Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17.JÚNÍ 1994 31 HAFIMARMAL HORNFIRÐINGA arra úrræða. Hugmyndir hans eru á þá leið að byggð verði ný höfn í Hornsvík. Hún verði fyrst og fremst ætluð stærri skipum. Þessa nýju höfn vill Ástvaldur tengja höfninni á Höfn með skurði um Skarðsfjörð utan við Mikley, en hún yrði fyrir smærri báta. Til að bæta skilyrðin vill Ástvaldur jafn- framt loka með görðum úr Oslandi út í eyjuna Helli og þaðan yfir á Austurfjörur. Hugmyndin með þessu er að hefta sandrót úr vestri. Skarðsfjörð mætti síðan móta sem dokk. Ástvaldur hefur verið á sjó meira og minna í hálfa öld. Lengst af var hann á skipum gerðum út frá Hornafirði og gjörþekkir því stað- hætti. Hann hefur margan hildinn háð við Hornafjarðarós og telur nú mál að linni. Hann hefur safnað saman upplýsingum um sjóslys sem orðið hafa síðastliðin sextíu ár á u.þ.b. fjögurra fermílna svæði utan við ósinn, frá Sveinsboða að Borgeyjarboða og frá Hvanney út fyrir Hvanneyjarsker. Ástvaldi telst til að á þeim tíma hafi tveir tugir manna orðið ægi að bráð. Hann segir öll slys á þessum slóð- um eiga sama aðdraganda, átök aðstraumsins í ósnum við úthafs- ölduna. Ástvaldur ræður ráðamönnum alfarið frá því að halda áformum sínum til streitu og bend- ------- ir á að fleiri möguleikar gætu verið í boði. Hann segist upphaflega hafa gert tillögu um að Horns- ________ vík yrði rannsökuð með tilliti til hafnarframkvæmda árið 1990. Hún hlaut ekki hljómgrunn meðal ráðamanna. Þetta segir Ást- valdur dapurlegt því nú gætu rann- sóknir á Hornsvík legið fyrir hefði verið ráðist í þær strax. Hann tel- ur samt seint betra en aldrei. „Nú hef ég undir höndum sjómælingar frá bandaríska sjóhernum af þessu svæði. Þær gefa góðar vísbending- ar um að hægt sé að gera þarna framtíðarhöfn," segir Ástvaldur og bendir á, að í línunni á milli Stokks- ness og Hafnartanga sé dýpið á níunda metra á stórstraumsfjöru. „Víkin er vel varin fyrir öllum átt- um nema austanátt, eins og Þor- lákshöfn. En þar eru bara byggðir brimvarnargarðar sem siglt er á milli. Það er ein fjölfarnasta höfn við landið.“ „Virðing fyrir náttúru- öflunum.“ Fastir í viðjum vanans Ástvaldur er engan veginn sátt- ur við framvindu mála. Hann dreg- ur enga dul á að honum þykir við- horf ráðamanna einstrengingslegt. „Þeir eru fastir í viðjum vanans og virðast ekki sjá aðra mögu- leika.“ Samkvæmt hans hugmynd- um myndu garðar aðskilja Horna- fjörð og Skarðsfjörð og sandrótið að vestan myndi því ekki hafa nein áhrif. „Hornafjarðarós hefði þá sína hentisemi í takt við nátt- úruöflin og áhyggjur af honum væru úr sögunni.“ „Þó nú sé verið að reyna að halda rennunum úr ósnum djúpum og greiðum, vitum við að þessi innsigling svarar aldrei kröfum tímans. Hún verður bara fyrir lítil og grunnskreið skip,“ segir Ást- valdur og álítur það slæmt fyrir Höfn. Hann bendir á að þótt loðn- an gangi árvisst upp að Suðaustur- ströndinni myndi engum detta í hug að reisa nýtísku loðnuverk- smiðju á Höfn þar sem einungis minnstu skipin komist inn á Horna- fjörð og þau séu óðum að úreldast. Ástvaldur telur það fásinnu að eyða stórum fjárupphæðum í hafn- arbætur þar sem hafnarskilyrði séu ef til vill ekki til framtíðar og mannslíf séu sífellt í hættu. ,iÞess- ar fyrirhuguðu framkvæmdir hafa _________ engin áhrif á mesta hættusvæðið," segir hánn og leggur þunga áherslu á, að aðrir möguleikar varðandi “““““ hafnaraðstöðu séu skoð- aðir vandlega áður en lengra er haldið. Enginn tími Ari Jónsson, formaður hafnar- nefndar á Höfn, segir hugmyndir Ástvaldar að mörgu leyti góðra gjalda verðar. Þær séu í það minnsta vel þess virði að þeim sé nánari gaumur gefinn. Hann segist þó gera sér fullkomna grein fyrir því að það verði ekki gert í nán- ustu framtíð. Skortur á tíma og íjármagni geri þar útslagið. Hann viðurkennir að kannanir á aðstæð- um í Hornsvík hafi aldrei verið gerðar en kveðst hallur undir þann möguleika. Þrátt fyrir að engin kostnaðaráætlun liggi fyrir varð- andi hafnargerð í Hornsvík segir Ari ljóst, að um dýra framkv.æmd sé að ræða. Ekki síst í samanburði við þær framkvæmdir sem fyrir- hugaðar eru við ósinn. Ari bendir á, að ef af hafnar- framkvæmdum í Hornsvík yrði myndu þær taka langan tíma. Þetta þykir honum brýnt að tekið sé með í reikninginn. „Það mun líða langur tími frá því að undir- búningsvinna hefst og þar til not- hæft mannvirki hefur risið." Ari segir ljóst, að hafnarmál Hornfirð- inga geti ekki verið í biðstöðu meðan á þeim framkvæmdum stendur. „Hér ríkti neyðarástand fyrir 1990 og við því varð að bregð- ast. Það var enginn tími til þess að bíða.“ Hann segir úrbæturnar við ósinn enga endanlega lausn en brýnt sé þó að ljúka við þær áður en lengra er haldið. Að því loknu megi síðan fara að velta öðrum möguleikum fyrir sér í rólegheit- um. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Höfn, tekur í sama streng og Ari hvað varðar skort á tíma og fjármagni. Hann segir þó að endurbætur á núverandi hafnarað- stæðum útiloki engan veginn fram- kvæmdir á öðrum stað, s.s. Horns- vík, síðar meir. Sturlaugur leggur þó áherslu á að framkvæmdir á þeim slóðum gætu haft allt að því tífaldan kostnað í för með sér. Á þessari stundu segist bæjarstjórinn því standa heilshugar að baki þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru við ósinn. Draumórar Ólafur Björn Þorbjörnsson hefur verið skipstjóri á Höfn í 25 ár og hefur auk þess átt sæti í hafnar- nefnd um nokkurra ára skeið. Hann gefur ekki mikið fyrir hug- myndir um höfn í Hornsvík. „Það eina sem við höfum hug á er að laga innsiglinguna þar sem siglt hefur verið inn í tugi ára. Hún er mjög góð. Það verður bara að bera virðingu fyrir náttúruöflunum.“ Hann segir sjóvarnargarðinn á Suðurfjörunni hafa skilað sínu hlutverki og leggjast áframhald- andi framkvæmdir vel í hann. „Þetta er okkar höfn og við erum bara að laga hana til. Hugmyndir um höfn í Hornsvík eru bara draumórar." Ólafur segir höf- uðmarkmiðið vera að veijast út- hafsöldunni og fagnar tilkomu upplýsingakerfisins, sem geri sjó- mönnum mun auðveldara um vik. „Straumurinn og myrkrið er okkar versti óvinur þegar hvasst er.“ Hann telur að sjóslys séu ekkert algengari við Hornafjarðarós en annars staðar og leggur áherslu á að innsiglingin sé yfirleitt ekki hættuleg þótt hún geti verið erfið. Að mörgu að hyggja Gísli Viggósson segir hugmyndir um nýja höfn í Hornsvík ekki nýj- ar af nálinni og kveðst meðvitaður um að þær njóti nokkurs fylgis, en að mörgu sé að hyggja. „Tækni- lega séð er mögulegt að byggja höfn í Hornsvík. Víkin er hins veg- ar svo grunn að hún er ekki nægi- lega gott var,“ segir Gísli og bend- ir á að hún sé meðal annars opin fyrir norðaustanátt, sem ósinn sé ekki. Hann- segir ennfremur, að skip hafi aldrei leitað vars í Horns- vík fyrir suðvestanátt. Gísli leggur áherslu á, að svipað dýpi sé í ósnum og Hornsvík. Til þess að hafnarskilyrði í Hornsvík tækju skilyrðunum í ósnum fram yrði að færa höfnina talsvert utar. Til þess þyrfti að byggja brimvarn- argarða og slíkar framkvæmdir yrðu afar kostnaðarsamar. Gísli segist einnig hafa efasemdir um skipaskurð á Skarðsfirði. „Ef við færum í hafnargerð í Hornsvík geri ég ráð fyrir að höfnin yrði alfarið þar.“ Gísli segir að ýmislegt sé hægt en hér sé verið að ræða um óraunhæfar framkvæmdir. „Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður utan við Hornafjarðarós eru mjög erfiðar. Við teljum okkur því skylt að leita að hagkvæmustu lausninni og hún er að bæta skil- yr^ðjn yjfl psipn," , , Vorum að taka upp meiriháttar sumartöskur, skart, slæður o.fl. Frábært verS frá kr. 2.985 - 3.900 snyrti- og gjafavöruverslun, Miðbæ, Háaleitisbraut. Til hamingju með lýðveldisafmælið Minnum á: Sérstakan blaftaauka um Island i blaðinu i dag! I mánudagsblaðinu: -íþróttir I þriðjudagsblaðinu: -Tiska I miðvikudagsblaðinu: -Hvab er á fjölunum og skemmtanir I fimmtudagsblaðinu: -Heilsa og vísindi I föstudagsblaðinu: -Ferbalög og fritími I laugardagsblaðinu: -Listir og fjármál Auk þessara föstu liba skrifar blaftið daglega um: vi&buröi, listir, vísindi, viðskipti, verslun, stjórnmál,efnahagsmál, mat, tísku, kvikmyndir, leikhús, bækur, ferbalög, bridge, skák o. fl. o.fl. Heimsþekktir dálkahöfundar og Pulitzerver&launahafar skrifa reglulega í Herald Tribune. Fáanlegt samdægurs á íslandi í lausasölu í helstu bákabúöum og á feröamannastööum um allt ísland e&a í áskrift i síma 621029. Vekjum sérstaka athygli á að blaðið fæst í kvöldsölunni á Laugalæk 2, (opið til 23.30 alla daga]. Samdægurs á íslandi. ÍÍeralbSKSribune ISWhh.-.! VlAh IV V« VvV llm.' ...H V I»M FJOR Vt 7. KOLAPORTIÐIDAG Laugardag kl. 13 SKEMMTILEGIR VINNINGAR 2 LSITip , KOLAPORTSFJARSJOÐNUM Sunnudag kl. 14 SKEMMTILEGIR VINNINGAR Hátt í 200 seljendur verða með f jölbreytta vöru á markaðs- torginu. Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17 Svanborg hf. verður með körfubolta- keppnir og skiptimarkað á körfubolta- myndum báða dagana. SKEMMTILEGIR VINNINGAR KOLAPORTIÐ -fyrirþá sem erfalandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.