Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bílakostur landsmanna var fjölskrúðugur 1944 1.592 fólksbílar í Reykjavík á lýðveldisári VIÐ Hótel Vík (síðar nefnt Hallærisplan) um eða skömmu fyrir 1944. Rútubílar voru afar lengi svipaðir þeim er þarna stendur, en fólksbílarnir eru leigubílar utan af landi, allt nýlega innflutt- ir, amerískir bílar. EINN af þeim eldri úr bílaflotanum 1944: Essex super 6, árg. 1928. Amerískur og efnismikill: Dodge, árg. 1940. Guðjón Eggertsson hefur átt þenn- an bíl 1944. RÁÐHERRAR og bankastjórar óku á einum slíkum 1944: Chrysl- er, árg. 1941. Þessi var í eigu Magnúsar Ólafssonar. landsins nema í örlitlum mæli. Fólksbílar hétu í almennu tali ,drossíur“ en sú dönskusletta er úr sögunni, nema hvað menn nota þetta orð stundum í gamni og þá um stóra lúxusbíla. Ekki er hægt að sjá að bílar hafi enzt skemur þá en nú, nema síður sé. Áð minnsta kosti er verulegur fjöldi þeirra frá árinu 1939 og þá orðinn 15 ára 1944. Samt má gera ráð fyrir að vegakerfið eins og það var þá hafi stytt lífdaga fiestra bíla veru- lega. Sá elzti á skránni er Dixie Flyer, árgerð 1922; Óskar Sig- urgeirsson á Akureyri er eigandi. Þarnæst er G. Ford, árg. ’22 í eigu Árna Guðmundssonar í Reykjavík. H.J. Hólmjárn, loðdýraræktar- frömuður, er skráður fyrir Chevro- let árg. ’24. Þá á Samúel Richter Maxwell árg. ’25, en ekki færri en 7 eru af árg. ’26: Citroén, Oldsmobile, Chrysler, Essex og þrír af gerðinni Buick. Þrír eru til af árgerð 1927: Buick, Morris og Chrysier. Sjö eintök eru til af ár- gerð 1928: Nash, Chevrolet, Ford, Dodge, Durant, Buick og Pontiac. Allir þessir bílar eru 16 ára og þar yfir á árinu 1944. Ótrúlegur fjöldi gerða Stundum heyrist sú skoðun nú á tímum að bílaumboðin séu óþarf- lega mörg og að við höfum ekkert að gera við svo margar gerðir af bílum. Þá er gjarnan vísað til þess að þetta hafi allt verið óiíkt ein- faldara í sniðum hér fyrr á árum. En var það svo? Reyndar ekki. Bílakostur lands- manna var af ennþá fleiri gerðum en nú og flestar hafa, þæt' gerðir Stríðsgróðinn í bíla Stríðsgróðinn fór ekki bara í nýsköpunartogara. Af tölum um árgerðir má sjá að bílainnflutning- urinn hefur farið að örvast eftir langvarandi kreppu á árinu 1939. En hann tók heldur betur við sér á hernámsárinu 1940, var líflegur ^1941, en 1942 varð slíkt metár að líklega hefur annað eins ekki átt sér stað hlutfallslega síðan, ekki einu sinni 1987. En eftir 1942 er eins og snar- lega hafí verið stigið á hemlana; sárafáir bílar eru skráðir 1943. Á árinu 1944 er svo að sjá að einung- is 15 bílar hafi verið fluttir inn. Merkilegt er að 13 þeirra eru skráðir í Rangárþingi, 2 í Hafnar- firði en á Reykjavíkurlistanum er enginn merktur árgerð 1944. Þessi mikla slagsíða á bílainnflutningi á sér þá skýringu að jafnframt því sem Bandaríkin drógust inn í heimsstyijöldina eftir árás Japana * á Perluhöfn á Hawaii,. dró mjög úr bílaframleiðslu, því verksmiðj- urnar voru nýttar til hernað- arþarfa. Sama átti sér stað í Eng- landi. Við þessar aðstæður hefur trúlega ekki verið hægt að fá nýja bíla keypta til í samantekt Gísla Sigurðssonar kemur fram að við lýðveldisstofnun voru skráð á landinu 5.004 vélknúin ökutæki, fólksbílar, vörubílar og vélhjól. Þar af var um helmingur fólksbílar. MEÐAL þeirra virðulegustu: Buick, árg. 1931. EFTIRSÓTTUR og betriborgaralegur: Studebaker Erskine, árg. 1930. Myndin er að líkindum tekin í sumarferðalagi í Fljótshlíð. Meðal þess sem gefið var út 1944 er Bílabókin - handbók bifreiðastjóra - sem hefur að geyma mikinn fróðleik um bílaeign lands- manna við upphaf lýðveldisins. Höfundar bókarinnar eru Nikulás Steingrímssson, Erlingur Pálsson, Jón Oddgeir Jónsson og Ólafur Halldórsson. Þarna eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um viðhald á bílum, en mesta athygii vekur „Skrá yfir bifreiðar og eigendur þeirra“. Þar kemur fram, að í : Reykjavík eru skráð 3.002 vélknú- in ökutæki; þar af 1.592 fólksbíl- ar, en 2.002 vélknúin ökutæki annarsstaðar á landinu, svo sem hér segir: Á Akranesi 87, íMýra- ogBorg- arfjarðarsýslu 107, í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 41, í Dala- sýslu 21, í Barðastrandarsýslu 28, á ísafírði og í Isafjarðarsýslu 79, í Strandasýslu 19, í Húnavatns- sýslum 52, í Skagafjarðarsýslu 51, á Siglufirði 51, á Akureyri og " Eyjafjarðarsýslu 389, í Þingeyjar- sýslum 70, á Seyðisfirði og N- Múlasýslu 38, í Neskaupstað 14, í S-Múlasýslu 65, í Skaftafellssýsl- um 59, í Vestmannaeyjum 105, í Rangárvallasýslu 60, í Árnessýslu 171 og í Gullbringu- og Kjósar- sýslu ásamt Hafnarfírði 495.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.