Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 1
144 SÍÐURB/C 135. TBL. 82.ÁRG. FGSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þjóðhöfðingjar á Bessastöðum Morgunblaðið/RAX ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlanda komu til landsins í gær í tilefni af hátíðarhöldum vegna hálfrar aldar afmælis Lýðveldisins íslands. Þjóðhöfðingjarnir fimm hittust um kl. 21 í gærkvöldi á Bessastöðum í boði forseta íslands; f.v. Haraldur V Noregskonungur og Sonja Noregsdrottning, Henrik Danaprins og Margrét Þórhildur II Danadrottn- ing, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía Svíadrottning, Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, og frú Eeva Ahtisaari. HÁTÍÐARHÖLD vegna 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands hefjast formlega klukkan 8.25 í dag þegar öllum kirkju- klukkum landsins verður hringt og íslenski fáninn og þjóðhátíðarfáninn verða dregnir að húni. Reiknað er með að allt að 50 þús- und manns leggi leið sína á Þingvelli í dag til að fagna afmæli lýðveldisins og er víð- tækri skipulagningu umferðar og fram- kvæmdum á Þingvöllum nú lokið. Utn fimm þúsund manns hafa unnið að undirbúningi hátíðarhaldanna, sem ein- skorðast ekki við Þingvelli því haldið verður upp á stofnun lýðveldisins árið 1944 í hveiju sveitarfélagi landsins. í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá í dag og næstu tvo daga. Þjóðhöfðingjar hinna ríkja Norðurland- anna komu fljúgandi til landsins í gær til að vera viðstaddir lýðveldisafmælið. Erlend- ir gestir Alþingis af þessu tilefni eru á annað hundrað talsins, þar á nteðal átta forsetar þjóðþinga nágrannalanda og tugir fulltrúa frá ríkisstjórnum Færeyja, Græn- lands, Álandseyja, Stóra-Bretlands, Frakk- lands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands, Rússlands og Kína. Einnig eru staddir hér- lendis um 110 erlendir fréttamenn. Þessir útlendu fulltrúar verða viðstaddir sérstakan hátíðarfund Alþingis við Lögberg þar sem afgreiddar verða þingsályktunartillögur um endurskoðun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og stofnun hátíðarsjóðs sem ætlað er að styrkja rannsóknir á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Alls verða um 340 boðsgestir viðstaddir þingfundinn, þ. á m. makar ráðherra og þingmanna, fyrr- verandi forsetar sameinaðs Alþingis, fyrr- verandi forsætisráðherrar, fulltrúar Norð- urlandaráðs og tveir eftirlifandi þingmenn sem sátu þingfund Alþingis á Þingvöllum við lýðveldisstofnunina, þeir Lúðvík Jóseps- son og Sigurður Bjarnason. ■ Lýðveldisafmælið 6/8/10/11/12/36/37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.