræna húsinu kl. 18, ennfremur syngja þau á Ingólfstorgi kl. 16. Laugardagur 18. júní Óratórían Milska í Hallgrímskirkju kl. 16. Sunnudagur 19. júní Björk Guðmundsdóttir, Underworld og Bubbleflies í Laugardalshöll kl. 20. Sænsk skólahljómsveit frá Nor- rköping í Norræna húsinu kl. 14. Mánudagur 20. júní Fiðlusónötur eftir Grieg f Fella- og Hólakirkju kl. 20. LEIKLIST Galdraloftið Leikhópurinn Leyndir draumar sýn- ir leikverkið Magdalena - lítill naflahringur, lau. 18. júní kl. 16 og 21. Borgarleikhúsið Theatre De Complicite kl. 20; lau. 25. júní, sun. mán. Upplýsingar um listviðburði, sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki, verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691181.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.