Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Jeltsín stórherðir baráttuna gegn rússnesku mafíunni Aukið vald til lögreglunnar Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA lögreglan hefur fengið nýjar og auknar heimildir til að skoða bankareikninga og gera húsleit á heimili grunaðra manna. Skýrði borgarstjórinn í Moskvu frá þessu á þriðjudag, skömmu eftir að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafði undirritað lög þessa efnis. Júríj Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu, sagði, að hér væri um að ræða lið í herferð stjórnvalda á hendur skipulögðum glæpasamtök- um og hefur lögreglan nú næstum ótakmarkaða heimild til að kanna öll fjármál þeirra, sem grunur bein- ist að. Glæpum hefur fjölgað gífurlega í Rússlandi síðan Sovétríkin hrundu og áætlað er, að helmingur einka- fyrirtækja í landinu sé annaðhvort í höndum mafíunnar eða greiði til hennar verndarfé. Skotbardagar milli glæpamanna, leigumorð og bílsprengingar eru daglegt brauð í Moskvu og öðrum stórborgum og almenningur er farinn að óttast al- gert stjórnleysi í landinu. í síðustu viku samþykkti r-úss- neska ríkisstjórnin lagafrumvarp, sem á að auðvelda baráttuna gegn mafíunni, en þingið hefur ekki fjall- að um það enn. Reuter Berlusconi í Þýskalandi SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Italíu, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lögðu áherslu á sameiginleg, lýðræðisleg gildi þegar Ber- lusconi kom til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við embætti. Þá vísaði hann því á bug við fréttamenn, að nýfasískar skoð- anir hefðu einhver áhrif á störf ítölsku ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir aðild nýfasista að henni. Búist er við, að Berlusconi fari fram á við Kohl, að hann greiði fyrir því, að flokkur hans, Forza Italia, fái aðild að sam- tökum íhaldsmanna á Évrópu- þinginu. Berlusconi var vel tek- ið við komuna til Þýskalands að öðru leyti en því, að þýskir jafnaðarmenn sýndu honum fálæti vegna aðildar nýfasista að stjórn hans. Stjórnar- kreppu afstýrt Helsinki. Morgunblaðið. FINNSKA þjóðþingið felldi í gær vantrauststillögu á ríkisstjórn Eskos Ahos. Fyrir atkvæðagreiðsluna ótt- uðust menn að ef stjómin félli væri óljóst hvort Finnar gætu undirritað aðildarsamning við Evrópusamband- ið (ESB). „Enn eitt skrefið í átt að aðild Finnlands að ESB hefur nú verið tekið,“ sagði Pertti Salolainen, ut- anríkisviðskiptaráðherra. Ríkis- stjórn Ahos fékk þó ekki traustan stuðning. 97 þingmenn af 200 reyndust styðja stjómina en 80 greiddu atkvæði á móti henni og 18 sátu hjá. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB- aðildina verður í Finnlandi sunnu- daginn 16. október. Stjórnarkreppa nú hefði getað valdið því að þingið yrði leyst upp og gengið til kosninga í haust. Þar með hefði verið ólíklegt að lög um ESB-aðild hefðu náð af- greiðslu af þingi í tæka tíð. -----» ♦ ♦--- Abata- söm alúð Frankfurt. Reuter. BROS og vinsamlegt viðmót eru allt og sumt, sem þarf til að auka tekjur Deutsche Bank, stærsta banka í Þýskalandi, um Ijórðung. Hilmar Kopper, stjórnarformaður DB, lét svo ummælt á þriðjudag. „Við gætum aukið umsvifm á inn- anlandsmarkaði um fjórðung ef starfsfólkið vendi sig á að sýna hveijum viðskiptavini vinsemd og virðingu,“ sagði Kopper en frammá- menn í atvinnulífinu og neytendafé- lög í Þýskalandi hafa lengi kvartað yfir lítilli þjónustulund landa sinna. með frönskum og sósu TAKIDMEÐ l liii TAKIÐMEÐ - tilboð! -tilboð! Jarltitn Norskir fjölmiðlar harma ágreining Norðmanna o g Islendinga Málið kallað dapurleg deila bræðraþjóða Aftenposten/Inge Grodman Dregið dár að friðarást Norðmanna „VIÐ höfum komið á friði annars staðar í heiminum en nú er nóg komið“ segir í myndatexta skopmyndar í Aftenposten. NOKKUÐ kvað við annan tón í norskum fjölmiðlum í gær varð- andi ágreining íslenskra og nor- skra stjórnvalda um atburði í Smugunni. „Þessu hefðum við átt að komast hjá“ var fyrirsögn leið- ara Dagbladet. Á forsíðu blaðsins var hins vegar boðað að „Islensk- ur floti [væri] á leið til verndar- svæðisins" og var fullyrt að ís- lenskir útgerðarmenn hefðu fyrir- skipað að fjöldi togara færi til veiða á svæðinu eftir 17. júní. VG segir á forsíðu „Viljum ekki deila við kónginn“ og var það haft eftir útgerðarmanni eins af togurunum við Svalbarða. Segir blaðið að ekki verði mótmæli við komu Haraldar Noregskonungs til íslands en Islendingar séu engu að síður fullir reiði og biturðar í garð Norðmanna. í leiðara Dagbladet er rætt um atburðina við Svalbarða í tengsl- um við lýðveldisafmælið. „Á morgun [í dag] hefjast hátíðahöld vegna 50 ára afmælis íslands sem fullvalda þjóðar. Það er atburður sem full ástæða er til að halda upp á. Öll Norðurlöndin, ekki síst Noregur, senda sínar bestu árnað- aróskir til nágrannalands síns. Það er ekki án ástæðu sem allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda verða á íslandi til að taka þátt í hátíða- höldunum. Ný hlið á samskiptunum við íslendinga En það sem á sér stað á miðun- um við Svalbarða varpar skugga á hátíðahöldin. Þetta er drama- tískt og ný hlið á samskiptunum við íslendinga, að norsk eftirlits- skip skyldu klippa á veiðarfæri Islendinga og skjóta viðvörunar- skotum að þeim. Slíku hefðum við þurft að komast hjá. Við viljum ekki að samband okkar við ná- grannanna einkennist af þvílíku ástandi. Þvert á móti, lönd okkar eiga þeirra sameiginlegu hags- muna að gæta að nýting fiski- stofnana fylgi alþjóðlegum sam- þykktum og að þau vandamál sem upp koma, séu leyst á friðsamleg- an hátt í viðræðum. Þetta á ekki síst við þegar árekstrar koma upp á milli þessara tveggja landa. Verndarsvæðið við Svalbarða er umdeilt en ýmislegt bendir til þess að Norðmenn geti með nokkru öryggi gert tilkall til þess að fara með stjórn nýtingar auð- lindanna. Formlega er því lítil ástæða til að gagnrýna yfirvöld fyrir að beita valdi til að fram- fylgja kröfunni um að norsk yfir- ráð svæðisins verði virt. En við hljótum að furða okkur á því hvernig málið hefur getað þróast svo að nauðsynlegt er að beita valdi gegn íslenskum sjómönnum. Eitthvað hlýtur að hafa brugðist í samskiptum yfiryalda landanna tveggja. Ef ekki er hægt að leysa skiptar skoðanir um túlkun laga í viðræðum og samtölum Norð- manna og íslendinga, eru fá deilu- mál í heiminum, sem hægt er að leysa á friðsamlegan hátt. Það er sérstaklega óheppilegt að þessir atburðir skyldu gerast svo skömmu fyrir lýðveldisafmæli íslendinga. Einmitt við slíkar að- stæður ættu bæði lönd að reyna til hins ýtrasta að komast hjá því sem gerst hefur. Kveðja Norð- manna til íslendinga í dag ætti ekki að felast í því að Norðmenn sýni styrk sinn á norðurslóðum." Spurningamerki við rétt Norðmarina I leiðara Aftenposten í gær segir að sé tekið tillit til nýtingar auðlindanna séu mörg gild rök fyrir því að Norðmönnum sé tryggður áframhaldandi réttur til að hafa yfirumsjón með veiðum á fiskverndarsvæðinu við Sval- barða. Svæðið sé hins vegar al- þjóðlega umdeilt. „Er samninga- viðræðurnar við Evrópusam- bandsaðild og í tengslum við Evr- ópska efnahagssvæðið stóðu yfir, var gerð tilraun til að komast að samkomulagi um Svalbarða- svæðið, en það tókst 'ekki. Með því að gera það, sem full- yrt er að séu ólöglegar veiðar ís- lendinga, að aðalmáli, getur verið að önnur lönd setji spurninga- merki við rétt Norðmanna til að fara með stjórn veiða á svæðinu. Margar þjóðir munu - eins og ís- lendingar - fullyrða að kafli Sval- barðasamkomulagsins um sama rétt allra þeirra sem hafa undirrit- að samkomulagið, hljóti að gilda á svæðinu. Þetta mál reynir veru- lega á norsk utanríkissamskipti. Því jafnvel þó að Norðmenn telji sig hafa Sterkustu rökin í málinu, er ekki þar með sagt við munum vinna það, komi það fyrir dóm.“ Dapurleg deila Dagbladet birtir í gær viðtal við Jens Evensen, fyrrverandi hafréttarráðherra Noregs, og fyrrum dómara við Alþjóðadóm- stólinn í Haag, undir fyrirsögninni „Dapurleg deila bræðraþjóða". Segir hann leitt að þessi staða sé komin upp í samskiptum þjóðanna og segir þær verða að ræða sam- an. Hann vill hins vegar ekki blanda sér í ágreining þjóðanna, segist hafa samúð með báðum og segir að ýmsir möguleikar séu á túlkun og framkvæmd laganna. „Best væri ef frændþjóðirnar ræddu saman. Gangi það ekki, væri mjög gott fá botn í málið fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag,“ segir Evensen. íslendingar geta unnið í Noregi í Aftenposten segir á forsíðu; „íslendingar gefa sig ekki“ er vitnað í Gísla Svan Einarsson, útgerðarmann Skagfirðings, sem segir að íslendingar muni að öllum líkindum halda áfram veiðum við Svalbarða. Á forsíðu Klassekampen segir „Islendingar geta unnið i Noregi - Norsk lög of veik að mati haf- réttarfræðinga". Segir í frétt blaðsins að Islendingar eigi meiri möguleika á að vinna mál í norsk- um réttarsölum en fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag. Islenskir tog- arar hafi ekki brotið norsk lög, að mati Geirs Ulfsteins, sérfræð- ings í alþjóðlegum rétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.