Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 43 AÐSENDAR GREINAR SKAFTFELLINGUR um árið 1920. Úr safni Jóns Björnssonar. SKAFTFELLINGUR árið 1993. Frægar sjó- minjar í hættu Sævar Þ. Jóhannesson I SLIPP Gunnars Marels við Strandveg í Vestmannaeyjum liggur öldungur og hrópar á Vestmanna- eyinga: „Bjargið mér.“ Þessi öldungur er Skaftfellingur VE 33, eitt fræga Saga Skaftfeljings er mér sérstaklega hugleikin vegna þess hve merkileg hún er, að minu mati, og sem Eyjamanni rennur mér til riija að sjá nið- urlægingu hans í dag. Skaftfellingur var smíðaður, í Dan- mörku, árið 1917 fyrir Skaftfelling hf. í Reykjavík. Hann er úr eik og beyki og er 60 tonn að stærð. Það væri bæði synd og skömm, að mati Sæv- ars Þ. Jóhannessonar, ef það ágæta skip, Skaftfellingur VE 33, væri látið grotna niður. Bygging Skaftfellings á þessum tíma hefur verið meiri háttar fjár- hagslegt átak, en hann er byggður á þeim tíma sem fyrri heimsstyij- öldin stendur sem hæst. Hann sigl- ir heim í gegnum hafnbannssvæði Þjóðvetja, undir dönskum fána, en þeir víluðu ekki fyrir sér að skjóta niður skip hlutlausra þjóða ef þau fóru inn á bannsvæðið. Það má segja að þar hefjist „ævintýri" Skaftfellings, sem fylgdu honum þar til hann „settist í helgan stein“. Auk þess að þjóna Eyjunum mun þetta sennilega vera eina skipið sem hefur sinnt reglulegum strandsiglingum, frá Reykjavík, og þjónað nær eingöngu hafnlausu byggðum Skaftafellssýslna, en það var á árunum 1918-1939. Árið 1940 keypti Helgi Bene- diktsson, kaupmaður og útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, Skaft- felling og var hann ýmist notaðu'r til fiskveiða eða flutninga. Á stríðsárunum (1940-1945) sigldi Skaftfellingur með ísfisk til Bretlands fyrst undir skipstjórn Ásgeirs M. Ásgeirssonar (seinna kenndur við Sjóbúðina á Granda) og síðar undir stjórn Páls Þor- björnssonar, sem hafði verið stýri- maður hjá Ásgeiri. Á þessum árum lenti skipið og áhöfn þess í nokkr- um sögulegum ævintýrum. Má þar nefna 20. ágúst 1942, þegar 52 þýskum kafbátsmönn- um var bjargað af sökkvandi kafbáti um borð í Skaftfelling sein var á leið til Englands. Skömmu áður hafði bandarískur „kata- línaflugbátur“, frá ís- landi, háð orrustu við bátinn og tekist að laska hann svo að hann sökk. Þetta var birgðaflutningakaf- báturinn U-464, og var þetta jómfrúrferð hans, en hann hafði farið frá Kiel 4. ágúst í þessa örlagaríku ferð. Þessi björgun átti sér nokkurn eftirmála og olli áhöfn Skaftfellings miklum óþæg- indum þegar út var komið. Þá má geta þess að samkvæmt leyniskýrslum, bandaríska hersins, sem gerðar hafa verið opinberar, varð Skaftfellingur fyrir kafbáta- árás haustið 1942. En þar segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Kl. 23.15, 10. október 1942 varð Skaftfellingur fyrir fallbyssuárás kafbáts sem sigldi á yfirborðinu. Ein kúla fór fyrir framan stýris- húsið (kúlan fór í gegnum stór- seglið) en Skaftfellingur komst undan og sigldi hjálparlaust til Vestmannaeyja.“ Staðarákvörðun er árásin átti sér stað var 58°15’N 10°00’V, og mun Skaftfellingur hafa verið á heimleið úr Bret- landstúr. Þessi undankoma er merkileg fyrir þær sakir að Skaft- fellingur, sem var búinn 90 ha. vél, gekk 7-8 mílur. Til að auka ganghraða hans hafði Ásgeir látið búa hann fullkomnum seglabúnaði þ.e. klýfi, fokku, stórsegli og mes- ansegli. Seglabúnaðinn notuðu þeir Ásgeir og Páll óspart enda var Skaftfellingur ágætis sjóskip og siglari góður. Skaftfellingur var farsælt skip og hlekktist aldrei á eða eins og fyrrverandi háseti á Skaftfellingi, Ándrés Gestsson sjúkranuddari, sagði í útvarpsviðtali í okt. 1976: „Það var alltaf heppni með honum, það er óhætt að segja það, ótrúleg heppni oft á tíðum. Og eiginlega merkilegt hvað hann snéri sér allt- af út úr vandræðunum eða hætt- unum.“ Skaftfellingur er að öllum lík- indum eina íslenska fleyið, er sigldi með ísfisk til Bretlands á stríðsár- unum og heim með ýmsar nauð- synjar, sem enn er óbrunnið eða ósokkið. En eins og kunnugt er, þá var gömlum skipum ýmist sökkt eða þau brennd, en þannig hafa mörg, óbætanleg söguleg gersemi farið forgörðum. Sameining spítala ogK-bygging* Það væri bæði synd og skömm ef þetta ágæta skip væri iátið grotna niður. Því skora ég á bæjar- stjórn Vestmannaeyja, fyrirtæki í Eyjum og félagasamtök Vest- mannaeyinga heima og heiman að taka saman höndum og bjarga ómetanlegum minjum, þ.e. taka á máli Skaftfellings og skipa honum þann sess sem hann á skilið. Ann- að yrði dapurt blað, ekki aðeins í sögu stærsta útgerðarbæjar lands- ins heldur í sögu íslenskra sjó- minja, en þar er ekki á bætandi. Það var sögulegt afrek þegar Akurnesingum tókst að fá kútter Sigurfara til landsins frá Færeyj- um, gera hann upp og koma hon- um fyrir við byggðasafnið í Görð- um, þar sem hann sómir sér vel sem hluti af safninu. Þar stóðu félagasamtök í bænum nær ein að verki og sönnuðu svo ekki var um að villast að hægt er að lyfta „Grettistaki". Einnig má geta þess að fyrir tveimur árum lauk vélbát- urinn Akurey SF 122, frá Höfn í Hornarfirði, hlutverki sínu sem fiskiskip. Eigandi Akureyjar ákvað að varðveita bátinn vegna sögu- legs gildis hans fyrir útgerðarsögu Hafnar. Er það framtak lofsvert og gert af framsýni, en báturinn er aðeins 30 ára. Vestmannaey- ingar, verið ekki eftirbátar Akur- nesinga eða Hornfirðinga, því það er verðugt verkefni að endur- byggja Skaftfelling og auk þess er það atvinnuskapandi. Eyjamenn sinnið kallinu og bjargið Skaftfellingi. Hann yrði veglegur minnisvarði um þá hetju- dáð, er íslenskir sjómenn sýndu á þeim hættu- og ógnartímum er geysuðu í síðustu heimsstyijöld. Ekki má gleyma þætti hans í sam- göngusögu Eyjanna, en það er stór kafli og fyrir það eitt ætti hann að varðveitast. Höfundur er áhugumaður um verndun sögulegra minja. I MORGUNBLAÐ- INU 4. júní sl. skrifar Árni Björnsson læknir grein, sem hann nefnir „Örlagasaga K-bygg- ingar“. Árni rekur þar sögu þessarar mikil- vægu byggingar Land- spítalans og get ég ver- ið honum sammála um margt. Hins vegar blandar hann samein- ingu Landakots og Borgarspítala inn í mál- ið og er á honum að skilja að sú aðgerð taki fjármuni frá K-bygg- ingunni. Raunar virðist það vera svo að ýmsir telji að sameining spítalanna tveggja sé að einhveiju leyti stefnt gegn Landspítala og þró- un hans en það er fjarri lagi. Öllum sem koma nálægt rekstri spítala og þekkja þá þróun, sem átt Sameining Landakots og Borgarspítala mun ekki hafa nokkur áhrif á byggingafram- kvæmdir á Landspítala- lóð, segir Olafur Orn Arnarson, eða tefja fyrir áframhaldi K- byggingar. hefur sér stað erlendis, er Ijóst að tímabært var að stokka upp spítala- kerfið hér á landi. Við höfum fylgst með miklum hræringum bæði austan hafs og vestan þar sem stofnanir hafa verið sameinaðar, rekstri margra breytt og spítalar lagðir nið- ur svo hundruðum skiptir. Orsök þessa er að sjálfsögðu sú þróun, sem átt hefur sér stað í lækn- isfræði og breytingar á rannsóknum og meðferð sjúkdóma þar sem legu- tími hefur styst verulega og ýmsar aðgerðir, sem áður kröfðust langrar spítalavistar er nú hægt að gera á mun einfaldari hátt án innlagnar. Kostnaður við heilbrigðiskerfið, sem áður fór stöðugt vaxandi, er nú vænt- anlega kominn í hámark og menn leita af eðlilegum ástæðum allra leiða til þess að ná honum niður. Niður- staðan er því sú að ekki er þörf fyr- ir alla þá bráðaspítala sem við höfum nú yfir að ráða. Hins vegar er vax- andi þörf á hjúkrunarrými fyrir aldr- aða. Meginhugmyndin á bak við sam- einingu Landakots og Borgarspítala er sú áð sameina alla bráðaþjónustu þessara tveggja spítala á einum stað, þ.e. í Fossvogi. Við það vinnst margt. Dýrasti hluti starfseminnar, þjón- ustudeildirnar, svo sem röntgendeild, rannsóknarstofur, skurðstofur og gjörgæsludeildir, yrðu sameinaðar á einn stað og næst við það veruleg hagræðing. Vaktir starfsfólks verða sameinaðar, tækjabúnaður verður einfaldari og nýtist mun betur. B-álma Borgarspítalans var upp- Ólafur Örn Arnarson haflega byggð fyrir öldrunarþjónustu og hjúkrunardeildir. Mun eðlilegra er að flytja þá starfsemi annað að verulegu leyti og breyta hlutverki B-álmunnar í samræmi við kröfur tlmans. Til þess að þetta geti orðið þarf að koma öldrunarþjónustu fyrir á Landakoti. Landakotsspítali hef- ur nú starfað sem bráð- aspítali í 90 ár. Fyrstu 30 árin var hann eini spítalinn í Reykjavík, sem stóð undir nafni. Síðan hefur Landspítal- inn risið og stækkað síðustu áratugum. Borgar- mikið á spítalinn var byggður og hefur bygg- ingu hans ekki enn verið lokið þar eð hluti B-álmu er enn óinnréttaður. Landakotsspítali er ekki fullbyggður miðað við það að hann starfaði sem bráðaspítali. Þjónustudeildir eru enn í bráðabirgðahúsnæði en fyrirhugað var að byggja við hann þjónustu- álmu. Lóð spítalans er mjög tak- mörkuð og staðsetning hans í íbúða- hverfi gera það að verkum að ekki verður byggt meira á henni en orðið er. Þessar staðreyndir gera það að verkum að með tilliti til aðstæðna getur Landakot mjög vel gegnt hlut- verki sem öldrunarstofnun þar sem fjölbreytt þjónusta við aldraða mun fara fram. Kostnaður við breytingar á húsnæði er ekki mikil og ekki nema brot af því sem kostar að byggja nýja stofnun frá grunni. Landa- kotsspítali mun standa áfram um langa framtíð sem óbrotgjarn minn- isvarði um störf St. Jósefssystra hér á landi á þessari öld, þó í nýju hlut- verki. í nefnd á vegum heilbrigðisráð- herra, sem skilaði áliti í desember 1991, var gert ráð fyrir að þessar breytingar tækju jiokkur ár og kost- uðu nokkurt fé. Útkoman yrði samt aukin þjónusta við aldraða og veruleg hagræðing í rekstri bráðaþjón- ustunnar þannig að kostnaður við breytingarnar skilaði sér á 3-4 árum. Ekkert hefur komið fram síðan sem breytir þessum niðurstöðum. Það er þannig ljóst að sameining Landakots og Borgarspítala mutji, ekki hafa nokkur áhrif á bygginga- framkvæmdir á Landspítalalóð eða tefja fyrir áframhaldandi K-bygging- ar. Stjórnendur Landspítala verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig hvort vænlegra er fyrir spítalann í heild að byggja nýja barnadeild eða halda áfram með K-bygginguna, sem að sjálfsögðu myndi skipta sköpum í þjónustu við börn ekki síður en fullorðna. Sameining Landakots og Borgar- spítala er mjög skynsamleg ráðstöf- un fyrir heilbrigðiskerfið í heild og mun bæta þjónustu á mörgum svið- um og minnka kostnað við rekstur kerfisins til lengri tíma litið. Samein- ingin er vel á veg komin og nauðsyn^,- legt að taka lokaskrefin í því ferh' sem nú hefur staðið í 2-3 ár sem allra fyrst. Höfundur eryfirlæknir á Landakotspítala. Athugasemd vegna bréfs Arnar Petersens FIMMTUDAGINN 16. júní birtist í Morgunblaðinu opið bréf til mín frá Erni Petersen. Bréfritari dregur ekki dul á ástand sitt: ....ég er reiður", segir hann. Sum þeirra orða, sem bréfið geymir, verða skilj- anleg í því samhengi. Mun ég ekki gera þær yfírlýsingar að umtalsefni. Síðast liðið haust tók dagskrár- stjóri Rásar 2 þá ákvörðun að fella þáttinn „Stúdíó 33“ af dagskrá í sparnaðarskyni. Dagskrárstjóri kynnti Erni Petersen ákvöi'ðun sína í bréfí. Áður en þetta gerðist höfðum við rætt málið okkar á milli, dag- skrárstjóri og ég. Hvorugum var ljúft að leggja þáttinn niður. En fleira verður að gera en gott þykir, og fjárhagur Rásar 2 gaf um þess- ar mundir tilefni til ýmiss konar ráðstafana. Þessi var ein þeirra. Um síðustu áramót tók til starfa á Rás 2 ritstjóri tónlistarefnis. í hagræðingarskyni var talið eðlilegt að fela honum nokkur þau verk- efni, er verið höfðu í höndum lausa- manna. Þeirra verkefna á meðal var umsýsla nýs tónlistarefnis frá Norð- urlöndum. Örn Petersen hafði áður annazt þau mál, en nú hurfu þau til ritstjóra tónlistarefnis. Ég fékk í vetur tvfvegis bréf frá Erni Petersen. Ég vissi sem var, að mál hans væri í höndum dag- skrárstjóra Rásar 2 og lét því ógert að svara bréfunum sjálfur. Þetta var yfirsjón af minni hálfu, og bið ég Om Petersen afsökunar af því tilefni. Með vinsamlegri kveðju, Heimir Steinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.