Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 53 AFMÆLI IMÝR SKÁKSTIGALISTI FIDE ÞÓRA SIGUR- JÓNSDÓTTIR ÞÓTT stjörnur himins- ins þeysi á ómældum hraða er eilífðin svo kyrrlát og yfirveguð. Þótt allt ætli af göflun- um að ganga í mann- heimum er hún Þóra undantekningarlaust svo kurteis, fögur og staðföst í einurð sinni. Og nú er hún sjötug þessi brosmilda og hlýja Eyjastelpa, sjö- tug 17. júní. Það þarf ekki íslenskan fána þar sem hún fer. Þóra Sigurjónsdóttir er ein af konum nútíma íslands- sögunnar sem fellur svo vel í myndina af hinni mikilhæfu ís- lensku konu og móður, konunnar sem er eins og kletturinn í hafinu, festan í ölduróti hversdagsbarátt- unnar með kappsaman veiðimann sem eiginmann og þróttmikil börn svo stundum datt mönnum í hug að þessi blessuð Jörð snerist of hægt fyrir atorku þeirra. Fyrir skömmu missti Þóra eigin- mann sinn, Óskar Matthíasson útvegsbónda og aflakló í skipstjór- atíð áratugum saman. Hann var hið friðlausa skip, hún festin' sem batt hann við höfn lífshamingjunn- ar. Það eru mikil hlunnindi að eiga samleið með slíkum persónum, honum sem var allra veðra og tilbrigða náttúru- farsins, henni sem er eins og sígilt stílfag- urt ljóð sem stendur allt af sér, allt mál- æði veraldar og hé- góma. í Vestmannaeyj- um var uppruninn, bernskusporin með úthlaupi unglingsins í sveit undir Fjöllun- um hjá Kristjáni í Eyvindarholti og svo aftur í Eyjum ævina alla síðan, í útgerð og athöfnum og elskulegu heimili, einkar hlýju, því það var eins vel gert og konan sjálf, stólpi þess. Hlutverk Þóru var ósjaldan erf- itt, með eiginmanninn eins og heimsveldi á sinn hátt og drengina svo ólíka og athafnasama, sex bræður og systirin ljúfa. Matthías á Bylgjunni elstur, þá Siguijón margfaldur aflakóngur íslands á Þórunni Sveinsdóttur, Kristján aflahaukur á Emmunni, Óskar Þór, Leó, Þórunn og Ingibergur, allt hörkufólk með mildi móður sinnar. Þóra var húsmóðirin, uppaland- KJARTAN JÓHANNSSON SJÖTÍU ára er í dag Kjartan Jó- hannsson Mávanesi 4, Garðabæ. Kjartan var lengi umsvifamikill kaupsýslumaður hér í borg, en hefur nú að mestu horfið af því sviði. Á þessum tímamótum í lífi Kjartans er við hæfi að aðdáendur hans frá fimmta áratugnum sendi honum kveðjur, en hann var í nokkur ár ein skærasta stjarnan í hlauparagengi ÍR-inga, sem ruddi öllum hlaupametum, sem áður höfðu verið sett hér á landi. Mig minnir að Kjartan hafi fyrst komið fram á íþróttamótum í Reykjavík sumarið 1943, þá nítján ára gamall. Þetta var árið sem félagi hans og jafnaldri Finnbjörn Þorvaldsson setti drengjamet í átta greinum. Kjartan var ekki áberandi sigursæll fyrsta keppnis- árið, en þetta breyttist svo um munaði sumarið 1944, þegar Kjartan mætti tvíefldur til leiks strax um vorið og vann létt 300 metra hlaup á svonefndu EÓP- móti, sem KR stóð fyrir. Hann hélt áfram að sigra á öðrum mót- um þetta sumar, setti met í 400 metra hlaupi og varð íslandsmeist- ari í 400 og 800 metrum. Mikill uppgangur var í íþróttalífinu í Reykjavík á þessum tíma, ekki síst í fijálsum íþróttum þar sem þátttakendum fór fjölgandi og þeir bestu náðu alþjóðlegum staðli. Besta ár Kjartans á íþróttavellin- um var líklega árið 1945 þegar hann setti met í ijórum hlaupa- greinum þar á meðal í 400 og 800 metrum, var áfram íslandsmeist- ari í þessum greinum þetta ár og hið næsta, en úr því virtist áhugi hans á keppnisíþróttum fara dvín- andi, þótt hann væri enn sem fyrr lykilmaður í flestum boðhlaupa- sveitum ÍR, sem efldust mjög eftir að Clausenbræður bættust í hóp- inn, þar sem Finnbjörn, Kjartan og Óskar Jónsson voru fyrir. Margs er að minnast frá þessum inn, framkvæmdastjóri útgerðar- innar í landi, reddarinn, landsfor- maðurinn, alltaf á vaktinni, alltaf klár eins og sjómannskonurnar í Eyjum alla tíð. Hún sá um að ræsa „kallinn“ hvort sem það var með blíðutón eða með köldum þvottapoka í andlitið með bros á vör þegar ósofnar nætur höfðu raðast upp. Slíkt var kappið að aldrei kom neitt annað til greina en ræs og róa. í nær hálfa öld á sömu mannlífsmiðum og Þóra við ýmsar kringumstæður hef ég aldr- ei séð hana skipta skapi, alltaf vera jákvæða, brosmilda og svo ótrúlega yfirvegaða. Hvort sem Óskar kom með hóp manna heim til að sofa eða borða með engum fyrirvara, var allt sjálfsagt, engin vandamál. Ef hægt er að skil- greina orðið góð kona þá á það við um Þóru Siguijónsdóttur og hún hefur verið einkar laginn sáttasemjari í skrautlegum hópi heimilismanna sinna. Það var eftirminnilegt þegar Þóra var heiðruð á sjómannadaginn fyrir framlag hennar til sjávarútvegs landsmanna, aflamennina alla, at- orku, áræði og óendanlega þraut- seigju, hávaðalaust eins og allt fram streymir endalaust. Fögur flæðir birtan um fjöllin hennar Þóru, út við» Eyjar blár, fögur er lífssaga hennar, viðmót og vinarþel, hún sjálf, fjallið í hópi vina og vandamanna. Fólkið í hennar stíl hefur leitt okkur göt- una til góðs. Megi Guð og góðar vættir gefa henni glaðan afmælis- dag og alla daga; Árni Johnsen. tíma þegar ungir íþróttamenn voru að fikra sig áfram í sérgreinum sínum til meiri afreka í framtíð- inni, og margar minningar tengj- ast tilþrifum Kjartans á hlaupa- brautinni. Hann var skapmikill keppnismaður, þegar aðrir fóru varlega af stað til að eiga eftir kraft í endasprettinn, þaut Kjartan af stað, fór hratt yfir og skeytti ekki um þótt hann yrði að grípa til varaaflsins til að ná marki - oft á nýju meti. Kjartan var því dáður af áhorfendum íþróttamót- anna jafnt sem keppendum sem lærðu af honum hvernig metnað- arfullir íþróttamenn taka á. Vegna þess að KR-klíkuna hefur nýlega borið á góma í sjónvarpinu er rétt að ég upplýsi að við félagarnir í þeirri klíku vorum engin undan- tekning í þessu tilliti. Um leið og ég sendi afmælis- barninu og fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur og heillaóskir vil ég þakka Kjartani kærlega fyrir gömlu kynnin. Minningarnar um þau hafa reynst mér dijúg búbót, þegar hugurinn hefur reikað til góðu daganna á Melavellinum gamla. Páll Halldórsson. Hannes og Helgi Ass taka stór stökk _______Skák Nýr skákstlgalisti Alþjóöaskáksam- bandsins FIDE Úrslitakeppni um landsliðssæti Boðsmót Taflfélags Reylgavíkur UNGU skákmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson taka stór stökk fram á við á nýjum stigalista Alþjóðaskák- sambandsins FIDE sem tekur gildi I. júlí næstkomandi. Hannes Hlífar sem er 21 árs og yngsti íslenski stórmeistarinn var fjórði í röð ís- lendinga á listanum en skýst nú upp í annað sætið a eftir Jóhanni Hjart- arsyni. Helgi Áss, 17 ára, er kominn upp í níunda sætið og hækkar um heil 65 stig. Af íslenskum nýliðum á listanum vekur mesta athygli að Jón Viktor Gunnarsson, 14 ára, kemst inn á listann með 2.295 stig. Aðrir af tíu stigahæstu íslensku skákmönnunum lækka lítillega eða standa í stað. Neðar vekur athygli að fyrri helmingur ársins hefur ver- ið Akureyringum happadijúgur. Jón Garðar Viðarsson hækkar úr 19. í 13. sæti og Gylfi Þórhallsson úr 22. í 15. sæti. Eftirtaldir íslenskir skákmenn hafa nú 2.300 stig eða meira. Reikn- aðar skákir frá síðasta lista eru í sviga fyrir aftan nýju stigin: 1.7.94 1.1.94 1. Jóhann Hjartarson 2.585 (35) 2.595 2. Hannes H. Stefánss. 2.560 (26) 2.525 3. Margeir Pétursson 2.540 (45) 2.560 4. JónL. Ámason 2.525 (18) 2.525 5. Helgi Ólafsson 2.520 (37) 2.535 6. Karl Þoreteins 2.510 (0) 2.510 7. Friðrik Ólafsson 2.465 (0) 2.465 8. Þröstur Þórhallsson 2.460 (52) 2.470 9. Helgi Áss Grétarss. 2.450 (27) 2.390 10. Héðinn Steingrímss. 2.410 (8) 2.420 II. BjörgvinJónsson 2.385 (11) 2.380 12. IngvarÁsmundsson 2.365 (0) 2.365 13. JónG.Viðarsson 2.335 (15) 2.315 14. Andri Áss Grétarss. 2.330 (19) 2.355 15. Gylfi Þórhallsson 2.330 (18) 2.295 16. Róbert Harðarson 2.325 (0) 2.325 17. HalldórG.Einarss. 2.315 (5)2.325 18. Jóhannes Ágústsson 2.315 (0) 2.315 19. ÁgústS. Karlsson 2.315 (0) 2.315 20. Bragi Kristjánsson 2.310 (0) 2.300 21. Guðmundur Gíslason 2.305 (16) 2.325 22. BenediktJónasson 2.305 (18) 2.280 23. Þorsteinn Þorsteinss. 2.300 (0) 2.300 Aðrir íslenskir skákmenn á listan- um eru þeir Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Árnason og Haukur Angan- týsson, 2.295, Sævar Bjarnason og Lárus Jóhannesson, 2.290, Davíð Ólafsson og Snorri G. Bergsson, 2.275, Ásgeir Þór Árnason og Helgi Ólafsson, eldri 2.270, Bragi Hall- dórsson og Arnþór S. Einarsson, 2.265, Kristján Guðmundsson, Tóm- as Hermannsson og Þráinn Vigfús- son, 2.260, Guðmundur Halldórsson og Sigurður Daði Sigfússon, 2.255, Arnar Þorsteinsson, 2.250, Tómas Björnsson og Ólafur Kristjánsson, 2.245, Magnús Örn Úlfarsson og Júlíus Friðjónsson, 2.240, Áskell Örn Kárason, Dan Hansson og Hrafn Loftsson, 2.230, Björn Freyr Bjömsson, 2.225, Arinbjörn Gunn- arsson, 2.220, Ægir Páll Friðberts- son, 2.200, Bragi Þorfinnsson, 2.185, Stefán Briem, 2.180, Ólafur B. Þórsson, 2.175, Matthías Kjeld, 2.140, Kristján Eðvarðsson, 2.115, Arnar E. Gunnarsson, 2.040, og Magnús Sólmundarson, 2.035. Það eru nú 57 íslendingar á listanum en voru 42 síðast. 37 þeirra hafa teflt reiknaðar skákir á síðasta sex mánaða tímabili sem er met og er þessi mikla virkni fýrst og fremst að þakka alþjóðlegu mótunum þremur í Reykjavík, Akureyri og í Kópavogi. Úrslitakeppni um landsliðssæti Sigurvegararnir þrír í áskorenda-. flokki á Skákþingi Islands um pásk- ana tefldu til úrslita í júní um tvö sæti í landsliðsflokknum í haust. Eins og vænta mátti varð keppnin jöfn og spennandi. Hlutskarpastur varð Magnús Öm Úlfarsson sem hlaut tvo og hálfan vinning, Páll Agnar Þórarinsson kom næstur með tvo vinninga en Sigurbjörn Björns- son úr Hafnarfirði hlaut einn og hálfan vinning og missti því af lest- inni að sinni. Tefld var tvöföld um- ferð. Magnús Örn vann fyrri skák sína við Sigurbjörn og gerði hinar’ þijár jafntefli. Sigurbjörn tapaði líka fyrri skák sinni fyrir Páli Agnari, en vann hina. Þeir Magnús Örn og Páll Agnar hafa því unnið sér rétt til þátttöku í landsliðsflokknum og eru báðir nýliðar á þeim vettvangi. Keppni þar fer væntanlega fram í Vest- mannaeyjum seinni hluta ágúst- mánaðar. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur Árlegu boðsmóti TR lauk 15. júní. Þátttaka var góð að venju, svo virð- ist sem margir vilji grípa í tafl þeg- ar prófönnum í skólum lýkur. Arnar E. Gunnarsson sigraði mjög öragg- lega, en úrslit urðu að öðm leyti nokkuð óvænt: 1. Arnar E. Gunnarss., 6V2 v. af 7 2. Ingvar Þ. Jóhannesson, 5*/2 v. 3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5‘/2 v. 4. Bergsteinn Einarsson, 5 v. 5. Torfi Leósson, 5 v. 6. Árni R. Árnason, 5 v. 7. Ragnar Valsson, 5 v. o.s.frv. Margeir Pétursson auglýsingar FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Næstu ferðir F.Í.: Laugardaginn 18. júní: Kl. 20 Esja - Þverfellshorn. Verð kr. 900. Komið með í Esju- göngur Ferðafélagsins. Þátttak- endur fá merki göngunnar! Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörk- inni 6. Sunnudaginn 19. júnf: 1) Kl. 10.30 Strandarheiði. Þægileg gönguferð um hraun- svæði upp af Vatnsleysuströnd. Seljaleit - spennandi ferð! 2) Kl. 13.00 Hrafnagjá. Hraunsprunga, um 12 km löng, er nær frá Stóru-Vatnsleysu suður á móts við Vogastapa ekki þó alveg samfelld. Verð kr. 1.100. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Sumarleyfisferðir: 23.-26. júní (4 dagar) Jóns- messuferð í Skagafjörð. Gist á bænum Lónkoti í Sléttuhlíð. Siglt frá Hofsósi í Málmey. Farið verð- ur um innanverðan Skagafjörð og gengið á Mælifellshnúk. Jóns- messunæturganga á Tindastól. Húsferðir í Hornvík og Hlöðuvík (10 dagar). 28. júni-7. júlí. Göngu- ferðir m.a. á Hornbjarg, í Látra- vík, á Hælavíkurbjarg og víðar. Ingjaldssandur á Vestf jörðum - nýr áningarstaður. Kynnist for- vitnilegu svæði - gönguferðir við allra hæfi i umhverfi sem heillar. Fararstjórar Jóhannes Kristjáns- son og Guðrún Kristjánsdóttir. Farið með flugi til ísafjarðar að morgni eða á eigin vegum að bænum Brekku á Ingjaldssandi (svefnpokagisting) og þar verður dvalið í 6 daga. Þrjár ferðir eru f þoöi á þessu sumri: 1. ferð 21.-26. júní. . 2. ferð 19.-24. júlí. 3. ferð 23.-28. ágúst. Leitið upplýsinga á skrifstofu F.I. Komið með og kannið nýjar slóðir - ferð um Vestfirði er óvið- jafnanleg! Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu F.l. Ferðafélag Islands. §Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kaffisala i dag kl. 14-19. Lof- gjöröarstund kl. 18. Laugardag kl. 17-19 og sunnu- dag kl. 13-15: Almenn fjölskyldulofgjörðar- samkoma í tjaldi hvítasunnu- manna í Laugardal. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá helgarinnar: Laugardagur: Fjölbreytt dag- skrá í tjaldinu, sem staðsett verður inni í Laugardal. Frá kl. 11.00 til 17.00 verður fjölskyldu- dagskrá, m.a. brúðuleikhús og dramaleiksýning. Kl. 17.00 til 19.00 mun Hjálpræðisherinn sjá um samkomu. Kl. 21.00 til 24.00 verður fjölbreytt tónlistardag- skrá. Komið við og sjáið hvað er að gerast. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00 í Fíladelfiukirkjunni. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Áframhald á fjölbreyttri dagskrá í tjaldinu í Laugardal kl. 13.00 til 18.00. Hjálpræöisherinn mun sjá um dagskrá milli kl. 13.00 og 15.00. Síðan tekur við fjöl- skyldudagskrá til kl. 18.00. •e- Almenn samkoma í tjaldinu kl. 20.00. Ræðumaður bandaríski blökkumaðurinn Chaplin Gray. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 19. júní Kl. 10.30 Jórutindur, 4. áfangi lágfjallasyrpunnar. Skemmtileg ganga á Jórutind i Grafningi. Ath. að ekki er ráðlegt að börn yngri en 12 ára gangi á fjallið vegna þess hve bergið er laust í sér. Brottför frá BSÍ bensín- sölu. Verð kr. 1.500/1.700. Jónsmessunæturganga fimmtudaginn 23. júní kl. 20.00. Val er um göngu á Hengil eða í Marardal. Helgarferðir 24.-26. júní 1. Snæfellsjökull á Jónsmessu. 2. Jónsmessunæturganga yfir Fimmvörðuháls. 3. Básar við Þórsmörk. Útivist. Ferðamenn - Snæfellsnes Gistiheimilið Lágafell, Mikla- holtshreppi, býður svefnpoka- pláss og eldunaraðstöðu. Upplýsingar f.símum 93-56639 og 91-26790.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.