Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LYÐVELDIÐ ISLAIMD 50ARA Tónverk þjóðhátíðar afhent TÓNSKÁLDIN Jón Ásgeirsson og Jón Nordal afhentu þjóðhátíðar- nefnd þjóðhátíðartónverk sín við hátíðlega athöfn á Hótel Holti í gær. Þjóðhátíðarnefnd 50 ára lýð- veldis á íslandi óskaði eftir því við tónskáldin að þau semdu sérstök tónverk í tilefni hálfrar aldar af- mælisins. Um er að ræða lúðrastef þjóðhátíðarinnar sem Jón Ásgeirs- son samdi fyrir átta blásara, og verður það frumflutt fyrir þing- fund á Lögbergi kl. 8.30 í dag og endurtekið skömmu fyrir klukkan 11, ásamt því að vera leikið fyrir setningu þjóðhátíðar kl. 13.40. Jón Nordal valdi hátíðarljóð í samráði við nefndina og gerði við það lag. Fyrir valinu varð Vorkvæði um ísland eftir Jón Óskar, skáld, og er lagið skrifað og útsett fyrir kór án undirleiks. Hátíðarlagið verður frumflutt fyrir þingfund á Lög- bergi kl. 10.58. Kór íslensku óper- unnar syngur undir stjórn Garðars Cortes. Morgunblaðið/Þorkell JÓN Ásgeirsson, Matthias Á. Mathiesen, formaður þjóðhátíðar- nefndar, og Jón Nordal lengst til hægri. Dagskrá þjóðhátíðarhalda 17. júní í Reykjavík Hefðbundin hátíð DAGSKRÁ þjóðhátíðarhalda í Reykjavík í dag verður með hefð- bundnum hætti utan að hlé verður gert á hátíðarhöldum um miðjan dag milli kl. 9.30 og kl. 15. Sérstök ijölskyldu- og lýð- veldishátíð verður jafnframt haldin á Laugardalssvæðinu 18. og 19. júní. Reykvíkingar vita að þjóðhátíð er hafin þegar kirkjuklukkur borgarinnar hringja samtímis kl. 8.25. Morgunblaðið/Árni Sæberg Konungssnekkj a ÞESSI glæsilega norska konungs- snekkja, ms. Norge, liggur þessa dagana við Ægisgarð í Reykjavík- urhöfn. Þar munu dönsku og sænsku konungshjónin gista í boði Haraldar konungs og Sonju drottningar, eiginkonu hans, á meðan á heimsókn þeirra til Is- lands stendur. Snekkjan er Iiðlega sex áratuga gömul en Hákon VII., afi Haraldar, fékk hana að gjöf frá norsku þjóðinni á 75 ára af- mæli sínu árið 1947. Norska snekkjan er aðeins ein þriggja konunglegra skipa í heiminum en danska og enska krúnan eiga hvor sína snekkjuna. Skipið er þrátt fyrir háan aldur búið nýj- ustu tækjum og öryggisbúnaði en skipið gekk í gegnum gagngerar endurbætur eftir að það brann árið 1985. Um kl. 8.30 fer fram venju- bundin athöfn við Suðurgötu þeg- ar forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðsson- ar. Hátíðin er því næst formlega sett á Austurvelli klukkan níu. Þar leggur forseti íslands frú Vigdis Finnbogadóttir blómsveig frá ís- lensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Fjallkonan flytur ávarp og karlakórar syngja. Skemmt á þremur sviðum Hlé verður gert á dagskránni um kl. 9.30, en verður tekin upp að nýju kl. 14.20 þegar skrúð- ganga fer niður Laugaveginn. Boðið er upp á skemmtidagskrá á þremur sviðum, í Lækjargötu, á Ingólfstorgi og í Hljómskálagarði þar sem margt verður til gamans gert. Auk þess verður efnt til leikja og sýninga hvers konar í Hallar- garði og á Tjörninni eiga menn kost á því róa. Götuleikhús mun ferðast með sýninguna „Land- nám“ um Lækjargötu á fimmta tímanum og verður einnig með sýningu við Tjörnina. BrúðubíIIinn mætir og kemur sér fyrir við barnaheimilið Tjarnarborg. Loks munu fornbílar aka um miðbæinn og fylgja skrúðgöngu niður Laugaveginn. Um kvöldið eru síðan stórtón- leikar bæði á Lækjartorgi og Ing- ólfstorgi. Á hvorum stað hefst hljómleikahald kl. 21 og stendur samfellt til þrjú á Lækjartorgi en tvö á Ingólfstorgi. 18. og 19. júní Ailur Laugardalurinn verður lagð- ur undir íþrótta- og fjölskylduhá- tíð dagana 18 og 19. júní. Há- tíðarhöld hefjast snemma báða dagana með íþróttakappleikjum, en í dalnum verða m.a. haldin al- þjóðleg mót í sundi og fijálsum íþróttum. Aðalsvið verða tvö, ann- að á gervigrasvellinum en hitt á sérhönnuðu sviði á tjörninni í Fjöl- skyidugarðinum. Dagskrá verður fjölbreytt og ætluð jafnt ungum sem öldnum. Á sunnudaginn kl. 11 verður haldin sérstök Kvennamessa á Laugardalsvelli en þar mun séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir messa. Tónleikar Bjarkar Guðmundsdótt- ur munu loks marka lok hátíðar- halda í Reykjavík en þeir hefjast kl. 20. V I K I N G A • T Vinningstölur miðvikudaqinn: 15. júní 1994 i VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING IEI 6a,e 0 36.980.000 ETV 5 af 6 |L33+bónus 0 1.793.437 |R1 5 af 6 6 43.712 H “af6 236 1.768 íraj 3 af 6 iCZI+bónus 878 204 Aðaltölur: BÓNUSTÖLUR (29) (40) (44) Heildarupphæö þessa viku 39.632.069 áísi.: 2.652.069 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 681511 LUKKULlNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 ÐIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR [fuinningur fór til: (Tvöfaldur 1. vinningur næst) __________FRÉTTIR__________ 2,2 millj. bætur vegna mistaka við þinglýsingu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ríkissjóð til að greiða Kaupþingi 2,2 milljónir króna með vöxtum frá 1988 vegna mistaka sem gerð voru við þinglýsingu hjá borgarfógetanum í Reykjavík og leiddu til þess að skuldabréf þar sem áhvílandi skuldir voru vantaldar um 14 milljónir króna voru athugasemdalaust árituð um þinglýsingu. Hávöxtunarfélagið hafði keypt fyrir milligöngu Kaupþings fimm 500 þúsund króna veðskuldabréf sem tryggð voru með 11. veðrétti í fasteign við Fossháls og gefin út af eiganda hússins, sem jafnframt var annar kröfuhafa. Á bréfunum voru taldar upp áhvílandi skuldir á 1.-10. veðrétti. Bréfunum var þing- lýst án athugasemda. Húsið var síðar selt á nauðungar- uppboði fyrir 25 milljónir króna en matsmenn töldu raunvirði hússins 35,4 milljónir á uppboðsdegi. Eftir uppboð kom í ljós að ekki hafði á skuldabréfunum verið getið um hluta áhvílandi skulda við Iðnlána- sjóð á 1. veðrétti og skeikaði 14 milljónum króna. Hávöxtunarfélagið fékk ekkert í sinn hlut af uppboðsandvirðinu en við kaup bréfanna hafði verið lagt til grundvallar að veðsetningarhlut- fall hússins væri 53,4% af bruna- bótamati. Fyrirtækið fór að jafnaði ekki yfir 50% veðsetningarhlutfall og aldrei yfir 60%. Miðað við rétt taldar áhvílandi skuldir var veðsetn- ingarhlutfall nálægt 75% af bruna- bótamati. Við þær aðstæður hefðu bréfin aldrei verið keypt og Kaup- þing ekki orðið fyrir tjóni. I dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að meginhlutverk þinglýsing- ar sé að stuðla að öruggum viðskipt- um og skapa grundvöll undir eðli- lega lánastarfsemi í þjóðfélaginu. Því sé nauðsynlegt að menn geti borið traust til upplýsinga í þinglýs- ingabók, veðbókarvottorði og áritun á skjal um þinglýsingu þess. Við þinglýsingu skuldabréfanna hafi borið að skrá á þau athuga- semd um lán Jðnlánasjóðs, sem fyrr hafði verið þinglýst á 1. veðrétt en ljóst sé að við þær aðstæður hefðu bréfin ekki verið keypt. Grandsemi seljanda bréfanna girði ekki fyrir bótarétt Kaupþings en niðurstaða málsins sé sú að tjón Kaupþings verði rakið til þess að fyrirtækið treysti athugasemdalausri yfirlýs- ingu um þinglýsingu skuldabréf- anna og eigi fyrirtækið því rétt á bótum, sem ekki verði lækkaðar vegna eigin sakar á grundvelli þess að Kaupþing hafi sýnt gáleysi við kaup skuldabréfanna.' Af hálfu rík- isins höfðu verið tilgreind dæmi um aðila sem viðhefðu méiri varkárni við kaup skuldabréfa en Kaupþing hafði gert auk þess sem leitt var í ljós að skuldarinn var við útgáfu bréfanna á vanskilaskrá Gjald- heimtunnar. Dómarinn tók því kröfu Kaup- þings um 2,2 milljóna króna bætur með vöxtum frá 1988 til greina að fullu og dæmdi auk þess ríkið til að greiða fyrirtækinu 400 þúsund krónur í málskostnað. Magnús Ver sterkastur KRAFTAMAÐURINN Magn- ús Ver Magnússon frá Seyðis- firði varð sigurvegari í keppn- inni um nafnbótina sterkasti maður Evrópu, sem fór fram í Heide í Þýskalandi um sl. helgi. Hann og Austurríkis- maðurinn Manfred Höberl deila með sér nafnbótinni. Magnús Ver var sigurvegari í þremur af sex greinum sem keppt var í. „Þetta var skemmtileg en jafnframt erfið keppni. Það var gaman að standa uppi sem sigurvegari," sagði Magnús Ver, sem hefur verið á ferð og flugi síðustu vikur, tekið þátt í fimm mótum á þremur vikum í Skotlandi og Þýskalandi. Staða prófessors í fiskifræðum við HÍ Allir umsækjendur metnir vanhæfir ELLEFU umsækjendur, þar af sex erlendir, voru um stöðu prófessors í fiskifræðum við líffræðiskor Raun- vísindadeildar Háskóla íslands sem auglýst var innanlands og í tímarit- unum Nature og Science. Fimm umsækjendanna drógu umsóknir sínar til baka. Dómnefnd sem var skipuð til að meta umsóknirnar komst að þeirri niðurstöðu að eng- inn umsækjendanna sex uppfyllti sett h.æfnisskilyrði þótt margir þeirra væru virtir vísindamenn og ötulir við rannsóknir. Með fjárlögum fyrir 1993 stofn- aði Alþingi prófessorsembætti í fiskifræðum. Fiskifræði er oft talin meðal þeirra vísindagreina þar sem Islendingar eiga að geta skarað fram úr og er prófessornum ætlað að vera oddviti íslenskra rannsókna á líffræði sjávarfiska og byggja upp rannsóknir við Háskólann á þessu sviði. ítrustu hæfniskröfur voru gerðar til hins nýja prófessors og fylgdi nefndin í einu og öllu þeim Haldin hafa verið einstök nám- skeið innan líffræðiskorar sem fjalla um sjávarlíffræði en fjárveiting fékkst í fyrra til að stofna stöðu prófessors. Skorti alþjóðleg sambönd Guðbrandur Á. ísberg kynning- arfulltrúi Háskólans segir að leitað hefði verið eftir umsækjanda sem hefði birt mikið í erlendum tímarit- um. „Einkum af þeirri ástæðu að Háskólinn þarf að hafa aðgang að erlendum sjóðum til að fá styrki. Alþjóðlegu samböndin eru því afar mikilvæg en enginn umsækjenda hafði þau. Einnig skorti marga umsækjendur reynslu af kennslu en prófessorsstaðan útheimtir mikla reynslu af kennslu og rannsóknuin svo unnt sé að byggja strax upp rannsóknir við deildina,“ sagði Guð- brandur. Staðan verður auglýst aftur inn- an nokkurra mánaða en þangað til verður væntanlega leitað til aðila kröfum sem Háskólinn ^prir.. i|m. . „ hér á Jandi.sem talinn er hæfur til hæfi umsækjenda. - - - að gegna stöðunni tímabundið. h > i : i i i s s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.