Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ í fommannabún- ingi og upphlut til Þingvalla Fjölskyldu Jóhannesar úr Kötlum eru hátíðirnar á Þingvöllum 1930 og 1944 í fersku minni. Þetta var mikið ævintýri, segja Svanur Jóhannesson og Hróðný Einarsdóttir. Hátíðarljóð Jóhannesar úr Kötlum, Land míns föð- ur, landið mitt, var á Lýðveldishátíðinni á Þingvöllum bæði flutt af skáldinu sjálfu og einnig sungið af kór við lag eftir Þórarinn Guðmundsson. Jóhannes fékk líka verðlaun fyrir hátíðarljóð á Alþingishátíðinni árið 1930. Við bæði þessi hátíðlegu tækifæri var kona hans Hróðný Einarsdóttir með honum á Þing- völlum. Árið 1930 voru þau nýgift en árið 1944 voru í för með þeim börn þeirra tvö, Svanur, sem þá var nýfermdur, og Inga Dóra fjög- urra ára. Jóhannes er látinn fyrir 22 árum en kona hans og sonur ri-fjuðu upp fyrir blaðamann Morg- unblaðsins eitt og annað sem laut að þessum eftirminnilegu hátíðum. „Þjóðhátíðarnefnd bauð okkur á Þingvelli árið 1930 og það var brúðkaupsferðin okkar, við fórum þangað í litklæðum, Jóhannes í fornmannabúningi sem ég og Guð- nín systir hans saumuðum, en ég var á upphlut með rauðan möttul sem Jóhannes lagði yfir axlirnar á mér eftir að Magnús Helgason skólastjóri Kennaraskólans hafði gefið okkur saman í stofunni hjá sér með sérstöku leyfi séra Bjarna Jónssonar," segir Hróðný. „Þetta var mikið ævintýri. Við gist- um á sjálfu túninu árið 1930, Magnús Kjaran var annars vegar við okkur og Sigurður Nordal hinu megin og svo margt af útlendum boðsgestum. Við fengum tjald með rúmum í og skiptum um föt þar og fórum í íslenska búninginn. Það voru margir fleiri en við í slíkum klæðum en þó ekki nærri eins margir og ætlað hafði verið, það Morgunblaðið/Kristinn HRÓÐNÝ Einarsdóttir og sonur hennar Svan- ur Jóhannesson. mennafélagið okkar hét meira að segja Ólafur Pá. Jóhannes fékk Þorkel, bróður Stefáns frá Hvíta- dal, til þess að smíða silfrið á kyrt- ilinn og skikkjuna, það var dýrt og Jóhannes skrifaði um tíma smá- sögu á dag og seldi m.a. Fálkanum til þess að borga kostnaðinn af þessari búningsgerð en við Guðrún systir hans saum- uðum allan bún- guggnuðu margir VaknaðÍ VÍð að það in£inn’ sem és a „a J. fékk tilsniðinn að á að koma sér upp fornmannabún- Var allt komÍð á flot. sunnan. Kragann ingum. Um kvöld- þurfti ég að sauma í tvisvar því hann ið var okkur boðið í fína veislu en Jóhannesi langaði fremur fara inn á Leirur til þess að hitta kunningjana og þar skemmtum við okkur alla nóttina," heldur _ Hróðný áfram frásögn- sinni.„Ég saumaði í fornmannabú- inginn með þremur nálum, eins- konar drekabekk, með flatsaumi. Það var mikil vinna. Félagar í ungmennahreyfingunni ákváðu að vera allir í fornmannabúningum og Jóhannes var hrifinn af þeirri hugmynd, fornsögurnar voru svo nálægar okkur í Dölunum, ung- féll ekki nógu vel í hálsinn þegar til kom. Ég byijaði klukkan átta um morgnninn að sauma í og gat ekki lokið við nema einn dreka allan daginn, þetta var svo mikil vinna, ég varð að fá manneskju til þess að líta eftir Svani svo ég gæti haldið mig algerlega að saumaskapnum. Skikkjan var úr dökkrauðu vaðmáli en kyrtillinn úr kóngabláu ullarefni. Húfan var úr rauðu flaueli, það bar sig best af þeim efnum sem völ var á. Jóhannes fékk tvígreitt fyrir hátíðarljóðið sitt, sem fékk önnur verðlaun, það heyrðist eftir mönn- um sem til þekktu að það hafi verið vegna þess að sumir vildu hafa ljóð Jóhannesar í fyrsta sæti. En Páli ísólfsson sagði að það hentaði ekki til þess að semja við það kantötu, hann kvað ljóð Davíðs Stefánssonar henta betur til þess. Ljóð- in sendu höfundar inn undir dulnefni en menn héldu að Stefán frá Hvítadal væri höfundurinn að hátíðarljóði Jó- hannesar af því að póststimpillinn var úr Dölum.“ Þegar Jóhannes sendi seinna hátíð- arljóð sitt var póststimpillinn frá Hveragerði. Þang- að voru þau Hróðný og hann flutt með börn sín, eftir að hafa leigt kreppuárin ásamt fleiri ijölskyldum á Njálsgötu 44 og seinna á Lauga- vegi46. „Þetta voru erfiðir tímar, stundum var svo þröngt í búi bæði hjá okkur og öðrum að maður vissi varla hvort maður ætti fisk í pottinn fyrir kvöldmatinn þegar maður vakn- aði á morgnana. En ég gerði mér aldrei miklar áhyggjur, mér fannst Jóhannes svo sterkur, hann var eldri en ég og hafði verið kennar- inn minn og hann brást aldrei trausti mínu,“ segir Hróðný. Þau hjónin fengu leigðan sumarbústað í Hveragerði. „Við ákváðum að reyna að koma yfir okkur húsi og hætta að leigja. Við byggðum tvö hús í Hveragerði en vorum enn í því fyrra þegar Lýðveldishátíðin var á Þingvöllum. Ég man að Jóhannes var að fara með kvæði sitt, Land míns föður, fyrir ýmsa vini sína og ugg- laust hefur hann farið með það fyrir mig þótt ég muni það ekki sérstaklega, hann var vanur að lesa kvæðin sín fyrir mig. Hann flutti kvæðin sín gjarnan af munni fram ekki síst við hátíðleg tæki- færi en hann hafði þó alltaf kvæð- in með sér á blaði, hann var þann- ig.“ „Þetta var vorið sem ég fermd- ist og tók fullnaðarpróf, það var ansi mikið að gera hjá mér i sam- bandi við það,“ segir Svanur, hann ér elstur af þremur börnum Jó- hannesar og Hróðnýjar. „Ég man að þegar ég kom heim neðan úr barnaskóla til þess að segja þau tíðindi að ég hefði orðið efstur í skólanum þá sagði mamma mér að það hafi verið að koma boð um að pabbi hefði fengið verðlaun fyr- ir lýðveldishátíðarljóð sitt. Þetta var góður dagur fyrir okkur feðga. Pabbi sat gjarnan við skriftir inni í herbergi sínu milli þess sem hann fór út í náttúruna og fékk sér göngutúra. Þettá vor, 1944, var nýbúið að ganga frá lóðinni við nýja húsið okkar og það var verið að sá í lóðina, það var svo mikið rok þegar það var gert að fræin fuku nær öll í burtu. Svo var hald- HRÓÐNÝ og Jóhannes úr Kötlum nýgift í búningunum sem þau voru i á Þingvöllum á alþingishátíðinni 1930. in fermingarveisla fyrir mig og boðið ættingjum og vinum að sunn- an. Þetta tilstand varð til þess að minna var um lýðveldishátíðina hugsað heima hjá okkur en víða annars staðar. Ég fékk peninga í fermingargjöf og keypti mér fyrir þá tjald og svefnpoka. Ég fór með ungu fólki úr Hveragerði með rútu þann 16. júní t.il Þingvalla. Þar tjölduðum við í plássi sem Ár- nesingum hafði verið úthlutað. Seinni part nætur vaknaði ég við að allt var komið á flot. Það rigndi svo mikið um nóttina að það brast eitthvað og vatnið fór í gegnum gjárvegginn. Við þurftum um morguninn að flytja tjaldið. Mamma og pabbi komu svo þann 17. með Ingu Dóru með sér og eina skjólshúsið sem þau höfðu í ripiingunni var í tjaldinu hjá mér. Eitthvað slotið rigningunni um það leyti sem pabbi átti að flytja kvæð- ið. Þá man ég eftir að hann bað mig að koma með sér en mamma var eftir að passa Ingu Dóru. Við gengum svo feðgarnir upp að svæðinu þar sem pallurinn var. Pabbi skildi við mig dálítið fyrir neðan pallinn og ég beið þar með- an hann flutti kvæðið. Þá var stytt upp í bili. Svo kom pabbi til mín þegar hann hafði lokið við flutning kvæðisins og við gengum eitthvað niður eftir. Það kom strax menn og fóru að tala við hann. Það end- aði með því að ég nennti ekki að bíða eftir honum og við skildum. Síðan sá ég hann ekki meir fyrr en um morguninn. Mannfjöldinn var svo mikill að við„týu(jum ly/ett öðru. Mamma fór fyrst’heim með Ingu Dóru, seint um kvöldið kom ég heim og pabbi kom ekki fyrr en seint um nóttina.“ „Um morguninn bankaði maður upp á með brennivínsflösku og vildi finna Jóhannes," segir Hróðný. „Ég vissi að hann þurfti að sofa og lokaði því húsinu og settist með manni þessum út á tröppur. Þar sátum við í glaða sólskini með flösk- una á milli okkar og ég lét sem ég sæi ekki þó ná- grannarnir gæfu okkur auga, ég hugsaði bara um að Jóhannes fengi að sofa. Seinni hluta dagsins fórum við Jóhannes með rútunni til Reykjavíkur, þar var okkur boðið í veislu á Hótel Borg. Þar man ég að ég sá bæði skáldin Tómas og Davíð. Þetta var mjög skemmtileg veisla og við skemmtum okkur bæði vel. Jóhannesi þótt vænt um bæði þessi hátíðaljóð sín en vænst þótti honum þó um kvæðið sitt ísland. ísland er hjarta mitt, rautt eins og blessað blóð, það brennur eitt kveld í geislum og verður þá ljóð. Ekkert land á eins fíngerð og fögur hljóð, - fíðla míns lands er röddin þín, móðir góð. Island er sjálfur ég, þegar ég brosi bezt með blikandi vín á glasi og fallegan hest, og hún og ég erum bæði í söðulinn sezt og sumarblómin og fuglarnir fylla sinn gest. Island er líf mitt: sál mín í sólskinsmynd, sóley og fífill, engi, hvammur og lind. Úr blámanum stekkur ljóssins háfætta hind 9g hoppar niður þess gullna öræfatind. Island er þetta, sem enginn heyrir né sér, en aðeins lifir og hrærist í bijóstinu á mér, hver biær frá þess væng sem ljómandi eilífð- Skikkja úr vaðmáli, kyrtill úr ull, húfa úr flaueíi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.