Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. , HÁDEGI L YÐ VELDISIN S IDAG ER ÞESS minnst, með þjóðhátíð á Þingvöllum, að 50 ár eru liðin frá því íslenskt lýðveldi var stofnað, á hinum fornhelga stað, Lögbergi á Þingvöllum við Öxará. Tugþúsundir islendinga munu fagna þessum tímamótum í hálfrar aldar sögu lýðveldisins, á Þingvöllum og hugsa um leið með þakklæti og virðingu til þeirra, sem ruddu brautina til fulls sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar. Þeir sem ekki sækja Þingvelli heim á þessum hátíðisdegi, munu á sama hátt fagna, hvar á landi sem þeir eru staddir. Fyrir hálfri öld birtist hér Morgunblaðinu ritstjórnargrein, undir fyrirsögninni: „Morgunn lýðveldisins". Þar sagði m.a.: „Það er ekki of djúpt tekið í árinni, að sú stund,'rer gildistöku lýðveldis á Alþingi var lýst yfir, sje hin merkilegasta er nokkur íslensk kynslóð hefir lifað. Og á þessu hátíðlega augnabliki stóð íslenska þjóðin saman, sem einn maður, um grundvallarhugsjón lýðveldisins, óskorað frelsi og öryggi íslands og íslenskra manna um allan aldur. Þessi hugsjón fylti ekki aðeins hugi þeirra tugþúsunda íslendinga, sem stóðu á Lögbergi, heldur og hvers einasta íslendings í hverri sveit og sjávar- þorpi um gervalt ísland." Á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og 30 ára afmæli lýðveldisins var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum, hinn 28. júlí 1974. Þeirra tíma- móta var minnst í ritstjórnargrein Morgunblaðsins, þann dag. Þar sagði m.a: „Við horfum til baka um ellefu aldir . . . Við heiðrum minningu þeirra manna, sem á öldinni er leið hófu á loft merki sjálf- stæðisbaráttunnar, sem leidd var til fullnaðarsigurs á Þingvöllum fyrir aðeins 30 árum. Við þökkum aldamótakynslóðinni, sem með hörðum höndum breytti Islandi úr fátæku bændaþjóðfélagi í velmeg- unarríki nútímans. Við spyijum sjálfa okkur, hvort við séum menn til að ávaxta þann arf, sem liðnar kynslóðir í landinu hafa skilað okkur.“ Hinn 26. júní 1930, á 1000 ára afmæli Alþingis, sagði svo í ávarpi Morgunblaðsins í sérstöku hátíðarblaði: „Hjer er ekki um nein tíma- mót að ræða, nema að árum. Þjóðin er í önnum, og alt ber þess vitni, hvert sem litið er. Alt er hjer eins og hálfgert, líkt og um miðjan bjargræðistíma — framfarirnar í miðju kafi eins og hálfsögð saga.“ Við lýðveldisstofnun leystust kraftar úr læðingi og mikið blóma- skeið hófst á íslandi. Þótt á brauðfótum væru, kunnu íslendingar fljótt fótum sínum forráð í utanríkismálum. Þjóðin skynjaði og skildi að hlutleysisstefnan myndi ekki tryggja öryggi hennar. Það var gert með aðild að Norður-Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. í dag horfa íslendingar um öxl og íhuga hvað hefur áunnist og hvað er enn ógert. Þrátt fyrir skin og skúrir erum við komin langan veg, á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá stofnun lýðveldisins. Við höfum á fjölmörgum sviðum náð miklum árangri og framfarir hafa verið ótrúlega miklar og örar — atvinnulega, tæknilega, efnahagslega og í velferðarmálum. íbúatala hefur rúmlega tvöfaldast á þessum 50 árum, fiskveiðilögsagan hefur verið færð úr þremur mílum í 200 mílur og þjóðarauðurinn hefur margfaldast, en það hafa erlendar skuldir okkar því miður einnig gert. Ávarpsorð Morgunblaðsins frá 1930 eiga jafnt við í dag sem þá. Þjóðin er enn í önnum og mikið starf óunnið. Við erum I miðjum klíðum og það er vel, því ávallt verður að horfa fram á veginn, með frekari uppbyggingu að leiðarljósi. íslendingar hafa borið gæfu til þess að nýta sér og læra af þeim erlendu menningarstraumum sem hingað berast, án þess að glata þjóðararfi sínum og séreinkennum íslenskrar menningar. En ekki síst á þessu sviði þurfum við að vera á varðbergi nú og í framtíð, þar sem erlendir straumar og áhrif flæða nú óheft yfir landið á öldum ljósvakans. Við getum ekki haldið því fram, að íslenskrar tungu — okkar dýr- asta djásns — hafí verið gætt sem skyldi. Unga fólkið okkar í dag er fátækara að því leyti, en fyrir hálfri öld, og næstum á hveiju leiti leynast áhrif enskrar tungu, sem grafa undan arfínum sem gerir okkur að Islendingum. Enn í dag eigum við því að spyija, hvort við séum menn, til þess að ávaxta þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Vel er við hæfi, að Alþingi afgreiðir á hátíðarfundi sínum á Þing- völlum í dag, þingsályktunartillögu um stofnun hátíðarsjóðs, sem í skulu renna 100 milljónir króna árlega næstu fímm árin. Helmingi fjárhæðarinnar skal varið til eflingar íslenskri tungu og hinum helm- ingnum til átaks í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar. Það er tvennt sem gerir okkur Islendinga að sjálfstæðri þjóð: íslensk tunga og menningararfleifð og óskert yfírráð yfir auðugum fiskimiðum. Þjóð- argjöf sem miðast að því að efla undirstöður sjálfstæðis okkar, er því mikið fagnaðarefni á þessum merku tímamótum okkar unga lýð- veldis. Morgunandvari lýðveldisins, sem fór eins og eldur í sinu um ísland fyrir hálfri öld, hefur breyst í hlýja hádegisgolu, með þeirri uppbygg- ingu sem orðið hefur á tímabilinu. Sólarklukka lýðveldisins er á Ieið í hádegisstað og óskandi er að hún skíni hátt um aldir. Morgunbiaðið óskar öllum laridsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar. + JAFNALDRAR L YÐ VELDISIN S ATTA núlifandi Islendingar eru skráðir í þjóðskrá fæddir 17. júní 1944, fimm konur og þrír karlar, og er ein kvennanna fædd í Finnlandi. Fólk þetta hefur ólíkan bakgrunn og ólíkan starfa, sex þeirra búa á höfuðborgar- svæðinu og tvö utan þess, og má segja að hið eina sameiginlega með þessum einstaklingum sé fæðingardagur- 0 0 0 inn, þau eru öll jafnaldrar Lýðveldisins Islands og fyrstu Islendingarnir sem fæddust ekki í konungsríkinu Islandi. Anna María Ámundadóttir Ljósmæður skorti á lýð- veldisdaginn Anna María Ámundadóttir, sjúkraliði á Borgarspítala, er fædd 17. júní 1944. Móðir hennar var stödd hjá systur sinni á Hvanneyri í Borgarfirði þegar stúlku- barnið ákvað að koma í heiminn, og segir Anna María að móðir hennar hafí ekki verið alls kostar sátt við tímasetninguna. „Hún vildi ekki trúa því í fyrstu að hún myndi eiga þennan dag, og hefði kosið annan dag, hefði hún fengið að ráða því að hún vissi hveijar aðstæður væru. Erfitt var að fá ljósmóður, því að nær eingöngu gamalmenni og börn voru heima á bæjunum í kring, en allir aðrir höfðu farið til Þingvalla. Loks náðist í ljósmóður í nágrenninu sem var hætt störfum sökum aldurs, en gat aðstoðað við fæðinguna og á síðustu stundu kom læknir á vettvang, þannig að allt gekk klakklaust fýrir sig,“ segir hún. Afmæli sleppt vegna hátíðarhalda Misjafnt var hvort að kennarar Önnu Maríu gerðu sér grein fyrir fæðingardegi hennar þegar þeir fræddu nemendur sína um konungsríkið og aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar. Hún segir þó að sumir hafi rekið augun í fæðingardag sinn og þótt merkilegt. Nokkrir hafí útskrifast sem stúdentar þennan dag og þótt dagurinn enn sérstakari fyrir vikið. „Ég hef ekki sett mig mikið inn í söguna eða verið áhugasamari en gengur og gerist um konungsríkið eða lýðveldið. Ég hef þó oft velt því fyrir mér hvernig verið hafi á lýðveldishátíðinni, þegar hún var sett 1944, og lesið töluvert um hana, meðal annars í Öldinni okkar. Það er t.d. athyglisvert að þennan dag rigndi einhver ósköp en landsmenn létu það ekki aftra sér frá því að streyma á Þingvöll. Ég vona að veðrið verði þó skárra nú.“ Einnig hefur verið haldið talsvert á lofti innan fjölskyldu hennar þeirri hendingu að hún sé jafngömul lýðveldinu, og þótt allmarkvert. „Þegar ég var krakki var erfítt að halda upp á afmælið mitt og það rann yfirleitt saman við hátíðarhöld 17. júni, þannig að því var yfirleitt sleppt. Undantekning frá þessu var þó þau sumur sem ég var í sveit hjá ömmu minni, þvL að hún hélt upp á daginn. Fólk fór ekkert að heiman í sveitinni í tilefni dagsins, en öðru máli gegndi um Reykvík- inga sem fóru niður í miðbæ. Systkini mín stríddu mér raun- ar stundum á þessu í æsku og töluðu um að verið væri að halda upp á afmælið mitt með pompi og pragt. Ég lét mér __________________ þetta í léttu rúmi liggja, enda var Systkmm sogðu Ekkert sérsftikt heiluWm að haldið væn upp ................ , „ . ' A Hun kveðst ekki hafa velt fyrir a þjoonatioaraag- sér þeim möguleika, að hefði hún inn vegna afmæl- komið í heiminn nokkrum klukku- ÍQÍn? Hprm ar stundum fyrr hefði hún fæðst sem í&iiib iieiiiicti þegn Danakonungs. „Ég er ekki m"mmmimmmmmmmimmmm þannig gerð að spá í það hvenær maður fæðist, og hef ekki lesið það sem neitt sérstakt heillatákn að vera fædd á stofndegi lýðveldisins, þó að sumir geri það eflaust. En tilviljunin er skemmtileg." Anna María kveðst ætla að halda upp á afmæli sitt í eins miklum kyrrþey og hægt er að þessu sinni, og hyggst hún dveljast í sumarbústaði fjölskyldunnar. „Hann er þó skammt frá Þingvöllum þannig að til greina kemur að ég kíki á hátíðar- höldin,“ segir Ánna María. Morgunblaðið/Þorkell ANNA María Ámundadóttir Morgunblaðið/Þorkell MÆÐGURNAR Sesselja Tómasdóttir og Ásta Sigurðar- dóttir. I dag er Sesselja tvítug en Ásta fimmtug eins og Lýðveldið ísland. Ásta Sigurðardóttir Yiulislegt að eiga afmæli 17.júní Asta Sigurðardóttir, forstöðukona á sambýli fyrir geð- fatlaða, er fædd á Hvammstanga 17. júní 1944. Hún segist hafa komið á eðlilegum tíma í heiminn miðað við meðgöngu, þannig að dagssetningin hafi varla komið móður sinni mjög á óvart. „Gömul kona á Hvammstanga tók á móti mér sem fór ekki úr bænum, þótt að ýmsir hafi lagt leið sína suður. Þennan dag var húðarrigning á Hvammstanga eins og víðast hvar annars staðar. Pabbi var að skemmta sér á Reykjaskóla, en þar voru haldin hátíðarhöld í tilefni dagsins. Þegar hann kom heim var ég fædd, og ég býst við að honum hafí brugðið eitthvað við tímasetningu þessarar innrásar og óvæntu afmælisgjafar til lýðveldisins." Flaggað fyrir Ástu Ásta segir að afmælisdagurinn hafí oft á tíðum vakið at- ____________________ hygli fólks, þótt hann hafi orðið tilefni meiri umræðna og fyrir- spurna á árum áður. „Ég var af- skaplega ánægð sem stelpa að flaggað væri við hvert hús fyrir Ástu, en seinna skildi ég hvert raunverulega tilefnið var. Í skóla var oft minnst á að ég væri jafngömul lýðveldinu, krakkarnir vissu þetta og kennararnir litu gjarnan yfir til mín þegar þeir fjöll- uðu um þjóðhátíðina eða hún barst í tal. Ég get þó ekki sagt að ég hafí lesið meira um þennan dag en almennt tíðkast, enda er maður kannski uppteknari af 17. júní sem eigin fæðingar- degi heldur en sögulegri þýðingu hans,“ segir Ásta. Asta segist aldrei hafa skynjað það sem táknrænan atburð að vera jafnaldri íslenska lýðveldisns, það sé einskær tilviljun sem henni falli vel í geð. „Mér fínnst yndislegt að eiga afmæli 17. júní og ég er ákaflega gæfusöm og lífsglöð kona, þannig að ekki hefur það spillt fyrir að vera fædd á þjóðhátíðardaginn. Afmælisveislurnar hafa jafnan heppnast vel og verið fjölmenn- ar, því að fólk hefur átt frí þennan dag og getað komið. Afmæl- ið hefur aldrei runnið saman við hátíðarhöldin, en aftur á móti hef ég gjarnan sleppt því að taka þátt í þeim til að halda upp á daginn. Það má segja að ég hafi yfírleitt misst af hefðbundn- um 17. júní eins og hann kemur fólki fyrir sjónir,“ segir hún. Fæddi eftir afmælisveisluna En fleiri stórmerki hafa orðið í lífí Ástu á 17. júní en eigin fæðing, því á þrítugsafmæli sínu eignaðist hún dóttur sem verð- ur nú tvítug. Mæðgurnar hafa að jafnaði sameinað afmælisveisl- ur sínar, og verður ekki undantekning gerð frá því að þessu sinni. „Eg á sjö börn en viðurkenni að það var stórkostlegt að fá dóttur í afmælisgjöf og hún er jafn ánægð með afmælisdag- inn og ég. Fæðing hennar á þessum tiltekna degi var jafn ófyr- irsjáanleg og flest annað; ég var búin að halda upp á afmælið mitt ásamt fjölda gesta en skrapp síðan inn í rúm og eignaðist hana. Í ár verður stór veisla hjá okkur og margt fólk, þó að ég reikni með að veislan verði 18. júní til að koma til móts við vinafólk og ættingja sem hyggjast bregða sér úr bænum á af- mæli lýðveldisins. Ætli flestir verði ekki á Þingvöllum." Hélt upp á þrítug- asta afmælisdag sinn og lýðveldis- ins með því að eignast dóttur Vilberg K. Þorgeirsson Hefur aldrei haft áhuga * -g ^ • * * a 17.jum Y’ilberg K. Þorgeirsson, starfsmaður hjá Olíufélaginu, er fæddur í Keflavík 17. júní 1944 og hefur búið þar í bæ frá fyrstu tíð. Þar hellirigndi eins og víðast hvar annars staðar á stofndag lýðveldisins. „Ég hef nú aldrei spurt hvort að mín hafði verið vænst þenn- an tiltekna dag, en móðir mín hefði eflaust minnst á það, hefði hún verið ósátt. Enda er fæðing eigin bams væntanlega mikil- vægari í lífí hverrar manneskju en hátíðarhöld vegna lýðveldis- stofnunarinnar þó að þau séu auðvitað merkileg," segir Vil- berg. Hann segir það hugsanlega ljótt til afspurnar, en hann hafí aldrei haft sérstakan áhuga á þessum merka degi. „Hann er þó skemmtilegur fyrir mig persónulega vegna þessarar tvö- földu merkingar; annars vegar er afmælið og hins vegar lýðveld- ið þó að mikiivægið ráðist vitaskuld af hinu síðamefnda. Sagn- fræðiáhuginn er kannski ekkert meiri en gengur og gerist, en maður veit þó nokkurn veginn hvernig þeir atburðir gengu fyrir sig sem leiddu til stofnun lýðveldisins," segir hann. Flaggað fyrir afmælisbarninu Vilberg segir að lengi vel hafí honum þótt óþægilegt að eiga afmæli á 17. júní, hvarvetna hafí verið flaggað og mikið um að vera. Þetta hafi þó elst af honum. „Það var alltaf haldið upp á afmælið mitt á réttum tíma, en veislurnar hófust ekki fyrr en eftir skrúðgönguna og hátíðarhöldin. Ég tók þátt í þeim sjálfur og þótti það sem framlenging á gleðinni að fara síðan í eigið afmæli, en móðir mín stóð hins vegar við bakstur heima allan daginn og komst ekkert út,“ segir Vilberg. Hann kveðst halda að sögukennurum hans í gegnum tíðina hafí verið kunn- ugt um fæðingardag hans, en „þeir minntust aldrei á það sem ég er mjög feginn. Þegar maður er krakki er óþægilegt að bent sé á svona staðreyndir þó að þær séu sárasaklausar, því krakk- ar nýta flest í þágu stríðninnar. Mér var samt margoft strítt vegna þessa, og höfðu krakkamir orð á að það væri flaggað fyrir mér á mínum afmælisdegi en ekki þeim á afmælisdegi þeirra." Smákóngar í stað Danakonungs Hann kveðst telja tímann frá stofnun lýðveldisins góðan að mestu, en þó mætti ýmislegt fara betur í þjóðfélaginu. „Mér fínnst margt að fara úr böndunum. Valdið hefur t.d. safnast á fáar hendur, einkum á seinustu tíu árum. Við losuðum okkur við Danakonung og fengum í staðinn marga sjálfskipaða smákónga sem stjóma of miklu,“ segir Vilberg. Hann kveðst ekki vilja hugsa þá hugsun til enda að ísland væm enn hluti af Danmörku. „Ég segi ekki að hér væri nýlendakúgun i hefðum við ekki slitið tengslin, en ástandið væri áreiðanlega óbæri- legt,“ segir Vilberg. „Ég held t.d. að Færeyingar hafi gert mistök með því að skera ekki á öll bönd fyrir löngu, þeir hefðu verið betur komnir í bandalagi með okkur sökum skyldleikans. Við notfærðum okkur heimsástandið til að slíta tengslin við Dani, sem var réttlætanlegt að mínu mati, en þó við hefðum ekki rofið þau 1944 og gerst lýðveldi, værum við samt ömgg- lega löngu búnir að stíga það skref til fulls. íslendingar eru alltof stoltir til að lúta erlendum herrum að einhveiju leyti.“ Afmælisveislan byrjaði alltaf eftir að skrúðgöngunni o g hátíðarhöldun- um lauk Morgunblaðið/Kristinn VILBERG K. Þorgeirsson. Alþingi kom saman til aukafundar í gær vegna undirbúnings hátíðarfundarins á Þingvöllum Morgunblaðið/Golli MATTHÍAS Bjarnason, formaður stjórnarskrárnefndar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um endurskoðun mannréttindakafla stjómarskrár, sagði að samkomulag væri milli allra þingflokka um flutning tillögunnar. Ályktanir um mannréttindi og lýðveldissjóð ALÞINGI kom saman í gær til sérstaks aukafundar vegna undirbúnings hátíðarfundar á Þingvöllum í dag, í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins. Á dagskrá vom tvær tillögur til þingsályktunar, önnur um endurskoðun 7. kafla stjórnarskrár, sem geymir mannréttindaákvæði hennar, og hin um stofnun hátíðarsjóðs í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins. Tillögurnar verða afgreiddar á hátíðarfundinum á Þingvöllum í dag. Flutningsmenn þingsálykt- unartillögunnar um endur- skoðun á 7. kafla stjómar- skrár em Matthías Bjama- son, Sjálfstæðisflokki, Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, Gunnlaugur Stefánsson, Alþýðuflokki, Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu- bandalagi, og Kristín Einarsdóttir, Kvennalista. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar, ítiiefni 50 ára af- mæiis iýðveldis á íslandi, að stefna beri að því að ljúka endurskoðun VII. kafla stjómarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum, fyr- ir næstu regiulegu alþingiskosningar. Miðað verði m.a. að því að færa ákvæði kaflans til samræmis við þá alþjóðiegu sáttmála um mannréttindi sem ísiand hefur gerst aðiii að. Við endurskoðunina verði höfð hiiðsjón af tiilögum stjórnarskrárnefndar frá 5. apríl 1994. Ófullkomin ákvæði Þingfundir í gær stóðu yfir í rúma klukkustund. Matthías Bjarnason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar um endurskoðun 7. kafla stjórnarskrár, en hann er einnig formaður stjórnar- skrárnefndar. Hann sagði í ræðu sinni að umræddur kafli væri margbreyti- legur að efni. Matthías lagði áherslu á að mörg mannréttindaákvæði stjórn- arskrárinnar væru ófullkomin auk þess sem þörf væri á því að færa ýmis ákvæði til nútímalegra horfs og nefndi í því sambandi ákvæði um trú- frelsi, friðhelgi heimilis, prentfrelsi og ákvæðin um félagafrelsi, sem hann sagði hefta ýmist í engu eða að tak- mörkuðu leyti vald löggjafans. Einnig sagði Matthías að tímabært væri að mannréttindaákvæðin verði endur- skoðuð með tilliti til þeirra þjóðréttar- legu skuldbindinga sem ísland hefur gengist undir. Sagði hann að sam- komulag væri tnilli allra þingfiokka um flutning þessarar þingsályktunart- illögu. I henni er gert ráð fyrir að við end- urskoðun mannréttindaákvæða stjóm- arskrárinnar verði höfð hliðsjón af til- lögum sem samstaða náðist um í stjómarskrárnefnd 5. apríl sl. „Ég tei mikilvægt að þingflokkarnir komi sér sem fyrst saman um tillögur um breyt- ingar á 7. kafla stjómarskrárinnar og leggi fyrir Alþingi strax í haust. Þann- ig er tryggt að þingið hafí nægan tíma til að fjalla um málið og geti afgreitt fmmvarp til stjómskipunarlaga fyrir lok þinghalds, sem væntanlega verður í mars 1995. Þar sem fmmvarp til stjórnskipunarlaga þarf að samþykkja á tveimur þingum til að það öðlist gildi, mætti með þessum hætti taka málið til meðferðar á riý, þegar á fyrsta þingi á næsta kjörtímabili," sagði Matthías. Valgerður Sverrisdóttir sagði m.a. að það færi vel á því nú þegar þjóðin væri að auka samstarf sitt við aðrar þjóðir að samþykkja á Þingvöllum þingsályktun um að stefna beri að samkomulagi þingflokka um breyting- ar á mannréttindakafla stjómarskrár- innar. „Við höldurn því fram að ísland sé stéttlaust land, sem ætti að þýða það, að allir hafí sömu möguleika til að ná viðurkenndum markmiðum í lífi sínu. Það vona ég að sé vilji flestra. Til þess að ná því markmiði er nauð- synlegt að valdamenn þjóðarinnar hafí yfirsýn, þekki aðstæður þjóðarinnar og kunni að setja sig í spor þeirra sem minna mega sín. Á þetta skortir oft á tíðum,“ sagði Valgerður. Gunnlaugur Stefánsson sagði að mannréttindi væru ekki sjálfsögð lífs- gæði heldur þyrfti að virða þau, veija og efla. Fjallaði Gunnlaugur um mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna, mannréttindasáttmála Evrópu og aðrar alþjóðlegar samþykktir sem varða mannréttindi, sem Island hefur fullgilt. Sagði hann miður að dregist hefði úr hömlu að endurskoða 7. kafla stjórnarskrárinnar og það væri því fagnaðarefni að samkomulag hefði náðst milli þingflokka um slíka endur- skoðun nú. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að það væri ekki aðeins í samræmi við sögu íslendinga heldur einnig í sam- ræmi við víðtækan skilning manns- kyns á mannréttindum að nauðsynlegt væri að endurskoða mannréttindakaflr ann. Setja yrði í stjómarskrá ákvæði um rétt einstaklinga til umönnunar og öryggis, til menntunar og fræðslu og vinnu og orlofs. Einnig bæri að setja í stjórnarskrá ákvæði um vernd- un umhverfis og rétt allra til að njóta gæða jarðar. Ólafur sagði rétt að hafa í huga að samþykkt tillögunnar jafn- gilti ákvörðun um að endurskoða kafl- ann fyrir næstu þingkosningar. Kristín Einarsdóttir vék m.a. að tjáningarfrelsinu og sagði að á Islandi væru þess ekki mörg dæmi að fólk væri ofsótt vegna skoðana sinna. „Þó verður ekki framhjá því horft að hér á landi á sér stað ákveðin bæling á tjáningarfrelsi sem felst meðal annars í því að ráðandi öfl beita valdi sínu til að útiloka fólk frá stöðum og emb- ættum vegna stjómmálaskoðana á sama tíma og embætti em blygðunar- laust veitt eftir pólitískum línum," sagði Kristín. Átak í vistfræðirannsóknum og efling tungunnar Geir H. Haarde þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks var framsögumaður tillögu til þingsályktunar um stofnun hátíðarsjóðs en i hann skulu renna 100 milljónir árlega næstu fímm árin. Helmingi fjárhæðarinnar skal varið til átaks í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar og hinum helmingnum til efling- ar íslenskri tungu. Geir sagði að gott samkomulag hefði náðst milli þing- flokkanna um þessa ályktun. Síðari umræða og afgreiðsla tillög- unnar fer fram á Þingvöllum í dag. Bæði fyrri og síðari umræðu um tiliögu til þingsályktunar um endurskoðun á mannréttindakafla stjómarskrár lauk á aukafundi Alþingis í gær en tillagan verður afgreidd á hátíðarfundinum. Hefst þingfundur á Lögbergi kl. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.