Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ * Lagadeilur Islenska útvarpsfélagsins hf. taka nýja stefnu Ráðherra boð- ar hluthafa- fund Stöðvar 2 VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur falið Steingrími Eiríkssyni hrl. að undirbúa og boða með viku fyrirvara til hluthafafundar í Is- lenska útvarpsfélaginu hf., þar sem stjórn félagsins hafi ekki farið að samþykktum félagsins og boðað til hluthafafundar innan tveggja vikna frá því að lögmæt krafa kom fram um það frá þeim hluthöfum sem nú hafa myndað nýjan meirihluta í fyrirtækinu. „Þetta er í samræmi við rétta framkvæmd laga. Mér er falið að framkvæma Iög,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er viðhorf núverandi stjórnarmeirihluta það að stjórn félagsins hafi í sam- ræmi við samþykktir félagsins samþykkt þann 10. júní að boða til fundarins og hafi fundurinn ekki verið boðaður hafi orðið misbrestur á að starfsmenn fram- fylgi ákvörðunum stjórnar. Þá telja þeir að þeir hafi ekki notið þess andmælaréttar sem stjóm- sýslulög tryggi þeim áður en ákvörðun ráðherra var tekin og hyggist útskýra sinn málstað í bréfi til ráðherra við fyrsta tæki- færi og óska eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sigurður G. Guðjónsson hrl. lögmaður hins nýja meirihluta skrifaði viðskiptaráðherra bréf í gær þar sem þessa var farið á leit með vísan til 2. málsgreinar 70. greinar hlutafélagalaganna þar sem segir að láti félagsstjóm hjá líða að boða til hluthafafundar sem halda skuli samkvæmt lögum, félagssamþykktum eða ákvörðun hluthafafundar skuli ráðherra láta boða til fundarins ef stjórnarmað- ur, fulltrúanefndarmaður, fram- kvæmdastjóri, endurskoðandi eða hluthafi krefjist þess. Umboðs- maður ráðherra skuli stýra fundi sem ráðherra lætur boða til og sé félagsstjóm skylt að afhenda honum hlutaskrá, fundargerðar- bók og endurskoðunarbók félags- ins. Ríkissjóður greiði kostnað til bráðabirgða en félagið beri kostn- aðinn endanlega. Starfslokakjör Páls fundarefni í bréfi Sigurðar G. Guðjónsson- ar til ráðherra er rakið að hluthaf- ar sem ráði meiru en 10% hluta- fjár félagsins hafi 1. júní sent Ingimundi __ Sigfússyni, stjórnar- formanni íslenska út- varpsfélagsins, skeyti með kröfu um að hald- inn verði hluthafafund- ur til að afturkalla um- boð núverandi stjómar og kjósa nýja. Sam- kvæmt samþykktum félagsins skuli boða til fundar innan tveggja vikna frá því að krafa komi fram en sá frestur sé liðinn án þess að til fundar hafi verið boðað. Þar sem stjómin hafi látið hjá líða að boða til félagsfundar þó henni sé það skylt sé nauðsynlegt að við- skiptaráðherra boði til fundarins eins og skylt sé samkvæmt fyrr- greindri lagagrein. Fjallað verði um málssókn gegn stjórnarmönnum Jafnframt er þess óskað að í fundarboði verði tilgreint sem dagskrárefni, auk þess sem framan greinir, ráðstöfun stjórnar ÍÚ á hlutabréfum félagsins í Sýn hf., starfsloka- samningur Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra við íslenska útvarpsfélagið og til- laga um málshöfðun á hendur stjórnarmönnunum Ingimundi Sigfússyni, Ásgeiri Bolla Kristins- syni, Jóhanni Ola Guðmundssyni, Stefáni Gunnarssyni og Þorgeiri Baldurssyni ásamt varastjórnar- mönnunum Gunnsteini Skúlayni, Ólafi Njáli Sigurssyni og Páli Magnússyni til heimtu skaðabóta. Bréf Sigurðar G. Guðjónssonar til viðskiptaráðherra er dagsett í gær og samdægurs féllst hlutafé- lagaskrá fyrir hönd viðskiptaráð- herra á erindið og fól Steingrími Eiríkssyni hrl. að undirbúa og boða til fundarins, vera umboðs- maður ráðherra á fundinum og láta fundinn Ijalla um þá dagskrá sem Sigurður G. Guðjónsson ósk- aði eftir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur einu sinni áður verið boðað til hluthafafundar með ráðherravaldi en þar var um að ræða fund í hlutafélagi um rekst- ur Tívolís í Hveragerði fyrir nokkrum árum. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Ingimundi Sigfússyni stjómarformanni íslenska út- varpsfélagsins í gær en viðmæl- andi blaðsins sem tengist núver- andi stjórnarmeirihluta sagði Morgunblaðinu að menn í þeim hópi hefðu frétt af kröfu Sigurðar G. Guðjónssonar í fréttum í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hyggst núverandi stjóm- armeirihluti óska eftir að fá að koma að athugasemdum við af- greiðslu ráðherra og óska eftir að hún verði endurskoðuð. Þeim hafi ekki gefist kostur á að koma að andmælum, eins og rétt sé sam- kvæmt stjórnsýsliilögum og auk þess hafi það ekki verið í sam- ræmi við meðalhófsreglu stjórn- sýsluréttar að ráðherra hafi ákveðið að boða til fundarins í stað þess að beina tilmælum til stjórnar eða starfsmanna fyrir- tækisins að boða til fundarins. Misbrestur hjá framk væmdastj óra Viðhorf núverandi stjórnar- meirihluta mun vera það að á stjórnarfundi 10. júní, 10 dögum eftir að krafa nýja meirihlutans barst, hafi verið ákveðið að boða til hluthafafundar þann 8. júlí og þar með hafi skylda stjórnarinnar í samræmi við samþykktir félags- ins verið uppfyllt. Hafi síðan ekki verið boðað til fundarins sé skýr- ingin sú að misbrestur hafi orðið á því að framkvæmdastjóri hafí framfylgt ákvörðun stjórnar. I samræmi við rétta fram- kvæmd Gerðardómur vegna kröfu Skandia á hendur Fjárfestingarfélagi Islands Skandia fær um 25 milljónir króna í bætur NIÐURSTAÐA gerðardóms vegna kröfu Skandia í Svíþjóð á hendur Fjárfestingarfélagi íslands hf. vegna uppgjörs á kaupverði hlutabréfa í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins fékkst síðastliðinn þriðjudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var niðurstaðan hagstæð Skan- dia sem fær greiddar 25 milljónir króna í bætur. AT&Tteng- istímarg- miðlun New York. Reuter. AT&T-símafélagið í Bandaríkj- unum hefur boðið upp á þjón- ustu, sem mun flýta fyrir teng- ingu tölvu, fjarskipta og mynd- bands. Með WorldWorx-þjón- ustu AT&T verður hægt að senda myndbandsmerki eftir sama streng og upplýsingar og tal. Þannig mun fólk, sem vinnur við tölvur á ólíkum stöðum, geta skipztá upplýsingum, séð hvort annað á myndhandi og talað saman. Svokallaðar myndbands- ráðstefnur verða þar með auð- veldari. Um leið mun WorldW- orx-kerfi AT&T stækka markað nokkurra tölvu- og hugbúnaðar- ATVINNULAUSUM í Finnlandi fækkaði í 19% í maí úr 19,5% mánuðinn á undan samkvæmt opinberum tölum. Alls voru 478.700 án atvinnu í Finnlandi, þar sem við mikinn fyrirtækja. Apple er eitt átta tölvufyrirtælga, sem hafa heitið hinu nýja kerfi ÁT&T stuðningi auk fjölda annarra þekktra fyrirtækja. ríkjunum sálugu varð að engu. Fram að þeim tíma var meiri hagvöxtur í Finnlandi en flestum öðrum Vesturlöndum og atvinnu- leysi 3-4%. Búizt er við hagvexti á ný á Skandia keypti Verðbréfamark- aðinn af Fjárfestingarfélagi ís- lands vorið 1992. 1. október sama ár tilkynnti Skandia um riftun á kaupsamningi þar sem félagið taldi að eignir verðbréfasjóða í umsjón Verðbréfamarkaðarins hefðu verið ofmetnar um 163 millj- ónir króna. Sjóðunum var lokað nokkrum dögum eftir að Skandia tilkynnti um riftunina og þegar þeir voru opnaðir aftur tveimur vikum síðar var gengi þeirra fellt um þriðjung. Um mitt sumar 1993 lagði Skandia síðan fram kröfur á hend- Ur Fjárfestihgarfélaginu vegna uppgjörs á kaupverði hlutabréfa í Verðbréfamarkaðnum Eins og kom fram í fréttum á þeim tíma taldi stjórn Fjárfestingarfélagsins kröfur Skandia í engu samræmi við samninga aðila og með öllu óaðgengilegar. í kjölfarið var ágreiningi félaganna vísað til sér- staks gerðardóms, eins og kveðið hafði verið á um í kaupsamningi. Upphaflega var búist við að niður- staða gerðardóms lægi fyrir haust- ið 1993 en það var hins vegar ekki fyrr á þriðjudag sem hún fékkst. Þeir aðilar sem að málinu komu vildu ekki tjá sig um það í samtali við Morgunblaðið í gsér. 19% Fimm án atvinnu Helsinki. Reuter. samdrátt hefur verið að etja síðan þessu ári, en líklega mun lítið 1991 þegar markaðurinn í Sovét- draga 'úr átvinhúléýsi. Hagnað- arvon hjá IATA Genf Reuter. FLUGFÉLÖG heims reyna að vinna bug á samdrætti og kunna að hafa skilað hagnaði í fyrsta skipti í fimm ár í fyrra að sögn eins æðstu stjórnenda Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Tom Murphy fjármálastjóri sagði á blaðamannafundi að bætt ástand í fyrra benti til þess að hagnaður af millilanda- flugi á árinu hefði numið einum milljarði dollara. „Vísbending- arnar eru mjög uppörvandi," sagði hann, „en smávegis breyt- ingar á þeim góðu tölum, sem eru að berast, gætu breytt heildarmyndinni.“ Murphy sagði að farþega- fjöldi fyrstu fjóra mánuðina hefði aukizt um 8% og lausum sætum fjölgað um 5%. Hann sagði að ef þessi aukning hefði haldizt út árið kynni nettóhagn- aður í árslok að hafa numið einum milljarði dollara, en hann lagði áherzlu á að um ágizkun væri að ræða. í fyrra töpuðu 224 aðilarfélög IATÁ — það er hartnær öll flug- félög heims — 4,1 milljarði doll- ara á millilandaflugi. Á undan- förnum fíórum árum hefur tap- ið numið 15,6 milljörðum doll- ara. Verkföll hjá Hyundai Suður-Kóreu. Reuter. EFNAHAGSBATI hefur verið örari en við hefur verið búizt í Suður-Kóreu, en óttazt er að til ólgu komi á vinnumarkaði í sumar þegar verkalýðsfélög munu leggja áherzlu á kröfur um kjarabætur í árlegum iauna- viðræðum. Bendingar um yfir- vofandi óigu eru greinilegastar hjá mörgum helztu dótturfyrir- tækjum hinnar voldugu Hy- undai-fyrirtækjasamsteypu. Sífellt dregur úr líkum á því að Hyundai takist að ná því takmarki að losna í fyrsta skipti við verkföll í eitt ár. Félag verkamanna Hyundai, FLHU, kveðst reiðubúið til baráttu gegn stjórn fyrirtækjasam- steypunnar ef launaviðræður við einstök dótturfyrirtæki fari út um þúfur. FLHU krefst þess að laun starfsmanna verði hækkuð um 99,478 won (122.80 dollara) eða 12.6%, en enginn árangur hefur náðst á átta samninga- fundum. Hag’fræði- brautryðj- andi allur Amsterdam. Reuter. JAN TINBERGEN, hollenzkur Nóbelsverðlaunahafi og braut- ryðjandi í hagfræði, er látinn, 91 árs að aldri. Nóbelsverðlaun sín hlaut Tin- bergen 1969 ásamt Norðmann- inum Ragnar Frisch fyrir að hleypa stærðfræðilegum sjónar- miðum inn í hagfræðina. Þegar Tinbergen starfaði í Genf fyrir Þjóðabandalagið á fjórða áratug aldarinnar samdi hann mikið tölfræðilegt rit um hagsveiflur. Hann varð braut- ryðjandi hagmælinga og rann- sókna og brezki hagfræðingur- inn John Maynard Keynes gagn- rýndi bók hans. Sjónarmið Tin- bergens nutu ekki virðingar fyrr en laust fyrir 1960. Bróðir Tinbergens hlaut Nó- belsverðlaun í líffræði og annar bróðir hans dýrafræðiprófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.