Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kristján Ragnarsson í viðtali við Aftenposten Getum ekki sætt okkur við minni kvóta en 10 þús. tonn KRISTJÁN Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssamb'ands ís- lenskra útvegsmanna, segir í við- tali við norska dagblaðið Aften- posten í dag, að íslendingar geti ekki sætt sig við minna en 10.000 tonna kvóta í Barentshafi. Hingað til hafa engar kröfur verið settar fram af íslands hálfu, enda hafa engar samningaviðræður farið fram um veiðiheimildir í Barents- hafi. Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, segir einnig í viðtali við Aftenposten ótíma- bært að ræða um veiðiheimildir í Barentshafi við íslendinga. Kristján segir að í ár muni ís- lendingar veiða um 30-40 þúsund tonn af þorski í Smugunni og á verndarsvæðinu við Svalbarða. I frétt Aftenposten segir að afla- verðmæti þessa afla sé um 300-400 milljónir norskra króna, eða um 3-4 milljarðar ís- lenskra króna. Einnig er bent á að 40 þúsund tonn séu næstum fjórðungur af heildar- þorskafla íslenska flotans, þar sem há- marksþorskafli á Is- landsmiðum verði ein- ungis um 155 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári, sem hefst 1. september. Til saman- burðar sé heildarkvóti Norðmanna og Rússa í Barentshafi um 700 þúsund tonn. Kristján segir einnig að það sé óréttlátt að ísland sé eina þjóðin í Norður-Atlantshafí sem ekki er Kristján Ragnarsson Jan Henry T. Olsen með samninga við Noreg um fisk- veiðiheimildir í Barentshafí. Græn- land, Færeyjar og þjóðir Evrópu- sambandsins hefðu fengið sitt. „Norðmenn verða að sætta sig við það að við höfum sögulegan rétt á svæðinu, eða að búa við það að íslensk fiskiskip muni veiða eftirlitslaust og án kvóta á svæð- inu næstu árin,“ segir Kristján. Fá ekki veiðiheimildir með hótunum Jan Henry T. Olsen segir að íslendingar geti ekki öðlast veiði- heimildir með því að beita hótun- um. Þeir hafi engan sögulegar rétt á svæðinu. Hann segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fram- ferði íslendinga við Svalbarða, sérstaklega þegar það er haft í huga að Norðmenn studdu dyggi- lega við bakið á íslendingum í þorskastríðinu við Breta. Harka- lega veg- ið að sjó- mönnum „MÉR ÞYKIR allharkalega vegið að íslenskum sjómönnum og ís- lenskum skipum með þessum að- gerðum Norðmanna. Sjómanna- sambandið styður útgerðarmennina heils hugar í þeim áformum að leita réttar síns fyrir norskum dómstól- um,“ sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands íslands. Óskar sagði að það vekti mesta athygli við þessar aðgerðir að Norð- menn færu ekki eðlilegustu leiðina, þegar skip væru staðin að meintum ólöglegum veiðum, þ.e. færa þau til hafnar og rétta í máli þeirra. „Þetta vekur óneitanlega grun- semdir um að Norðmenn viti að staða þeirra er ekki eins sterk í þessu máli og þeir hafa viljað vera láta. Við munum fylgjast vel með þessu máli og hafa samband við kollega okkar í Noregi ef frekara tilefni gefst til.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Myndir úr dönskum söfnum UTANRIKISRAÐHERRA Dana, Niels Helveg Petersen, opnaði sýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í gærdag við hátíð- lega athöfn. Viðstödd opnunina voru Margrét Danadrottning og Hinrik prins. Auk þeirra voru Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs, ýmsir sendiherrar og aðrir gestir. Sýningin ber heitið frá Kjarval til Erró og á henni eru myndir úr dönskum söfnum eftir íslenska listmálara sem aldrei hafa verið sýndar hér- lendis. Flugvél Danadrottningar lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan þrjú síðdegis og létu Margrét Þórhildur drottning og Hinrik prins það verða sitt fyrsta verk að vera við opnun sýningarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra Deilur á milli frænda erfiðar Vonast til að hægt verði að semja við Norðmenn um veiðarnar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist á blaðamannafundi í gær vona að hægt verði að semja við Norðmenn um veiðar á verndarsvæð- inu við Svalbarða. Sé það hins vegar ekki gerlegt þá séu íslensk stjórn- völd tilbúin að stuðla að því að deilurnar sem upp hafa komið við Noreg um veiðar íslenskra skipa við Svalbarða fari fyrir dómstóla, annaðhvort í Noregi eða á alþjóðlegum vettvangi. Davíð sagði um deiluna að rifr- ildi milli ‘frænda væru oft erfíð, menn vildu gjaman að fjölskyldan byggi saman í sátt og samlyndi. Lagalega væru íslendingar betur settir en Norðmenn, því aðgerðir norsku strandgæslunnar hefðu verið ólöglegar. Ekki óskað eftir að skipin verði kölluð heim Stjómvöld muni hins vegar ekki óska eftir að skipin verði kölluð heim, þau væm við veiðar á eigin ábyrgð. Stjórnvöld hefðu ráðlagt útgerðarmönnum í nóvember að veiða ekki á verndarsvæðinu vegna þess að svæðið væri um- deilt. Deilur við Norðmenn vegna veiða í Smugunni og hjá Svalbarða Búist við að íslenskum skipum fjölgi á svæðinu á næstunni ÍSLENSKU togararnir sjö sem eru á fiskvemdarsvæðinu við Sval- barða og í Smugunni hyggjast halda þjóðhátíðina hátíðlega og veiða ekki í dag. Að sögn Ottós Jakobssonar, framkvæmdastjóra Blika hf. á Dalvík, sem gerir út Blika EA, hefjast veiðar aftur á laugardag. Búist er við að fleiri íslensk skip fari til veiða í Smug- unni og á verndarsvæðinu bráðlega. Ottó segir að skipin muni veiða þar sem þau fái fisk, hvort sem það er við Svalbarða eða í Smug- unni. Útgerðarmennirnir og skip- stjórar skipanna séu sammála um aðgerðir á svæðinu en þeir hafí samskipti sín íl milli. öttó kveðst búast víð því 'áð íslenskum skipum sem hyggi á veiðar á svæðinu muni fjölga á næstunni. Hann segir að það verði bæði skip sem áður hafi veitt í Smugunni og önnur. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍU, segist vita um eitt skip sem 'se 'á 'Telðfnnf ’norour,' Sk'úm GK, sem nýverið hafi landað afla Englandi. Bliki hf. hyggst ásamt Skagfirð- ingi, útgerðarfyrirtæki Hegra- nessins SK, höfða mál gegn norsk- um stjórnvöldum vegna aðgerða norsku strandgæslunnar á þriðju- dag, þegar hún klippti á togvíra skipanna. Verið er að fara yfir málið og með milligöngu sendiráðs íslands í Ósló verður ráðinn lög- fræðingur til að fara með það í Noregi. Davíð Oddsson forsætisráðr 'Réfrá 'ságði áð ‘íslensk'u fyffrtækin tvö sem ætluðu í mál fengju að- stoð stjórnvalda, bæði hvað varðar aðgang að ráðgjöfum utanríkis- ráðuneytisins og lögfræðingum þess og einnig aðstoð sendiráðs- ins. Ekki væri um beinan fjár- stuðning við málsóknina að ræða, heldur myndi þessi aðstoð draga úr kostnaði útgerðanna. Ottó segir að fyrirtækin hafi ekki leitað eftir stuðningi stjórn- valda með formlegum hætti, enda teldu þau sig hafa hann. Kristján segir að útgerðarfyrirtækin eigi éínrífc: sTúðnmg LlUvísán. Ingibjörg Sólrún Afsalar sér þing-- mennsku INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri í Reykjavík, hefur afsalað sér þingmennsku á Alþingi. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, las upp upp bréf þessa efnis frá Ingibjörgu Sólrúnu við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær. Guðrún J. Halldórsdóttir tók í gær sæti Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi sem 18. þingmaður Reykvíkinga. Aðspurður um hvort ekki yrði erfiðara að semja um fiskveiðar við Svalbarða og í Smugunni ef Norðmenn gengju í Evrópubanda- lagið sagði Davíð að eins og stað- an væri í dag yrði það örugglega ekki erfiðara en að semja við Norð- menn nú. Hittir Gro Harlem Brundtland eftir tvær vikur Hann kvaðst ekki mundu hafa frumkvæðið að því að hafa sam- bandi við forsætisráðherra Nor- egs, Gro Harlem Brundtland, eftir helgi, hann myndi hitta hana á fundi forsætisráðherra Norður- landanna í Finnlandi eftir tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.