Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIINININGAR FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 51 og börnin mín fæddust. Ég minnist þess þegar þú, tæplega áttræð, tókst að þér að gæta tveggja mán- aða gamallar dóttur minnar svo að ég gæti byijað að vinna þó ekki væri búið að finna henni dag- mömmu. Þá sastu svo undur þolin- móð og gafst baminu að drekka úr teskeið því þú vildir ekki að hún yrði hænd að pelanum og fráhverf bijóstagjöfinni. Aftur tókst þú hana að þér sex árum síðar og þá var alvanalegt að finna ykkur framan við píanóið þar sem þú kenndir henni undir- stöðuatriðin. Dansinn var þitt aðaláhugamál og þar til þú veiktist fyrir þremur árum var farið minnst vikulega út að dansa með Núma. Þið voruð svo falleg og hamingjusöm þegar þið voruð að búa ykkur uppá fyrir dansleikina ykkar. Þakka þér, amma mín, fyrir áhugann og stuðninginn sem þú sýndir dóttur minni í hennar dans- námi, ég held að stoltara barn hafí ekki verið til en hún þegar farið var með fyrstu verðlaunapeningana til þess að sýna langömmu. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir stuðninginn sem þú veittir mér þegar erfíður vetur fór í hönd og þú baðst fólkið þitt á Akureyri að líta til með mér, það var þér svo eðlilegt að hafa meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri þér. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig ávallt. Súsanna. Nú er hún elsku langamma farin og okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var allt- af svo gott að koma til hennar á meðan hún var ennþá frísk og hún elskaði að hafa fólk í kringum sig. Hún var alltaf svo ljúf og skilnings- rík og ekki var hægt að sjá að hún væri orðin gömul þrátt fyrir að hún hafi verið komin á níræðisaldur þegar við fæddumst. Alltaf var hún eins og ein af unga fólkinu, stund- aði gömlu dansana af krafti og kallaði þá íþróttina sína. Hún hafði gaman af því að punta sig og var alltaf fín og vel til höfð. Hún lang- amma var alltaf að sauma fyrir fólk því hún vildi bjarga sér sjálf og hún saumaði íslenska búninginn um áraraðir og bar mikla virðingu fyrir honum eins og reyndar öllu öðru því sem fallegt er. Á vorin setti hún niður lauka í garðinum sínum svo falleg blóm kæmu upp þegar sumraði, hún gaf fuglunum á veturna og oft mátti sjá mjólkurskál utan dyra ef lang- amma hafði orðið vör við einmana kisu. Hún vildi öllum gott gera og gleymdi engum. Langamma var ljóðelsk og orti oft kvæði eða vísur. Unun hafði hún af tónlist og þegar ein okkar var sumarlangt í pössun hjá langömmu, þá sex ára gömul, var tímanum oft eytt framan við píanó- ið þar sem grunnurinn var lagður að tónlistaráhuga sem síðar leiddi til píanónáms. Svona var lang- amma, hafði endalaust þrek og þolinmæði fyrir okkur þegar við þurftum á að halda. Við söknum langömmu, en við vitum að henni líður vel og að það hefur verið vel tekið á móti henni. Guð blessi hana ávallt. Hildur Þóra, Kristín Lilja og Ragnheiður. Lokið er ævi eftirminnilegrar heiðurskonu sem öllum þeim sem til þekktu þótti mikið til koma, því har sem hún fór fylgdi henni viss andblær, meiri og betri en almennt gerist. Heillastjarna hennar brást henni ekki hvað dugnað, kjark og höfðingsskap snerti. Alla tíð barð- ist hún með hetjulund fyrir því að láta gott af sér leiða, sjá vel um sína og á stundum langt út fyrir það, hún var fyrst manna að rétta hjálparhönd þar sem hún sá þess þörf og það var víða. Ragnheiður og Þorvaldur Þórar- insson bjuggu fyrstu búskaparár sín í Reykjavík. Fluttu síðan að nokkrum árum liðnum norður á Blönduós og ekki var það sögu- laust því móttökurnar voru ekki sem bestar af hreppsins hálfu og urðu út af þessu nokkur blaða- skrif mörgum árum seinna, þá voru börn þeirra á unga aldri. Ragnheiður rak veitingasölu á Blönduósi í nokkur ár eða þar til að hótel var sett þar á stofn og lagðist þá þessi rekstur niður. Þar næst bjuggu þau á Ytri-Ey í nokk- ur ár. Fluttust síðan til Blönduóss aftur og þar er Ragnheiður þar til hún flytur suður laust eftir 1960 og var það hennar síðasta búseta í Blönduhlíðinni. Um það leyti sem hún flutti suður eða fyrr var farið að hrikta í stoðum hjónabandsins og endaði með skilnaði. Ragnheiður var ekki öfundsverð að standa í því húsmóðurshlutverki sem hún varð að þjóna en hann var sterkur reyrinn sem hún fékk í arf frá föður sínum, hann gat bognað á stundum þegar mest var álagið en rétti sig fljótt aftur með þeirri reisn sem hún ein hafði til að bera. Ragnheiður varð um sína daga að þola það að mótpartinum varð á að dýrka þá guði ótæpilega sem ekki eru taldir heppilegir til velferðar góðu hjónabandi. Einnig fer þetta eftir skaplyndi manna sem varðar svo miklu um velferð tveggja einstaklinga. Eftir að Ragnheiður flutti suður hélt hún áfram að sauma islenska kvenbúninginn og gerði það með þeirri prýði sem henni var lagið, þeir urðu eftirsóttir og voru þær konur áberandi fínar og nutu þess vel sem klæddust honum. En fleira bættist á Ragnheiði en saumaskap- ur, hún tók til sín vetur eftir vetur barnaböm sín sem þurftu að sækja skóla til höfuðborgarinnar. Mér býður í grun að þessi ömmubörn hafi kunnað að meta umhyggju hennar og reynst henni vel. Ragnheiður var ákaflega myndarleg og fríð kona og hélt sér vel þótt aldurinn færðist yfir. Hún hafði yfír sér sérstaka reisn sem engum duldist sem til þekktu, en mannkostimir risu þó hæst. Hún átti greiðan aðgang að fólki með sinni alkunnu aðlögunarhæfni. Hún talaði enga tæpitungu, kvað fast að orði en breytti ekki um svip eða tón hvort hún talaði við kotbónda eða svokallaða heldri menn. Dans var Ragnheiði eins og víta- mínsprauta. Á meðan heilsa entist fór hún að dansa á hverri helgi, um áraraðir, á Hótel Borg á sunnu- dagskvöldum. Þangað kom hún með dansherra sínum, Núma Þor- bergssyni, alþekktum manni, bæði sem góðum dansara og góðum laga- og textasmið. Vel fór á með þeim Ragnheiði og Núma og var það hennar heppni að fá svo liðleg- an og góðan sambýlismann. Ég þakka Ragnheiði órofa tryggð við mína íjölskyldu gegnum árin og vona að hún eigi góða heimkomu handan móðunnar miklu. Aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðjur. Ragnheiður mun hvíla við hlið sonarsonar síns, Sveins Hlyns. Sigurgeir Magnússon. Nú ertu öll, elsku Ragnheiður mín. Það er sjónarsviptir að þér, hvorki sjá þig né heyra. Ég sem hélt að ekkert gæti yfirbugað þig. En alvaldur ræður. Hafðu þökk fyrir allt. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Lára Guðmundsdóttir. Nú stendur hún á hæðinni og horfir á sólgullinn Húnaflóa, gras- ið bærist í hægum blæ. Þannig endaði draumurinn sem Ragnheiði mína dreymdi, þegar hún var ung stúlka á Ytri-Ey og móðir hennar réð fyrir lífsgöngu hennar. Eins og draumurinn sýndi var leiðin oft brött og erfið, en léttist er lengra var komið. Glöð og sátt við ferðalagið, kom hún upp á hæðina og naut útsýnis sem ætíð var það fegursta í hennar huga. Kvennaskóli Húnvetninga sleit bamsskónum á Ytri-Ey. Framsýnir forvígismenn hans vissu að í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna og hvað er menning manna ef menntun vantar snót. (M. Joch.) Er skólinn var fluttur til Blönduóss 1901 settist fjölskylda Ragnheiðar að í skólahúsinu, þar sem hús- móðirin Kristín hafði verið nem- andi. Brynjólfur var góður bóndi, smiður og stundaði sjó. Börn þeirra fengu gott veganesti úr föðurhús- um. Snemma fór Ragnheiður að vinna fyrir sér. í Reykjavík lærði hún bæði karlmanna- og kvenfata- saum. Þar stofnaði hún heimili og eignaðist sín fyrstu börn, en á Blönduósi bjó hún hátt á fjórða áratug. Með heimilisstörfunum stundaði Ragnheiður veitingastörf um skeið, hélt saumanámskeið fyrir kvenfélögin víða um land, kenndi við Kvennaskólann 1953-1967 og kenndi unglingunum að dansa. 1969 flutti Ragnheiður til Reykjavíkur, settist að í Blönduhlíð 3 og bjó þar síðan. Til 1991 vann hún við sérgrein sína, að sauma íslenska búninga af ölium stærðum og gerðum, og allir fóru þeir vel, hvernig sem eigendurnir voru vaxnir. Einnig gerði hún upp gamla búninga og var árangurinn oft töfrum líkastur, slík var snilld- in. Barnabörn Ragnheiðar er stund- uðu nám hér í Reykjavík bjuggu hjá henni árum saman. Til hennar lá stöðugur straumur gesta, fjöl- skyldan stóra, viðskiptavinir, nem- endur í þjóðbúningasaum, eldri nemendur og vinir. Hún var gestrisin með afbrigðum og vildi öllum gott gera. Fólk á öllum aldri laðaðist að vinkonu minni, enda var hún sér- stök. Falleg og fönguleg kona, bar sig tígulega, hélt reisn sinni og andlegu atgervi ótrúlega lengi, miðað við heilsufar. Síðustu 25 árin höfum við búið í fárra skrefa fjarlægð hver frá arnarri. Nálægð hennar og vináttu tel ég með bestu gjöfum sem mér hafa hlotnast. Saman stunduðum við gömlu dansana, var það góð upplyfting eftir dagsins önn. Ragn- heiður var frábær danskona og eftirsótt á dansgólfíð. Ekki minnk- aði gleðin er blessaður Númi Þor- bergsson gekk til liðs við okkur; að æfa fótamenntina. Hann flutti í Blönduhlíðina 1981. Nærvera hans og umhyggja gerði vinkonu minni mögulegt' að vera heima milli tíðra sjúkrahúsdv- ala síðustu árin. Margar góðar stundir áttum við saman, þau voru svo skemmtilega orðheppin, hagmælt og gott fólk. Síðasta misserið var Ragnheiður mín á .Borgarspítalanum og beið þess að draumurinn rættist til fulls. Vina mín, við systkinin og fjöl- skyldur okkar kveðjum þig með innilegu þakklæti fyrir samfylgd- ina og tökum undir orðin sem móðir þín var kvödd með: „Hamingjan gefí að allir þeir sem þú fórnaðir þér fyrir, megi bera gæfu til að heiðra minningu þína sem lengst, með því að vera góðir menn.“ Mildar kváðu’ á málsins öldum máttug orðin dísir forðum, hafa langan lífsins vefinn lagt i skaut á sigurbrautum. Framar önn og öllum bönnum óma skal með vonarhljómi: Rísi og haldi hollum völdum hennar líkar frónskra kvenna. (Einar Kristjánsson) Hjartans kveðjur til allra ætt- ingja og vina. Kristín B. Tómasdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns og bróð- ur okkar, SÖLVA JÓNSSONAR, Grensásvegi 60, Reykjavík. Sérstakar þakkir til séra Halidórs S. Gröndals. Guð blessi ykkur öll. Sigrfður Sölvadóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Karl Karlsson, Jónína Jónsdóttir, Rögnvaldur Eiriksson. 4. * t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, AUÐBERGS ÓLA VALTÝSSONAR, lllugagötu 54, Vestmannaeyjum. Margrét S. Óskarsdóttir, Valtýr Auðbergsson, Ósk Auðbergsdóttir, Ásta Guðjónsdóttir, Sigrfður Sigurðardóttir, systkini og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, SKARPHÉÐINS SIGURÐSSONAR, Sigurðsstöðum, Akranesi. Petrea Guðmundsdóttir, Gilbert Már Skarphéðinsson, Kristinn Guðmundur Skarphéðinsson, Ósk Axelsdóttir, Alda Björk Skarphéðinsdóttir, Guðlaugur Sigurðsson, Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Ingi Þór Yngvason, Hugrún Peta Skarphéðinsdóttir, Hörður Björgvinsson, Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson, Hulda Berglind Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, ARNAR ARNARSONAR, Litlubœjarvör 1, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Land- spítalans fyrir góðan stuðning og hlý- hug. Dagmar Jóhannesdóttir, Hannes Sigurðsson, Anna M. Arnardóttir, Guðmundur Svavarsson, örn Steinar Viggósson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLA SVEINSDÓTTIR frá Neskaupstað, til heimilis í Hamrabergi 22, áður á Hrísateigi 43, er andaðist í Landspítalanum 9,- júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Stefán Þorsteinsson, Sveinn Þorsteinsson, Jónína Vilhálmsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Agnar Ármannsson Þráinn Þorsteinsson, Hulda Jónsdóttir, Eggert Þorsteinsson, Birna Kristinsdóttir, Jón Þorsteinsson, Þórey Á. Kolbeins, Bergþóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.