Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 55 FRETTIR MIÐSTJÓRN og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins héldu sam- eiginlegan fund í Valhöll á Þing- völlum, miðvikudaginn 8. júní sl. Á fundinum var rætt um kosn- ingaúrslitin í nýafstöðnum sveit- arstjórnakosningum, stjórnmáia- viðhorfið og flokksstarfið fram- undan. Á fundinum gerðu formenn kjör- dæmisráða Sjálfstæðisflokksins grein fyrir kosningaúrslitunum hver í sinu kjördæmi og fundar- menn ræddu úrslitin og fengu nánari upplýsingar um niðurstöð- ur á hveijum stað. Fram kom að Tvísköttun- arsamning- ur Islands og Eistlands JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og Arvo Jiirgen Alas, sendiherra Eistlands á íslandi, undirrituðu í gær tvís- köttunarsamning milli Islands og Eistlands. Samningurinn nær til tekjuskatts og eigna- skatts. Tilgangurinn með samningnum er að koma í veg fyrir tvísköttun og undanskot á tekjum og eignum. Samning- urinn byggir að mestu á samn- ingsfyrirmynd Efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD) og er í samræmi við aðra tvísköttunarsamninga sem Eistland hefur gert við hin Norðurlöndin, segir í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Tvíþraut í Ólafsfirði SKÍÐADEILD Leifturs í sam- vinnu við Ferðamálaráð Ólafs- fjarðar efnir til tvíþrautar- keppni laugardaginn 25. júní næstkomandi í tengslum_ við daga landnámsmannsins Ólafs Bekks. Þrautin felst í því að hlaupið verður frá Dalvík yfir Reykja- heiði, að Reykjum í Ólafsfirði en það er gamia póstleiðin frá Dalvík til Ólafsfjarðar, Fijóta og Siglufjarðar. Á Reykjum verður hjólað eftir gamla þjóð- veginum í vestanverðum firðin- um niður í Ólafsfjarðarbæ. Fyrri hluti leiðarinnar, frá Dalvík yfir Reykjaheiði, er um 13 kílómetrar en leiðin sem hjól- uð verður er um 15 kílómetrar. Ræst verður í tveimur hópum, trimmarar kl. 13.30 og keppnis- fólkið kl. 14.30. Gera má ráð fyrir að keppnisfólkið komi í mark um það bil á sama tíma og grillveisla hefst við Tjarnar- borg. Björn Þór Ólafsson og Sigurgeir Svavarsson í Ólafs- firði sjá um skráningu en henni lýkur 22. júní næstkomandi. Sjálfstæðismenn funda á Þingvöllum Sjálfstæðisflokkurinn hefur hrein- an meirihluta í 9 sveitarfélögum og er í hreinum meirihluta eða í meirihlutasamstarfi í 24 af 31 kaupstað landsins. í kaupstöðum er flokkurinn með 42% atkvæða en um 40% ef allt landið er tekið saman. Að loknum sameiginlegum fundi miðsljórnar og þingflokks gengu fundarmenn að minnisvarða um dr. Bjarna Benediktsson fyrrver- andi formann Sjálfstæðisílokks- ins, eiginkonu hans Sigríði Björns- dóttur og dótturson þeirra, þar sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, lagði blómvönd við minnis- varðann og flutti stutta ræðu. í ræðu sinni rakti forsætisráðherra langan og farsælan ráðherra- og stjórnmáiaferil dr. Bjarna Bene- diktssonar og ræddi sérstaklega um mikilvægan þátt hans í lýð- veldisstofnuninni 1944 og minnti fundarmenn á hina frægu ræðu dr. Bjarna á Þingvöllum um lýð- veldið. Þessi sameiginlegi fundur miðsljórnar og þingflokks var haidinn á Þingvöllum í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Að lok- inni þessari stuttu athöfn snæddu fundarmenn saman kvöldverð í Valhöll. Nýstár- . legt Islands- kort LIONSKLÚBBURINN Víðarr í Reykjavík hefur í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins framleitt upphleypt íslands- kort. Um er að ræða annars vegar innrammaðan vegg- skjöld og hins vegar bréfa- pressu. Mót kortanna var unn- ið af Axel Heglasyni módel- smið og m.a. voru gerðir skild- ir sem Ásgeir Ásgeirsson for- seti gaf við ýmis tækifæri. Veggskjöldurinn verður fram- leiddur í 400 tölusettum ein- tökum og með_ merki þjóðhá- tíðarnefndar. Útgáfa þess er hluti af fjáröflun klúbbsins til líknarmála en hann hefur stutt hin ýmsu verkefni á liðnum árum. Má þar nefna aðstoð við barnastarf Stígamóta, kaup á hjartagæslutækjum fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík og nú síðast myndband sem notað verður í baráttunni gegn vímu- efnaneyslu ungmenna. Lýðveldisdagskrá Há- skólans í Perlunni í PERLUNNI næstu þijá sunnu- daga stendur Háskóli Islands fyrir dagskrá í tilefni lýðveldisafmælis- ins. Flutt verða stutt erindi sem öll fjalla á einn eða annan hátt um íslenska lýðveldið. Milli erinda verð- ur flutt lifandi tónlist. Dagskráin er í samvinnu við lýðveldishátíðarnefnd Reykja- víkurborgar sem verður með sýn- ingu í Perlunni á íslenskum ætt- jarðarljóðum. Á sunnudaginn 19. júní hefst dagskráin kl. 14. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor opnar dagskrána. Háskólakórinn undir stjórn Há- konar Leifssonar syngur nokkur lög á milli atriða. Kl. 14.25 fiytur Guðrún Nordal íslenskufræðingur fyrirlestur sem nefnist: Islenska ættjarðarljóðið, kl. 14.40, talar Sigrún Aðalbjarnar- dóttir prófessor um Háskóla ís- lands og mótun nútímasamfélags á íslandi, kl. 15.30 talar Páll Skúlason prófessor um forsendur menningar, kl. 15.45 flytur Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræð- ingur erindi sem nefnist: Konur og íslenska lýðveldið: þátttakend- ur eða áhorfendur? Afmælisganga á sumarsólstöðum SÓLSTÖÐUGANGAN 21. júní verður nú farin í tíunda skiptið. Lagt verð- ur af stað á miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. júní og gengið um Víkurgarð, með Tjöminni, um Hljómskálagarðinn, Háskólasvæðið, yfir flugvöllinn, um vesturhlíð Öskjuhlíðar og niður í Nauthólsvík. Þar verður kveikt fjörubál kl. 1.30. Síðan skiptast leiðir. Val verð- ur um að fara með ströndinni og niður á Ingólfstorg og vera við sól- arupprás niður á höfn eða fara í næturgöngu með ströndinni með viðkomu á Öskjuhlíð við sólarupprás og áfram eftir Bláfj allaleiðinni upp undir Elliðavatn og taka rútu til baka um kl. 7 eða fara með strönd- inni út á bryggju fram af Skelja- nesi vera við sólarupprásina úti á Skerjafirði á litlu farþegaskipi og fara í nætursiglingu um Skerjafjörð og Kollaijörð en með vali um að fara í land eftir Skeijafjarðarsigl- inguna kl. 5 í Gömlu höfninni en nætursiglingunni lýkur þar kl. 7. Fararstjórar verða í öllum ferðun- um. Sólstöðumínútunnar kl. 14.18 verður minnst á Landakotshæðinni. í kvöldgönguna verður lagt af stað frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit kl. 9 um kvöldið og gengið niður að vatninu og síðan á upp- hafsstað göngunnar 1984 á'Þing- völlum. Þar verður stutt dagskrá, Sigurður Örn Bernhöft syngur, Hanna María Pétursdóttir þjóð- garðsvörður flytur stutt ávarp og með því lýkur sólstöðugöngu 1984. í kvöldgönguna verður hægt að fara með rútu frá Umferðarmið- stöðinni kl. 21 eða koma á eigin bílum að Kárastöðum. Rútan ekur báðum hópunum til baka. ♦ ♦ ♦ ■ LEIGÐUR hefur verið svokall- aður „vídeómyndvarpi" og með hon- um verður leikjum heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu varpað á sýningartjald Bíóhallarinnar á Akranesi. A þann hátt verður hægt að fylgjast með leikjum HM á 16 fermetra tjaldi. Á opnunarleik keppninnar milli Þýskalands og Bólivíu er aðgangur ókeypis, en þar eftir kostar aðgangur 200 krónur. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Fjölskyldusjóferðir laugardag og sunnudag VIÐEYJARFERJUR/FERJULEIÐIR í samsánnu við Reykjavíkurhöfh bjóða hinar vinsælu fjölskyldusjóferðir um helgina. 11/2 klst sigling um sundin og að eyjum á Kollafirði á fb. Skúlaskeið. Farið er frá Suðurhugtarbryggju, sem er neðan við Hafnarbúðir. Ferðirnar eru sérstaklega sniðnar fyrir fjölskylduna, svo hún geti notíð ferðar og útsýnis, um leið og fræðst er um siglingaleiðina og sögu hennar hjá reyndum fararstjóra. Fugla- og botndýralíf fjarðarins verður skoðað, siglt að mikilli lundabyggð, vitjað um krabbagildrur ogtekin botndýraskafá sem veiðir ýmis forvitnileg sjávardýr. Afhent verður sérstakt eyðublað til skráningar á ýmsu því sem gert verður í ferðunum. Hafið með ykkur góð skjólföt og gjarnan nestísbita og svaladrykk, þvi stansað er á leiðinni og látíð reka (stuttan tfma. Ferðirnar verða farnar á laugardag og sunnudag kl. 14.00 og 16.00. Miðamir eru seldir við bátshlið á kr 800 fullorðnir, kr. 400 börn. Maetíð tímanlega. Takamarkaður fjöldi miða. Ath. Félögum, hópum og einstaklingum bjóðast ferðir aUa daga eftír pöntunum. Upplýsingar hjá VIÐEYJARFERJUM/FERJULEIÐUM i slmum91-628000 og 985-20099.-...........- —B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.