Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 11 LYÐVELDIÐ ISLAND -Xr 50 ARA Leiðir til Þingvalla og aðstæður þar í DAG, 17. júní, verður einstefna um Mosfellsheiði (Þingvallaveg) frá mótum Vesturlandsvegar að Kára- stöðum í Þingvallasveit frá kl. 7 að morgni til kl. 13. Þá verður veg- urinn lokaður allri umferð frá klukkan 9.30 til kl. 10. Mosfells- heiði verður opin allri umferð í báð- ar áttir frá kl. 13 til kl. 15 en hins vegar lokuð allri umferð frá kl. 15 til 16. Einstefna verður um Mos- fellsheiði frá Þingvöllum að Vestur- landsvegi frá kl. 16 til kl. 19. Með- an einstefna ríkir á Mosfellsheiðinni er vinstri akgrein eingöngu ætluð langferðabílum. Nesjavallaleið frá Hafravatni og Grafningsvegur frá Ljósafossi að Þingvöllum verður lokuð almennri umferð frá kl. 7 að morgni til kl. 16, en þjónar sem öryggis- og neyðarleið fyrir sjúkra- og lögreglulið. Opið verður um Hellisheiði og Grímsnes allan dag- inn, og einnig um Lyngdalsheiði. Reiknað er með að 12 þúsund einkabifreiðar geti farið yfir Mos- fellsheiði frá 8 til 11 fyrir hádegi. Rútur flytja fólkið Langferðabílar sem aka til Þing- valla í dag, 17. júní, fara frá Mjódd í Breiðholti og Umferðarmiðstöð BSÍ við Vatnsmýrarveg frá klukkan 7 til hádegis. Aætlunarbílarnir eru í ferðum frá Þingvöllum frá klukkan 16 til klukkan 19. íbúar sunnan Reykja- víkur og íbúar austurbæjar Reykja- víkur, eru sérstaklega hvattir til að nota brottfararstöð í Mjódd. Bif- reiðastæði fyrir einkabifreiðar verða á báðum stöðum. Fargjald verður kr. 400 fyrir fullorðna, kr. 200 fyrir börn á aldrinum 7-11 ára og kr. 100 fyrir börn 4-7 ára. Næg bílastæði eru fyrir einkabifreiðir á Þingvöllum og strætisvagnar aka eridurgjaldslaust allan tímann frá bílastæðunum inn á hátíðarsvæðið. 30 þúsund bílastæði Stæði eru fyrir 30.000 bíla á Þingvöllum á sex bílastæðum. Bif- reiðastæðin eru sérstaklega merkt með fánaborgum og nöfnum: Al- mannagjá (fyrir fatlaða), Oxará, Tæppistígur, Skógarhólar, Gjá- bakki og Leirar. Fólk er hvatt til að sameinast í bifreiðar og reyna eftir fremsta megni að hafa eins fá sæti laus í hverri bifreið og kost- ur er. Ökumenn eru beðnir um að hlusta eftir útvarpssendingum um umferð og sýna tillitsemi í umferð- inni. Tvö aukabílastæði eru til taks fyrir 25.000 manns til viðbótar ef nauðsyn krefur. Björgunarsveitir frá Suðurlandi og lögregla munu aðstoða ökumenn og farþega á bíla- stæðunum og strætisvagnar munu aka endurgjaldslaust frá öllum bíla- stæðum að hátíðarsvæðinu á Efri- völlum og til baka aftur. Þjóðhátíð- argestir eiga því greiðan aðgang frá hátíðarsvæðinu að bílastæðun- um allan daginn. Bílar sem koma yfir Mosfellsheiði geta lagt fyrir ofan Almannagjá og eru þau bíla- stæði einkum ætluð fötluðum. Síðan eru stæði fyrir 12.000 bíla við Öxar- árbrú, við Tæpastíg (við innkeyrslu í þjóðgarðinn) eru stæði fyrir 4.000 og við Skógarhóla eru stæði fyrir 8.000 bíla. Þeir sem aka gegnum Grímsnes frá Suðurlandi geta lagt við Gjábakka þar sem 800 bílar rúmast, og við þjónustumiðstöðina á Leirum eru stæði fyrir 4.000 bíla. Tveimur bensínstöðvum ' hefur verið komið fyrir á Þingvöllum vegna lýðveldishátíðarinnar. Önnur er við þjónustumiðstöð en hin vest- an þjóðgarðs. Á hátíðarsvæðinu eru 180 salerni og hreinlætisaðstaða fyrir fólk í hjólastólum sérstaklega merkt. Aðstaða fyrir fatlaða Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða er ofan við Almannagjá. Fatlaðir sem óska eftir að fylgjast með morgundagskrá og þingfundinum sem hefst kl. 11 um morguninn, fá aðstöðu með og án hjólastóla á göngubrú og palli á Lögbergi. Helstu atriði hátíðardagskrár verða túlkuð á táknmáli. Sérstaklega auð- kennt aðstoðarfólk á staðnum mun hjálpa fötluðum að komast á pallinn og af honum aftur, og til að kom- ast á hátíðarpallinn við Efri-Velli. Börn og foreldrar þeirra í upplýsingatjaldi verður gestum veittar allar upplýsingar. Þar verður einnig hægt að hafa upp á týndum börnum sem verða í góðum höndum fóstra þar til aðstandendur vitja þeirra. Ungbarnaaðstaða er á sal- ernum sérmerktum fyrir fatlaða. Meðferð elds og hunda með öllu bönnuð Varúð er ítrekuð í umgengni á Þingvöllum og þjóðgarðsvörður bið- ur gesti að hafa ávallt í huga hversu viðkvæmur gróðurinn á Þingvöllum er. Meðferð elds er stranglega bönnuð og einnig er óheimilt að hafa með sér hunda. Skipulag um- ferðar og hátíðarhalda á þjóðhátíð veldur því að hefðbundin tjaldsvæði í þjóðgarðinum eru lokuð til 18. júní. Oleyfilegt er að tjalda innan þjóðgarðsgirðingar. Hins vegar eru opin tún og flatir innan girðingar í Skógarhólum fyrir tjaldbúa og þá er einnig heimilt að reisa tjöld í Bolabás, sem er norðan girðingar. Einnig er fólki heimilt að tjalda í austurhlíðum Ármannsfells og á Hofmannsflöt. Ekkert gjald verður innheimt vegna tjöldunar á þessu tímabili, en þjónusta verður jafn- framt í lágmarki. Vatn og snyrting- ar verða aðeins í Skógarhólum og Bolabás. Bílastæði verða á báðum stöðum og því hægt að aka bifreið- um alla leið. Björgunarsveit skáta úr Garðabæ aðstoðar tjaldgesti þjóðhátíðardaginn. Einnig ganga strætisvagnar allan daginn frá Skógarhólum og Bolabás til hátíð- arsvæðisins á Efri-Völlum og til baka. Ferðirnar verða án endur- gjalds og geta gestir hagað þeim að vild frá tjaldstæðinu að hátíðar- svæðinu. Drykkur og fæði Sala varnings fer fram í 6 tjöld- um með tveimur sölubásum í hvetju. Sömu vörur eru í öllum tjöldunum á sama verði. í sölubásunum verða til sölu drykkjarvörur, sælgæti, pylsur, ís, samlokur, harðfiskur, fánar og blöðrur. Líknar- og íþróttafélög reka sölutjöldin til fjár- öflunar. Verði verður stillt i hóf en sölu- og veitingatjöld taka aðeins við peningum og ávísunum. Lög, regla og öryggi Öll löggæsla í þjóðgarðinum er í höndum sýslumannsembættisins á Selfossi. Lögreglumönnum úr mörgum umdæmum hefur verið safnað saman til gæslu og þeim til aðstoðar eru félagar úr björgunar- sveitum á Suðurlandi. Sérstök bráðamóttaka verður á stjórnsvæði með lækni og hjúkrunarfræðingi og slökkvilið og brunabílar hafa þar aðsetur. Félagar úr FÍB verða til aðstoðar bifreiðareigendum í vanda og þyrla Landhelgisgæslunnar verður í viðbragðsstöðu. REIÐMENN í Almannagjá 1944 Hópmynd af gestum 1944 ►ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND biður alla þá þjóðhátíðargesti sem voru staddir á Þingvöllum 17.júní 1944, að safnast saman til hóp- myndatöku á gestapallinum við þingpallinn fyrir neðan Lögberg klukkan 12.15 í dag, 17. júní. Nefndin biður einnig allar þær konur sem klæðast þjóðbúning- um á Þingvöllum í dag, að koma til ljósmyndatöku á sama stað hálftíma síðar, eða klukkan 12.45. Myndirnar eru hugsaðar í senn sem söguleg heimild og til að fanga stemmninguna sem rík- ir, auk þess sem þær verða hugs- anlega birtar í bók um lýðveldis- afmælið sem er í bígerð. Lýðveldisdag- skrá textuð ►DAGSKRÁ þjóðhátíðarinnar verður öll sýnd í beinni útsend- ingu Sjónvarpsins. Til að koma til móts við heyrnarlausa og heyrnaskerta verður eins stór hluti hátíðardagskrárinnar text- aður í textavarpi og kostur er, og er þessi þjónustu studd af félagsmálaráðuneytinu. Þeir sem hyggjast notfæra sér þennan möguleika, eiga að nota síðu 888 í textavarpinu og sést þá venju- leg sjónvarpsmynd og íslenskur texti eins og áhorfendur þekkja af þýddum myndum. Þjóðhöfðingjar gróðursetja ►ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar gróðursetja trjáplönt- ur í Vinaskógi í dag að lokinni hátíðarsamkomu á Þingvöllum. Við sama tækifæri verður stjórn Vinaskóga afhent peningagjöf frá sömu þjóðum, samtals 1,6 milljónir íslenskra króna, eða 400 þúsund kr. frá hveiju landi. Fulltrúar stórvelda ►NÚ er orðið ljóst hveijir eru fulltrúar Bandaríkjanna og Rúss- lands á lýðveldisafmælinu. Frá fyrrnefnda landinu kemur John Deutch, aðstoðarvarnarmálaráð- herra ásamt Walter B. Slocomb, starfandi aðstoðarráðherra í varnarmálaráðuneytinu, Bruce Carlson, aðstoðarforingi, Mich- ael Parmly, aðstoðaryfirmaður N-Evópudeildar utanríkisráðu- neytisins og Philip Dufour, prótókollstjóri. Fulltrúi Rúss- lands er Júrý Rhestov, sendi- herra hérlendis. Staóreyndir um Skoda Allir þekkja SkocTa, en færri þá byltingu sem Skoda hefur gengiö í gegnum. Skoda framleiðir nú eftir gæðastöölum móðurfyrirtækisins Volkswagen Grouþ. Skoda er því t.d. ryðvarinn eins og aðrir bílar VW Group - með 6 ára ábyr gð. Skoda Favorit er mjög vel búinn m.a. með samlæsingar, styrktarbita í hurðum, o.fl. Skoda er með bensínsparandi Boseh innspýtingu og kveikju. Skoda er þrátt fyrir allar nýjungar, ódýrasti evrópski bíllinn á markaðnum. Nýr bíll frá Evrópu. Skoda Favorit Colour Line kr. 718.000 ágötuna. SKODA Volkswagen Group Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.