Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNRLAÐIÐ LISTIR Lýðveldisdansar með glæsibrag „KOTTELKARNICKEL" 1969 og 72/87 - Hálmur, skítur og lím. Að lesa í hús LISTPANS Borgarlcikhúsið ÍSLENSKI DANSFLOKK- URINN OG GESTIR FRÁ SAN FRANCISCO Danshöfundar: Hlíf Svavarsdóttir, María Gísladóttir, Marius Petipa, Helgi Tómasson. Tónlist: Snorri Sigfús Birgisson, Jón Leifs, Lars Erik Larson. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir, Karl Aspe- lund, Jens-Jacob Worsaae. Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Dansarar: Elizabeth Loscavio, Anthony Randazzo, Birgitte Heide, Hiidur Ottarsdóttir, Katrín Ingva- dóttir, Lára Stefánsdóttir, Lilia Valieva, Sigrún Guðmundsdóttir, Þóra Gujohnsen, Andrew Mitchell, David Greenall, Eldar Vailev, Guðmundur Helgason, Jóhann Björgvinsson. Borgarleikhúsið lO.-ll.júní 1994 ÞEGAR María Gísladóttir tók við íslenska dansflokknum fyrir tæpum tveimur árum, kallaði hún fyrstu sýninguna Uppreisn. Með nokkrum sanni má segja, að flokkurinn hafí nú lokið því ferli sem þar hófst. Lýðveldisdansar eru góð, heilsteypt sýning og ber vitni um metnað og fagleg vinnubrögð allra sem að henni koma. Framlag Islenska dansflokks- ins og gestanna frá San Fransisco Ballett var listrænn sigur. Sumarmyndir eftir Maríu Gísla- dóttur var ljóðrænn, rómantískur og vel saminn ballett, þar sem María fléttar saman litla sögu á smekkleg- an hátt. Þetta er langbesta verkið, sem ég hef séð eftir Maríu Gísladótt- ur. Búningar og sviðsmynd voru í rómantískum stíi og staðsetningar á sviðinu góðar. Það og ekki síst mjög góður dans og sérstaklega gott sam- spil dansins og tónlistarinnar gerði þetta geðþekka verk eftirminnilegt. Það er mjög vel túlkað, einkum hjá Sigrúnu Guðmundsdóttur. Einnig er greinilegt, að Jóhann Björgvinsson er mjög vaxandi dansari. Fram, aftur, til hiiðar, - og heim heitir nýtt verk eftir Hlíf Svavars- dóttur, sem einnig var frumflutt á Listahátíð, Það er eitt af kostum list- dansins, að hann hefur svo mikið rými fyrir áhorfandann til að túlka og lesa útúr verkinu. Það kæmi mér ekkert á óvart, að Hlíf sé hér að færa íslendingum sín skilaboð í til- efni af lýðveldisafmælinu. Þessu sterka verki lýkur á áhrifamikinn hátt á stefi Jóns Leifs „ísland far- sældar Frón“ (eða öllu heldur „Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?“). Hlíf ber mikið skyn á „leikhúsið" í ballettinum og notar sviðið mikið til yfirferðar og lítið um stökk og lyftur. Upphafið er nokkuð rólegt tríó og nánast sem forleikur að því, sem síðar kemur. Hópurinn er allur sterkur og dansinn kröftugur, þó meiri samræmingar í útfærslu hefði mátt gæta, einkum hjá karldönsurum. Verkið er heil- steypt og margþrungið og greini- legt, að Hlíf kann vel til verka. Lýs- ingin er frábær og einnig búningar og sviðsmynd Guðrúnar Svövu Sva- varsdóttur. Tíminn og vatnið, ballett eftir Nönnu Ólafsdóttur var fluttur við upplestur Hjalta Rögnvaldssonar. í um fjörutíu mínútur er dansað, ýmist í þögn, við náttúruhljóð eða upplest- ur. Nanna leggur mikið undir í þessu verki. En ljóðrænt innsæi Nönnu bregst ekki og þegar upp er staðið, er hér á ferðinni hreint makalaus áskorun, bæði til dansaranna og áhorfenda. Tíminn og vatnið er fal- legt verk, hvergi yfirdrifið eða úr jafnvægi. Andblæ textans má glöggt finna í dansinum og með það vega- nesti var lagt upp. Ef eitthvað má finna að því, er það helst lengdin. Nanna teflir fram ungum dansara í lykilhlutverki, Hildi Óttarsdóttur, sem af fágun og hógværð kemur hlutverki sínu vel til skila. Mest hvíl- ir þó á herðum David Greenall í hlut- verki skáldsins. David gerði hlut- verkinu stórgóð skil. Hann er góður dansari með sterkan stíl, en jafn- framt ljóðrænan næmleika. Hjalti Rögnvaldsson flutti ljóðið af sviðinu. Flutning- ur hans var góður, en bún- ingur(?) hans stakk um of í stúf við útlit verksins. I heild má segja, að kjarkm- ikið metnaðarfullt verk Nönnu Ólafsdóttur hafi skilað sér með ágætum. Gestir frá San Francisco Ballet, Elizabeth Loscavio og Anthony Randazzo dönsuðu fyrst tvídans úr Þyrnirósu. Þar sat fágun, tækni og öryggi í fyrir- rúmi. Seinni tvídans þeirra var úr Rómeó og Júiíu. Þar náði listræn tjáning þeirra hámarki í hrífandi dansi. Ég hef ekki séð kóreógrafíu Helga Tómassonar á verkinu í heild sinni, en þetta litla sýnishorn var svo heill- andi, að maður vildi sjá meira. Sem dansari sigraði Helgi Tómasson heiminn og virðist vera á góðri Ieið með að gera það einnig sem klassísk- ur danshöfundur. Góðum gestum er þakkað þeirra framlag til Listahátíð- ar í Reykjavík. Að lokum þetta: Það var alltof mikið lagt í þessi þijú nýju íslensku verk og þau voru alltof góð til þess að vera aðeins sýnd þrisvar. Það er von mín, að þau líti aftur dagsins ljós seinna. íslenski dansflokkurinn hefur jafnan tekið þátt í Listahátíð en aldrei áður með slíkum ágætum og glæsibrag sem nú og fyrir það bera að þakka. Ólafur Ólafsson Norræna húsið * Astralskur píanóleikari ÁSTRALSKI píanóleikarinn Neh- ama Patkin heldur tónleika í Nor- ræna húsinu mánudagskvöldið 20. júní kl. 20. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Mendelssohn, Chop- in, Mozart og ástralska og ísraelska höfunda. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við námskeið fyrir píanó- nemendur. Nehama kemur til landsins á vegum íslenska Suzuki-sambands- ins og kennir á námskeiðum á þess vegum fyrir Suzuki-nemendur. Hún verður einnig með námskeið fyrir tónlistarkennara dagana 24. og 25. júní í Gerðubergi og Brautarholti 4. Nehama hefur víða komið við á ferli sínum. Hún lauk MM-prófi í píanóleik við Háskólann í Mel-, bourne og hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Ástr- alíu, Evrópu og Ameríku. -----♦ ...... Eva sýnir í Gallerí Greip í GALLERÍ GREIP opnar Eva G. Sigurðardóttir sýningu á morgun, laugardag, 18. júní. Eva útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands, málaradeild, 1989 og úr Ecole Nationale des Be- aux - Arts'de Lyon 91. Sýning Evu í Gallerí Greip stendur yfír.til 6. júlí og er opin alla daga fráikl. 14*18 vendokað á'.mánudögúnii MYNPLIST Nýlistasafnið DIETER ROTH Opið daglega frá kl. 14-18 til 10. júlí. Aðgangur ókeypis. FRAMLAG Nýlistasafnsins til Listahátíðar, er eign þess á verkum velunnara síns, hins nafnkennda svissnesk/þýska myndlistarmanns Dieters Roth í öllu húsinu. Auk þess hafa ýmsir aðilar lánað verk á sýninguna. Dieter Roth er fæddur í Hanno- ver 1930, en fluttist ungur að árum til Zúrich í Sviss. Nam í hönnunar- og grafíkskóla auk þess sem hann kynntist mörgum mikilsverðum myndlistarmönnum sem höfðu dijúg áhrif á hann. Roth telst meðal þeirra sem hvað mest lyftu undir nýsköpun íslenskr- ar listar á seinni hluta sjötta og allan sjöunda áratuginn, og hefði t.d. SÚM hópurinn trauðla komist í eigin húsakynni án hans tilstuðl- unnar, auk þess sem gengi hans hefði trúlega orðið sýnu minna. Þá ber þess sérstaklega að geta, að meginhluta verkanna á sýningunni hefur hann gefið Nýlistasafninu í tímans rás. Dieter Roth er án nokkurs vafa nafnkenndasti- erlendi myndlistar- maðurinn sem hér hefur lifað og starfað að nokkru ráði, en hann var kvæntur listakonunni Sigríði Björnsdóttur sem hann kynntist í Kaupmannahöfn 1957 og eignaðist með henni þijú börn. Öll hafa þau meira og minna verið í listrænu samstarfi við föður sinn, bæði sem kornung hér heima og svo er þau uxu úr grasi, leiðir foreldrana skild- ust, og hann fluttist af landi brott. Hann hefur gert sér ótal ferðir til íslands og byggði sér sumarhús á Snæfellsnesi í samvinnu við Ragnar Kjartansson myndhöggvara og dvaldi þar reglulega um árabil. Það er ekki ofsögum sagt af frægð Dieters Roth, en hann mun einn af 20 dýrseldustu myndverka- smiðum í þýskumælandi löndum, og verk hans prýða flest helstu nútímalistasöfn heimsins. Rakst ég t.d. á eitt verk á dögunum er uppi hékk á MoMa í New York, og var það með hrifmestu verkunum í umhverfi sínu á því mikla safni, og þá ekki einungis fyrir frumleika, heldur einnig myndvísan ferskleika. Það er öðru fremur fyrir tilrauna- starfsemi og frumleika sem Dieter Roth hefur markað sér nafn á vett- vangi heimslistarinnar og hann er orðinn æði langur listinn yfir tiltekt- ir hans og uppátæki á hinum að- skiljanlegustu sviðum er listum tengjast, og þá ekki einungis mynd- list. Hann hefur þannig látið að sér kveða á vettvangi bundins sem óbundins máls, gjörninga, kvik- mynda, þrykklistar og skúlptúrs. Samið tónsmíðar, dansað, kennt og verið útgefandi bóka, tímarita, myndbanda og hljómplatna. Á öll- um þessum sviðum má segja, að hann hafi farið sínar eigin leiðir og á stundum eru þessar leiðir býsna frumlegar og sértækar. Hvað sýninguna í Nýlistasafninu snertir, er hún útekt á því sem hér er til eftir listamanninn og sem flest hefur verið sýnt áður. Auk þess sýnishorn á einu af hinum mörgu umfangsmiklu framkvæmdum, sem hann hefur staðið að á síðari árum í tengslum við nýtæknimiðla. Er hér um að ræða að hann lét í tví- gang taka litskyggnur af öllum húsum í Reykjavík, alls um 27.000 eintök og er um að ræða tvö sjálf- stæð verk. Eldri gerðin er varðveitt á listasafni í Hamborg, en hin nýrri er gjöf hans til Nýlistasafnsins og er verið að koma henni til varð- veislu á ljósmyndasafni borgarinn- ar. Auk þess gaf hann safninu í tilefni sýningarinnar 84 grafík- myndir og hátt í 100 útgáfur, bók- verk, tímarit óg hljómplötur. Hins vegar mun hann engin afskipti vilj- að hafa af sýningunni sjálfri, sem vakið hefur upp nokkrar vangavelt- ur manna á meðal, en ekki hef ég minnstu hugmynd um ástæðuna. Hvað sem öðru líður, hefði hið mikla verk hans af húsum í Reykja- vík eitt sér nægt_ til að réttlæta framkvæmdina. Á þessum lit- skyggnum kemur margt í ljós, sem auðveldlega vill fara framhjá manni í beinu sjónmáli við húsin, því lit- skyggnunar ljá þeim sérstakt and- rúm. Sjónarhornið er iðulega annað og hið sérstaka form húsanna, lög- un þeirra og svipmót, kemst mun betur til skila í hinni afmörkuðu mynd en í sjálfu borgafskipulaginu. Þetta er ein aðferðin við að lesa í hús eins og það heitir, og vissulega meira en fullgild. Nýjar kynslóðir munu svo hafa mikið gagn af að rýna einnig í eldri myndverkin og jafnan er fróðlegt fyrir okkur sem fylgdumst með til- urð þeirra, að bera þau augum og hugleiða ástandið í myndlistarmál- um á árum áður. Ekki tókst að gera hann að meðlimi í samtökum listamanna, jafnvel ekki gestameð- limi og er það skondin saga en Iýs- ir landanum vel. Sýningin er annars í aðalatriðum íjórskipt: strangflataverk og mynd- ljóð, hreyfi- og sjónhverfilíst, lit- skyggnuverk af húsum í Reykjavík, og endurvinnsla hluta sem leiðir til innri hreyfingar á efninu. Þá skal þess getið, að sýningunni er fylgt úr hlaði með bók um lista- manninn, sem einungis er prentuð í 700 eintökum. í henni eru ýmsar mikilsverðar upplýsingar um hann og myndir af verkum á sýning- unni. Aðfaraorð ritar Níels Haf- stein, en auk þess er langt, opin- skátt og skilvirkt viðtal við lista- manninn, sem Aðalsteinn Ingólfs- son tók af honum 1986, og er í senn fróðlegt sem skemmtilegt af- lestrar. Er um piýðilega hönnun og frágang að ræða en einstaka svart- hvít mynd er full dauf í prentun. Nýlistasafninu hefur tekist að bregða upp sannverðugri mynd af listamanninum Dieter Roth og þetta er með athyglisverðustu framlögum til myndlistar á listahátíð að þessu sinni. " mil.Wifodö 'ln i)!(Bn&gi Ásgcirs:son Háskóli íslands W | || W$t | ■ ■*É ug idiciidnd ijruvciuiu Dagskrá haldin í Periunni í tiiefni 50 ára afmælis lýðveldisins Sunnudagur, 19. júní 14:00 Sveinbjörn Björnsson, hÚHkólarcktor: H| 1 Setning. 1 14:15 Félagar úr Hó&kólakórnum syngja. Stjórnandi Hákon Leifsson. 7 \ \ 14:25 Guðrún Nordal, íslenskufraíðingur: ■' Inlenska ættjarðarljóðið. Fjaliað verður um einkenni ættjarðarljóða, sögulegt hlutverk þeirra og tengsl við sjólfstæðisbarúttu Islcndinga. 14:40 Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor: Húskóli Islands og mótiui nútímasamfélags á Islandi. þáttur Ilóskóla Islands og æðri menntunar í mótun sjólfsvitundar °g þjóðarvitundar íslensks samfclags. Jafnframt cr komið inná togstrcituna milli þess að vera háður og óhóður bæði fyrir einstakling og þjóðfélug. 14:55 Iláskólukórinn. 15:10 Hlé. 15:30 Páll Skúlason, prófessor: Forsendur menningar. I erindinu verður gerð tilraun til að greina menningarhugtakið og skýra nauðsynleg skilyrði þess að menning fói dafnað. Þá verður fjallað um áhrif tækniþróunar og framtíðarhorfur menningar. 15:45 Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur: Konur og ífdenska lýðveldið: þátttakendur eða áliorfcndur? Fjallað er um hlut kvenna í íslenskum stjórnmálum á þessari öld. 16:00 Háskólokórinn. .iui'rc .*iöáui>!ii>I *iii>lE)ftiá 8 luöfinloie oc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.