Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ hjörtum Skátinn Auður Stefánsdóttir man merkis- atburði í sögu þjóðarinnar frá 1938. Hún ræðir við Elínu Pálmadóttur um það baráttumál sitt að íslenska fánanum sé sýnd tilhlýðileg virðing. Síðasti krónprins íslands var Friðrik, síðar IX Danakon- ungur, og síðasta krón- prinsessan Ingiríður. Þ_au voru nýgift þegar þau komu til ís- lands sumarið 1938. Þá hitti Auður Stefánsdóttir þau og horfði stórum augum á þetta fallega par, eins og hún segir í samtali við okkur. Auður var þá orðin skáti og allar göt- ur síðan hefur hún ver- ið viðstödd .merkisat- burði á landinu og í sögu þjóðarinnar. Ósjaldan stóð hún í skátabúningnum sínum og með íslenska fánann á hátíðlegum stundum, m.a. framan við Stjórn- arráðshúsið og í kór Dómkirkjunnar á lýð- veldishátíðinni í Reykjavík 18. júní 1944. íslenski fáninn hefur alltaf verið henni sérstaklega kær og hún barðist fyrir því að hon- um væri sýnd sú virð- ing' sem honum ber og að íslendingar kunni að umgangast hann. Myndin sem Skafti Guðjónsson tók í júlí 1938 rifjar upp ferðina til Gullfoss og Geysis, sem látinn var gjósa fyrir krónprins íslands og krónprinsessu. Geysir hafði verið endurvakinn af löngum svefni árið áður af dr. Trausta Einarssyni jarð- eðlisfræðingi og nú var hann látinn gjósa með því að setja í hann sól- skinssápu vegna komu þeirra. „Við höfðum farið austur til að sjá gosið. Foreldrar mínir, Stefán Ólafsson frá Kálfholti, framkvæmdastjóri Ullar- verksmiðjunnar Framtíðinnar, og Ingveldur Ólafsdóttir, áttu Chevro- letbíl. Ekki áttu allir bíl þá, en það áttu þau alltaf. Frænkur mínar sögðu að ég væri alin upp í bíl. Um hvetja helgi fórum við fjölskyldan út í sveit og gistum á sveitabæjum, ýmist hjá ættingjum eða þar sem hægt var að fá gistingu," segir Auð- ur til skýringar á veru sinni á mynd- inni með krónprinsparinu. Þau höfðu beðið eftir gosi, sem kom, og Friðrik var nýbúinn að bjóða annarri ís- lenskri stúlku sígarettu, en hún þorði ekki að þiggja hana. Ekki bauð hann Auði, enda var hún aðeins 16 ára gömul. „Því miður, því ég var tilbú- in, hafði verið í Landakoti og gat talað dönsku,“ segir Auður og hlær að endurminningunni. Hún segir að Ingiríður hafi verið gullfalleg og Friðrik haft mikinn „sjarma“, svo þau hafi verið afskap- lega fallegt par. Auður man vel eftir allri lýðveldisumræð- unni og atkvæða- greiðslunni 1944, en hún fór ekki til Þing- valla. Var ungur nemi í Tónlistarskólanum og sat við flygilinn til að æva sig vegna loka- prófsins. Þetta var merkishljóðfæri. Þegar Auður var sex ára 1928 höfðu foreldrar hennar keypt hann af frönsk- um kolakaupmanni og konsúl og konu hans Kristínu Ólafsdóttur, en hann var fluttur inn af Baróninum á Hvítár- völlum og úr búi hans. Þennan flygil gaf hún síðar í Byggðasafn Borgarfjarðar í Borgar- nesi. Auður segir að mikið hafí verið talað um stofnun lýðveldis á hennar heimili. „Ég man hvað við vorum hneyksluð á þeim sem töluðu í þá veru að þeir vildu ekki samþykkja sambandsslitin meðan væri stríð. Fannst þetta ekki heppilegur tími. Ekki „takt og tone“ að gera þetta nú þegar Danir væru hernumdir af Þjóðveijum og ættu bágt.“ Og hún man eftir þessum mikla fögnuði og gleði á heimilinu þegar úrslitin komu úr atkvæðagreiðslunni. Hinn 18. júní var hún í skátaflokki sem myndaði fánaborg frá Lækjartorgi og upp að Stjórnarráðströppunum, þar sem fyrsti forseti íslands, Sveinn Bjöms- son, flutti ávarp. Þá var ekki búið að breikka götuna og stígurinn upp að húsinu, sem þau röðuðu sér báð- um megin við, miklu lengri. Svo gengu þau fylktu liði á undan skrúð- göngunni niður að Dómkirkju og áfram inn í kórinn, þar sem þau stóðu heiðursvörð meðan á messu stóð. Hún og æskuvinkona hennar, Auður Stefánsdóttir PARADISO HESTAKERRUR FORTJÖLD FYRIR BÍIA 06 HJÓLHÝSI FRÁ TRIO (06 MIKW ÚRVAL AF FEROAVÖRUM). CíiM JÓNSSON HF I Bíldshöfða 14 Sími 91-876644_| lsland QP SKÁTARNIR stóðu og mynduðu fánaborg meðfram stígnum upp að Stjórnarráðströppunum, þar sem fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, ávarpaði mannfjöldann. Guðný Halldórsdóttir á Háteigi, skiptust á um að halda reistum ís- Ienska fánanum. „Það var geysileg stemmning. Allir úti og veðrið yndis- legt. Og sól í hjörtum.“ íslenski fáninn „Ég hefi .alltaf borið svo mikla. virðingu fyrir íslenska fánanum, allt frá því að ég varð skáti,“ segir Auð- ur þegar haft er orð á því að oft hafi hún staðið með fánann á hátíð- legum stundum í Reykjavík. Hún hefur líka látið sér mjög annt um fánann og meðferð hans. „Árið 1965, þegar 50 ár voru lið- in frá því að danski konungurinn samþykkti lögin um kosningarétt kvenna og um íslenska fánann, þá var ég í stjórn Bandalags íslenskra skáta. Við tókum oft fýrir einhver ákveðin viðfangsefni og ég stakk upp á því að verkefni okkar þá skyldi vera að kenna bömum í öllum barna- skólum meðferð og sögu fánans og við skyldum ganga í hús þar sem fánastengur voru við húsin, til þess að kenna íbúunum að flagga og hvaða daga ætti að draga upp fána. En þá kom babb í bátinn. Engar reglur voru til um fánann, nema ein- hveijar venjur sem varðskipin fóru eftir, efiröpun frá dönsku eftirlits- skipunum. Því fór ég í dómsmála- ráðuneytið og hitti þar Baldur Möll- er. Jóhann Haf- stein var þá dóms- máiaráðhema og Vorum hneyksluð á 'iir FRIÐRIK síðasti krónprins íslands og Ingiríður krónprinsessa í opinberri heimsókn á íslandi 1938, þá nýgift. Lengst til hægri stendur ung stúlka, Auður Stefánsdóttir, sem hitti þau við Geysi. Myndina tók Skafti Guðjónsson. hann biður okkur . . skátana um að þeim sem ekki vildu semja reglur um meðferð og notkun fánans. Það gerð- um við og 19. júní sambandsslit ásamt fleiri fánum úr ræðustól al- þingis, en slík auglýsinganotkun á honum er bönnuð hér. „Ég vil nota fánann á gæðavörur til útflutnings. Það gera Danir og fleiri,“ segir Auður. Um þá reglu að draga eigi fánann niður klukkan 8 segir hún: „Það er vandmeðfarið að flagga vegna þess hve sólarhringurinn er misjafn hér og þarf mikla ár- vekni. Mér finnst að um hásumarið mætti hafa fán- ann uppi lengur að kvöldinu." 1965 var reglugerðin gefin út. Svo hélt ég útvarpserindi um íslenska fánann 19. júní og 1. desember og við kynntum hann eins og við höfð- um talað um.“ Auður segir að mikið hafi verið flaggað 1944. Margir komu sér upp fánastöngum. Svo dalaði áhuginn og þegar frá leið stóðu stengurnar víða ómálaðar og stögin héngu nið- ur. Stundum trosnaðir fánar þegar flaggað var. Þetta þótti Auði og fé- lögum hennar mikið virðingarleysi við fánann. Og skátarnir tóku sig ------------------ til og bönkuðu upp á þar sem þannig var ástatt eða þar sem þeir sáu fána uppi eftir klukkan 8. Auður segir að flestir hafi tekið því vel að fá Ieið- beiningar og fólk hafi hringt heim til hennar til að láta í ljós jákvæð viðbrögð. Síðan voru lögin um fánann end- urskoðuð fyrir nokkrum árum. Það er skoðun Auðar að reglurnar hafi verið alltof strangar. Og fegin er hún að nú á að fara að endurskoða lögin aftur, sem mun hafa komið í kjölfarið af ræðu Guðmundar Hall- varðssonar, sem landsmenn sáu veifa regnhlíf með íslenska fánanum Eg vil nota fánann á gæðavörur til út- flutnings. En annað er Auður ekki sátt við, bláa litinn á fánanum núna. Við víkj- um að uppruna íslenska fánans. Upphaflega vildu menn hvítbláinn svokallaðan, bláan fána með hvítum krossi. En þá þótti hann of líkur gríska fánanum, svo 1918 var bætt innan í hvíta krossinn rauðum krossi. „En blái liturinn hélst óbreyttur. Nú er hann orðinn alltof dökkur“, segir Auður og segir að alveg hafi gengið fram af sér þegar hún heyrði út- varpsviðtal við einn nefndarmanna úr embættis- --------------- mannanefnd sem vann að nýju lög- unum um fánann hvernig þeir hefðu valið þennan lit, sem var lögfestur. Þeir höfðu farið ^niður til Ellingsens og skoðað ýmsa fána og litist best á bláa litinn á breska fánanum. „Ég vil sýna í allri umgengni við fánann að þetta sé þjóðartáknið okkar. Börn eiga að læra að þetta sé ekki bara einhver drusla. Við lærðum á sínum tíma að þegar fáninn er borinn fram þá stansar fólk, gengur ekki gegn hon- um og þeir sem sitja standa upp þegar hann er borinn fram. En þetta er nú horfið að mestu.“ Á lýðveldisárinu 1944 var efnt til stórs skátamóts á Þingvöllum um sumarið og komu þangað skátar alls staðar af á landinu. „Þetta var yndis- legt mót, fyrsta sameiginlega mótið sem skátar efndu til og blærinn á því tengdist hinu nýstofnaða lýð- veldi. 011 þessi ungmenni tendruðust upp.“ Hefur hún sömu tilfinningu fyrir lýðveldinu sem þá? „Já,“ segir Auður. „Ég hefi alveg sömu tilfinn- inguna fyrir íslenska lýðveldinu sem 1944. Ég vildi bara óska þess að fólk stæði betur vörð um það. Og ég ber dálítinn ugg í bijósti þegar við göngum í efnahagsbandalög Evrópuþjóða." Nonni frændi og Imba frænka Auður vill helst ekki hafa með það sem hún segir mér um „Nonna frænda og Imbu frænku“ yfir kaff- inu eftir að ég hefi lagt vasabókina og pennann frá mér. En sagan er of góð. Þetta eru Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg kona hans. Þau voru systkinabörn sem kunnugt er og systkinabarn við þau var líka Ingveldur Jafetsdóttir í Njarðvík, langamma Auðar. Þeir Jafet og Sig- urður voru bræður. En það var afi hennar Ólafur Ásbjörnsson kaup- maður sem sagði Auði frá þeim. Ólafur var nefnilega í nokkur sumur lánaður yfir þingtímann til að sendast fyrir Nonna frænda og Imbu frænku í Reykjavík og bjó þá hjá þeim. Hann fór með bréf frá Jóni um allan bæ og sentist fyrir Ingi- björgu. Daglega var hann sendur niður á höfn til að sækja nýjan rauð- an þaraþyrskling. Sá matur þótti Jóni Sigurðssyni langbestur. Maður hugsar ekki oft um svo hversdags- legar þarfir sjálfstæðishetjunnar og ekki eru margir sem vita hvað hon- um þótti gott að fá að borða. Að lokum segist Auður ekki viss um að hún fari til Þingvalla núna, þar verði svo mikil fólksmergð. En hátíðahöldin á 50 ára lýðveldis- afmælinu í Reykjavík ætlar hún ekki að láta fram hjá sér fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.