Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. JLINÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FORD, árg. 1934, vörubíll með boddíi, lausu húsi með bekkjum. Fjöldi fólks fór á Þingvöll 17. júní, 1944, í boddíbílum. VIÐ Hreðavatnsskála á stríðsárunum. Til vinstri: Ford hálfkassi, sem svo var nefndur; þá var eitt aftursæti auk framsætanna. Til hægri stendur ný drossía, Plymouth, árg. 1942. HERBÍLAR settu líka sinn svip á umferðina 1944. Hér er GMC- trukkur, árg. 1942 - siíkir bílar voru kallaðir „Gemsar" í dag- legu tali. 1.592 fólksbílar í Reykjavík á lýðveldisári eignast nýjan, amerískan bíl á árunum 1941 og ’42. Vilhjálmur Þór, ráðherra í utanþingsstjórn- inni, á Buick ’41, Jónas Jónsson frá Hriflu ekur á Packard árg. ’38, Ólafur Thors á Buick árg. ’41 og það gerir Sigurgeir biskup einn- ig. Erlendur Ó. Pétursson, kunnur * borgari og formaður KR á Chevro- let árg. ’42, en Aron Guðbrands- son í Kauphöllinni, kunnur Qár- málamaður, átti Plymouth árg. ’42. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri fram til 17. júní og fyrsti forseti lýðveldisins eftir það, er skráður fyrir Buick árg. ’40, en Helgi Lár- usson frá Klaustri var með Pack- ard-umboðið og skráður fyrir ein- um. Volvo var rétt að byija að sjást, en fyrsti umboðsmaður Volvo, Halldór Eiríksson, á einn. 'r Leikarinn Haraldur Á. Sigurðs- son var í þá daga á Nash af óvissri árgerð, en yfirlögregluþjónninn Erlingur Pálsson var á Dodge, árg. ’41. Steindór bílakóngur Ein- arsson átti sem einkabíl Dodge, árg. ’41, en athafnamaðurinn Jón Loftsson var sífellt í förum til að r líta eftir vikurnámum við Snæ- fellsjökul og hafði til þess Nash, árg. ’41. Gleðigjafinn á Borginni og víðar, Bjarni Böðvarsson, hljómsveitarstjóri, er einn af örfá- um sem átti Mercedes Benz; sá var af árg. ’38. Annar úr skemmti- bransanum, Aage Lorange, átti Ford, árg. ’35 en Eiríkur Ormsson átti Buick árg. ’30. Björn Ólafsson, iðnrekandi og ráðherra í utanþingsstjórninni er skráður fyrir Chrysler, árg. ’41. Meðal þeirra umsvifamestu í bíla- innflutningi var Egill Vilhjálmsson og sjálfur er hann skráður fyrir tveimur bílum af gerðinni Stude- baker, árg. ’41. Háskólarektorinn Alexander Jóhannesson átti Chrysler, árg. ’42 og Thor Jensen á Ford, árg. ’42. Þorvaldur Guðmundsson var þá búinn að stofna Síld og fisk og fyrirtækið var skráð fyrir Hillman, árg. ’41. en Tryggvi ófeigsson, útgerðarmaður, átti bæði Buick og Plymouth. árg. ’42. Allir í bænum vissu þá hver Ásbjörn Ólafsson, kaupmaður, var; hann átti International, árg. ’42. Krist- ján, venjulega nefndur bílakóngur, á Akureyri átti Ford, árg. ’42 og einn mesti íþróttakappi landsins, Gunnar Huseby, sem tveimur árum seinna varð Evrópumeistari í kúluvarpi, átti og ók um götur Reykjavíkur á Studebaker, árg. ’37. GlímukóngTirinn 1944 Aþeim 50 árum sem liðin eru síðan 1944 hafa íþróttirnar fallið í nýja farvegi. Að vísu eru kvíslar í sömu farvegum og áður; knattspyrnan var þá orðin vinsæl, en fijálsar íþróttir voru í mestum uppgangi, enda gullöld þeirra fram- undan. Sund var bæði keppnisíþrótt og almenningsíþrótt og veruleg þátttaka var þá enn í glímumótum; Islandsglíman um Grettisbeltið vakti alltaf óskipta athygli og menn gátu rakið talsvert aftur í tímann hveijir höfðu orðið glímukóngar og hvað einkenndi þá. Glímukóngurinn 1944 - hann vann reyndar í fimm ár í röð 1943- 1947 - var Guðmundur Ágústsson frá Hróarsholti í Flóa. Þeir sem sérfróðastir eru um íslenzka glímu telja að Guðmundur hafí sýnt öðrum glímumönnum fremur hvað íslenzk glíma getur verið glæsileg íþrótt og að þar áður hafi Hallgrími Bene- diktssyni tekizt það. Guðmundur Ágústson glímdi „með stæl“ eins og stundum er sagt og margir telja að annar eins glæsibragur í glímu hafí ekki sézt síðan. Ein ástæðan var sú að Guðmundur var, eins og myndin ber með sér, framúrskar- andi gjörvilegur maður í útliti, hár, herðabreiður, dökkur á brún og brá. Þótt hann hefði krafta til að ganga um með kvíahellu Snorra prests í Húsafelli tvítugur að aldri voru fími og mýkt miklu frem- ur það sem einkenndi glímutök hans. Það sem vakti ekki sízt athygli þegar Guð- mundur glímdi var að hann bolaði aldrei, en gekk að hverri glímu með drengskap og „elegans". Að Guð- mundur gat glímt á svo afslappaðan máta stafaði ugglaust af því að hann kveið aldrei fyrir því að glíma; þekkti varla glímuskjálfta. Fyrstu þijú árin sem hann varð glímukóng- ur voru veitt sérstök verðlaun fyrir fegurðarglímu og þau vann hann í öll skiptin. En hversvegna að hætta aðeins 31 árs að aldri með þvílíkan feril að baki? Enda þótt Guðmundur þætti heljarmenni að kröftum var hann þegar um þrítugt farinn að finna veikleika í mjaðmaliðum, einkum í sambandi við átök og hon- um var beinlínis ráðlagt að hætta að glíma. Það gerði hann eftir eina glímu um Grettisbeltið 1948; gaf það eftir án þess að glíma um það frekar. Guðmundur Ágústsson er fæddur í Hróarsholti í Villingaholtshreppi 1917. Móðir hans, Kristín Bjarna- dóttir, var frá Túni í Flóa, en Ág- úst Bjarnason faðir hans var ættað- ur frá Holtakotum í Biskupstung- um. Á yngri árum sínum fékk Guð- mundur áhuga á fijálsum íþróttum og til þess að fá tilsögn í þeim fór hann í íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal 1940. Áherzlan þar var alltaf öllu meira á glíihu Glímukóngur fimm ár í röð Bolaði aldrei, en glímdi með drengskap en fijálsar íþróttir og þar lærði Guðmundur tökin og brögðin. Hins- vegar varð glímuþjálfunin lítil, því hann meiddist á fæti og gat ekki glímt, „en gekk þá þeim mun meira á höndunum", segir hann. Næstu árin var hann heima í Hróarsholti á sumrin, en í Reykjavík á vetrum og leitaði enn eftir þjálfun í fijálsum íþróttum, sem þá var mjög af skorn- um skammti. Það varð til þess að hann gaf þær frá sér, en fór að æfa glímu hjá Ármanni. Guðmund- ur var áreiðanlegá gott efni í tug- þrautarmann. Við frumstæðar að- -------- stæður hljóp hann 100 m á 11,8 sek., stökk 6,15 í langstökki, 13,16 í þrí- stökki og varpaði kúlunni 12,88 m sem er að vísu ekki mikið miðað við afreksmenn nútímans, en gæta verður þess að tæknin var afar frumstæð. En það var í glímunni sem Guð- mundur varð ótrúlega fljótt í fremstu röð; sigurganga hans hófst árið 1943 þegar hann vann allar höfuðglímurnar; Skjaldarglímu Skarphéðins, Skjaldarglímu Ár- manns og Íslandsglímuna. Hann kveðst aðeins hafa átt einn keppi- naut sem hann þurfti verulega að varast, Guðmund Guðmundsson, síðar bónda á Núpi undir Eyjaijöll- um, sem síðan vann Íslandsglímuna að Guðmundi Ágústssyni frágengn- um. Þeir Guðmundarnir voru á tímabili í sérflokki. Guðmundur Ágústsson lauk iðn- námi sem bifreiðasmiður og réðist til starfa hjá Kristni vagnasmið, sem á verkstæði sínu á Grettisgöt- unni rak afar nauðsynlega nýsmíði og þjónustu á hestvagnaöldinni. „Eg náði rétt í skottið á hest- vagnasmíðinni,“ segir Guðmundur. „En skömmu eftir að ég byijaði hjá Kristni, var farið að byggja yfír Willy’s-jeppana. Þá breyttist starf- semin á skömmum tíma og eftir það starfaði ég einvörðungu við yfirbyggingar á bílum. Það var i járnsmíði, trésmíði og glerskurður." Guðmundur kvæntist Jóh'önnu Sveinsdóttur sem ættuð var úr Skaftafellssýslum. Þau eignuðust þijá syni, en ekki hafa þeir verið orðaðir við glímu. Eftir að fyrirtækið sem kennt var við Kristinn vagnasmið lagðist nið- ur, starfaði Guðmundur síðustu ár starfsævinnar hjá Mjólkursamsöl- unni. Hann er nú 77 ára og heilsu- farið hefur leikið grátt þennan minnisstæða íþróttamann, sem nú á bágt með hreyfingar og verður að styðjast við hækjur. í tímaritinu „Af glímu“, nóv. 1991, er fjallað um Guðmund Ág- ústsson og þar segir m.a. svo: „Því fer fjarri að hann sitji auðum höndum. Stundum teflir hann skák og þá helst við tölvu. En mestur tími fer í glímu. Guðmundur hefur aldrei haft betri tíma til glímuæfinga en nú. En það er ekki glíma á palli eins og áður var. Hann er hagmæltur eins og margir landar eru, eða voru, og glímir nú við bragþrautir. Þar eru óþijótandi orðaleikir, brögð og varnir sem hlíta ströngum reglum. Guðmundur gjörþekkti allar glímureglur og fylgdi þeim fast eft- ir. Hann þekkir líka vel þær reglur sem gilda í þeirri glímu sem hann nú fæst við og bregður ekki út af því rétta. Það getur verið þreytandi að fást lengi við bragþrautir. Verði svo, skiptir hann um, tekur hljóm- borð eða eitthvað annað. Hann hef- ur alltaf nóg að fást við og skiptir aldrei skapi hvað sem á gengur." Til viðbótar þessu birtir tímaritið tvær ártíðavísur eftir Guðmund: Vorvísa Vaknar gró og verður jurt. Vappar kjói um flóa. Vellir spói vetur burt. Verpir lóa í móa. Vetrarvísa Vetur býður harða hríð herðir stríðið kalda. Kveður lýði kjör óblíð kreppu’ tíðutn Valda. • glíma sannkölluð þjóða ríþrótt og glæsimennið Guðmundur Agústs- son bar höfuð og herðar yfir aðra glímumenn. Gísli Sigurðsson reifar feril hans. í árdaga lýðveldisins var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.