Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ W Bílastæbi ÁfMösfellshsibi. v. Öxará /Bílastæði v.' vTæpastíg Bílastæði.v. Almannágjá Hátíðarpallur-i "ógleiksvið^l-. - ■Lögbérg BílastæSKöq tjald- - ^stæði _!■Skóg'arholum Lögrétfá--,- rþlFtgpállur Lfnari.H3 irnbílar o.fl. Bílastæði v. Leira Stjófnstöj Þlnílvállabærv^K Sýningajvae&i-áT EfrioaNe&jrivöl 10BÖm: LYÐVELDIÐ ISLAIMD 50 ARA Teikning/Gylfi Gíslason Fjölsýningin Þjóðleikur á Þing-völlnm Fjölsýning hefst klukkan níu um morguninn á Þingvöllum 17. júní, og stendur fram eft- ir degi. Hún verður haldin um allt hátíðar- svæðið og verður sambland gamans og al- vöru, fyrir unga sem aldna. Þingfundur á Lögbergi og ávörp LÝÐVELDISAFMÆLIÐ hefst klukkan 8.25 í dag þegar kirkjuklukkum verður hringt um land allt, íslenski fáninn og þjóðhátíðarfáninn verða dregnir að húni og lúðrastef þjóðhátíðar eftir Jón Ásgeirs- son hljómar. Hálftíma síðar hefst Þjóð- leikur á Þingvöllum og verður hugvekja í Almannagjá undir stjórn Hönnu Maríu Péturs- dóttur, prests og þjóðgarð- svarðar, kl. 9.30. Eftir að tón- verk þjóðhátíðar hafa verið leikin, verður lýðveldisklukk- um hringt í Þingvallakirkju og þingfundur settur við Lög- berg. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, flytur setn- ingarávarp en þá verður af- greidd þingsályktunartillaga um endurskoðun VII. kafla sljórnarskrárinnar, sem tekur meðal annars á mannréttind- um. Einnig verður síðari um- ræða um þingsályktunartil- lögu sem felur í sér að stofnað- ur verði hátíðarsjóður í tilefni af afmæli lýðveldisins, sem ætlað er að styrkja rannsóknir á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Formenn þingflokk- anna taka til máls og atkvæði verða greidd um tillögurnar. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flytur þá ræðu yfir þingheimi. Ræður og kórsöngur Klukkan 13.05 hefstformleg hátíðardagskrá með söng há- tíðarbarnakórs, sem skipaður er eitt þúsund börnum víðs vegar af landinu, og stendur kórsöngur og hljóðfæraleikur til kl. 13.43 þegar Matthías Á. Mathiesen, formaður þjóðhá- tíðarnefndar, setur þjóðhátið með ávarpi sínu. Að lokinni ræðu Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, flytja þjóðhöfð- ingjar hinna Norðurlandanna ávörp sín. Milli allra ávarpa, ræða og annarra dagskráratr- iða syngur hátíðarkórinn, sem settur er saman úr kór ís- lensku óperunnar, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórnum Fóstbræðrum, íslensk sönglög eftir helstu tónskáld þjóðar- innar á liðinni öld og fyrri hluta þessarar aldar. Fyrst erlendra þjóðhöfðingja til að ávarpa þjóðhátíðargesti er Margrét Þórhildur II., Dana- drottning, en þá kemur Karl XVI. Gústaf Svíakonungur, Haraldur V. Noregskonungur og forseti Finnlands, Martti Ahtisaari. íslandsklukkan og þjóðkórinn Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir dansa að loknum ávörp- um þjóðhöfðingja. Klukkan 14.40 flytía Halldóra Björns- dóttir, Helgi Skúlason, Ingvar Sigurðsson, Jóhann Sigurðar- son og Pálmi Gestsson kafla úr íslandsklukkunni eftir Hall- dór Laxness. Þjóðkórinn, sem settur er saman úr áðurnefnd- um kórum auk þess sem hátíð- argestum er velkomið að taka þátt í söngnum, flytur Öxar við ána, Hver á sér fegra föð- urland og ísland ögrum skorið. Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, ávarpa síðan gesti en þessum hluta dagskrárinnar lýkur um klukkan 15.15 með því að þjóð- arkórinn syngur íslenska þjóð- sönginn, O, guð vors lands. Um 110 fjölmiðlamenn viðstaddir hátíðina Álfakóngur og álfadrottning birt- ast meðal mannfólksins ríðandi á gæðingum, dansað verður á brúar- gólfum Þingvalla eins og gert vár í öllum sveitum árið 1944, Flug- björgunarsveitin verður með sýn- ingaratriði í Almannagjá, Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla jámar og smíðar skeifur, Fim- leikasamband íslands verður með fimleikasýn- ingu sem fléttað verður saman við íslenska glímu, 12 ungar leik- konur í hlutverki §all- konunnar fara með ætt- jarðarljóð, fjöldi lítilla flugvéla flýg- ur yfir svæðið og fombílar verða á sérstöku fornbílaplani. Einnig mun hljómsveitin Skárra en ekkert flakka um svæðið, harmonikkuleik- arar spila, sunginn verður fim- mundarsöngur og tóvinna og söðla- smíði sýnd, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðleg fjölskyldureið Hópur málara með trönur og krumpaða hattkúfa verður úti um grundir að mála myndir af hrauninu og álfunum að hætti Kjarvals. Einn- ig munu konur snúa heyi og Hjalti Gestsson búnaðarráðunautur Suð- urlands skipuleggur húsdýrasýn- ingu. Auk þess verður skipulögð þjóðleg fjölskyldureið í sauðalitun- um; hestamenn í gömlum búning- um, hreppstjóri, oddviti, prestur, maddama, bændur og hjú sem ríða munu gegnum svokölluð landbún- aðar- og sjávarútvegssvæði, til dæmis binda í bagga og sækja skreið og ríða svo upp í Almanna- gjá. Einnig verður haldin sýning á tækjum og tólum Ríkisútvarpsins og Pósts og síma á árum áður og gamlar upptökur leiknar stöðugt, þar að auki verða kvikmyndasýn- ingár með gömlum heimildamynd- um í sérstöku kvikmyndatjaldi. Dómkórinn og Skagfirska söng- sveitin hefja upp raustir sínar í Stekkjargjá hvort í sínu lagi, en Kvennakór Reykjavíkur syngur tregasöngva við Drekkingarhyl. Skemmtun fyrir börnin Barnagaman er yfirskrift síðdeg- isdagskrár á hátíðarpalli, sem hefst klukkan 16. Þar koma fram Radd- bandið, leikaramir Edda Heiðrún Backman, Gísli Rúnar Jónsson, Jó- hann Sigurðarson og Randver Þorláksson. Ronja ræningjadóttir og félagar ásamt dvergun- um úr Skilaboðaskjóð- unni láta ljós sitt skína. Leikhópurinn Augna- blik mun skemmta börn- unum á þjóðhátíð í tjaldinu Barna- gulli, og verður leikritið Dimma- limm sýnt tvívegis yfir daginn, flutt verður Leitin að mánafiautunni og fleiri stef úr Júlíu og mánafólkinu. Sólheimaleikhúsið sýnir Lísu í Undralandi og leikhópurinn Perlan býður upp á Mídas konung. Á svæð- inu verður leikaðstaða fyrir börnin og leiksvæði með trönuleikjum sem skátar standa að baki, einnig verð- ur ungbarnaaðstaða á salernum sem sérmerkt eru fyrir fatlaða. Auk þessa verður upplýsingatjald á staðnum þar sem hægt verður að hafa upp á týndum börnum, sem verða munu í góðum höndum fóstra þar til aðstandendur vitja þeirra. Auk þessa verður hægt að nálgast almennar upplýsingar í sama tjaldi. Krossborg hlaðin Hleðslumeistari mun hlaða kross- borg til að sýna verklag við hleðslu, og mun borgin síðan standa sem minnisvarði um hátíðina um ókomna tíð. Kvæðamannafélagið Iðunn kveður rímur, leikið verður á langspil og íslenska fiðlu, síld verð- ur söltuð af vönum mönnum og síld- arsöngvar sungnir. Einnig verður efnt til sérstakrar ljóðadagskrár sem fjallar um formbyltingarskáld- in sem settu mestan svip á íslenska ljóðagerð á árunum eftir lýðveldis- stofnun. Fólk getur einnig tekið sk. tívolímyndir, þar sem höfðinu er stungið í gegnum spjöld með þekkt- um persónum úr þjóðlííinu og sög- unni. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, börn og fullorðnir, dansa á gesta- palli við Lögberg og kvenfélagskon- ur bjóða upp á kleinur og klatta. Lögreglumenn verða klæddir bún- ingum frá 1944 og lögreglubílar frá sama tíma verða á svæðinu. Fjórar lúðra- og skólahljómsveitir leika baráttusöngva af ýmsum toga og kór bama syngur. Ferðafélag ís- lands og Utivist bjóða fólki í göngutúra og 100 hestamenn á gæðingum stilla sér upp við hyllingu fánans. Á hátíðarpalli flytur hópur- inn Valinkunnir áhugaleikarar leik- þátt sem kallast Hann á afmæli hann Jón. Dægurlög í hálfa öld Þekktir íslenskir tónlistarmenn munu koma saman á Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn og flytja óð til dægurtónlistar síðastliðinna 50 ára. Lögin sem flutt verða eru valin með tilliti til vinsælda. Munu þekktir söngvarar troða upp á hátíðarpallin- um, syngja ásamt hljómsveit og stjóma fjöldasöng, þar á meðal Ragnar Bjarnason, Ellý Vilhjálms, Bubbi Morthens, Sigríður Bein- teinsdóttir og Björgvin Halldórsson. Flutt verða lög eftir Ijölda höfunda af bæði yngri og eldri kynslóð. Hljómflutningskerfið sem notað verður er eitt hið öflugasta sem flutt hefur verið til landsins, en það veg- ur 6VÍ2 tonn og kom sjóleiðis í 40 feta gámi í fylgd þriggja breskra tæknimanna sem stjórnuðu upp- setningu tækjanna og annast tækn- iaðstoð. Átta hátalarar verða við þingpallinn við Lögberg, eða um 4.000 wött, og við hátíðarpallinn á Efri-völlum verða 26 hátalarar, eða um 25.000 wött. Einnig verða hengdir upp 60 hljóðnemar. Margt annað verður á boðstólum á Þingvöllum í dag, fólki til yndis og ánægju, og er of langt mál að rekja allar þær uppákomur og skemmtiatriði sem dreifast um víð- an völl. Stefnt er að því að Steinn Lámsson, framkvæmdastjóri þjóð- hátíðamefndar, slíti þjóðhátíð klukkan 17.30. LIÐLEGA 110 starfsmenn erlendra fjölmiðla koma hingað til lands til að vera viðstaddir 50 ára afmæli lýðveldisins íslands. Langflestir þeirra eru frá Norðurlöndunum en einnig koma hingað fréttamenn alla leið frá Rússlandi og Japan. At- hygli vekur að engir fréttamenn hafa boðað komu sína hingað frá Bandaríkjunum. Sett hefur verið upp sérstök fréttamannamiðstöð á vegum utan- rikisráðuneytisins ogúthluta starfs- menn hennar fréttamönnum, inn- lendum sem erlendum, sérstökum fréttamannaskírteinum. Að sögn Bolla Valdimarssonar, eins starfs- manna miðstöðvarinnar, hafa margir erlendu fréttamannanna óskað eftir viðtölum við forseta ís- lands, forsætisráðherra og utanrík- isráðherra. Flestir fréttamenn komu hingað til lands frá Finnlandi, eða 26, og hafa þeir þegar ferðast mikið um landið. Söngur, dans og ýmis skemmtiatriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.