Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vill einhver raun- verulega velmegun? ÞAÐ EIGA senni- lega allar manneskj- ur það sameiginlegt að vilja bæta sinn hag á einhvern hátt. Hvaða leiðir fólk vel- ýir að því marki eru síðan afar mismun- andi, allt eftir því hver vitund hvers og eins er. Sumir hugsa aðeins um sjálfan sig, aðrir um sína nán- ustu og loks nokkrir sem virðast fórna sér fyrir heildina. Allar eiga það þó sam- merkt að leitast við að hámarka þau gæði sem honum eru mikilvægust. Hagfræði eru fræði sem snúast um hámörkun öðru fremur. Há- mörkun á hagfræði fyrirtækja, þjóðarframleiðslu eða velmegun fólksins. Séu stjórnmál eða hag- kerfi heimsins almennt skoðuð frá sjónarhóli hámörkunarfræðinnar, er auðvelt að kjósa rétt. Við kjósum Blessunarlega eru allir íslenskir stjórnmála- flokkar nálægt þeirri bestu lausn, að mati > Olafs Kr. Valdimars- sonar, sem vitund þjóð- arinnar leyfir. einfaldlega þann flokk sem stendur fyrir þá þjóðfélagsuppbyggingu sem hámarkar gæðin. Til einföldunar skuium við tak- marka valið við tvö kerfi, hreint markaðshagkerfi, þar sem drif- krafturinn er einstaklingurinn sem hámarkar sinn hag og svo sam- vinnukerfi, þar sem hver og einn hugsar um hag heildarinnar. Við getum kallað þetta hægri og vinstri _ítil einföldunar. í hagkerfi þar sem byggju bara góðar sálir gæfi sam- vinnukerfið bestu hugsanlegu lausn. Sóun væri í algeru lág- marki. Þjónusta þín við heildina yrði ríkulega launuð með framlagi allra hinna. En einhvern veginn þá virðast tilraunir til að byggja upp svona kerfi alltaf hafa mistekist, því hún byggir á hugmyndum um göf- ugra eðli mannsins en er raunveruleikanum samkvæmt. Besta lausn virðist því vera útópíú-hugmynd, svo við prófum næstu lausn, markaðshagkefið og einstaklingshyggj- una. Reynum að nýta okkur eigingirni' hvers og eins til hagsbóta fyrir heildina. Þetta gefur í raun betri lausn að því leyti að heildarvelferð verður meiri. Gallinn er sá að ójöfnuður getur orðið svo mikill að okkur svíður í hjörtun. Væri okkur alveg sama um náungann þá gæfi þetta skástu mögulegu lausn, en raunveruleikinn er annar. Við leitum því þriðju lausnar í hæfilegu jafnvægi á hinum tveimur fyrri og útkoman er það kerfi sem við búum við í dag, blandað hag- kerfi. Þar er fundið jafnvægið milli sóunar vinstri kerfis og ójafnaðar hægri kerfis. Lesandi gerir sér von- andi grein fyrir því að hér er um stórkostlega einföldun að ræða til að draga sterkar fram tvær and- stæður. I mínum huga eru allar deilur um það hvort hægri eða vinstri stefna sé betri alger markleysa, heldur snýst málið um hvort matið á eðli manneskjunnar sé nær sann- leikanum. Væru mennirnir guðum líkir með ást á mannkyni og hag annarra að leiðarljósi gæfi vinstri stefnan bestu lausn, en væru menn- irnir skynlausar skepnur sem nægði að hugsa um eigin hag, þá gæfi hægri stefnan skástu lausn. Hvorug lausnin er í sjálfu sér réttari en hin. Það er óhætt að fullyrða að eðli meðal íslendings liggi einhvers staðar þarna mitt á milli. Sú blönd- un á vinstri og hægri kerfi sem gefur bestu lausn fyrir heildina ræðst því alfarið af því hvernig fólk- ið í landinu er innrætt. Sé farið of langt til vinstri miðað við samkennd þjóðarinnar býður það upp á mikla sóun þegar drepinn er niður gagn- legur drifkraftur eiginhagsmuna- hyggjunnar. Og sé farið of langt til hægri þurfum við að horfa upp á meiri ójöfnuð en við flest kysum. Þeir einstaklingar sem fara of langt til vinstri hafa þá sennilega nógu stórt hjarta til að bera hags- muni annarra fyrir bijósti, en ekki vit að sama skapi til að skílja þá sóun sem verður samfara jöfnunar- stefnu í þjóðfélagi sem er að hluta byggt fólki sem hugsar aðeins um eigin sneið af kökunni. Einstakling- ur sem treystir ekki á eigin mátt kynni jafnframt að aðhyllast ýkta vinstri stefnu til að öðlast án fyrir- hafnar eitthvað af vinnu hinna. Öfga hægri stefnu aðhyllast ýkta vinstri stefnu til að öðlast án nógu skynsamur til að gera sér grein fyrir hversu skapandi afl eiginhags- munahyggjan getur verið og vill því virkja hana á jákvæðan hátt, en kannski vantar hann hjartarými fyrir þá sem minna mega sín. Flest- ir hafa þó hæfilega blöndu af skyn- semi og hjartahlýju til að vilja nýta kosti og sneiða hjá göllum beggja kerfa. Boðskapurinn með þessari grein er sá, að viljir þú, lesandi góður, kjósa velmegun í þessu landi, skulir þú ekki eyða öllum tíma í að velta vöngum yfir hvort sé betra vinstri eða hægri. Stjórnmál og hagkerfi hvers lands gera betur en að endur- spegla það ríkidæmi sem býr innra með hveijum einstakling þjóðarinn- ar. Notaðu frekar tíma þinn til að skoða hvað þú velur sjálfur á hveiju andartaki lífs þíns. Mín reynsla er sú að meðan ég hugsa eingöngu um eigin hag, tekst mér sjaldnast að nálgast það sem veitir mér sanna hamingju, en um leið og ég huga að hag þeirra sem í kringum mig eru, eykst velmegun mín og allra annarra. Heimurinn virðist ávallt endurspegla það sem geymt er hið innra. Fyrir landið kýs ég þá stjórn sem kemst næst meðvitund þjóðarinnar hveiju sinni, en fyrir sjálfan mig kýs ég hamingju hvar sem ég fer. Slíka velmegun er einungis hægt að nálgast með því að gefa öðrum af þvi sem við eigum, hversu lítið og í hvaða formi sem það er. Von mín liggur hjá fólkinu í landinu en ekki hjá stjórnvöldum. Verið góð við hvert annað, því þið eruð ríkari en þið haldið. Auður hverrar þjóðar býr innra með fólkinu, og ef fólkið kemur ekki auga á hann breytir litlu hver fer með völd. Höfundur er hngfræðingur. Ölafur Kr. Valdimarsson Komdu með í kvennahlaup! HEFUR skotið upp í kollinum á þér að lok- inni ánægjulegri göngu á góðum degi að bæta þyrfti þolið? Hefurðu stundum sett þér það markmið að hrista af þér slenið og hreyfa þig reglulega; ætlað að byija í næstu viku sem enn er ókom- in? Byijað með góðum ásetningi en hætt að örstuttum tíma liðn- um? Jafnvel aldrei komist lengra en með hugarþjálfun eina saman? Nú er lag. Drífðu þig út, strax í dag og næstu daga! Hann nálgast nefnilega óðfluga dagurinn sem við Garðbæ- ingar státum okk- ur gjarnan af, hjá okkur hófst hann. Dagurinn þegar kátar konur á öllum viðkvæmum aldri, í hinum margvíslegustu stétt- Já, drífðu þig út sértu ekki nú þegar skokk- andi út um allan bæ, segir Hallfríður Ingi- mundardóttir, og taktu frá ákveðinn tíma dag hvern (eða annan hvem) og láttu ekkert hindra þig. um og víðs vegar að hópast saman í bænum: Ömmur, mömmur, dætur, tengdadætur, frænkur. Sumar fylgja klúbbum sínum, hvort sem þeir eru kenndir við hannyrðir eða heimspeki, matseld eða fagurbók- menntir. Að ótöldum skokkklúbbum sem sífellt ljölgar. Markmið okkar allra er hið sama - að komast á leiðarenda, í mark. Sumar skokka lengra en aðrar, einhveijar ganga hratt, aðrar hægt. Sumar keppast við að krækja sér í betri tíma en síðast, öðrum nægir þátttakan. Börn við hönd og kerrur á harða- hlaupum eru algeng sjón. Margir bændur spígspora stoltir og bíða með kossa í aug- um og rósir á vörum, sumir jafnvel með fangið fullt af rauðum rósum, eftir elskunni sinni sveittri og móðri síðasta spölinn. Gáski og glaðværð, sam- kennd og hlýja ein- kenna þetta sameigin- lega hlaup okkar kvenna, allt of stutta samverustund sem er að jafnaði framlengd í suðupottum sundlaug- anna eða á kaffi- húsum og í eldhús- krókum. Já, drífðu þig út sértu ekki nú þegar skokkandi út um allan bæ. Taktu frá ákveð-; mni I Q inn tíma dag n u u nhvern (eða annan hvern) og láttu ekkert hindra þig, ekíri einu sinni tímaskort eða „æ, ég nenni ekki núna“ tóninn. Skelltu skollaeyrum við og taktu þær með. Bjóddu upp á í næsta (sauma)klúbbi göngu í einhverri náttúruperlunni sem við eigum. Ganga og skokk er gott og þarft forvarnarstarf. Þú byggir smám saman upp þrek og þol sem skilar sér í margfalt bættri heilsu á líkama og engu síður á sálartetr- inu. Streita hverfur eins og dögg fyrir sólu. Sjálfsálitið hækkar í réttu hlutfalli við þolið, aukakílóum fækkar, séu þau til staðar, og allt verður auðveldara sem þú tekur þér fyrir hendur í hinu daglega amstri. Jafnvel kyngetan eykst! Bóndi þinn og/eða elskhugi reimar fljótt á sig hlaupaskóna verði reglubundin ganga eða skokk ómissandi þáttur í lífsvenjum þínum. Láttu þig ekki vanta í kvenna- hlaupið, í Garðabæ eða annars stað- ar á landinu. Jónsmessuhlaupið er svo nokkrum dögum síðar! Og þar á eftir ...! Húrra! Þú ert komin af stað! Konur í Garðabæ bjóða allar kon- ur, ungar sem aldnar, hjartanlega velkomnar í fimmta kvennahlaupið í Garðabæ á merkisdegi okkar, 19. júní. Höfundur er áhugaskokkari. Spamaður við sjúkrahótel Á HVÍTA- SUNNUDAG var viðtal í Morgunblað- 'Vinu við ungt og fram- sýnt fólk, sem vill stuðla að byggingu sjúkrahótels í tengsl- um við Borgarspítal- ann. Þau hafa kynnt sér hliðstætt fyrir- komulag erlendis, þar sem umtalsverð- ar fjárhæðir hafa verið sparaðar á þennan hátt. Sjúkl- ingarnir eru útskrif- aðir af sjúkrahúsinu •;,-yfir á stofnun þar sem um þá er annast í ódýrari húsakynnum af meira og minna öfaglærðu fólki, en fagfólkið og dýru tækin eru í seilingarfjar- lægð ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta sér hver maður að er mjög skynsamlegt. Við getum líkt þessu við til dæmis húsgagnaverksmiðju "'með viðbyggingu þar sem ófag- lærðir sjá um endanlegan frágang húsgagnanna, en fagmennirnir geta fullnýtt starfs- krafta sína og vélakost við sjálfa framleiðsluna í verskmiðjunni. í viðtalinu kemur fram að þessu fólki hef- ur verið vel tekið af heil- brigðisyfirvöldum. Þau hafa fengið hvatningu frá heilbrigðisráðherra og landlækni. Settur hefur verið á stofn vinnuhópur innan heil- brigðis- og fjármála- ráðuneyta til þess að finna flöt á máiinu. Það er ánægjuíegt að allir eru svona jákvæðir. í fyrirsögn viðtalsins segir, að þetta nýja sjúkrahótel muni geta sparað stórupphæðir í rekstri spítalans. Það gera sér væntanlega allir ljóst að rekstrar- kostnaður Borgarspítalans mun hækka en ekki lækka við þessa aðgerð. Aðgerðum mun fjölga og sjúklingarnir munu einungis liggja á spítalanum á meðan þeir þarfn- ast mestrar umönnunar. Sparnað- Væntanlega gera sér allir ljóst, segir Gunnar Már Hauksson, að . rekstrarkostnaður Borgarspítalans mun hækka með nýju sjúkra- hóteli þar. urinn og hagnaðurinn liggur auð- vitað í meiri framleiðni. Eigandi húsgagnaverksmiðjunnar væri ekki í vafa um, að rekstrarkostnaður ykist í sinni verksmiðju, en dýrar vélar og fagmenn nýttust betur, fleiri stólar framleiddir og hagnað- ur hans margfaldaðist. Nákvæm- lega það sama mun eiga sér stað á Borgarspítalanum. En þessi hugtök hafa hingað til verið framandi þeim sem með heil- brigðismál þjóðarinnar hafa farið á undanförnum árum. Hagnaður , og halli sjúkrahúsa er metinn eftir því hvort rekstrarkosnaður hefur verið „innan ramma fjárlaga“ eða ekki. Ekkert er hugað að hagnaðinum við að framleiða fleiri heilbrigða einstaklinga út í þjóðfélagið. Sparnaður í þeirra augum er lækk- un kostnaðar hvaða verði sem hann er keyptur innan stofnananna. Umsvif hvers sjúkrahúss eru ákveðin með meira og minna tilvilj- anakenndum ákvörðunum á fjár- lögum ríkisins. Ef sömu vinnu- brögðum verður haldið áfram, gæti atburðarásin orðin þannig, að sjúkrahótelið yrði byggt, en síðan yrði dregið úr fjárveitingum til Borgarspítalans þannig að þar þyrfti að loka deildum til þess að „spara“. Núverandi heilbrigðisráðherra sýndi þó merki um annan hugsun- arhátt þegar hann tilkynnti átak til þess að fjölga bæklunaraðgerð- um. Hann vitnaði í rannsóknir frá Svíþjóð,sem sýndu að þjóðfélagið sparaði verulegar fjárhæðir á því að leggja aukið fjármagn til bækl- únaraðgerða. Þeir sem hbrft háfa Gunnar Már Hauksson upp á það kraftaverk sem á sér stað við mjaðmaliðaaðgerðir, þegar óvinnufæru fólki er breytt í spræka. einstaklinga á nokkrum dögum, efast ekki um að þetta er rétt. En þá hvarflar að manni hvílík sóun það var þegar bæklunardeild Land- spítalans var lokað í þrjá mánuði til þess að „spara" (svo eitt dæmi sé nefnt). Mér er fullljóst, að fjármunir þeir sem þjóðfélagið er tilbúið til þess að leggja til heilbrigðismála eru takmarkaðir, en því brýnna er að nýta þá sem best. Til þess að svo megi verða hlýtur að þurfa að meta afrakstur þess fjármagns, sem lagt er í verkefnið. Ráðuneytið verður að leggja miklu meiri vinnu í að meta hvernig hver stofnun nýtist best og fjárlagaákvarðanir séu síðan teknar á faglegri grunni en hingað til. Ég vona að stofnun vinnuhóps til þess að gera úttekt á sjúkrahót- eli við Borgarspítalann sé skref í þá átt og að áhersla verði lögð á að nýta fjárveitingar til heilbrigðis- mála á sem hagkvæmastan hátt til þess að „framleiða" sem flesta heil- brigða einstaklinga. Höfundur er áhugamaður um heilbrigðismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.